top of page

Stjórnarfundir LSE:
2020 - 2021

LSE-logo.JPG
2020-F 130
2020-F131
2020-F132
2020-F133
2020-F134
2020-F135
2020-F136
2020-F137
2020-F138
2020-F139

2020

130. stjórnar LSE- og formannafundur 

FUNDARGERÐ.   

Bændahöllin, fundarherbergið Askja, 31. janúar 2020.

​Fyrir hádegi var stjórnarfundur LSE þar sem formönnum aðildarfélaganna var boðið að taka þátt. Fulltrúar fjögurra aðildarfélaga (af fimm) þáðu boðið og mættu við upphaf fundar.

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður LSE  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari LSE (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE og formaður FSVfj. (NB)

María E. Ingvadóttir, formaður FSS (MEI)

Maríanna Jóhannsdóttir, formaður FSA (MJ)

Sigurlína Jóhannesdóttir, formaður FSN  (SJ)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Bergþóra Jónsdóttir, formaður FSV, mætti til áætlaðs formannafundar kl 13:00  (BJ)

 

Fundur hófst kl. 10:00.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Boðið var upp á ávexti, brauð og súkkulaðirúsínur.

 

1. Undirskriftir

1 - Skrifað var undir fundargerð 129. stjórnarfundar LSE.

2-  Stjórn fyllti út „Tilkynningu um breytingar á stjórn“ til ríkisskattstjóra.

 

2. Í deiglunni

HGS segir frá ýmsum verkefnum sem eru í gangi

LSE minnir á sig

 • LSE var með áramótakveðju lesna í tvígang á Rás1 og Rás2.

 • LSE auglýsti í Fréttablaðinu 29. okt 2019 og tilefnið var almenn skógarumfjöllun í blaðinu.

 • LSE hafði jólakveðju í jólablaði Bændablaðsins (bls. 67)

 • LSE greiðir fyrir að hafa logo LSE á forsíðu heimasíðu Bændablaðsins.

 • LSE lagði til jólatré á gang Bændasamtakanna. Það kom frá Oddsstöðum í Lundareykjadal.

Jólamarkaður við Hagatorg

Upp kom hugmynd að hafa jólamarkað Bændasamtakanna á hringtorginu við Bændahöllina. Þar gætu bændur selt tré og aðrar afurðir. Hugmyndin hefur ekki verið lögð fyrir Bændasamtökin.

Drónamælingar

Margt bendir til að samstarfsverkefninu með Skógræktinni og Svarma, sem fjallaði um skógmælingar með LiDAR-myndatöku með dróna, ljúki fyrir fagráðstefnu.

LSE er meðmælandi fyrir styrki

 • Fræpökkur. Brynjar Skúlason sótti um í Framleiðnisjóð og Loftslagssjóð.    https://landpuck.com/.

 • Spæni og Viðarperlur. Tandrabretti sótti um í  sjóð á Austurlandi og Loftslagssjóð.

 • Viðarafurðir til framtíðar – Varanleg kolefnisbinding íslenskra skóga (Ólafur Eggertsson).

Bókhald LSE

Bókhald LSE er sýnir jákvæða niðurstöðu á milli ára samkvæmt útreikningi bókara.

SHÞ bendir á að laun vanti á launaseðla stjórnarmanna fyrir 2019. HGS mun athuga frekar.

 

3. Við skógareigendur

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu út leiðangur um miðjan janúar til að fjármagna útgáfu og póstlagningu á „Við skógareigendur 2019“ með því að leita eftir auglýsendum í blaðið.  Allir sem rætt var við létu sig málið varða og vildu ólmir auglýsa í blaðinu. Lítið vantar til að fjármögnun gangi upp. Fundarmenn samþykkja að gefa út blaðið „Við skógareigendur“ fyrir 2019, svo fremi sem útgáfa og póstlagning verði að fullu fjármögnuð fyrir fram. Framvegis skal útgáfa ákveðin hverju sinni. Ákvörðun um blað fyrir árið 2020 verður tekin síðar, væntanlega í aðdraganda aðalfundar LSE.  HGS mun halda fjármögnuninni til streitu.

Beiðni kom um að „fréttabar“ í Bændablaðinu með fréttum frá LSE yrðu framvegis ekki merktar með „skógur og landgræðsla“ heldur undir merkjum LSE. HGS mun athuga frekar.

 

4. Kolefnisbrúin

JGJ fór yfir mál Kolefnisbrúarinnar. Vinnan hefur tekið „rússíbanadýfur“ öðru hvoru en að undanförnu hefur gengið vel. HGS, JGJ, Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna og Gunnlaugur Guðjónsson, hjá Skógræktinni, hafa lagt upp grófgerða áætlun um næstu skref. Í kjölfarið var leitað eftir fundi með umhverfisráðherra sem af varð. Þar var sóst eftir hvatningu ráðherra við að bændur með skipulagða skóga fengju, með hans skriflegu leyfi, að telja bindingu sinna skóga á móti losun á rekstri sinnar jarðar. Viðbrögðin voru þau að bændur ættu þetta kolefni og því væri ekkert til fyrirstöðu að gera það, en ráðherra vildi þó ekki leggja nafn sitt við slíkt, enda ætti hvatinn ekki að koma frá honum. Allir brugðust vel við og áfram verður unnið með málið og þar með er binding með gróðursettum skógi frá t.d. 1990 til dagsins í dag á viðkomandi jörð framteljanleg til móts við losun á jörðinni.

 

5. Hörmungarástand

BBJ fer yfir alvarlega stöðu skógarmála í dag. Skógræktin er svelt, í skoðun er að loka starfsstöð og til uppsagna getur komið. Hvað varð um fjórföldunina í skógrækt? Fundarmenn hafa allir áhyggjur af stöðu skógarmála á Íslandi í dag.

 

6. Búnaðarþingið

Varaformaður LSE verður fulltrúi LSE á Búnaðarþingi. Helstu mál til umræðu á þinginu verða félagsmál og umhverfisefna landbúnaðarins.

 

7. www.skógartölur.is

HGS segir frá áformum um skogartolur.is. Það er samvinnuverkefni Skógræktarinnar, sem heldur utan um verkefnið, LSE og Skógræktarfélags Íslands. Skógræktarfélagið hefur undanfarna áratugi gefið út skógartölur í Skógræktarritinu sem að miklu leiti var aflað af einum starfsmanni þess. Eftir að hann vék til nýrra starfa þurfti yfirgripsmeiri meðhöndlun á öfluninni. Útlit er fyrir að Skógræktin taki að sér umsjón með verkefninu en það er enn í vinnslu.

 

 

Hádegishlé kl 12:10, súpa og brauð borin á borð í fundarsalnum.

 

 

 

Formannafundur LSE

Formlegur formannafundur hófst kl 13:00.

8. Orð formanna

a)Endurgreiddur virðisaukaskattur

MEI:  Á síðasta aðalfundi lagði MEI til að stofnuð yrði nefnd til að fjalla um endurgreiddan virðisaukaskatt til skógarbænda.  Það hefur ekki verið gert.  Hluti greiðslu Skógræktarinnar til skógarbænda er í formi endurgreidds virðisaukaskatts.  Í samningi skógarbænda við Skógræktina er kveðið á um að haldið skuli sérstaklega utan um allan kostnað vegna skógræktar og fæst virðisaukaskattur af þeim kostnaði endurgreiddur, hann er með gjalddaga tvisvar á ári.   Þetta kemur til dæmis þannig út, að verulegur hluti endurgreiðslu frá Skógræktinni og virðisaukaskattur af útlögðum kostnaði skógarbóndans, til dæmis vegna jarðvinnslu, fæst ekki greiddur fyrr en í marsbyrjun árið á eftir.   Það er jafnvel 8 mánuðum eftir að skógarbóndinn lagði út fyrir þessum kostnaði og nokkrum mánuðum seinna en annað uppgjör frá Skógræktinni.  Því lagði MEI til á aðalfundi, að nefnd mundi skoða þann möguleika að fjölga gjalddögum, virðisaukaskatts skógarbænda, að þeir yrðu fjórir í stað tveggja, eins og nú er.  Það er ekkert eðlilegt við það, að skógarbóndinn eigi inn stórar upphæðir hjá hinu opinbera og spari tímabundið útgjöld Skógræktarinnar.  Því ítrekaði María, að stjórn LSE sinnti þessu máli, þar sem það varðar hagsmuni skógarbænda.

b)Tryggingar og brunamat á skógum

MEI:   Félagið á Suðurlandi hefur haldið nokkra fundi um brunavarnir í skógi og fengið sérfræðinga á þá fundi, t.d. frá Brunavörnum Suðurlands.  BBJ hefur kynnt vel bæklinginn um gróðurelda sem er aðgengilegur á netinu, grodureldar.is.  Skógar eru ekki tryggðir og ekki er mögulegt að tryggja þá, nema að fram fari mikil undirbúningsvinna.  Taka má til fyrirmyndar norska fyrirtækið Storebrand, til dæmis.  Því lagði MEI til á síðasta aðalfundi, að nefnd yrði falið að fara í þessa vinnu.  Þessu hefur ekki verið sinnt og skorar hún á stjórnina að bæta úr því sem allra fyrst.  Þó að FsS hafi látið sér þetta mál varða og  kynnt sér það, er eðlilegra að þetta sé unnið fyrir landið allt.

c)Dalabyggð

BJ fer yfir stöðu mála um framkvæmdaleyfistregðu til skógræktar í Dalabyggð.

 

 

 

9. Gæðafjalir

HGS sagði frá ferð til Svíþjóðar þar sem Eiríkur Þorseinsson (viðarsérfræðingur), Guðrún Lárusdóttir (LBHI) og hann fóru til fundar við sérfræðinga hjá Svenskt trä vegna staðlainnleiðingar.

 

JGJ og HGS víkja af fundi kl 13:30 til að vera á öðrum fundi vegna Kolefnisbrúarinnar.

 

Í fjarveru þeirra fer BBJ yfir sögu Gæðafjala og segir frá Treprox verkefninu, fólkinu á söginni og ýmsu því tengt.

 

10. Landsáætlun í skógrækt

MJ situr í nefnd um gerð Landsáætlunar í skógrækt fyrir hönd LSE. Síðasti skiladagur fyrir athugasemdir í Samráðsgátt var 31. janúar (í dag). MJ hafði fengið leyfi frá formanni nefndarinnar að skila athugasemdum á mánudaginn 3.febrúar.  

HGS hafið skrifað upprátt af athugasemdum fyrir fundinn. Fundarmenn fóru yfir uppdráttinn og löguðu eftir þörfum. MJ, BJ og HGS var falið að vinna lokaútgáfu og koma til skila til formanns nefndarinnar.

 

JGJ kemur aftur inn á fundinn kl 14:00 og HGS kl 14:30.

 

11. Skógarfang

BBJ segir frá stefnu í afurða og markaðsmálum. Vinnan gengur vel og lokaskýrsla verður að öllum líkindum kynnt á fagrástefnu skógaræktar á hótel Geysi.

 

12. Stefna LSE í afurða- og markaðsmálum

HGS mun senda stefnu LSE til fundarmanna og athugasemdum skal skilað BBJ fyrir miðvikudagskvöld.

 

13. Girðingarnefnd 

NB vill fá athugasemdir frá fundarmönnum eða félögum fyrir 14.febrúar því þá er fyrsti fundur nefndarinnar á dagskrá.

HGS ætlar að athuga hvort núverandi girðingarreglur séu til og birta á heimasíðu LSE ef svo er.

Nefndina skipa:

Gunnlaugur Guðjónsson (formaður), Arnlín Óladóttir og Valdimar Reynisson frá Skógræktinni

Agnes Geirdal, Halldór Sigurðsson, Naomi Bos frá LSE.

 

14. Taxtanefnd

NB leggur til að fundarmenn íhugi uppástungur fyrir vinnu í taxtanefnd. Enginn fundur enn verið boðaður.

Nefndina skipa:

JGJ (formaður), GRV og SHÞ frá LSE

Gunnlaugur Guðjónsson, Ólöf Sigurbjartsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Skógræktinni.

15. „Komdu fram af öryggi“  

Kl 14:30 var boðinn til fundar Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, með um 20 mínútna langt erindi/kennslu til fundarmanna um framsögu.

Nokkrir punktar:

 

 • 1 Markmið og markhópur,  2 Strategía  og skilaboð,   3 taktík og miðlar

 • Forgangsraða grimmt . Fólk nær einungis 1° gráðu af 360°

 • 10 glærur  20 mínútur  30 punkta letur.

 • Hver ertu?   >   Við hvern ertu að tala ?   >   Hvað viltu að þessi geri ?   > Hvað segir þú við þá ?   > Hvar nærðu í þá með skilaboðin ?   > Hvað leggurðu áherslu á ?

 • Byrjaður þína framsögu sterkt, náðu athygli.

 

16. Fagráðstefna skógræktar, 18.-19.mars 2020

Hver og einn fundarmaður er beðinn að láta HGS vita hvort og hvernig viðkomandi mætir. 

 

17. Greinar í Bændablaðið

Engin grein frá skógarbændum kom í janúar (fyrstu tvö Bændablöðin) en von er á tveimur greinum í næsta blaði, önnur frá LSE um staðla og hin frá Norðurlandi um jólatrjáaundirbúning.

 

Tillaga að stundaskrá 2020 fyrir pistlahöfunda/aðildarfélög.

         Janúar : LSE    Febrúar: FSN    Mars: FSA    Apríl: FSS            Maí: FSV             Júní: FSvfj

         Júlí: LSE           Ág: FSN               Sept: FSA      Okt: FSS              Nóv: FSV             Des: FSVfj.

Vissulega má skrifa fleiri en tvær greinar á félag.

