Skógarhögg í bröttum hlíðum, træ.dk

Hvernig vinna skógarhöggsmenn í bröttum hlíðum? Hvernig falla þessir risat? Hvernig er þeim komið til byggða? Það má sjá í þessu stórskemmtilega myndbandi. https://www.trae.dk/video-i-skoven/

Skógarúttektir með LiDAR tækninni.

LiDAR tækni mun auðvelda líf okkar skógarbænda til muna innan fárra ára. Reyndar er tæknin komin og bara spurning hvernig hún mun þróast og verðið færist niður. Í þessu stutta myndbandi (frá árinu 2014) er LiDAR tæknin útskýrð nokkuð vel (á ensku). Með þessu má mæla skóga, viðarmagn og landsvæði á örskotsstundu. Fljótleg, áreiðanleg og væntanlega ódýr leið fyrir skógarbændur um víða veröld.

Kenna í Kenýa

Allir landsmenn þekkja orðið frábæru ilmkjarnaolíurnar frá Hraundísi. Nú er stefnan tekin á að kenna íbúm Kenía að búa til samskonar olíur þar í landi. Hraundís Guðmundsdóttir og Ragnar Sverrisson hafa veg og vanda að þessari góða star fi en til þess að þag megi verða vantar fjármagn. Hægt er að stykja verkefnið á Karolinafaund. Endilega látið boðið berast og leggið Hraundísi og Ragnari lið. https://www.karolinafund.com/project/view/1964

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089