Barrviðaráta, hvað skal varast

2,5 mín Á Fljóstdalshéraði hefur borið á skemmdum eftir Barrviðarátu. Skógurinn á Víðilæk í Skriðdal er dæmi um slíkt. Hér er fjallað um afleiðingar og varúðarráðstafanir.Johan Holst, skógarbóndi, segir frá snjóflóði sem ruddi um 1/2 hektara af skógi. Frétt á N4.

Tækifærið til bindingar með skógrækt er núna

Grein sem brit var í Morgunblaðinu, svar við grein Haraldar Benediktssonar „Tækifærið er núna“ Haraldur Benediktsson ritar grein í Morgunblaðið mánudaginn 28. ágúst síðastliðinn með yfirskriftinni „Tækifærið er núna“. Greinin er um margt ágæt en í henni skorar Haraldur á bændur að senda stjórnvöldum tilboð um að gera kolefnisbúskap að nýrri búgrein. Hann talar um að þekking á losun og bindingu sé yfirborðskennd og að staðlar sem stuðst hefur verið við hafi ekki verið sannreyndir. Til upplýsingar vinna Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) nú að því að afla betri upplýsinga um umfang losunar gróðurhúsalofttegunda ásamt því að leita leiða til að draga úr los

Landssamtök skógareigenda auglýsa eftir framkvæmdastjóra.

Landssamtök skógareigenda (LSE) auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða 80 % starf og er miðað við að ráðið verði í það frá 1. nóvember 2017, eða eftir samkomulagi. Landssamtök skógareigenda eru heildarsamtök skógareigenda um land allt, þau gæta hagsmuna skógarbænda gagnvart stjórnvöldum og hvetja til nýtingar lands á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Helstu verkefni: Sinna daglegum rekstri samtakanna. Gæta hagsmuna skógareigenda gagnvart stjórnvöldum. Vinna að fjáröflun vegna verkefna. Undirbúa stjórnar og aðalfundi. Yfirumsjón með heimasíðu, kynna starfsemi LSE, sinna fræðslu og útgáfu. Vinna með og aðstoða aðildarfélögin við verkefni eftir því sem óskað er. Vinna me

Tuttugasti aðalfundur Landssamtaka skógareigenda.

Landssamtök skógareigenda, LSE, standa á tímamótum, en tuttugu ár eru frá stofnun samtakanna. Í þetta sinn verður aðalfundurinn haldinn í Reykjanesi, í samstarfi við Félag skógarbænda á Vestfjörðum, dagana 13. og 14. október 2017. Fundurinn hefst kl. 14.00, föstudaginn 13. október, með venjulegum aðalfundarstörfum. Gert verður hlé á fundinum kl. 16.00 og honum svo framhaldið laugardaginn 14. október kl. 9.00. Málþing, verður haldið í tengslum við aðalfundinn og hefst það kl. 16.30 á föstudeginum. Þema málþingsins er umhirða skógarins. Einnig verður erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, með yfirskriftinni Auðlindin skógar. Söguganga og árshátíð. Félag skógarbænda á Vestfjörðum býður

Stjórnarfundir 2017

37. Stjórnarfundur 37. Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn í Reykjanesi 3. september 2017, klukkan 12.00. Sighvatur, formaður félagsins, setti fundinn. Samþykkt að Naomi Bos skrifi fundargerðina. Fundurinn var dagskrárlaus en nokkur mismunandi mál voru rædd: Þar sem Sólveig Bessa Magnúsdóttir, nýkjörinn stjórnarmaður í félaginu, sá sér ekki fært að mæta, gat stjórnin ekki skipt formlega með sér verkum, en gert er ráð fyrir því að Sighvatur verði formaður, Naomi verði ritari og Sólveig Bessa mun taka að sér að vera gjaldkeri í stað Jóhanns Björns Arngrímssonar sem hætti í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi.. Jóhann Björn Arngrímsson, fyrrverandi gjaldkeri, upplýsti no

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089