 

18. Köngull, podcast

HGS kynnti Köngul podcast sem er hlaðvarpsþáttur skógarbænda, hýstur í Hlöðunni, hlaðvarpsveitu Bændablaðsins. Einn þáttur hefur verið sendur út fram að þessu. Hugmynd er uppi með að finna og lesa efni inn á veituna úr eldri ritum „Við skógareigendur“ sem getur talist tímalaust og á þ.a.l. við í umræðunni í dag.

 

19. Skogarbondi.is

Umræðu frestað.

 

20. Aðalfundur LSE 2020, Hamri

 • Almenn ánægja var með formannaerindin frá síðasta aðalfundi sem var í Kjarnalundi við Akureyri. Hugmyndir um hvort þyrfti að samræma uppsetningu tölulegra upplýsinga milli erinda.

 • Gengið verður um golfvöllurinn á Hamri. Passa verður upp á að sá sem segir frá í göngunni og leiðir hópinn nái athygli hópsins. Einnig að undirbúa mætti framsögu innandyra fyrst.

 • Vekja þarf máls á VSK endurgreiðslu, (sbr. fundarlið 8-B)

 

21. Samráðsfundur LSE og Skógræktar

Fyrirhugaður er samráðsfundur með Skógræktinni 19.mars á Hótel Geysi, að lokinni Fagráðstefnu kl 15-18. Lagt er til að dagskrá verði undirbúin fyrir og á næsta stjórnarfundi. HGS mun hafa samband við Skógræktina um fundarefni.

 

22. Önnur mál

 

A)Fækkun meðal félagsmanna (tölur frá gjaldkerum aðildarfélaganna)

Félag:            okt2018           des2019                = breyting                %

FSV:               182                   176                         = 6 færri                   -3,4%

FSA:               137                   138                        = 1 fleiri                    +0,7%

FSS:               232                   204                         = 28 færri                 -13,7%

FSN:               126                   120                         = 6 færri                   -5%

FSVfj.            88                     80                           = 8 færri                   -9%

Alvarlegt er að félagsmönnum fækkar í fjórum félögum af fimm. Leggja þarf frekari áherslu á eflingu aðildarfélaganna. Upplýsa þarf félagsmenn betur um störf LSE og aðrir skógarbændur verða að sjá hag sinn í að vera félagsmenn.

MJ segir frá heimsóknum sem skógarbændur fara til hvors annars. Það byggir félagði upp.

BBJ segir frá því að töluvert af bændum, sem eingöngu hafa ræktað skjólbelti á jörðum sínum, hefur hætt í félaginu á Suðurlandi.

BJ segir að áætlað er að fara í kynningar á skógrækt á Vesturlandi fyrir almenning, sveitastjórnir og aðra áhugsama.

HGS stefnir á að koma með einhverskonar aðgerðaráætlun fyrir næsta fund.

 

B)Kolefnisjöfnun Félagsmálaráðuneytis 2020

Afrit af nýlega undirritaðum samningi milli félagsmálaráðuneytis og Sólheima var lagður fram á fundinum.

 

C)Elmia Wood 18.mai 2021

Fundarmenn eru fullir áhuga á að ferð á skógtæknisýninguna Elmia wood verði farin eftir rúmt ár.  HGS kannar málin betur.

 

D)Glansrit Bændablaðsins

Blaðið verður gefið út fyrir Bændaþingið í mars en fer ekki í dreifingu eins og hefðbundið blað. Það fer í prentun 14. febrúar og skil á greinum eru í fyrstu viku febrúar. Ólíklegt er að LSE skili grein í blaðið.

 

 

 

Næsti stjórnarfundur er áætlaður 4. mars 2020 kl 10:00 í Bændahöllinni.

Næsti formannafundur verður í tengslum við samráðsfund fyrirhugaðan 19.mars 2020

 

Fundi lauk kl 17:00

 

Farið var í kynningarferð í Morfellsbæ í verslunina Vorverk þar sem Hrefna Hrólfsdóttir, eigandi, kynnti starf Vorverks.

 

Kvöldverður í boði LSE hófst kl 20:00 á Hótel Sögu/Mímir-restaurant.

131. stjórnarfundur LSE 

FUNDARGERÐ.   

Bændahöllin, fundarherbergið Askja, 4. mars 2020.

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður LSE  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri LSE (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari LSE (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi LSE og formaður FSVfj. (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 9:00

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Boðið var upp á rúnstykki, ávöxt og Ópal.

1. Undirskriftir

Skrifað var undir fundargerð 130. stjórnar- og formannafundar LSE.

2. Í deiglunni

Búnaðarþing

Búnaðarþingsfulltrúar LSE (SHÞ, JGJ og HGS) segja frá því sem fram fór á Búnaðarþingi sem var að ljúka.

Fagráðstefna skógræktar

Almannavarnir leggjast ekki gegn fjöldasamkomum vegna kóróna-veirunnar eins og sakir standa. Undirbúningur gengur vel.

Dalabyggð

Nýlega veitti Dalabyggð framkvæmdaleyfi til skógræktar á þremur jörðum af fjórum sem lengi hafa verið í bið. Bergþóra Jónsdóttir, formaður FSV, stendur enn í bréfaskriftum við sveitafélagið.

Bændablaðið, staða á greinaskrifum

Sjö greinar tengdar skógum hafa verið birtar til þessa á árinu, fjórar hafa komið frá LSE. Staðan er góð og greinar LSE eru á pari við viðmið um eina grein á mánuði.

Útgáfa Við skógareigendur

Í síðustu viku kom tímarit skógarbænda út „Við skógareigendur“ fyrir árið 2019. Það var prentað í Héraðsprent á Egilsstöðum í 1000 eintökum, en  535 eintök voru póstlögð á heimilisföng skógarbænda vítt og breytt um landið. Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var blaðið til afhendingar fyrir þá sem vildu. Ætlunin er að gera það sama á fagráðstefnu skógaræktar eftir tvær vikur. Stjórnarmenn voru beðnir að taka eintök með sér til að dreifa til sveitafélaga og á þjónustustaði sem hafa biðsali svo sem heilsugæslustöðvar, tannlæknastofur og dekkjaverkstæði. Ef afgangur verður á upplaginu verður því dreift á aðalfundi LSE í október. Fjármögnun blaðsins gekk vel en uppgjör við auglýsendur hefst á næstu dögum.

Bókahaldsstaða LSE í mars 2019  

Lítil innistæða er á bankareikningum LSE. Ekki hefur fengist greiðsla frá Fjársýslu ríkisins sem alla jafna eru greidd um mánaðamót febrúar/mars.  

Skógarfang

Skýrslan er á fullu skriði. Stefnt á að senda í prent til Héraðsprents 11. mars n.k.

Fólkið á söginni

Fulltrúar LSE

 • Bjarki Már Jónsson, Ytri Víðivöllum II, Fljótsdal, FSA, kt 060780... (eigin sög)

 • Hörður Már Guðmundsson, Víðivellir-Ytri 1, Fljótsdal, FSA, kt 300663...  (eigin sög)

 • Benjamín Örn Davíðsson, Engimýri, Öxnadal FSN, kt 120279... (aðgengi að sög)

 • Johan Holst, Silfrastaðir, Norðurárdal/Skagafirði, FSN,  kt 201073...  (eigin sög)

 • Sigurður Oddur Ragnarsson, Oddsstöðum í Lundareykjadal, FSV, kt 120653... (eigin sög)

 • Hlynur Gauti Sigurðsson, LSE  kt 090779...  (fulltrúi LSE)

Gróðursetningarfólk, skogarbondi.is

Á forsíðu heimasíðu LSE getur almenningur sóst eftir að gróðursetja fyrir skógarbændur. Ein umsókn hefur borist til þessa og verður umsóknum vísað til formanna á þeim svæðum sem umsóknin nær til hverju sinni.

Samráðsgátt -Reglugerð um vernd landbúnaðarlands

LSE skilaði umsögn. Sjá Umsögn nr 4. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2628 .

Elmia wood 18.mai 2021

Leitað var eftir húsnæði fyrir 30 manns hjá Avista, húsnæðismiðlun í Svíþjóð vegna Skógtækisýningarinnar Elmia wood 2021. Jennie Anger, starfsmaður Avista, ætlar að láta HGS vita þegar málin um húsnæði skýrast.

Skráðir eigendur LSE (RSK)

Skráður eigandi LSE er formaðurinn. https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6608972089

Starfsmannafundur skógræktarinnar

Á starfsmannafundi Skógræktarinnar, sem var 14. febrúar sl. var farið yfir ýmis gagnleg atriði, svo sem: öryggi í framkomu, hópefli/liðsheild, skrif á texta og góða vinnuaðstöðu. Starfsmenn Skógræktarinnar sammælast um ágætan fund.

Mismunun vegna minja og sveitafélaga

Afgreiðsla sveitafélaga við framkvæmdaleyfi er mjög mismunandi. Nokkuð sem þörf er að taka á. Hugmynd er um að stefna til hóps á Facebook meðal þeirra sem er misboðið.

Verðmatamat skóga

HGS heyrði í Halldóri Eiríkssyni um BS-skrif hans um verðmæti skóga. Hann hyggst hefja skrif næsta vetur. HGS lagði til að sótt væri um styrk fyrir hann til að hann gæti einbeitt sér frekar að efninu. Það væri akkur fyrir LSE að hafa ritgerð um þetta efni í fórum sínum.

3. Stefna LSE

Samþykkt var að LSE leggist í vinnu að endurskoðun á stefnu LSE sem kynnt væri á næstkomandi aðalfundi samtakanna.

4. Dagskrá Samráðsfundar 19.mars

Dagskrá Samráðsfundar LSE og Skógaræktar hefur verið lögð fram.

Dagsetning fundar er fyrirhugaður föstudaginn 20. mars kl 9:30-13:00 á Mógilsá.

 

1 Girðinganefnd, vinnuhópur gerir grein fyrir stöðunni.

2 Taxtanefnd, vinnuhópur gerir grein fyrir stöðunni.

3 Taxtar 2020

4 Forgangsröðun verkefna

5 Horfur 2021 – nýjustu fréttir

6 Skógarkolefni

7 Skógartölur

8 Nýtt skipurit Skógræktarinnar

9 Umræður til að efla skógrækt

10 Önnur mál

5. Fræðslumál í skógrækt

Stjórnin vill efla fræðslumál í skógrækt. JGJ og HGS munu leita til skógræktarstjóra um aðferðir.

6. Aðalfundir félaganna á næsta leiti

 

FSA= 26.mars , JGJ ætlar að mæta

FSV= 26.mars, HGS ætlar að mæta

FSN= 1.apríl, HGS ætlar að mæta

FsS= 19. apríl, HGS ætlar að mæta

FSVfj.=byrjun júní , JGJ og HGS ætla reyna að mæta

 

Stjórn LSE leggur til að formaður og framkvæmdastjóri leggi þrjú mál til umræðu á fundunum:

 • Stefna LSE

 • Kolefnismál

 • Landbúnaðarsýningu 2021

Auk þess verður farið yfir það helsta sem er í gangi.

7. „Allt fyrir umhverfið“ -sýning 2020

30.okt – 1. nóv er fyrirhuguð sýning í Laugardalshöll undir kjörorðunum „Allt fyrir umhverfið“.

Stjórn LSE hefur áhuga á að taka þátt en fyrst skal athuga stöðuna hjá Skógræktinni og athuga með að sameinast um bás eða vera nærri hvorum öðrum. HGS kannar málið.

 

Næsti fundur er fyrirhugaður 20. mars sem er Samráðsfundur með Skógræktinni og verður á Mógilsá

Fundi lauk kl 12:00

132. stjórnarfundur LSE (símafundur) 

FUNDARGERÐ.   

Símafundur. Síminn 7557755.​ 18.mars 2020

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur var fyrirhugaður á fjarfundabúnaði Google-Hangouts en tækni stríddi svo ákveðið var að funda á símatorgi Símans.

 

Fundur hófst kl. 13:30.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1. Kolefnisbrúin

Formáli:

„Kolefnisbrúin“ er vinnuheiti yfir verkefni sem gengur út á kolefnisbindingu sem bændur geta sinnt. Bindingin getur bæði verið fyrir kolefnisjöfnuð á jörð eða í endursölu fyrir kaupendur á kolefniseiningum. Verkefnið gengur út á að bændur kolefnisjafni með annars vegar nýskógrækt og hins vegar með eldri skógum. Aðrar aðferðir geta komið til skoðunar á síðari stigum.

Verkefnið var kynnt á Búnaðarþingi, sem haldið var í upphafi mánaðar, og voru undirtektir fundarmanna mjög góðar. Nýkjörin stjórn Bændasamtaka Íslands, sem kosið var til á fyrrgreindu bændaþingi, fundaði um „Kolefnisbrúnna“ og vildi veita henni brautargengi. Ætlunin er að Kolefnisbrúin geti starfað sjálfstætt sem fyrirtæki og sinnt verkefninu betur þannig fyrir bændur.

 

Stjórn LSE samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra umboð til að vinna áfram með Kolefnisbrúna og að sjá um að komið verði á laggirnar fyrirtæki sem fylgi eftir verkefninu. Fyrirvari er settur á um fjármögnun fyrirtækisins og að fjármögnun starfsmanns sé tryggt áður en staðið er að ráðningu hans.  Tryggja þarf einnig fjármögnun rekstrar svo sem útgjöld vegna akstur og fundahalda.

 

Ætlunin er að fyrirtækið verði alfarið í eigu LSE á meðan verkefnið er í þróun. Athuga þarf betur lög um fyrirtækjarekstur félagasamtaka og leita lögfræðiálits með sérþekkingu á slíkum málum til að tryggja að lögum samkvæmt megi félagasamtök á borð við LSE eiga og reka fyrirtæki. Sömuleiðis hvort leita þarf samþykkis aðildarfélaga LSE fyrir stofnun félagsins. Reikna má með að eignahaldið breytist á síðari stigum t.d. með aukinni að komu Bændasamtakanna.

