Aðalfundur LSE og málþing um umhirðu ungskóga

Tuttugasti aðalfundur Landssamtaka skógareigenda var haldinn í yndislegu umhverfi á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp dagana 13. og 14. október síðastliðinn. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Félaga skógarbænda á Vestfjörðum. Eftir að formaður setti fundinn var gengið til dagskrár. Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti reykninga samtakanna. Síðan var komið að ávarpi gesta. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og Björgvin Örn Eggertsson verkefnastjóri LBHÍ fluttu ávörp og góðar kveðjur til samtakanna. Síðan voru mál lögð fyrir fundinn og honum frestað til kvölds. Málþing um umhirðu ungskóga Mál

Söguganga og árshátíð skógarbænda

Söguganga og árshátíð skógarbænda Eftir að aðalfundi lauk tók Félag skógarbænda á Vestfjörðum við stjórnartaumnum. Boðið var upp á sögugöngu um Reykjanesið og sögumaður var Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Hann sagði m.a frá skólahaldinu í Reykjanesi, byggingu sundlaugarinnar, bæði þeirri sem er í notkun og gömlu lauginni, saltframleiðslunni, fyrr og nú og mörgu fleyra áhugaverðu, auk þess sem hann sagði ýmsar skemmtilegar sögur um sveitungana og mannlífið á staðnum. Sögugangan endaði svo í litlum trjálundi þar sem Félag skógarbænda á Vestfjörðum bauð fundargestum upp á þjóðlegar veitingar, rúgbrauð með reyktum Silungi, flatkökur með hangikjöti, kleinur og harðfisk. Þ

Hlynur Gauti nýr framkvæmdastjóri LSE

Nýr framkvæmdastjóri LSE Landssamtök skógareigenda auglýsti til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra LSE. Mikill áhugi var fyrir starfinu, en sautján umsóknir bárust. Farið var yfir allar umsóknir og þær metnar eftir þeim kröfum sem komu fram í auglýsingunni. Af þessum sautján umsóknum voru sjö valdar út og þeim einstaklingum boðið í viðtal. Niðurstaða valnefndar var að ráða Hlyn Gauta Sigursson skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni til starfa. Hann hefur víðtæka reynslu af skógrækt, umhirðu skóga, úrvinnslu og samstarfi við skógarbændur, kynningarmál og fl. Reiknað er með að Hlynur Gauti taki til starfa 1. janúar næstkomandi. Um leið og við bjóðum Hlyn Gauta velkomin til starfa þökkum við öllu

Hnoð, moð og skítkast

Þorvaldur Jónsson, skógarbóndi á Vesturlandi, segir frá því hvernig hann bætir næringu í jarðvegi fyrir gróðursetningu. Kraftaverk má vinna með lífrænum úrgangi sem til fellur í samfélaginu, til dæmis á sveitabæjum. Næringarskortur á melum gerir að verkum að þeir gróa seint upp þrátt fyrir beitarfriðun. Flýta má mjög fyrir gróðurframvindu með því að bera lífrænan áburð á melana.

Aðalfundur LSE 2017

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda2017 Haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp dagana 13. og 14. október 2017. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda Dagskrá fundarins: Föstudagur 13. október Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE. Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar Kl. 14:25 Ávörp gesta Kl. 14:55 Umræða um skýrslu stjórnar Kl. 15:15 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda Kl. 16:00 Fundi frestað – kaffihlé Kl. 16:30 Málþing: Umhirða skógarins / Auðlindin skógrækt. Kl. 16:30 Arnlín Óladóttir: „Gæði ungskóga“ Kl. 17:00 Björgvin Örn Eggertsson: „Umhirða ungskóga“ Kl. 17:30 Björn

Dagskrá aðalfundar LSE

Dagskrá fundarins: Föstudagur 13. október Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE. Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar Kl. 14:25 Ávörp gesta Kl. 14:55 Umræða um skýrslu stjórnar Kl. 15:15 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda Kl. 16:00 Fundi frestað – kaffihlé Kl. 16:30 Málþing: Umhirða skógarins / Auðlindin skógrækt. Kl. 16:30 Arnlín Óladóttir: „Gæði ungskóga“ Kl. 17:00 Björgvin Örn Eggertsson: „Umhirða ungskóga“ Kl. 17:30 Björn Helgi Barkarson: „Auðlindin skógrækt“ Kl. 18:00 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri „Að læra af reynslunni“ Kl. 18:30 Matarhlé. Fundi fram haldið. Kl. 19:30

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089