Grisjunarnámskeið á Norðurlandi

Trjáfellingar og grisjun með keðjusög, VAGLIR Námskeiðið er öllum opið. Það hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inná grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar

Blummenstein steig hátt

Björn Steinar Blummenstein gerði góð skil á skógarafurðum á sýningu sinni á Hönnunarmars. Hann gaf LSE leyfi til að nota myndir sýnar af vettvangi. http://www.bjornsteinar.com/skogarnytjar

Óbreytt stjórn hjá FSN

Á fimmtudaginn, 22.mars, var aðalfundur Félags skógarbænda á Noðurlandi. Fundað var á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd á Hótel Natur. Alls mættu 25 manns og stemningin var góð. - Brynjar Skúlason, skógarbóndi og sérfræðingur hjá Skógrækinni, stjórnaði fundinum. - Sigurlína Jóhannsdóttir, formaður FSN, fór yfir hefðbundin aðalfundarstörf. Kjörin var sama stjórnin og embættismenn áfram með lófaklappi. - Birgir Steingrímsson, ritari FSN, fór yfir stöðu reikninga. - Valgerður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Skógrætinni, flutti erindi og fór yfir stöðu Skógræktarinnar. - Hlynur Gauti Sigurðsson, nýr framkvæmdastjóri LSE, flutti erindi og kynnti sig og sína sýn á skógrækt á landsvísu. Í lok fundar sýndi

Jólatrjáaráðstefna í Pólland í júní 2018

Invitation Annual Conference of The Christmas Tree Grower Council of Europe From Monday 18th of June to Thursday 21st of June, 2018, Strzekecino, Poland Dear Christmas Tree Growers! The Christmas Tree Growers Council Poland is delighted to invite you with your families and friends to Poland to attend CTGCE Annual Conference! In connection with the annual meeting, you will have the opportunity for visiting Poland's largest Nordmann fir nursery, including seeing different Nordmann fir provenances and visiting different Polish Christmas tree growers. Moreover, you will get the chance to cruise on the Baltic Sea and admire the complex of demonstration gardens in Hortulus. The annual meeti

Alþjóðadagur skóga 21.mars 2018

Skógar og sjálfbærar borgir Alþjóðlegur dagur skóga er 21. mars. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, ákvað að yfirskrift dagsins árið 2018 skyldi vera „skógar og sjálfbærar borgir“. Ýmis vandi fylgir þeirri þróun að sífellt stærri hluti mannkyns búi í borgum og öðru þéttbýli. Mengun og svifryk ógnar heilsu fólks og fólk fjarlægist náttúruna ef ekki er gætt að því að færa náttúruna inn í borgirnar. Það er einmitt markmið FAO með þessum degi nú, að hvetja til þess að náttúran verði færð inn í borgirnar með auknum gróðri. Tré eru einhverjar öflugustu lífverur jarðarinnar. Með markvissri notkun trjágróðurs í þéttbýli má draga úr mengun og hávaða, jafna hitasveiflur, stuðla að

NÁMSKEIÐ!!! -Viðburðastjórnun í skógrækt

Boðið heim í skóg - Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum og starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi. Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógarviðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka viðburði, skipulag og uppsetningu dagskrár sem höfðar til mismunandi markhópa, skipulag og stjórnun, greiningu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu. Kennarar: Gústav Jarl Heiðmörk, Eygló Rúnarsdóttir kennari HÍ, Þór Þorfinnson skógarvörður Hallormsstað, Jón Ásg

Nýr stjórnarliði í FSA

Í gærkvöldi (12.mars) var haldinn aðalfundur FSA í húsakynnum gróðrastöðvarinnar Barra hjá Egilsstöðum. Alls mættu 38 manns og stemningin var góð. - Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir hélt upplýsandi erindi um stöðu mála hjá Skógrækinni. - Lárus Heiðarsson kynnti nýjustu niðurstöður úr þéttleikatilraunum sem sett var út á Héraði. - Guðný Drífa Snæland, Skeggjastöðum, lauk störfum í sjórn FSA og var henni þakkað vel unnin störf - Jónína Zophoníasdóttir, Mýrum, kom ný inn í stjórn FSA og var henni óskað velfarnaðar. Jóhann Þórhallsson tók nokkrar myndir af vettvangi.

Hönnunarmars, skógarauðlindin.

Eftir að hafa verið skóglaust land í þúsund ár er viður orðin aðgengileg auðlind á Íslandi – land án skógarmenningar. Björn Steinar ásamt fjölda hæfileikaríkra hönnuða takast á við vandamálið í samsýningu Á meðan búast má við umtalsvert aukningu á magni skógarnytja á komandi árum, þá hefur nýsköpun ekki farið vaxandi samhliða skógrækt og er því um 80% grisjunarviðar úr skógum landsins seldur sem viðarkurl til kísilmálmvinnslu. Í ljósi þess hefur fjölda hönnuða verið boðin þáttaka í samsýningu þar sem Björn Steinar framleiðir frumgerðir eftir innsendum tillögum – sem unnar eru með hliðsjón af kortlagningu skógarauðlindarinnar. Skógarnytjar tekur því fyrstu skref í átt að bættum úrvinnsluiðna

"Skógrækt til framtíðar" Samþykkt einróma

Búnaðarþing 2018 stendur yfir. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á þinginu. Skógrækt til framtíðar Markmið: Að Ísland verði sjálfbært um timbur, og skógrækt verði stöndug atvinnugrein sem stuðli að eflingu alls landbúnaðar. Skógrækt er árangursrík leið til bindingar kolefnis úr andrúmsloftinu. Leiðir: Nýta má fjármagn strax í dag t.d. við undirbúning lands, umhirðu skóga og skipulagningu. Með fjórfaldri aukningu fjármagns til skógræktar er hægt að koma til móts við alþjóðlega loftslagssamninga, efla atvinnu og styrkja búsetu á landsbyggðinni og verða sjálfbær um viðarframleiðslu. Framgangur: Bændasamtök Íslands (BÍ), ásamt Landssamtökum skógareigenda (LSE), hefji viðræður við Landbúnaðarráðh

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089