 

Stjórn LSE samþykkir að í fyrstu skuli stjórn fyrirtækisins vera skipuð eftirfarandi: Formaður LSE verði stjórnarformaður, gjaldkeri LSE verði gjaldkeri stjórnar fyrirtækisins ásamt prókúruhafi og framkvæmdastjóri LSE verði ritari stjórnar fyrirtækisins og með prókúru. Aðrir í stjórn LSE verði varamenn.

 

Viðræður eru hafnar við starfsmann sem vinnur verkefnið áfram í nafni fyrirtækisins. Starfsaðstaða hans yrði í húsakynnum Skógræktarinnar á Egilsstöðum.

 

Farið var yfir dagskrá fyrirhugaðs samráðsfund með Skógrækinni sem á að vera í gegnum TEAMS fjarfundabúnað föstudaginn 20.mars.

BBJ leggur til að skógargeirinn sammælist um að nota sama fjarfundabúnaðinn, t.d. Teams. HGS fer í málið.

 

3. Önnur mál

Stjórn samþykkir að styrkja NB um símakostnað vegna fundarins verði hann úr hófi fram.

 

Næsti fundur er fyrirhugaður 20. mars sem er Samráðsfundur með Skógræktinni og verður með Temas fjarfundabúnaði.

 

Fundi lauk kl 14:30

133. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ.   

Fjarfundur með Microsoft TEAMS.

26. mars 2020

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 13:15.

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

1. Í deiglunni

Fræðsluefni um skógrækt

HGS gerði persónulega athugasemdir við fyrirhugaða þriðju útgáfu á Fræðsluerindi í skógrækt en hann teiknaði skýringarmyndir í bæklinginn. Athugasemdirnar varða hagsmuni skógarbænda.

Alþjóðadagur skóga

Nýtt video í tilefni alþjóðadags skóga 2020 leit dagsins ljós í síðustu viku.

Dalabyggð, kæra

Tveir skógarbændur ætla að leggja fram kæru á hendur Dalabyggð um afgreiðslu framkvæmdaleyfa. Stjórn LSE lýsir yfir stuðningi við skógarbændurna bréflega.

Girðingar FSN

Stjórn Félags skógarbænda á Norðurlandi þrýsti á að LSE vinni áfram í réttlæti gagnvart Skógræktinni um afléttingu viðhaldsgreiðslna fyrir girðingar. Haft var samband við Guðrúnu Vöku, lögfræðing Bændasamtakanna (BÍ) og tjáði hún HGS að hún væri mjög upptekin, en hún ætlaði að kynna sér málið í næstu viku.

Girðingar

Útlit er fyrir aukið atvinnuleysi meðal fólks/ungmenna í vor vegna afleiðinga af Covid 19 og einnig er útlit fyrir mikla þörf fyrir viðhald girðinga. Reikna má með að BÍ og LSE vinni saman með aðkomu Bjargráðasjóðs.

Covid 19

Öll aðildarfélög LSE hafa frestað aðalfundi vegna Covid 19 veirunnar.

Fræðslumál

Fræðslumál voru til umræðu á 131. stjórnarfundi. Í kjölfarið talaði HGS við skógræktarstjóra. Ekki er í pípunum að ráða fræðslufulltrúa hjá Skógrækinni í stað Ólafs Oddssonar en samstarf við LSE, í einhverri mynd, kemur vel til greina, finnist til þess hæfur einstaklingur. BBJ leggur til að leitað verði eftir fræðslufulltrúa eða nefnd skipuð fulltrúum allra innan skógargeirans sem samræmir og vinni að aukinni fræðslu í skógrækt.

2. Kolefnisbrúin

Á síðasta fundi var farið yfir nokkur mál varðandi Kolefnisbrúna. Leitað var til lögfræðings um heimild við að stofna fyrirtæki í nafni LSE. Til þess þarf samþykkt aðalfundar. Ekki verður þó slegið slöku við undirbúning á stofnun fyrirhugaðs  fyrirtækisins fram að aðalfundi

 

Á fundinum var lögð fyrir tillaga að verktakasamningi við Hafliða Hörð Hafliðason um að leiða verkefnið áfram. Stjórn lagði til minniháttar breytingar á samningnum. HGS var falið að fylgja samþykktinni eftir.

Þegar verkefnið er komið af stað og línur farnar að skýrast verður stefnt að fréttatilkynningu í Bændablaðið, unna í samráði við stjórn LSE.

3. Ársreikningur, drög

BBJ gerir athugasemdir við framsetningu ársreikningsdraganna Stjórn leggur til að fresta afgreiðslu uns  HGS og GRV hafa ráðfært sig við Gylfa bókara.

4. Taxtar skógræktar

Skógræktin kynnti LSE tillögu sína að töxtum fyrir árið 2020. Stjórn LSE ályktaði eftirfarandi:

 

 1. Liður 10, grisjun. Gera þarf betri skil á millibilsjöfnun/grisjun. Útskýra þarf hví einungis ein trjátegund fær meðhöndlun og aðrar eru undanskildar.

 2. Liður 6, íbætur. Skýra þarf betur í texta að um viðbótagreiðslu við lið 1 er að ræða. Óska eftir að tekið verði tillit til athugasemda Maríu, formanns FsS, frá yfirstöðnum samráðsfundi.

 3. Lið vantar um slóðagerð. Gera þarf skil á því hví ekki er fjallað um slóðagerð í töxtum, rök og ástæður.

 4. Lið vantar um girðingar. Gera þarf skil á því hví ekki er fjallað um girðingar/girðingarviðhald. Stjórn LSE gerir kröfu á að  girðingartaxtar verði teknir inn, sér í lagi hjá eldri skógræktarsamningum.               

Stjórn LSE ætlar að vinna með BÍ að Bjargráðasjóður komi að bótum vegna stórtjóns girðinga á þessu ári.

5. Skjólbelti

Stjórn LSE vill leggja til að gert verði stórátak í skjólbeltarækt á bújörðum. Nú er lag. JGJ og/eða HGS ætlar að tala við formann BÍ um málið.

 

6. Stefna LSE

JGJ ræddi við Maríönnu, formann FSA, um að leiða vinnu að stefnumörkun LSE. Lagt er til að Hafliði sitji í nefndinni, enda kemur stefna LSE mjög inn á kolefnismál skóga. HGS ætlar að setja sig í samband við Maríönnu og fara yfir næstu skref. Tillaga að nefndarmönnum eru: Maríanna Jóhannsdóttir (formaður), Hrefna Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Hafliði Hörður Hafliðason og HGS.  Stjórn LSE vill að ýtt sé undir tillögu frá aðalfundi LSE 2018 á Hellu/Hótel Stracta um flutning frá umhverfisráðuneyti í landbúnaðaráðuneyti.

7. Samráðsfundur, samantekt

Lauslega var farið yfir atriði af nýliðnum samráðsfundi Skógræktarinnar og LSE. Stjórn LSE vill breyta uppsetningu á næstu samráðsfundum með Skógræktinni.

8. Heimasíða, email og hýsing

Í gær leitaði HGS tilboða í þjónustu hjá Austurneti ehf. við að hýsa heimasíðu og tölvuþjónustu LSE. Tilboð Austurnets hljóðar svipað og fyrri þjónustuaðila, 1984 ehf. og Google, eða um og undir 20.000 krónur fyrir lénhýsingu og gagnageymslu fyrir tvö netföng. Kosturinn við að leita til Austurnets er helst sá að auðveldara er að sækja aðstoðar þegar á bjátar. Stjórnin segir „ON“

9. Önnur mál

BBJ segir frá skýrslu skógarfangs-teymisins sem er tilbúin til lokayfirlestrar.

 

Fundarmenn eru almennt hrifnir af fundafyrirkomulaginu með

netfundi og ekki óhress með öra fundi upp á síðkastið.

Fundi lauk kl 15:15

134. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ.   

Fjarfundur með Microsoft TEAMS.

29. maí 2020

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst formlega kl. 9:40

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar. Hafliði Hörður Hafliðason (HHH), verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar, sat fyrsta og annan dagskrárlið.

 

1. Í deiglunni

Girðingar vorsins

 • Á heimasíðu LSE er frétt um Bjargráðasjóð og aðgerðir vegna viðhalds girðinga.

 • Sigurlína Jóhannesdóttir, formaður FSN, hefur tekið að sér að leiða vinnu við að kanna hvort Skógræktin hafi brotið lög þegar hún aflagði reglubundið viðahalsgreiðslukerfi girðinga, sem sum landshlutaverkefni í skógrækt höfðu viðhaft um árabil.

 

Taxtar skógræktar

Komnir út, sjá frétt á heimasíðu LSE

https://www.skogarbondi.is/taxtar

og vegna Covid19, afhendingar

https://www.skogarbondi.is/single-post/2020/05/16/covid19

 

Skógarfang

Prófarkarlestri á lokaskýrslu Skógarfangs lauk nýverið. Boðað verður til fundar á næstu dögum um afgreiðslu á framahaldinu.

Skógratölur.is - Smáforrit /app

Skógræktin, Skógræktarfélag Íslands og LSE sóttu í sameiningu um styrk við þróun á smáforriti (app) fyrir skógræktendur við að halda utan um töluleg gögn í tengslum við skógrækt.

Umsóknir í Þróunarsjóð 2020

Í undirbúningi er gerð námskrár í umhirðu ungskóga.

Verkefnið snýst um að vinna námskrá fyrir smiðju um þetta verkefni samkvæmt námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.  Verkefni sem lýtur að umhirðin nytjaskóga, með áherslu á ungskóga. Markmiðið er að fólk sem er ekki sérmenntað í skógfræðum fái staðgóða þekkingu á grunnatriðum umhirðu á ungskógi s.s. að klippa tvítoppa, uppkvista o.fl. sem gerir skóg verðmætari til framtíðar. Framkvæmd verkefnisins er tvíþætt, haldgóð fræðileg þekking og síðan starfsþjálfun. Verkefnið skiptist í eftirfarandi þætti: Ritun námskrár, val á fræðsluefni og tengsl við hagsmunaaðila. Áhersla er á ritun námskrár í samstarfi við hagsmunaaðila.

Umsjónarmaður: Emil Bjarkar Björnsson/Kristín Björk Gunnarsdóttir 

Landamerki jarða

Frumvarp verður senn lagt fram um að Þjóðskrá megi leggja fram tillögu að landamerkjalínum og ef upp kemur ágreiningur verður er það landeigenda að ganga frá því. Þetta mun mögulega auðvelda landamerkjadeilur.

RSK, „raunverulegir eigendur LSE“

Verið er að ganga frá skráningu á „raunverulegir eigendur“ á LSE, en formaður, varaformaður og gjaldkeri eru skráðir sem slíkir.  https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6608972089

Bréf til menntamálaráðherra.

Stjórn LSE sendi inn erindið „Alvarleg staða starfsmennanáms í skógrækt og tengdum greinum“ til menntamálaráðuneytisins 8.maí sl. vegna alvarlegar stöðu sem komin er upp hjá Garðyrkjuskólanum.

Skýrslu skilað í Framleiðnisjóð

HGS skilaði inn lokaskýrslu vegna styrkjar framleiðnisjóðs. Skýrslan hét:

Greinagerð vegna styrkjar „Íslenskt timbur- vöruhönnun, viðargæði og viskumiðlun“  til LSE.

 

2. Kolefnisbrúin

HHH, segir frá framvindu Kolefnisbrúarinnar og fundarmenn spurðu gagnlegra spurninga. Stjórn LSE er ánægð með það hefur áorkast og þakkar fyrir.

 

3. Málþing um girðingar

Stjórn samþykkir að leggja upp með að koma á fót málþingi um girðingar í nóvember á þessu ári. Átt verði samstarf við Landssamtök landeigenda, Skógræktina, Landgræðsluna,  Samband sveitafélaga, Búgreinafélög Bændasamtaka Íslands, Veggerðina, Landbúnaðar- Samgönguráðuneyti, ásamt fleiri hagsmunaaðilum.

4. Aðalfundir

FSN hefur eitt aðilafélaga LSE lagt fram tillögu að dagsetningu fyrir aðalfund félagsins, 18.ágúst. Önnur félög hafa ekkert ákveðið.

Tilkynna skal formönnum um að auk HGS muni HHH væntanlega mæta á fundina einnig. HGS sendir tölvupóst á formennina og biður auk þess um dagsetningu á aðalfundum félaganna.

5. Bændaskógrækt yfir í Landbúnaðarráðuneytið

Stjórnin ályktaði hugmyndir um flutning bændaskógræktar úr umhverfisráðuneyti yfir í landbúnaðarráðuneyti. Stjórnarmenn fólu formanni og framkvæmdastjóra leita til formanns BÍ og fara yfir málið með honum. Ef til vill myndi BÍ leiða vinnuna við flutninginn ef til þess kæmi.

6. Stefna LSE-lagabreyting

Umræðu frestað til næsta stjórnarfundar LSE.

7. Fjárhagsstaða LSE

Yfirlit fjárhagsstöðu LSE frá janúar-mars 2020 var lagt fyrir fundinn. Fundarmenn almennt sáttir við stöðuna. HGS var beðinn leita til Gylfa og athuga betur misræmis vaxtatekna og vaxtagjalda upp að -41.583 kr.

8. Friðlýsing trjálunda, frumvarp

HGS barst bréf frá Líneik Sævarsdóttur, alþingismanni, um frumvarp um friðlýsingu trjátegunda. HGS falið að leita til Líneikar til spyrja nánar út í málið.

9. Önnur mál

Timburstaðlabók

Útgáfa á timburstaðlabók er á lokametrunum. Stefnt er á útprentun í júní.

