AÐALFUNDUR LSE Á HELLU 2018- Dagskrá

Dagskrá aðalfundar LSE 2018 á Hellu. Föstudagur 5. október Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE, formaður FSS María E. Ingvadóttir Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar og afgreiðsla ársreiknings, formaður LSE Jóhann Gísli Jóhannsson og gjaldkeri LSE María E. Ingvadóttir Kl. 14:25 Ávarp umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson Kl. 14:40 Ávarp skógræktarstjóra, Þröstur Eysteinsson Kl. 15:00 Ávörp gesta Kl. 15:30 Umræða um skýrslu stjórnar Kl. 15:45 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda Kl. 15:50 Fundi frestað – Kaffihlé Kl. 16:00 Skógrækt á tímamótum, María E. Ingvadóttir Kl. 16:10 Skógarauðlindin -Flug til framtíðar, eigandi Svarma ehf. Tryggvi Stefánsson

Skífuklæðning

Guðmundur Magnússon á Flúðum segir frá tildrögum og vinnslu vélar sem vinnur skífur út íslenskum viði sem ætlaðar eru til veggklæðninga

Skjólbeltasög

Góð regla er að sinna skjólbeltunum svo þau skýli sem best fyrir vindi, verði sterk og endingargóð. Guðmundur Freyr í Geirshlíð hefur fjárfest í klippum sem henta ákaflega vel í þannig vinnu.

Fræ fræ fræ

Frætíminn er hafinn !!! Valgerður Jónssdóttir fræ-bankastjóri hjá Skógræktinni sendir eftirfarandi tilkynningu. Á sérstaklega við um Austur og Norðuland. --------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Oft var þörf en nú er nauðsyn!!! Við þurfum að safna eins miklu og við getum af fræi í haust til þess að eiga efnivið í þá aukningu sem fram undan er. Mest er þörfin á Stafafuru af Skagway-kvæmi. Einnig væri gott að fá eitthvað af innlandskvæmum stafafuru. Við þurfum líka sitkabastarð/-greni af Seward-uppruna. Mér skilst að fræþroski sé yfirleitt ekki sérstakur á Suður- og Vesturlandi. Þó geta verið undantekningar á því. Á Austur

AÐALFUNDUR LSE Á HELLU 2018

Undanfarin ár og áratugi höfum við skógarbændur verið að rækta upp á jörðum okkar skóga með mismunandi hlutverk í huga. Öll væntum við þess að skógurinn gefi af sér afurðir og ef til vill einhvern auð, rétt eins og hann hefur hingað til oft fært okku bros á vör og stundum tár á hvarm. En hvað eru afurðir og auður, hvenær birtist hann og kemur hann sjálfkrafa til okkar? Tilvera trjáa er aldeilis búin að festa rætur og sanna sig hér á hjara veraldar. Við vitum að trén okkar vaxa og rannsóknir og reynsla af skógrækt í gegnum árin er að skila sér í meiri þekkingu, betra skipulagi og síðast en ekki sýst jákvæðri ímynd skóga. Þegar við skógarbændur lögðum upp með skógrækt til að byrja með var timb

Aðvörun til skógarbænda á Suðurlandi og Vesturlandi !!!

Aðvörun til skógarbænda á Suðurlandi og hugsanlega á Vesturlandi líka. Eftir kalt og blautt sumar á suðurlandi var það von okkar að ekki yrðu vandræði með ertuyglu. Ekki hefur borið á henni fyrr en nú 7. sept. Nú virðist hún ætla að blossa upp aftur samkvæmt fregnum úr uppsveitum Árnessýslu. Eins og menn vita þá eru ungar greniplöntur í hættu og yglan er fljót að éta barr þeirra upp til agna, og þá eru þær dauðar. Það er því send út áminning og aðvörun núna. Farið og skoðið í grenigróðursetningar ykkar 1-5 ára. Ef einhver ygla finnst grípið til úðunar. Faraldurinn getur blossað upp á fáeinum dögum þannig að það dugir ekki að skoða bara einu sinni, skoðið aftur eftir 3-5 daga. Ganga verðu

Skógarganga Félags skógarbænda á Norðurlandi að Hróarsstöðum í Fnjóskadal.

Lerkistólar, unnir af Lars Félag skógarbænda á Norðurlandi bauð til skógargöngu fimmtudaginn 16. ágúst síðastliðinn að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Þátttaka var þokkaleg eða um 30 manns. Sigurlína formaður félagsins bauð fólk velkomið og bauð stjórnin upp á heimagerða lerkisveppasúpu og brauð. Skógarbændurnir Agnes og Kristján á Hróarsstöðum fræddu gesti um sögu skógræktar í Fnjóskadal og á Hróarsstöðum. Genginn var hringur um skógræktarsvæðið og tré skoðuð, eins bar fyrir augu rjúpuhreiður og kolagrafir, sem eru algengar í dalnum. Að lokinni göngu bauð Félag skógarbænda upp á ketilkaffi og kleinur sem var þegið með þökkum og fóru menn saddir og ánægðir heim. Hróarsstaðir eru í miðri svei

Tvær kannanir

Um mánaðamótin síðustu fóru í loftið tvær kannanir. Þær eru ólíkar að upplagi. Sú sem ber heitið Bragabót snýr beint að innra starfi LSE og ímynd og verða upplýsingar úr henni notaðar við uppbyggingu á heimasíðunni. Þokkabót-könnuin snýr að skógarbændum og hagsmunum þeirra. Skógarbændur vítt og breitt eru hvattir til að svara könnununum. Ef ekki hefur borist tölvupóstur nú þegar til þín, kæri skógarbóndi, með beiðni um að svara könununum máttu hafa samband við Hlyn í síma 7751070 eða með emaili hlynur@skogarbondi.is

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089