Úrvals girðingastaurar

Grisjun í lerkiskógi þar sem mest af efninu verður að góðum griðingastaurum. Myndað á Höfða á Völlum, Fljótsdalshéraði.

"Verndarsvæði og þróun byggðar"

Í Vigdísarhúsi þann 26.apríl sl. var haldin ráðstefnan "Verndarsvæði og þróun byggðar". Skógur er kannski ekki fyrst orðið sem upp kemur í huga margra, varðandi þessa yfirskrift, en þó bar hún oft á góma og það virkilega á jákvæðum nótum. Sigurður Gísli Pálmason er stofnandi Hrífanda, en ráðstefnan var í því nafni, og Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, var fundarstjóri. Ráðstefnan var mjög góð, þörf og varpaði nýju ljósi á eldri hugmyndir. Þær hugmyndir sem eitt sinn þóttu eðlilegar eru það kannski ekki enn. Tíminn gefur okkur mannfólkinu tækifæri til að skilja veröldina öðruvísi, eftir því á hvaða tíma við stöndum. Víða um heim eru þjóðgarðar þar sem nærsvæði hafa blómstrað á margvísleg

"Skúlptúraskólinn"

Johan Grønlund hefur getið sér gott orð í skúlptúragerð í trjáboli. Víða um skóginn í Skorradal má sjá skúlpúra eftir hann eins og sjá má í myndbandinu hér. Einnig hefur standa eftir hann verk í Logalandi í Reykholtsdal og vert er að stoppa þar við og skoða skóginn og njóta. Johann hefur einnig verið vinsæll á jólamörkuðum og hafa verkin hans vakið mikla lukku. Í Heiðmörk var hann beðinn að halda námskeið til prufu. Hann gerði það og tókst það með ágætum. Nú er hann kominn aftur í heimahagana í Danmörku en honum þykir þó líklegt að hann komi aftur og haldi annað námskeið sem yrði opið öllum. Þ.e. öllum þeim sem undað hafa keðjusagir.

"Skúlptúraskólinn"

Johan Gölund hélt prufu-námskeið í Heiðmörk í skúlptúrgerð á trjástofnum.

Enn Grænni skógar

Á föstudaginn mættu á Hvanneyri þáttakendur í námskeiðsröðinni "Grænni skógar 1" en á rúmum áratugi hafa á þriðja hundrað manns sótt þessi námskeið sem kennt hafa verið um allt land. Björgvin Eggertsson heldur utan um námskeiðin rétt eins og fyrri ár. Um 20 manns af Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi eru þátttakendur að þessu sinni og lofar hópurinn mjög góðu. Í fystu var farið yfir fyrirkomulag og helstu atriði. Auk þátttakenda voru starfsmenn LBHI, Skógaræktarinnar og LSE saman komin auk kennarans Páls Sigurðssonar sem stýrir skógæktarbrautinni við LBHI. Megi skógurinn vera með þeim.

30 ára afmæli félags skógarbænda á Austurlandi

Skógarbændur á Austurlandi fögnuðu 30 ára afmæli félagsins 19.apríl. Félagið var stofnað 3.maí 1988. Félagið hefur alla tíð síðan verið í fararbroddi við uppbyggingu og hagsmunagæslu varðandi bændaskógrækt. Samkvæmt grein Björns B. Jónssonar í Við skógareigendur 1.tbl.11.árg. september 2017 "Saga nytjaskógræktar á lögbýlum". Þar segir að á Austurlandi eru 180 samningar um skógrækt upp á um 18. þúsund ha. búið að gróðursetja um 28. milljón plöntur í um 11. þúsund ha. Hér fyrir neðan fylgja tvær myndir sem teknar eru á samastað með 15 áramillibili. Texti. Jóhann Þórhallsson, Brekkugerði