Stjórn samþykkir að festa kaup á eintökum á bókinni fyrir alla stjórnarliða LSE, eina á hvert aðildarfélag og ein á skrifstofu samtakanna í Bændahöllinni. Samtals 11 stykki.

Tre prox -fólkið á söginni

Búið var að mynda 19 manna hóp fyrir námskeiðsröðina „fólkið á söginni“. Hópurinn var samansettur af 45 einstaklingum frá Íslandi, Svíþjóð og Danmörku. Ákveðið hefur verið að fresta námskeiðinu um hálft ár vegna Covid19. Íslenska námskeiðið verður vorið 2021, sænska haustið 2021, danska vorið 2022 og loks stórfundur í Brussel í Belgíu 2023.

Verið er að endurskrifa Grænni skógar 1 og 2  og búa til úrvinnsluhluta, Grænni skógar 3.

Podcast/heimasíða LSE, við Skógareigendur

HGS lagði til að fenginn yrði einstaklingur til að lesa upp erindi úr útgáfum „Við skógareigendur“ inn á hlaðvarp Bændablaðsins. Ákveðið var að fresta ákvörðun um það og leggja frekar þeim mun meiri áherslu á að koma heimasíðu samtakanna, skogarbondi.is, í betra ástand en hún hefur verið mjög hæg að undanförnu. HGS ætlar að leita ráða sérfræðinga og vinna í bótum á heimasíðunni.

 

Ákveðið var að næsti fundur yrði fjarfundur á Teams, væntanlega í júní byrjun.

 

Stefnt á að halda hefðbundinn samverufund (ekki fjarfund) í ágúst.

Fundi lauk kl 12:10

135. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ.   

Stjórnarfundur LSE á Ferstiklu 3 í Hvalfirði  

25. júní 2020, kl 13:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst formlega kl. 13:00

Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar að Ferstiklu í Hvalfirði og þakkaði gestgjöfum, þeim GRV og Margréti Stefánsdóttur fyrir heimboðið að heimili þeirra í Ferstiklu 3.

 

1) Framtíð starfsmenntanáms í Reykjum

BBJ fór yfir stöðu menntastofnunar garðyrkju á Reykjum. Stjórn styður tillögur sem lagaðar eru fram í formi skýrslunni „Framtíð starfsmenntanáms í garðyrkju“, júní 2020“.

2) Í deiglunni

 

a)      Undirritun fyrri fundargerðir

Undirritaðar voru stjórnarfundargerðir nr. 131, 132, 133 og 134.

b)      Við skógareigendur, dreifing

Dreifing á „Við skógareigendur“ var hætt á meðan covid19 geisaði sem mest. Nú verður aftur lögð áhersla á að koma blaðinu í dreifingu.

c)       Afmæli Jóhanns Gísla, afmælisgjöf

Stjórn LSE gaf formanni LSE afmælisgjöf: Koníaksflösku og Hrossakastaníupottaplöntu.

d)      Skógratölur.is

Ekki fékkst nemendastyrkur til að búa til smáforrit fyrir skógartölur.

e)      Viðarmagnsúttekt

Styrkur vegna viðarmagnsúttekt frá Umhverfisráðuneyti hefur að fullu verið ráðstafað. Styrkur var 1,5 milljón og þann 16.ágúst 2018 millifærði Ríkisjóður 1.125.000 kr. á reikning LSE. Eftirstöðvum styrkjar var lofað við skil lokaskýrslu/myndbands. Síðasta greiðsla til Skógræktarinnar var greidd 16.júní. 500.000 kr. þar sem lokaskýrsla er fullunnin. Myndband er í vinnslu.

f)       Aðalfundur FSS, tíðindi

BBJ greinir frá nýkjörinni stjórn hjá FsS. Fundarmenn óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar.

g)      Elmia Wood

BBJ og HGS ætla að gera drög að hugsanlegri för til Svíþjóðar á Elmia Wood sýninguna í Svíþjóð.

3)  Bændasamtök Íslands

JGJ segir frá alvarlegri stöðu Bændasamtakanna. Farið var yfir málin.

Félagar í LSE árið 2019 voru 714 og af þeim voru 232 einnig í BÍ eða 32%.

HGS var falið að skrifa minnisbréf út frá þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum og koma til BÍ fyrir mánaðamót.

4) Stefna LSE

Stjórn LSE leggur til bjóða Maríönnu Jóhannesdóttur, formann FsA, að leiða vinnu við mótun stefnu LSE. Lagt er til að notað verði sviðsmyndafyrirkomulag.

5) Erindi frá FSA

Stjórn FsA lagði fram tillögu vegna flutnings skógaræktar frá umhverfisráðuneyti yfir í landbúnaðarráðuneytið. Stjórn LSE leggur til að erindið verið unnið samhliða Félagmálum Bændasamtakanna og væntanlega afgreitt áður en árið er úti. Einnig unnið samhliða stefnu LSE.

6) Finnland, fundarboð NSF

Stjórn LSE samþykkir að senda framkvæmdastjóra á NSF rådsmöte til Finnlands 9.-11. September.

7) Aðgerðaráætlun í Loftslagsmálum taka 2

Stjórn LSE felur HGS og Naomi að skrifa og skila inn athugasemdir í samráðsgátt með áherslu á auknu fjármagni til skógræktar meðal bænda.   https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2708

 

 

Fundi lauk kl 16:00

136. stjórnarfundur LSE (Teams-fundur) 

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  11. september 2020 kl. 10:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:10

1.Í deiglunni

 

a)  NSF- Rådmøte

HGS fór yfir helstu mál sem fram fóru á fundi með félögum skógarbænda í Skandinavíu, sem var í gær á fjarfundi. Svo virðist sem samhljómur sé milli landa um ofstæki náttúrufriðunarsinna. Í sumum tilfellum getur verið erfitt að fá leyfi fyrir skógarhögg eða taka gott ræktarland til orku-skógræktar.

g)  Elmia Wood

Elmia Wood hefur verið frestað til júní 2022. BBJ og HGS munu hætta skipulagi ferðar á sýninguna.

2.Aðalfundur LSE

JGJ fer yfir málin. Aðildarfélög Bændasamtaka Íslands (BÍ) munu halda sína aðalfundi í nóvember.

Stjórn ræðir stöðuna og leggur til kosti fyrir aðalfund LSE. Fyrsti kostur er að halda hálfs dags fund í Borgarnesi sem FSV munu halda, svipað eins og fyrri áform voru. Annar kostur er að fundurinn yrði haldinn í Reykjavík. Dagsetning fundar verður ákveðin með tilliti til ákvörðunar stjórnar BÍ varðandi félagskerfi BÍ. Reikna má með að um miðbik nóvember verði fundarhæft. Framkvæmdastjóri leitar til formanna aðildarfélaganna um hvort þau hafi tillögur á fundinn.

3.Ráðuneytarokk

Stjórn LSE telur að LSE sé betur borgið meðal BÍ en utan þeirra. Auk þess að mál skógræktar á bújörðum eigi fremur að heyra undir ráðuneyti landbúnaðar en umhverfis. Tillaga skal lögð fyrir næsta aðalfund LSE þess efnis.

4.Auka Búnaðaþing vegna Hótel Sögu

SHÞ verður fulltrúi LSE á auka Búnaðarþing vegna Bændahallarinnar /Hótel Sögu sem mun fara fram. Framkvæmdastjóri tilkynnir það Sigurði framkvæmdastjóra BÍ.

5.Kolefnisbrúin

HGS og JGJ kynntu stjórn fyrir stöðu Kolefnisbrúarinnar. Stjórn styður við verkefnið af fullum hug. Vert er að undirbúa tillögu fyrir aðalfund um hvort stofna skuli fyrirtæki utan um Kolefnisbrúna.

6.Önnur mál

Girðingarmál

Stjórn LSE felur framkvæmdastjóra að leita eftir áliti Guðrúnar Vöku, lögfræðings BÍ, um lögmæti niðurfellingar girðingaviðhaldsgreiðslna sem Skógræktin tók upp 2019 gagnvart skógarbændum.

Óskað verði eftir svörum fyrir næsta stjórnarfund LSE.  

Fjar-stjórnarfundir

BJB og NB munu leggja fram nokkur mál fyrir næsta stjórnarfund og munu vera í sambandi við HGS.

 

Næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 21.september kl 10:00 á Teams.      Fundi lauk kl 11:10

137. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  21. september 2020 kl. 10

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:05

1.Í deiglunni

 

Umsögn um loftslagsmál

NB og HGS skiluðu umsögn fyrir 2. aðgerðaráætlun í Loftslagsmálum fyrir hönd stjórnar LSE. 

 

Bændablaðið

 • NB, HGS og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hafa í hyggju að skrifa grein um fjárframlög til bændaskógræktar undanfarin ár.

 • Grein í tilefni 50 ára afmæli Fljótsdalsáætlunar hefur verið skrifuð í nafni Félags skógarbænda á Austurlandi og má vænta á næstunni.

 • Greinar um skóg og kolefnisbindingu verða gefnar út í hverju blaði fram að jólum unnar af Skógræktinni, Kolefnisbrúnni og LSE.

 

Kolefnisbrúin, tilraunaverkefni

Nýlega var auglýst eftir skógarbændum í tilraunaverkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar. Viðbrögð ekki látið á sér standa.

 

2.Eldri samþykktir     

Í þessum lið verður farið yfir samþykktir á starfsári núverandi stjórnar og óafgreidd mál rýnd.

 

Útskýring:

Uppruni máls (fundur)

Heiti máls (fundarliður)

Bókun (skráð af fundarritara)

 

Aðalfundur LSE 2019

Nafn tillögu: Taxtar skógarbænda

JGJ segir frá: Einn fundur var boðaður en honum var frestað vegna Covid19. Hugmyndir hafa verið ræddar þó formlegur fundur hafi enn ekki verið haldinn. Ein þeirra er hugmynd um greiðslukerfi sem tekur mið af árangri eftir flatarmáli (greitt eftir hektara).

BBJ veltir upp spurningum: Í lögum er talað um að Skógræktin greiði allt að 97% af samþykktum kostnaði. Hvað er „samþykktur kostnaður“ við skógrækt? Hvað kosta ákveðnir verkliðir? Hví er búið að afnema greiðslur fyrir áburðargjöf á eldri gróðursetningu og girðingaviðhald svo dæmi séu tekin.

 

Nafn tillögu: Beingreiðslur til skógarbænda

Tillagan var kynnt fyrir ráðherra landbúnaðar. Ekki hefur verið unnið með tillöguna frekar.

 

 Nafn tillögu: Jólatré

Skömmu eftir síðasta aðalfund var tillagan borin upp í umhverfisráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu og Bændasamtökunum. Enginn virðist vera á móti eflingu jólatrjáaræktunar en áhugi á eftirfylgni virðist lítill.

Stjórn LSE leggur til að undirbúin verði kynningarátak fyrir komandi alþingiskosningar. Málinu er vísað til aðalfundar LSE 2020.

 

Nafn tillögu: Grisjun og slóðagerð

Skógræktin fékk auka fjárveitingu í grisjun og var veitt á ákveðna landshluta. Stjórn LSE fagnar fjárveitingunni en óskar eftir því að Skógræktin geri skil á hvernig fjárveitingunni var úthlutað milli landshluta og hvernig fjármagnið nýttist. T.d. hvað var grisjað mikið (t.d. ha og/eða m3) og hlutfall fjárveitingarinnar milli Skógræktarinnar og bænda (verktaka). Hve miklu var varið til slóðagerðar? Málinu er vísað til aðalfundar LSE 2020.

 

​Nafn tillögu: Gæðaúttekt og árangursmat

Skógræktin hefur nú þegar eftirlit með gróðursetningum um allt land og metur árangur.

 

Nafn tillögu: Nýtingaráætlun í bændaskógrækt

Samræma þyrfti nýtingaráætlanir milli landshluta og efla þar sem vantar. Umræða fyrir næsta samráðsfundi LSE og Skógræktarinnar.

 

129. stjórnarfundur LSE.

Fagnefnd skógræktar LBHI

Á 129. Stjórnarfundi LSE, sem var 21. nóvember 2019, var HGS settur fulltrúi LSE í fagnefnd skógræktar hjá LBHI. NB er varamaður. Enginn fundur hefur verið haldinn.

 

130. Formannafundur

7. liður- Skógartölur.is

Skógræktin sótti um styrk til Efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar út af Covid 19 fyrir verkefnið SKÓGARTÖLUR.IS. Það hlaut ekki náð og ekkert varð af verkefninu. Verkefnið á rætur til samvinnu LSE, Skógræktarinnar, Skógræktarfélags Íslands og að hluta til Hagstofunnar. Stjórn LSE telur að verkefnið sé mjög brýnt og mikilvægt að þróaður verði aðgengilegur gagnagrunnur um skógrækt. Framkvæmdastjóra er falið að leita til Björns Traustasonar hjá Skógræktinni og málinu fylgt eftir. Málið þarf umfjöllun á aðalfundi LSE 2020.

 

8. liður -Orð formanna

a)Endurgreiddur virðisaukaskattur

JGJ: Fyrrum framkvæmdastjóri LSE, Hrönn Guðmundsdóttir, fór með málið til umræðu hjá ríkisskattstjóra fyrir nokkrum árum. Allt virðist vera í góðu lagi á öllum landshlutum þó sumir skógarbændur séu ekki með VSK-númer. Reikna má með að Ríkisskattstjóri sé með allt á tæru.

 

b)Tryggingar og brunamat á skógum

BBJ: Skógur er ekki viðurkenndur til viðlagatrygginga/náttúruvá. Þetta mál þyrfti að taka upp við umhverfisráðherra og fá skóga tryggingarhæfa. Mögulega þarf málið umfjöllun á aðalfundi LSE 2020.

