Verkefni, Jólatrén á uppleið

Verkefni febrúar mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur Nú eru dagarnir farnir að lengjast með fjölbreyttu veðurfari og lægðagangi með roki og rigningu eða snjókomu í kjölfarið sem á það til að tefja samgöngur milli landshluta. Á svona dögum er ágætt að sitja inni og líta til baka á árið sem leið. Fáir skógarbændur eru komnir svo langt að vera farnir að selja jólatré í einhverju magni en nokkrir hafa þó selt nokkuð af jólatrjám ásamt skógræktarfélögum og Skógræktinni. Frá Austurlandi fór skv. Jóhanni Þórhallssyni 550 jólatré frá fjórum mismunandi bæjum. Trén voru selda hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Hjá Skógræktunni var smá aukning miðað við söluna 2015. S

Teymi um úrvinnslu, markaðs og sölu á skógarafurðum

Mikið af skógum skógarbænda er að koma að grisjun og mikilvægt að fara að huga að nýtingu á því efni sem fellur til. Einnig þarf að huga að vöruþróun, markaðssetningu og sölumálum. Landssamtök skógareigenda er í samstarfi við Skógræktina um vinna að þessum málum. Skipað var teymi, þremur fulltrúum frá hvorum aðila og var fyrsti fundur nú í vikunni. Hópurinn hittist austur á Hallormsstað og farið var yfir stefnu LSE og skógræktarinnar í úrvinnslu, markaðs og sölumálum.Fyrsta verk hópsins er að skoða hvað nú þegar er verið að gera, lista það upp og skoða svo stefnu LSE og Skógræktarinnar og velja úr ákveðin verkefni og forgangsraða. Eftir fundinn fékk hópurinn leiðsögn Þórs Þorfinnssonar skóga

Félag skógareigenda á Suðurlandi skrifar undir samning við Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Félag skógareigenda á Suðurlandi boðaði til félagsfundar hjá SASS í Fjölheimum á Selfossi föstudaginn 17. febrúar. Tilefni fundarins var að skrifa undir samning við Uppbyggingarsjóð Suðurlands um styrk vegna undirbúnings og stofnun rekstrarfélags sem mótar stefnu, greinir tækifæri í úrvinnslu og makaðssetningu skógarafurða og kynnir verkefnið. Góð mæting var á fundinum meðal skógareigenda og ýmsir góðir gestir m.a. Þröstur Eisteinsson skógrætarstjóri, Björn B. Jónsson sem sér um úrvinnslu og markaðsmál hjá Skógræktinni og Hreinn Óskarsson sviðsstjóri Samhæfingarsviðs Skógræktarinnar. Margt er að gerast í skógræktarmálum og mikil tækifæri að skapast í uppbyggingu á þessari ungu atvinnugrein.

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089