NÁMSKEIÐ!!! -Viðburðastjórnun í skógrækt

Leiðbeinendamenntun í skógarfræðslu - Kjarnaskógi Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk Námskeiðið er opið öllum þeim sem vilja læra að leiðbeina fólki að tálga og standa að útieldun á skógarviðburðum, eins og skógardögum, útikennslu ofl. Það hentar t.d skógareigendum, skógræktarfólki, almennum kennurum, smíðakennurum, sumarbústaðafólki, handverksfólki sem og öðrum. Á námskeiðinu: Lærir þú að, leiðbeina þeim sem vilja prófa að tálga á öruggan hátt á örnámskeiði. Lærir að hafa stjórn á aðstæðum, stilla hópnum upp og búa til notalegar og skapandi kringumstæður í skógarumhverfi. Verða kynnt áhöld og búnaður til eldiviðargerðar og útieldunar og prófaðar ýmsar leiðir við eldun og matar

Angan af aðalfundi FsS

Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi var haldinn í Reykjum (LBHI) við Hveragerði laug, laugardaginn 21. apríl 2018. Ríflega þrjátíu manns mættu og fór vel á með fundarmönnum enda í unaðslegu rólegheitarfaðmi suðræns gróðurs skólans. Fundur hófst kl. 11:00 þar sem hefðbundin aðalfundarmál voru afgreidd. Mannabreytingar urðu í stjórn og má sjá núverandi stjórn HÉR. Í hádeginu var boðið upp á dýrindis lambapottrétt, alveg kynngimagnað. Eftir hádegi fór Björn B. Jónsson aðeins yfir starf Skógræktarinnar. Þá kom Björn Steinar Blummenstein, vöruhönnuður, með boðskap mikinn um fjölbreytta möguleika í viðarvinnslu. Sóley Þráinsdóttir, vöruhönnuður, fjallaði um vannýtta auðlind furunála og hr

Ársreikningar LSE

Ársreikningur LSE ​2018 aðgangsorð : skogur Ársreikningur LSE ​2017 Ársreikningur LSE ​2016 Ársreikningur LSE ​2015 Ársreikningur LSE ​2013 Ársreikningur LSE ​2011

Fallega vaxa ungskógar

Laugardaginn 14.apríl 2018 var haldið námskeið í ungskógaumhirðu á Hvanneyri af frumkvæði Félags skógarbænda á Vesturlandi. LBHI hélt utan um námskeiðið og var Hlynur Gauti Sigurðsson fyrirlesari með dyggri aðstoð Guðmundar Siguðrssonar, skógræktarráðgjafa á Vesturlandi. Frá árinu 2010-2017 höfðu þau Hlynur og Sherry Curl haldið samskonar námskeið á Fljótsdalshéraði, alls 7 skipti. Þetta áttunda skipti var því í fyrsta skipti sem það er haldin utan Austurlandsfjórðungs. Námskeiðið miðaði aðallega að umhirðu á lerki og furu. Morguninn fór fram innandyra í formi fyrirlestra um Millibilsjöfnun (bilun/snemmgrisjun) og trjásnyrtingu (tvítoppaklipping, snyrting og uppkvistun). Eftir hádegið var fa

Fagráðstefnan 2018, samantekt

Fagráðstefna skógræktar 2018 var haldin í Hofi á Akureyri 11.-- 12. apríl sl. Sjá einnig skogur.is Fyrri dagurinn fór meir og minna fram á ensku enda fyrirlesarar hvaðanæfa úr heiminum. Thema dagsins var "kynbætur" með NordGen. Að loknum fyrirlestrum var farið í rútuferð í Vagli þar sem ræktunaraðstöður Hryms (lerki-kynblendings) voru skoðaðar. Um kvöldið var kvöldverður með skemmtidagskrá. Fyrirlesarar voru eftirfarandi: 08.00 – 08.30 Afhending ráðstefnugagna 08.30 – 08.45 Formleg setning ráðstefnu. Þröstur Eysteinsson / Kjersti Bakkebø Fjellstad 08.45 – 09.15 Söfnun og vinnsla köngla. Øyvind Meland Edvardsen 09.15 – 09.45 Kynbætur birkis í Finnlandi. Sirkku Pöykkö 09.45 – 10.1

Hrymur í ræktun

Valgerður Jónsdóttir segir frá vinnu sem fer fram í fráhúsinu á Vöglum. Lerkikynblendingurinn Hrymur.