 

131 Stjórnarfundur LSE

7. liður

Framkvæmdaleyfisveiting er ólík milli sveitafélaga. Í Dalabyggð er dómsmál í gangi. Það mun verða fordæmi fyrir önnur sveitafélög. Úrskurðar er að vænta í október 2020. Gangi það eftir má búast við að það verði til umfjöllunar á aðalfundi LSE 2020.

 

133. stjórnarfundur

8. Heimasíðan

HGS hafði kynnt sér málin við WIX og lagfært síðuna lítillega. Einnig kynnti hann sér Joomla-heimasíðugerð ef ætlunin væri að fara í róttækar breytingar. Bændasamtökin (BÍ) hafa velt upp hugmyndinni að aðildarfélög BÍ sameinist með heimasíðu og veltur það á hver afdrif verða með félagskerfi BÍ.

 

134. stjórnarfundur

3. Málþing um girðingar

Stjórn LSE metur að ekki sé ráðlegt/tímabært að halda málþing um girðingar í nóvember n.k. eins og áform voru um. Þess í stað er lagt er til að halda málþingið daginn fyrir Búnaðarþing síðla vetrar 2021.

GRV bendir á að sambærilegt málþing hafi verið nýlega meðal Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar.

 

3.TreProX

BBJ segir frá:

Grænni skógar

Um þessar mundir er Garðyrkjuskólinn (LBHI) að endurskrifa námslýsingar og námskeið innan„Grænni skógar I & II“ með tilliti til að stofna „Grænni skóga III“. 

Staða Garðyrkjuskólans

Áhugahópur innan „græna geirans“ á Íslandi hefur stofnað félag sem er tilbúið að taka við rekstri Garðyrkjuskólans ef þurfa þykir. Kennitala hefur verið stofnuð.  Unnið er að lausn í samvinnu við ráðherra menntamála.

„Fólkið á söginni“

Námskeiðið „fólkið á söginni“ er sett saman af 20 einstaklingum frá Skógræktinni, LSE, LbhÍ  og Skógræktarfélögum landsins. Verið er að leggja lokahönd á þáttökulista þessi dægrin.  Upphaflega stóð til að námskeiðið hæfist s.l. vor en vegna Covid 19 hefur það dregist um hálft ár.

Útgáfa bókar um timburgæði

Eitt af verkefnum TreProx. Bókin er að fara í prent mjög bráðlega og verður í 500 eintökum ásamt net-aðgangi. - Bókin verður til sölu á vægu gjaldi. Unnið er að undirbúningi við gerð kennsluefnis sem er í samvinnu við Iðnú.

Upplýsingagjöf

LBHI er um þessar mundir að ljúka vinnslu á heimasíðu TreProX og Facebook-síðu svo fólk getur fylgst með og nálgast upplýsingar um verkefnið.

 

BBJ mun að draga sig út úr verkefninu um áramót og Trausti Jóhannesson kemur í hans stað.

 

4.Skógarfang

Skýrsla Skógarfangs er tilbúin til prentunar en vegna Covid 19 hefur öllu verið slegið á frest. Ætlunin var að kynna skýrsluna á aðalfundi LSE sem átti að vera í október og á Fagráðstefnu skógræktar sem átti að vera í sama mánuði.

BBJ ætlar að athuga stöðu með uppsetningu og veggspjald hjá Þrúði Óskarsdóttur.

HGS ætlar að heyra í skógræktarstjóra varðandi útgáfuna og hvort hann samþykki að skýrslan fari í prentun á þessu ári og verði kynnt á aðalfundi LSE 2020 og svo á fagráðstefnunni 2021, tæpu hálfu ári síðar.

Í kjölfarið verður ákveðið hvort og hvenær boðað verði til fundar Skógarfangs.

 

5.Tillögur fyrir aðalfund frá stjórn LSE

Hér að neðan eru ómótaðar hugmyndir að tillögum til umræðu fyrir aðalfund LSE sem væntanlega verður haldinn í nóvember. Það veltur á framgöngu félagsmála BÍ.

 

Félagskerfi Bændasamtaka Íslands

Aðal áhersla aðalfundar LSE verður vafalítið á félagsmálakerfi BÍ. Beðið er eftir tillögum stjórnar BÍ.  

 

Fjárveitingar til nytjaskógræktar.

Búa þarf tillögu út frá grein Sigríðar Júlíu, NB og HGS sem ætlunin er að skrifa í Bændablaðið. Aukning á þessu ári virðist vera til „náttúruskógræktar“, en minna til nytjaskógræktar.  

 

Ráðuneytarokk

Krafa er meðal skógarbænda að málaflokkur bændaskógaræktar færist frá umhverfisráðuneyti yfir til landbúnaðarráðuneytis.

 

Skógartölur.is

Mikilvægi aðgengilegs og gegnsæs gagnagrunns um tölugögn úr skóginum munu koma geiranum vel í nútíð og framtíð.

 

Grisjun/slóðagerð

Efla þarf enn frekar við umhirðu og slóðagerð í skógum. Með því efnir ekki bara Skógræktin samninga við skógarbændur að fullu heldur gerir gott aðgengi og þrifalegur skógur auðlindina enn verðmætari.

 

Nýtingaráætlun

Innleiða þarf vinnubrögð sem auðveldar ráðunautum Skógræktarinnar að vinna Nýtingaráætlanir á skógarjörðum hratt og vel.

 

Jólatré

Jólatré eru ein fyrsta afurð íslenskra skóga en rækta má fallegt jólatré á um 15 árum. Það er auk þess gjaldeyrissparnaður og er minna kolefnisspor en á innfluttum trjám og gervi. Tilefni er til að efla innlenda jólatrjáaframleiðslu en ósamstaða virðist vera með hvaða hætti. Vert er að greiða úr þessu þessu í eitt skipti fyrir öll. Kynna þarf verkefni jólatrjáaræktunar sem víðast, ekki síst fyrir þingflokkum komandi kjörtímabils.

 

Kolefnisbrú

Leitast verður eftir því að aðalfundur LSE 2020 veiti stjórn umboð um stofnun einkahlutafélags vegna Kolefnisbrúarinnar, ef þar til kemur.

 

6.Aðalfundur LSE

Boðun aðalfundar skal vera að lágmarki ½ mánuði fyrir fundinn. Ákvörðunin dagsetningar fundar veltur á afgreiðslu félagskerfis BÍ. Vonir standa til þess að hægt sé að halda fundinn í nóvember.

Lagt upp með að hefja fund kl 13:00 og að hádegisverður sé í boði fyrir fund . Kaffihlé með góðum veitingum verður um 16:00 og stefnt verður á fundarlok fyrir 18:00.  Tillögur fyrir fundinn verða helzt að vera klárar nægilega löngu fyrir fund svo hægt sé að funda um það meðal aðildarfélaganna áður. Það mun flýta og einfalda aðalfundinn sjálfan.

 

Næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 12. október kl 10:00 á Teams.     

Fundi lauk kl 12:05

138. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 12. október 2020 kl. 10:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:00

 

Dagskrá fundar

 

1.Í deiglunni

> Aðalfundur FSA var fyrir skömmu og urðu breytingar á stjórn.  

> Gefin voru út myndbönd um könglatínslu og skrifuð um það grein í Bændablaðið.

> Grein um „kolefnisbindingu með skógrækt“ var einnig birt í Bændablaðinu.

 

2.Aðalfundur LSE 2020

Stjórn LSE ákveður að fresta aðalfundi LSE 2020 um óákveðin tíma vegna fordæmalausra aðstæðna í þjóðfélaginu.

 

Vinna þarf skýrslu stjórnar.

Bera þarf reikninga 2019 undir skoðunarmenn.

Í kjölfarið skal skýrslan og reikningarnir sendir út á stjórnir til umfjöllunar.

Opinber birting verður ákveðin síðar.

 

3.Fjárhagsáætlun 2021

HGS og GRV fóru yfir fjármál LSE og kynntu tillögu að fjárhagsáætlun LSE 2021. Þörf er á lítilsháttar breytingum.

 

4.Kolefnisbrúin 

Verkefnastjóri Kolefnisbrúarinnar, Hafliði Hafliðason, kemur á fundinn og fer yfir stöðuna.

 • Verið er að vinna vottunarfyrirkomulag með erlenda vottun og innlenda.

 • Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) vinnur nú að gerð reiknilíkans fyrir losun á kolefnis á bújörðum.

 • Fyrirtæki í sjávarútveginum er áhugasamt um samstarf við Kolefnisbrúna.

 • Áhugi er mikill á tilraunaverkefni með Kolefnisbrúnni og er unnið með 15 landeigendum.

 • Áframhaldandi fjármögnun á Kolefnisbrúnni er ekki í höfn en vinna stendur yfir.

 • Mögulega þarf að stofna fyrirtæki utan um Kolefnisbrúnna fyrir áramót.

 

5.Önnur mál

BBJ segir frá auknu fjármagni í nýjum fjárlögum frá umhverfisráðuneyti til bændaskógræktar. Stjórn LSE fagnar ef svo verður raunin.

 

 

Næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 2. nóvember kl 10:00 á Teams.     

Fundi lauk kl 11:40

139. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  3. nóvember 2020 kl. 09:30

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 10:00

1.Í deiglunni

 • Kærunefnd úrskurðar skógarbændum í vil vegna afgreiðslu framkvæmdaleyfa í Dalabyggð.  

 • Ársreikningur LSE 2019 verður skoðaður í vikunni.

 • Hefti um timburstaðla er komin úr prentun (TREPROX). LSE fær 2 bækur en að auki hafði stjórn LSE bókað að 11 bækur yrðu keyptar handa stjórnar mönnum og ein fyrir hverja stjórn aðildarfélags LSE.

 • Fyrsti fundur „fólkið á söginni“ var haldinn fyrir skömmu (TREPROX).

 • Skýrsla Skógarfangs er komin úr prentun. 400 eintök. Pétur Halldórsson og HGS munu búa til kynningarefni á skýrslunni á næstu vikum.

 • HGS leitaði eftir fundi með Fagnefnd skógræktar LBHI og fékk jákvæð svör.

 • HGS óskaði eftir stjórnarsetureikningum við stjórnarmenn.

2.Félagskerfi Bændasamtaka Íslands (BÍ)

JGJ sagði frá fundi sem BÍ hélt fyrir formenn og framkvæmdastjóra aðildarfélaga þess í gær. Kynning á mótun félagskerfis BÍ.

BBJ leggur til að stjórn LSE haldi fund með öllum stjórnum skógarbændafélaga kl 20:00 mánudaginn 9.nóv. Allir samþykkir. HGS mun leita til Oddnýjar Steinu, varaformann BÍ, um hvort hún geti haldið kynningu fyrir fundarmenn. Fundarboð um fjöl-stjórna-fund verður sent út í dag.

3.Landshlutaáætlun í skógrækt

Fyrir fundin lá fyrir spurningalisti frá nefnd sem vinnur að Landsáætlun í skógrækt. HGS hafði unnið svör sem voru til umræðu. Áður höfðu JGJ og HGS rætt við fulltrúa LSE í nefndinni og farið yfir svörin.

Að loknum þessum stjórnafundi fóru JGJ og HGS á fund nefndarinnar.

4.Kolefnisbrúin 

JGJ segir frá samningum Kolefnisbrúarinnar við Garðyrkjubændur.

Lagt var til að fulltrúar LSE í stjórn fyrir verkefnið „YlKol“ (óopinbert vinnuheiti) yrðu: Jóhann Gísli Jóhannsson og Hlynur Gauti Sigurðsson. Samþykkt samhljóða.

Lagt var til að fulltrúi LSE í stjórn fyrir verkefnið „Gróður í borg og bæ“ yrði Björn Bjarndal Jónsson. Samþykkt samhljóða.

Loks var lagt til að málefni Kolefnisbrúarinnar yrðu tekin upp á fyrrgreindum fjöl-stjórna-fundi.

5.Samráðsfundur LSE og Skógræktarinnar

Sigríður Júlía hefur óskað eftir fundi með nýju formi og lagt til að fundir yrðu fleiri og styttri en hingað til hefur þekkst. Lagt var til að halda fundinn fimmtudaginn 12.nóvember kl 15:00-16:00 á TEAMS.

Stjórnin leggur til að fundartími verði fluttur til 16:00 svo allir fundarmenn geti lokið vinnudegi fyrir fundinn. Það var samþykkt og mun HGS fylgja því eftir.

 

Fleiri mál voru á dagskrá og verða þau flutt til umræðu fyrir næsta fund.

Næsti stjórnarfundur LSE er fyrirhugaður 17.nóvember kl 10:00 á Temas.   

 

Fundi lauk kl 10:55.

2020-F140

140. fjöl-stjórna-fundur LSE

FUNDARGERÐ

Til fundar var boðin stjórn LSE og stjórnarliðar aðildarfélaga (FSA, FSN, FSS, FSV, FSVfj.) LSE á Teams fjarfund,  9. nóvember 2020 kl. 20:00

 

 

Fundarmenn:

 

Stjórn LSE: Jóhann Gísli Jóhannsson -formaður/FSA (JGJ), Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir -varaformaður/FSN (SHÞ), Guðmundur Rúnar Vífilsson -gjaldkeri/ FSV (GRV), Björn Bjarndal Jónsson -ritari/FSS (BBJ) og Naomi Désirée Bos -meðstjórnandi/FSVfj.(NB), Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS).

Stjórn FSA: Maríanna Jóhannsdóttir (MJ), Halldór Sigurðsson (HS), Jónína Zophoniusar­dóttir (JZ), Þórhalla Sigmunds­dóttir og Haukur Guðmundsson.

