Lagfæring á heimsíðu

Komið þið sæl og blessuð. Ég verð aðeins að vinna í heimasíðunni á næstu dögum og þá verður ekki allt eins og það á að vera. Vonandi veldur það ekki óþægindum og skal ég reyna að vera snögg að laga hana. Valgerður Bachmann hönnuður

Aðalfundur LSE

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn dagana 13. og 14. október. Fundurinn er haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í samstarfi við Félag skógarbænda á Vestfjörðum. Landssamtökin standa á tímamótum en 20 ár eru síðan samtökin voru stofnuð. Skorað er á skógarbændur að taka dagana frá en dagskrá og nánari upplýsingar verða sendar á út á næstu dögum.

Handverkshátíð

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin i 25.skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið. Handverkshátíð hefur löngu sannað tilvist sína sem vettvangur þar sem hittist handverksfólk víðs vegar að af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar. Sú var einmitt hugmyndin að baki hátíðinni í upphafi – að leiða fólk saman sem deildi þeirri sameiginlegu sýn að efla íslenskt handverk og tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færðist milli kynslóða. Þema Handverkshátíðar 2017 er tré. Við munum við gera okkar ástkæra tré hátt undir höfði og höldum hátíð trésins. Sænski heimilisiðnaðarráðunauturinn Knut Östgår

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089