Skemmdi skógurinn?

Málstofa var haldin á Vopnafirði 7. apríl 2018 á vegum Skógræktar- og landgræðslufélagsins Landbótar, Vopnafjarðarhrepps og Austurbrúar í tilefni Alþjóðadags skóga. Yfirskriftin var: "Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann annað fyrir okkur?" Á funinn mættu hátt í 30 manns. Else Möller var í hópnum sem kom að málstofunni og tók hún meðylfjandi mynd. Nánar er fjallað um málstofuna á vef Vopnafjarðarbæjar. Fyrirlestarar voru: Lárus Heiðarsson Einar Gunnarsson Guðrún Schmidt Magnús Már

Fundir FsS- 2018

Félagsfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi haldinn í Gunnarsholti, laugardaginn 7. apríl 2018 kl. 10:30 María E. Ingvadóttir formaður setti fundinn og bauð fundargesti og framsögumenn velkomna. Í upphafi skýrði hún frá því að nýi bæklingurinn um brunavarnir væri alveg á næstu grösum og myndi birtast á netinu. Fyrirhugað væri að halda námskeið um efni hans á haustdögum á vegum LbhÍ. Skógarbændur, og landeigendur almennt, væru kvattir til að kynna sér brunavarnir vandlega. Árni Bragason, landgræðslustjóri flutti mjög gott erindi um loftlagsmál sem mætti að flestu leyti segja að séu mál málanna. Hann benti á að mikið vantaði upp á að stjórnvöld stæðu við fögru orðin um viðbrögð við hlýnun

Espt til asparræktar

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi 2018 var haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði fimmtudaginn 5.apríl, kl.18:00 og mættu rúmlega þrjátíu manns. Stjórnin er óbreytt og mun starfa eitt ár til. Hún vill þó gjarnan benda á að æskilegt væri að fá framboð í stjórn að ári. Að loknum aðalfundarstörfum og kjötsúpumálsverði tóku við gestafyrirlesara. Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir hélt erindi um störf Skógræktarinnar. Halldór Sverrison fjallaði um kynbætur og ræktun á ösp. Hlynur Gauti Sigurðsson fjallaði um nýjan framkvæmdastjóra LSE.

Úrvalsviður á Austurlandi

Fyrirlestur í húsakynnum Barra 4.apríli 2018. Lárus Heiðarsson, sérfræðingur hjá Skógræktinni, hélt erindi fyrir skógarbændur á Austurlandi um hvernig best sé að rækta gæðatimbur. Hann fjallaði um mikilvægi og ávinning þess að tvítoppaklippa, snyrta og uppkvista trén. Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastrjóri LSE, héld kynningarerindi á nýjum framkvæmdastjóra LSE. Fundurinn var vel sóttur, góðar veitingar og vel fór á með mönnum.

Valdasproti fyrir valdhafandi

Á Alþjóðadegi skóga 2018 var hádgisfundur á hótel Plaza þar sem Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, færður "valdasproti skógarbóndans". Formaður LSE, Jóhann Gísli Jóhannsson, færði Mumma umverfisráherra geispu að gjöf með áletruninni "BINDUM KOLEFNI - RÆKTUM SKÓG!". Þetta er ámmining um mikilvægi stórefldar skógræktar á skóglitlu landi. Meðfylgjandi mynd er samsett af mynd frá Péturi Halldórssyni, kynningarsrjóra Skógræktarinna, og mynd frá greinahöfundi. Sjá nánar um viðburðinn á siðu Skógræktarinnar.

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089