Afhjúpun minnisvarða Sherry Curl

Sherry horfir yfir uppvaxandi skóg sem baðar sig í Austfjarðaþokunni á Óseyri í Stöðvarfirði. (Mynd: Hlynur Gauti Sigurðsson, 29.júní 2009) Minningarskjöldur um fallinn félaga, Sherry Curl, var afhjúpaður á miðvikudaginn var, 11. júlí. Skógarbændur á Austurlandi sameinuðust á Höfða á Völlum, heimili Sherryar og Þrastar Eysteinssonar, og afhjúpuðu minningarskjöld. Hellt var upp á ketilkaffi og grillstandurinn, sem Félag skógarbænda á Asutrlandi fékk að gjöf frá LSE í 30 ára afmælis félagsins, var vígður. Eftir athöfnina fór Þröstur, eftirlifandi eiginmaður hennar, með gesti í göngu um trjáræktina á Höfða. Síðast liðið haust hafði Sherry boðið Félagi skógarbænda á Austurlandi í heimsókn á Höfð

20 hrymir. Afmælisgjöf frá Skógrtækinni til LSE

Í fyrra voru 20 ár síðan Landssamtök skógareigenda (LSE) var stofnað. Á aðalfundi LSE í Reykjanesi í haust gaf Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri samtökunum afmælisgjöf frá Skógræktinni. Það voru 20 stykki af kraftmikla lerkiblendindnum hrymi. Þann 21. júní sl. (2018) var gjöfinni komið í jörð á Hvanneyri.

Jónsmessuganga Félags skógareigenda á Suðurlandi

Það er löng hefð fyrir að skógareigendur á Suðurlandi geri sér dagamun á Jónsmessunni. Þá er valinn félagi heimsóttur, ræktunin skoðuð, og síðan sest niður eftir létta göngu, málin rædd og snætt saman. Segja má að Jónsmessugangan sé í raun árshátíð skógarbænda á Suðurlandi. Fyrsta Jónsmessugangan var farin árið 1994, þegar skógræktin á Snæfoksstöðum hjá Skógræktarfélagi Árnesinga var heimsótt. Gangan í ár var sú tuttugasta og fjórða, því aðeins hafa fallið úr tvær göngur á öllu þessu tímabili. Núna heimsóttum við skógarbóndann Sigurð K. Haraldsson að Heylæk I í Fljótshlíð. Þau hjónin, Sigurður og kona hans, Vilborg Pétursdóttir, sem nú er látin, keyptu Heylækinn árið 1992. Sigurður sagði okk

Afurðakönnun 2017

Þann 1. júlí var send könnun fyrir vinnu og viðarafurðir frá árinu 2017 á félagsmenn LSE. Alls eru skráðir 768 félagsmenn og fengu þeir sem voru með virk netföng könnunina senda eða um tveir af þremur. Ekki eru allir félagsmenn með skráð netföng eða þau óvirk. Fyrir þá sem ekki fengu könnunina senda og vilja taka hana mega gjarnan hafa samband við Hlyn, 7751070 (eða hlynur@skogarbondi.is fyrir þá sem það geta). Vonandi svara þeir sem svarað geta en vænta má að þetta fyrirkomulag verði meira notað. Þetta er fyrsta könnunin með þessum hætti. Hún snýr að vinnu og afurðum úr skógum bænda. Væntanleg er önnur könnun í haust sem snýr að starfsemi LSE og mun þær niðurstöður verða ræddar á næstkomand

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089