Stjórn FSN: Sigurlína Jóhannesdóttir, Laufey Leifsdóttir (LL), Birgir Steingrímsson og Baldvin Haraldsson.

Stjórn FSS: Hrönn Guðmundsdóttir (HG), Ísólfur Gylfi Pálmason (ÍGP), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

Stjórn FSV: Bergþóra Jónsdóttir (BJ), Guðmundur Sigurðsson (GS) og Sigurkarl Stefánsson.

Gestir: Hafliði Hörður Hafliðason -Kolefnisbrúin (HHH) og Oddný Steina Valsdóttir – Bændasamtökum Íslands -BÍ (OSV).

 

Fundur hófst kl. 20:00

1.Kolefnisbrúin

HHH verkefnisstjóri segir frá stöðu Kolefnisbrúarinnar eins og hún er um þessar mundir. Fyrirséð er aukin aðkoma atvinnulífsins og fjárfesta. Gerður hefur verið samningur við Samband Garðyrkjubænda um aukin umsvif.

 

Spurningar.

OSV spyr hvenær verði komin heildarmynd á umfang Kolefnisbrúarinnar?

HHH: Það veltur á skráningargrunni fyrir kolefniseiningarnar og vottun á einingunum.

JZ: Hvað gerist verði kaupendur kolefniseininganna gjaldþrota?

HHH: Það verður tekið fram í samningum milli kaupenda og seljenda kolefniseininganna.

BBJ: Þurfti að vísa einhverjum frá í tilraunaverkefnunum.

HHH: kki mörgun en það var þá vegna þess að ekki fengust nægar upplýsingar til að reikna.

BJ: Hvernig verður með plöntuframleiðslu?

HHH: samstarfverkefnið við garðyrkjubændur gengur meðal annars út á að láta hana ganga upp.

HS: Þurfa jarðir að vera búnar að kolefnisjafna starfssemi sína áður en farið er að kolefnisjafna fyrir aðra? Má telja fram kolefniseiningar úr eldri skógum? Er hugsað út í umhirðu á skógunum?

HHH: Hugsanlega verður gerð krafa á að landeigandi kolefnisjafni sig fyrst. Sem stendur er áherslan á nýskógrækt, en ekki er útilokað að eldri skógar verði gjaldgengir einnig. Umhirðan verður að vera á frumkvæði landeiganda en honum verður gert kunnugt um mikilvægi umhirðu auk þess sem auknar kröfur eru núorðið á vistvænt byggingarefni svo markaður fyrir gott timbur á eftir að aukast.

 

JGJ lagði til fyrir fundinn að LSE stofnaði einkahlutafélag (EHF:) utan um Kolefnisbrúna.

 

Spurningar.

LL: Hvaða verkefni mun Kolefnisbrúin sem fyrirtæki leysa af hendi, svo sem kortlagning, verktakar, plöntukaup.

JGJ: Kolefnisbrúin mun sjá um ferlið.

BBJ: Það er mjög mikilvægt að þessi fundur ákveðið hvort stofna skuli EHF.

HG: Hvert verður hlutverk Kolefnisbrúarinnar, er ekki þörf á að skerpa hlutverkið?

HHH: Bændur er mis vel í stakk búnir að sinna skógrækt og undirbúningi hennar. Kolefnisbrúin mun sinna verkefnum í samráði við bændur, svo sem að útvega framkvæmdaleyfi, fólk til gróðursetinngar eða aðra verkliði. Brúin yrði einskonar verkefnisstjórn. Tengdi landeigendur við fyrirtæki sem vilja kaupa kolefniseiningar.

ÍGP: Hvaða fyrirtæki hafa sóst eftir samvinnu?

HHH: Ég vil ekki nefna þau á nafn núna en sum eru betur stödd en önnur hvað varðar kolefnisbúskap.

GS: Með réttu ætti aðalfundur LSE að taka ákvörðun um EHF.

JGJ tekur undir það en bendir á fordæmalausar aðstæður í þjóðfélaginu og að enn hefur aðalfundur þessa árs ekki verið haldinn.

 

Samþykkt var með „handauppréttingu“ allra fundarmanna og enginn var á móti. HGS mun fela lögfræðingi Bændasamtakanna að sjá um næstu skref.

 

2.Félagskerfi Bændasamtaka Íslands

OSV, varaformaður BÍ  hélt erindi um áform um sameiningu aðildarfélaga BÍ.

 

Samantekt umræðna:

Fundarmenn virtust gera sér grein fyrir mikilvægi sameiningarinnar þó árekstrar milli búgreina geti orðið. Mikilvægt er að hver búgrein hafi ráðstöfunarrétt yfir sinni búgrein þannig að hver haldi sínu hlutverki. Skógrækt má vinna samhliða annarri búgrein en það er sjaldnast öfugt.

GS benti á að búnaðarsambönd ættu að heyra undir BÍ einnig.

Árgjöld í LSE hafa til þessa verið 5000 kr á jörð og 1500 kr á hvern félagsmann. Ef gjöldin hækka um of er víst að það fæli burt félagsmenn LSE, sem nú eru um 700 talsins. Líklegt er að einungis þeir félagar sem stundi annan búskap verði þeir einu sem muni greiða félagsgjöldin en það eru um fjórðungur.

 

Stjórn BÍ mun funda frekar um sameininguna og mun LSE fá að fylgjast með því sem fram fer.

 

3.Jólatré

Fyrir fundinn var lögð fram tillaga fyrir aðildarfélögin. Tillagan fólst í að bændur og björgunarsveitir á viðkomandi landsvæði ynnu saman að því að útvega og selja jólatré úr skógum bænda. Hvert og eitt aðildarfélag mun vinna þetta áfram án aðkomu LSE.

 

 

Fundarmenn virtust ánægðir með fundarformið.

Fundi lauk kl 22:00

141. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  2. desember 2020 kl. 09:30

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 09:30

1.Í deiglunni

 • Jóla/áramóta -kveðjur á RÚV   (verður lesið 25.des, 31.des og 2.jan) -23.560 kr

 • Styrktarlína Skógræktarfélag Íslands í Skógræktarritið  „Við óskum Skógræktarfélagi Íslands allra heilla á 90 ára afmælinu.“  -24.800 kr

 • Skogartolur.is. HGS og Björn Traustason eiga fund með fulltrúa tæknisviðs Háskóla Reykjavíkur í byrjun næstu viku.

 

2.Félagskerfi Bændasamtaka Íslands (BÍ)

JGJ segir frá:

JGJ fundaði með stjórn BÍ á föstudaginn var og hefur verið miklum samskiptum við þau síðan. Í gærkvöldi kom tillaga frá BÍ um samruna LSE við BÍ. Málið þykir snúið. Fundarmenn ræddu málin.

Ákveðið var að JGJ og HGS myndu setja upp minnispunkta fyrir stjórnir aðildarfélaga LSE svo þau geti fundað sín á milli. Vonast er til þess að allar stjórnir skili af sér athugasemdum innan viku.

 

3.Önnur mál

 • BBJ segir frá: Björgvin Filippusson, forstjóri Kompáss ehf., hefur óskað eftir viðræðum um mögulegt samstarf. HGS mun senda Björgvini tölvupóst og þakka honum fyrir erindið en segja um leið að uppstokkun stendur yfir milli BÍ og LSE um þessar mundir.

 • BBJ segir frá: Skýrsla Skógarfangs kom út í nóvember sl. og hefur fengið mikið lof meðal þerra sem hana hafa lesið. HGS mun setja hana á heimasíðu skogarbondi.is innan skamms.

 • HGS segir frá: Bjarki Jónsson, hjá Skógarafurðir ehf., hafði samband og benti á að ríkisstofnunin Skógræktin stæði í vegi fyrir eðlilegri verðmætasköpun á viðarafurðum á Íslenskum viði með því að eiga í samkeppni við einkaaðila á borð við skógræktarfélögin, sitt fyrirtæki og einyrkja. Stjórnin mun tala máli hans, sem og annarra skógarbænda á öðrum vettvangi.

 • SHÞ segir frá: Skógræktin hefur í sölu köngla í neytendaumbúðum þessi jólin. Frábært framtak og góð auglýsing fyrir skógarauðlindina.

Fundi lauk kl 11:10.

142. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  16. desember 2020 kl. 20:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Fundur hófst kl. 20:00

1.Í deiglunni

 • Auglýsing í Bændablað ca 18.000+VSK

 • Lokagreiðsla fékkst á dögunum frá UAR (viðarmagnsúttekt – LiDAR) video 350.000 kr

 • Til þessa hafa félagsgjöld til LSE einungis verið greidd af FSN.

 • Til þessa hefur félagatal borist LSE frá öllum félögum nema FSA.

 • Ársreikningur 2019 og skýrsla stjórnar hefur verið birt og gerð opinber með frétt á heimasíðu LSE.

 • Stjórn LSE telur ekki þörf á að skila inn umsögn um frumvarp alþingis um Hálendisþjóðgarð.

 • Stjórn LSE vill leita eftir samtali og samvinnu við Skógræktina og BÍ hvað varðar umsögn um frumvarp nýrra jarðarlaga. https://www.althingi.is/altext/151/s/0467.html

 

2.Samráðsfundur

Óskað hefur verið eftir samráðsfundi við Skógræktina í byrjun næsta árs. Stjórn LSE vill stinga upp á fundi um miðjan janúar, t.d. fimmtudaginn 14.janúar.

Mál sem stjórn LSE vill leggja fyrir eru:

- Jólatré. Leggja þarf heildrænar reglur um tökur jólatrjáa í bændaskógum .

- Hvað telst samþykktur kostnaður í skógrækt? Með breyttu uppgjöri á girðingakostnaði hafa forsendur breyst.

- Frumvarp vegna nýrra jarðarlaga. Stjórn LSE óskar eftir samtali og mögulega samvinnu við skoðun og umsögn á frumvarpinu.

 

3.Félagsmál BÍ

Stjórn LSE er jákvæð fyrir hugmyndum um áframhaldandi skoðun á inngöngu skógarbænda í BÍ og leggur til að farið verði í frekari rýnisvinnu um kosti og gall þess.

 

4.Önnur mál...

JGJ gerir stuttlega grein fyrir stöðu Kolefnisbrúarinnar og fyrirhuguðum samningum. Rætt var um að tímabært er að stofna einkahlutafélag um félagið.

 

Fundi lauk kl 21:40.

143. stjórnarfundur LSE

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  13. janúar 2021 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (GÞ)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 20:00

1.Félagskerfi LSE/BÍ

GÞ var boðið á fundinn kl 20:15. Hann kynnti fyrirætlanir á félagskerfi BÍ og svaraði spurningum. GÞ yfirgaf fundinn kl 21:00. Í kjölfarið var lögð upp tímalína fyrir starf LSE í tengslum við fyrirætlanir BÍ.

 

Tímalína.

Jan/Feb

- SVÓT greining Hafliða Hafliðasonar. (SVÓT = Styrkleikar- Veikleikar- Ógnanir og Tækifæri)

Stjórn LSE mun fara yfir kosti og galla við sameiningu LSE og BÍ.

22. Mars

-Búnaðarþing (Reykjavík).

Kynning: Eftir Búnaðarþing og fyrir aðalfundi aðildarfélaganna þarf LSE líkast til að undirbúa kynningu fyrir félagsmenn sína.

Apríl

-Aðalfundir aðildarfélaga LSE 2021.

Samþykktir BÍ af Búnaðarþingi kynnt félagsmönnum LSE.

Maí/júní

-Aðalfundur LSE 2020/2021 (Hótel Hamar við Borgarnes).

Tekin ákvörðun um tillögur af Bændaþingi. Félagsmenn, sem mæta á fundinn, eru kosningabærir.

10.júní

- Auka búnaðarþing (Reykjavík). 

Ákvörðun LSE og annarra aðildarfélaga BÍ liggur fyrir fundinum.

1. Júlí

Stefnt að stofnun nýrra Bændasamtaka.

Stjórnin samþykkti að fylgja tímalínunni, svo fremi sem forsendur haldist óbreyttar.

 

2.Kolefnisbrú- EHF

Erindi um að stofnað yrði einkahlutafélag í nafni LSE og BÍ var sent til allra stjórna aðildarfélaga LSE 6. janúar.

Stjórnin samþykkti með hlutdeild sinna félaga (stjórnir aðildarfélaganna) að LSE og Bændasamtökin stofni einkahlutafélag um Kolefnisbrúna í sameiningu.

 

Lagt til að JGJ og GRV sitji í stjórn Kolefnisbrúarinnar ehf. og verði þar með skráðir í fyrirtækjaskrá. Varamaður verður SÞ. Stjórn BÍ tilnefnir fulltrúa BÍ í stjórnina.

Framkvæmdastjóri Kolefnisbrúarinnar verður HGS.

 

Lagt er til að HGS semji við Skógræktina um að hann muni eftirleiðis sinna sínum störfum fyrir Skógræktina í gegnum fyrirtæki sitt, Kvikland ehf.

 

3.Við skógareigendur- Kolefnibinding með skógrækt

HGS og JGJ kynntu hugmyndir að útgáfu Við skógareigendur. Blaðið í ár yrði helgað Kolefnisbindingu með skógrækt og yrði væntanlega 52 síður (líkt og blaðið í fyrra). Ætlunin er að prenta út í ca 5000 eintökum og senda á öll lögbýli. Kostnaðaráætlun er um og yfir 2 milljónir. Kolefnisbrúin ehf. myndi annast fjármögnunina og útgáfuna.

Stjórn samþykkir að gefa blaðið út í nafni Kolefnisbrúnnar svo frem sem fjármögnun náist.

 

4.Önnur mál...

JGJ boðinn á næsta stjórnarfund FsS í til að kynna félagsmál BÍ.

Fundi lauk kl 22:00.

Næsti fundur stjórnar LSE er fyrirhugaður þegar fyrrgreind SVÓT greining er tilbúin til yfirlestrar.

144. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  8.febrúar 2021 kl. 19:30

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV) (Tæknilegir hljóðörðuleikar)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar (HHH)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 20:00

 

1.Bókanir síðustu daga

Fundur samþykkti þrjár bókanir milli funda: -Umsögn um jarðarlög. – Stuðningsyfirlýsingar við Uppbyggingu Skógarafurða ehf. og kaupum Magnúsar Þorsteinssonar á Vimek grisjunarvél.

 

2.Landbúnaðarstefna

Formanni og framkvæmdastjóra er boðið að koma málefnum LSE að stefnumótun Landbúnaðar.

 

3.Bændasamtök- félagskerfi- Gögn frá BÍ

Umræður voru um gögn sem stjórn BÍ hafði sent aðildarfélögum BÍ á dögunum.

Upp komu spurningar á borð við: Verður kennitala LSE lögð niður? Hvernig nær nýtt fyrirkomulag að þjóna þeim skógarbændum sem ekki ganga í Bændasamtökin? Mun þetta hafa áhrif á ráðgjafaþjónustu við skógarbændur og mögulega aðkomu RML?

BBJ segir frá að JGJ hafi mætt á stjórnarfund FsS í síðustu viku. Þá hefur JGJ komið á fjar-stjórnarfundi allra aðildarfélaga LSE, nema FsN, til að kynna sameingarmál LSE og BÍ. Helsta niðurstaða fundarins með FsS var: „Getum við fundið leið til að allir skógarbændur fari sem hópur inn í Bændasamtökin?“

JGJ og HGS ætla fara yfir sameiningarmál LSE við BÍ með stjórn BÍ. Á næsta stjórnarfundi LSE munu þeir kynna málin eins vel og þeir mögulega geta; kynningu sem gæti einnig verið til grundvallar öðrum félagsmönnum.

 

4.SWOT-greining

HHH segir frá aðdraganda greiningarinnar. Loks var farið vandlega yfir greininguna.

Stjórnarmenn voru sammála um að SWOT greiningin væri góð og yfirgripsmikil. Vissulega má deila um mörg atriði en svona greining er ekki hafin yfir gagnrýni heldur er hugmyndin með henni að skapa umræðugrundvöll.

HHH, gengur frá endanlegri útgáfu og HGS sendir út á allt stjórnarmenn aðildarfélaganna.

Stjórn þakkar HHH kærlega fyrir vinnuna við greininguna.

 

5.Ársreikningur LSE 2020

Ársreikningur LSE fyrir 2020 hefur verið gefinn út. Hann verður sendur á stjórnarmenn ef og þegar skoðunarmenn hafa skrifað undir.

 

6.Önnur mál

> Biðja skal um seinkun á Samráðsfundi með Skógræktinni, sem fyrirhugaður var 11.febrúar.

> SHÞ, BBJ, HGS og HHH sögðu frá fundi með RML þar sem farið var yfir ýmis landbótaverkefni.

> BBJ segir frá: Gróður í borg og bæ, verkefnið komið vel af stað og búið að ráða starfsmann.

> BBJ beinir til HHH: Veltir vöngum um virðisaukaskatt fyrir þá sem ætla að binda kolefnis í skógi.

JGJ yfirgaf fund.

> Umræður um aukinn hróður skógrækt í gegnum árin, þó undarlegt að fleiri séu ekki að rækta skóg.

> Á næsta stjórnarfundi verður farið yfir dagsetningu fyrir aðalfund LSE.

Fundi lauk kl 21:15.

Næsti fundur stjórnar LSE er fyrirhugaður fyrir samráðsfund með skógaræktinni, væntanlega í lok febrúar.

145. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  3.mars 2021 kl. 10:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV) (Tæknilegir hljóðörðuleikar)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Fundur hófst kl. 10:00

 

1.Bókanir síðustu daga

Umsögn um stjórnarfrumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana var samþykkt af stjórn LSE og send inn á Samráðsgátt 23.febrúar 2021.

 

2.Samráðsfundur 4.mars

Fyrirhugaður er samráðsfundur með Skógræktinni 4.mars (á morgun). Á dagskrá eru 3 mál.

1. Taxtar

-SHÞ spyr fundarmenn hvort miklar breytingar hafi orðið á töxtum við sameininguna 2017. Flestir stjórnarmenn vildu meina að svo hefði orðið. Taxtar hafa breyst töluvert frá tímum Landshlutaverkefnanna og verkliðum hefur fækkað. Auk þess hefur flækjustigið aukist fyrir almennan skógarbónda. Sérstaklega við uppgjör og eftirfylgni.

2. Jólatré. Leggja þarf heildrænar reglur um tökur jólatrjáa í bændaskógum.

3. Hvað telst samþykktur kostnaður í skógrækt? Með breyttu uppgjöri á girðingakostnaði hafa forsendur breyst.

 

Samband við BBJ rofnaði á þessum tímapunkti -kl 10:30

 

3.Við skógareigendur

HGS lagði upp nokkrar hugmyndir af forsíðum á blaðið. Allar þóttu álitlegar og var HGS falið að velja.

Farið var yfir fjármögnun á útgáfu blaðsins. Fjármögnun er að mestu lokið.

 

4.Aðalfundur LSE-

Lagt er til að á formannafundi, sem fyrirhugaður er á morgun, verði tekin ákvörðun um hvor dagsetning henti betur fyrir aðalfund LSE, 28.maí eða 4.júní

 

Fundarliðnum „Afurða og markaðsmál“ verður frestað til næsta fundar.

 

Fundi lauk kl 10:45.

Næstu fundir eru formannafundur og Samráðsfundur á morgun 4.mars. Svo mun varaformaður mæta fyrir hönd stjórnar LSE á búnaðarþing 20.mars. Næsti stjórnarfundur LSE hefur ekki verið ákveðinn.

146. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi,  18.mars 2021 kl. 15:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV) (Tæknilegir hljóðörðuleikar)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

 

1.Í deiglunni:

 • Við skógareigendur komið í dreifingu.

 • Undirskriftir Bókhalds LSE síðasta árs afgreitt.

 • Félagið Kolefnisbrúin ehf. orðið raunin. Kennitala: 520321-0200

 

2.Samlegðaráhrif við BÍ

Beiðni frá stjórn BÍ um að endurskoða fyrirhugaða dagsetningu á aðalfundi LSE. Lagt er upp með að allar búgreinar ljúki aðalfundum sínum fyrir 15.maí til að geta skilað inn athugasemdum fyrir fyrirhugað auka búnaðarþing, dagsett 10.júní.  Í sömu beiðni BÍ er beðið um að afgreitt verði á aðalfundi tillögu um að núverandi stjórn sitji fram að Búnaðarþingi 2022.

 

Stjórnin samþykkir að stefna á að hafa aðalfund LSE Sumardaginn fyrsta, 22. apríl 2021, 23. apríl eða 24.apríl. Félag skógarbænda á Vesturlandi ákveður endanlega dagsetningu með tilliti til fundarstaðar. Fundarmenn þurfa að skrá sig til fundarhaldara með nafni, kennitölu og netfangi.

 

Stjórnin mun leggja til að á aðalfundum félaganna og í kjölfarið aðalfundi LSE að núverandi stjórn sitji óbreytt fram að búnaðarþingi 2022.

 

JGJ leggur til við stjórnina að hún íhugi stöðu og streymi fjármagns LSE fyrir næsta stjórnarfund.

 

Næstu stjórnarfundur er fyrirhugaður daginn eftir búnaðarþing, 24.mars kl 9:00. Stefnt er að raunfundi í Betri stofu Bændahallarinnar, að öðrum kosti með Teams-fjarfundabúnaði.

 

3.Önnur mál

BBJ, leggur til að fara þurfi betur yfir taxtatillögur Skógræktarinnar fyrir næsta ár. Núverandi skipting milli launavísitölu og neysluvísitölu er ósanngjörn.

 

Fundi lauk kl 16:00

147. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE í Betri stofu BÍ og á Teams fjarfundi, 24.mars 2021 kl. 09:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ) (á Teams)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB) (á Teams)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Tæknilegir örðuleikar voru við upphaf fundar.

 

1.Búnaðarþing

SHÞ sat ný afstaðið búnaðarþing (22.mars-23.mars) sem fulltrúi LSE og JGJ, formaður LSE, sat þingið í nafni Búnaðarsambands Austurlands. Nýtt félagskerfi var samþykkt á þinginu sem felur í sér umtalsverðar breytingar fyrir aðildarfélög þess, þar á meðal LSE. Fyrirhugað er að kynna félagskerfið vel á aðalfundum aðildarfélaga LSE, sem fara fram á næstu vikum og munu JGJ og/eða HGS reyna eftir fremsta megni að mæta á fundina og fylgja málin eftir. Á aðalfundi LSE, sem dagsettur er 24.apríl, verður loks tillagan kynnt um sameiningu við BÍ og tekin ákvörðun þá.

 

2.Aðalfundur LSE

Ákveðið hefur verið að halda Aðalfund LSE í Borgarnesi 24.apríl nk. Fyrir hönd fundarhaldara FSV mun Guðmundur Sigurðsson halda utan um undirbúning í samvinnu við HGS. Samþykkt var að LSE greiði allan kostnað við aðalfundinn (aðstöðu, aðbúnað og veigar) en gestir sjá sjálfir um gistingu. Gert verður upp við stjórn FSV í aðdraganda eða að fundi loknum.

Gera þarf grein fyrir áreikningi og skýrslu stjórnar fyrir bæði árið 2019 og 2020 á fundinum.

Drög að dagskrá verða gerð á eftir, kynnt fyrir formönnum aðildarfélaga LSE og stjórn LSE og loks sendur út tölvupóstur um fundarboð til félagsmanna LSE áður en sól leggst til hvílu.

 

Fundi lauk kl 10:20

148. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 19.apríl 2021 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigurlína Jóhannesdóttir, varamaður varaformanns  (SJ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

1.Aðalfundur LSE

Rætt var um hvort ætti að halda aðalfund LSE á boðuðum fundartíma 24. apríl nk. Útlit er fyrir viðvarandi Covid takmörkunum næstu daga.

 

Tillaga fyrir fundinn:

Aðalfundir LSE 2021 verði frestað til 15.maí.

Sett verður á covid-viðbragðaáætlun í þremur sviðsmyndum:

 

Sviðsmynd 1

Ef engar covid hömlur verða í þjóðfélaginu verður aðalfundur með hefðbundnu sniði. Þetta er talin ólíkleg sviðsmynd. Nánari útlistun verður því ákveðin er nær dregur.

Fundinum yrði ekki streymt á vefmiðli.

 

Sviðsmynd 2

Ef samkomutakmarkanir verða í þjóðfélaginu má hugsa sér 40 manna fulltrúafund, í einu 40 manna hólfi eða tveimur tuttugu manna hólfum.

Fulltrúar fundarins yrðu valdir með eftirfarandi móti.

 • LSE stjórn = 5 manns

 • Hvert aðildarfélag má senda inn 3 fulltrúa, 15 manns alls. (mælst til að velja stjórnarmenn)

 • Aukafulltrúi fyrir hverja 35 félagsmenn á hvert félag:

FSS= 5FSA=4FSN=4FSV=3FSVfj=3, 19 manns alls. (mælst til að hafa jafna dreifingu um landsvæði félanna)

Fundinum yrði streymt á vefmiðli.

 

Sviðsmynd 3

Ef samkomutakmarkanir verða enn harðari verður haldinn tölvufundur (t.d. Zoom eða Teams) með fulltrúum. Fulltrúar verða valdir með sama fyrirkomulagi og lýst var í sviðsmynd 2.

Fundinum yrði streymt á vefmiðli.

 

Allir fundarmenn samþykktu tillöguna.

 

Ákveðið var að senda breytt fundarboð á stjórnir og félagsmenn LSE með tölvupósti svo fljótt sem kostur er. Það skal gert með því að senda tilkynninguna á formenn og ritara aðildarfélaga og biðja þá um að áframsenda tilkynninguna. Þá er þess óskað að tölvupóstar verði yfirfarnir með félagatalinu með þeim félögum sem við á. Einnig skal auglýst á heimasíðum og viðeigandi vefmiðlum sem tengjast LSE. Auk samþykktrar tillögu þarf eftirfarandi tilkynning að vera kunngerð ýtarlega.

 

Tilmæli frá Bændasamtökum Íslands hafa verið send fyrir aðalfund. Lögð verður tillaga þess efnis að sitjandi stjórn LSE sitji í óbreyttri mynd a.m.k. fram að búnaðarþingi 2022.

 

HGS er gert að fá ráð hjá lögmanni Bændasamtakanna um hvernig tillagan um óbreytta stjórn skuli vera orðuð svo rétt sé.

 

2.Kolefnisbrúin

Kolefnisbrúin ehf. er í sameiginlegri eigu LSE og Bændasamtaka Íslands. Félagar í LSE eru um 650 talsins og skal tryggja að þeir verði ekki hlunnfærðir um sinn óskilgreinda eignahlut við fyrirhugaða sameiningu LSE og BÍ ef til þess kemur. Ekki er víst að allir 650 félagsmenn muni ganga í Bændasamtökin eftir sameiningu.

 

HGS er falið að senda stofnanasamninga Kolefnisbrúarinnar á stjórn LSE ásamt fundargerð fyrsta og eina stjórnarfundar.

 

3.Umsókn um birtingu skoðanakönnunar

Ósk barst um að LSE myndi leggja út skoðanakönnun fyrir fyrirtækið Yggdrasill Carbon.

Stjórn taldi ekki við hæfi að verða við þeirri ósk, hvort sem væri í breyttri eða óbreyttri mynd.

 

4.Samráðfundur LSE og Skógræktarinnar

Fyrirhugaður er samráðsfundur Skógræktarinnar og LSE eftir tvo daga. Stjórn LSE mun óska eftir rökstuddu svari Skógræktarinnar við ákvörðun þeirra um að hunsa breytingartillögur LSE á uppfærðum töxtum.

 

5.Önnur mál

 

Hugleiðingar um sameiningu við Bændasamtökin.

 • Hvað fellst í 6 mánaða úrsögn.

 • Hvernig verður boðið til þátttöku í Bændasamtökunum eftir 1.júlí?

 

Í deiglunni

 • Landbúnaðarsýning. Staðfestingargjald hefur verið greitt fyrir sama sýningarsvæði og síðast.

 • Íslenskt timbur í byggingar. HGS og Eiríkur Þorsteinsson eru með verkefni í býgerð sem snýr að vottun á timbri.

 • Bændablaðið. Mikið er að frétta úr skógargeiranum. Þörf er að koma fleiri fréttum í Bændablaðið.

 • Kubbar Bændasamtakanna. Kubbar er kynningarefni í bígerð, hugsað fyrir samfélagsmiðla. Kubbur er nokkurskonar fróðleiksmoli um hvað landbúnaður hefur gert þjóðinni gott.

 

 

 

Fundi lauk kl 22:10

 149. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 5.maí 2021 kl. 10:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformanns  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

1.Ákvarðanir vegna aðalfundar LSE 2021

Sviðsmynd 2

Stjórn LSE ákvað að ganga út frá sviðsmynd 2, sem ákveðin var á síðasta stjórnarfundi (19. apríl 2021). Þ.e. 40 manna fulltrúafundur. Ólíklegt er að meiriháttar breytingar verði á samkomutakmörkunum vegna Covid19 úr þessu og ef einhver verður má aðlaga ákvörðunina eftir henni.

Fulltrúar

Hvert og eitt aðildarfélag sér um að auglýsa og velja fulltrúa á aðalfund LSE. Fundur hefst kl 10:00 15.maí í Borgarnesi í Menntaskóla Borgarfjarðar í sal Hjálmakletts. Þau sem vilja sitja fundinn tilkynni viðkomandi félagi. FSVfj. mun tilkynna sína fulltrúa á fundinn 13. maí.

Atriði í aðdraganda

Rætt var um nokkur atriði sem þyrfti að skerpa á í aðdraganda fundarins. Svo sem skýrslu stjórnar, framsetningu reikninga og boða eina gest fundarins sem væri fulltrúi BÍ. HGS mun vera í sambandi við Guðmund Sigurðsson, fulltrúa FSV, og fara yfir stöðuna. Greiðslur til fundarhaldara (FSV) verða með sama hætti og samþykkt frá 109. stjórnarfundi LSE, eða 400.000kr.

Tilkynning á heimasíðu

HGS mun gera frétt á heimasíðu LSE þar sem öll viðkomandi gögn um fundinn verður að finna. Fréttin verði unnin með samþykki lögmanns Bændasamtakanna.    Megin áhersla fundarins er á sameiningarmál en ef fleiri tillögur koma frá aðildarfélögum verða þær settar á dagskrá.

Fjárhagsáætlun

Leggjast þarf betur yfir fjárhagsáætlun m.a. til að tyggja fjármagn í verkefni sem ýmist eru hafin eða eru fyrirséð.  SHÞ bendir á að vert sé að hafa klausu um að ef sameiningin gangi til baka þarf að vera klausa um að fjármagn renni til baka aftur í LSE. Fjárhagsáætlanir þyrfti að vera tvær, ein með sameiningu og ein ef ekki verður af sameiningu.

Nefndarstörf

Mögulega þarf frekari umræðu við fyrirliggjandi tillögur og má því reikna með einhverjum nefndarstörfum. Komi til þeirra má hugsa sér að nefndir verði skipaðar með a.m.k.  einum úr hverju aðildarfélagi.

Hótel

JGJ og SHÞ munu koma deginum fyrir fund og munu gista á miðbæjarhótelinu í Borgarnesi.

 

2.Önnur mál

Taxtanefnd

BBJ spurði formann um taxtanefnd Skógræktarinnar og LSE sem hann situr í sem formaður. JGJ svaraði því að hann hafi ekki enn kallað til fundar. Ástæðurnar eru helst covid 19 og mikill tími sem hefur farið í sameiningarmál við BÍ. Vitanlega hefði mátt kalla saman fund og er það við hann að sakast um að svona er komið fyrir nefndinni.

Verðmat skóga

HGS kynnti stjórn fyrir málum á skógræktarjörð þar sem skógarbónda þyrfti fjárhagslegt mat á skógi sínum. Stjórn LSE er kunnugt um málið.

Frumvörp

HGS sagði frá umsögn BÍ á frumvarpi á Mati á umhverfisáhrifum þar sem hróðri skógarbæna var haldið á lofti. Fleiri frumvörp eru í umræðunni, Girðingar, Landvernd, Landsáætlun í skógrækt.

 

Stefnt er að funda stutt fyrir aðalfundinn, t.d. á miðvikudeginum 12.maí.

Fundi lauk kl 11:30

150. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 12.maí 2021 kl. 11:11

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ) (staðsettur á skrifst. HGS)               

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

HGS gleymdi að boða til tölvufundarins og seinkaði það áætluðum fundi um 11 mínútur.

 

1.Ákvarðanir vegna aðalfundar LSE 2021

Undirbúningur

HGS fór yfir stöðuna.

 • Fundarhaldarar eru tilbúnir undir fund.

 • Hótelið er tilbrúið að taka á móti 50 gestum í hádegisverð.

 • Fundaraskurinn er í menntaskólanum er vel útbúinn.

 • HGS mun sjá um að streyma fundinum á YouTube.

 

Mætingarforspá

Þegar stjórnin bara saman bækur sínar er útlit fyrir að fæst félög muni mæta með fulltingi fundarmanna. Það er einna helst fundarhaldarinn FSV sem mun mæta vel.

 

Skipting fjármagns

JGJ stingur upp á að stjórnin leggi fram tillögu á fundinn um skiptingu fjármagns milli verkefna. Eftir umræður var sammælst um að leggja fram 50% fjármögnun í Kolefnisbrúnna og 50% í að efla starfið enn frekar eftir sameiningu. Nánari útfærsla á kynningastarfi var ekki rætt frekar. Önnur verkefni s.s. afurðamál, eiga ekki að líða fyrir sameininguna, þvert á móti eflast.

 

Fyrstir á svæðið

Formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri ætla að koma á föstudeginum og munu gista nóttina á undan fundinum á B59 hótelinu í Borgarnesi. Aðrir stjórnarmenn ætla að koma á laugardagsmorgninum.

 

 

Fundi lauk kl 12:00

151. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 8.júní 2021 kl. 13:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ) (staðsettur á skrifst. HGS)               

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

1.Hvaða lærdóm má draga af síðasta aðalfundi?

 • Afleit tímasetning, háannatíð svo sem gróðursetningar, sauðburður og reyndar Covid19.

 • Þrátt fyrir fámenni var fundurinn afaskaplega góður. Fundir næstu ára verða áreiðanlega með þessu fámenna sniði. Yfirbragð fundar var gott. Umgjörð til fyrirmyndar og salarkynni góð. Afbragðs fundar- stjóri og ritarar. Væntanlega verða fundir fulltrúafundir hér eftir.​​

2.Afgreiðsla tillagna  frá aðalfundi

 

Tillaga 1, innganga í BÍ

Hefur nú þegar verið send áfram á stjórn BÍ

Tillaga 2, fjármagnsskipting

Hefur nú þegar verið send áfram á stjórn BÍ

Tillaga 3, seta stjórnar

Skv. tillögunni situr sitjandi stjórn áfram fram að búnaðarþingi 2022. Stjórnin samþykkti það.

Tillaga 4, félagsgjöld LSE

Árétta þessa tillögu við formenn aðildarfélaga.

Tillaga 5, laun stjórnar

Verður skoðað í samvinnu við BÍ.

Tillaga 6, kolefnisútreikningur

Senda skal tillögu áfram á Skógræktina og taka til umræðu á næsta samráðsfundi LSE og Skógræktarinnar.

Tillaga 7, framseldar kolefniseiningar

Stjórn samþykkir að vinna áfram með tillöguna áður en hún verður send áfram.

Tillaga 8, ráðuneytaflutningur

Stjórn sendir tillöguna áfram á stjórn BÍ og óskar eftir að hún fylgi henni eftir.

3.Málþing á Vesturlandi

Stjórnin ræddi lengi um að hafa málþing á Vesturlandi. Ákveðið var að taka málið upp aftur á fyrsta stjórnarfundi nýrrar skógarbúgreinardeildar BÍ.

4.Landsáætlun í skógrækt

HGS skrifar umsögn í samvinnu við Maríönnu, formann FSA og fulltrúa LSE í nefndinni. Síðan verður umsögn send áfram á formenn aðildarfélaga LSE og hvattir til skrifa sérálit eða taka undir þessa umsögn.   

5.Landbúnaðarsýning

Kolefnisbinding skal höfð í öndvegi undir merkjum Kolefnisbrúar. Skógbændur bjóða íslendingum bjartari framtíð. Vinna með „vá“ faktor.  Mögulega að skipta 2x9m2 básnum upp í kolefnisjöfnun og viðarvinnslu.

6.Staðan á Kolefnisbrúnni

JGJ segir frá stöðunni. Fjármögnun og ýmislegt annað er í vinnslu.

7.Göngutúrar síðsumars með Skógræktinni

Skógræktin hefur verið í sambandi við aðildarfélögin um að fara í skógargöngur. Sum félög hafa ákveðið dagsetninguna. Mögulega gætu fulltrúar hjá BÍ gætu komið með í göngurnar. Skógardeginum mikla á Austurlandi hefur verið aflíst. LSE vill koma fjárhagslega að kynningarmálum hjá skógarbændur í tengslum við göngurnar. Engin ákvörðun um útfærslur var tekin.

8.Síðasti stjórnarfundur LSE og fyrsti stj.fundur skógarbændadeildar BÍ.

JGJ falið að ákveða tíma og staðsetningu fyrir næsta stjórnarfund.

 

SHÞ yfirgaf fundinn 14:50.

Fundi lauk kl 15:00

152. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Síðasti stjórnarfundur LSE í Betri stofu í Bændahöll 25. ágúst 2021 kl. 15:00

Skógarbændur sameinuðust BÍ þann 1. júlí 2021. Enn eru mál óafgreidd hjá stjórn LSE.

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ) 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

1.Hvað verður um LSE?

LSE er félag með enga starfssemi eftir samruna skógarbænda við BÍ. Það er því „skúffufélag“ með lágmarks starfssemi. Að svo komnu er stjórn LSE skipuð sömu einstaklingum og þeim sem sitja í búgreinaráði skógarbænda BÍ. Eignir LSE eru á ábyrgð LSE.

HGS er falið að skoða, með lögfræðingi BÍ, hvernig skilja skuli við félagið formlega.

 

2.Viðhaldsgreiðslur girðinga

Fyrirspurn komin frá Sigurlínu Jóhannesdóttur, fyrrum formanni FSN. Borin upp af SHÞ.

„Hvert verður framhaldið á óafreiddu máli LSE sem sýr að vanefndum girðingaviðhaldsgreiðslum Skógræktarinnar til skógarbænda.“

Starfshópur skilaði nýlega skýrslu til Umhverfisráðherra. Skýrsla sem gæti nýst við næstu skref.

HGS mun leita til lögfræðings BÍ og fá hennar álit um hvoft vert sé að fara lengra með málið og ef svo, hvernig. Hverjar eru líkurnar á að þetta falli skógarbændum í vil?

 

3.Úrvinnslumál aðildarfélaganna

Stjórnin samþykkti að styrkja aðildarfélög LSE um að gera átak í úrvinnslumálum á sínu svæði. Styrkurinn miðast við 3000 kr á hvern greiðandi félagsmann til LSE miðað við félagatal LSE um síðustu áramót. Stjórn hvers félags falið að vinna úr styrkjum í samvinnu við stjórn LSE.

 

Félagsmenn viðkomandi félags 1.janúar 2021 og tilgreind upphæð styrkjar:

 

FSA                      = 136 (80 jarðir)      = 408.000 kr

FSN                      = 144 (104)               = 432.000 kr

FSS                      = 184 (154)                = 552.000 kr

FSV                      = 103 (92)                  = 309.000 kr

FSVfj.                  = 80 (49)                   = 240.000 kr     

samtals             = 647 (479)                = 1.941.000 kr

 

4.Heimasíða LSE

Ákveðið var að halda úti skogarbondi.is svo lengi sem forsendur og fjármagn leyfa. Tilgangur síðunnar er helst það að sinna skógarbændum og aðildarfélögum LSE með upplýsingagjöf, fréttum, fróðleik, viðburðadagatali og ýmiskonar gagnvirkum samskiptum.  Til að halda úti heimasíðu er greitt til WIX (stýrikerfi), Isnic (lén) og Austurnet (hýsing).

 

 

Formaður LSE frestar fundi (sjá mál 1).

 

Fundi lauk kl 16:00

153. stjórnarfundur LSE      

FUNDARGERÐ

Haldinn í Súlnasal Hótel Sögu 9.desember 2021 kl. 11:50

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ) 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi -á Teams (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

1.Laun stjórnar

Stjórn LSE samþykkir að greiða kostnað við fundahald og laun stjórnar fram að búgreinarþingi (1.mars 2022) skv. samþykktum LSE.

Fundi lauk kl 12:00

2020-F141
2020-F142
2021-F143
2021-F144
2021-F145
2021-F146
2021-F147
2021-F148
2021-F149
2021-F150
2021-F151
2021-F152
201-F123
Nýjast
bottom of page