Óskað eftir erindum og veggspjöldum á Fagráðstefnu

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni. Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn. Erindi og veggspjöld óskast – skilafrestur 15. janúar Óskað er eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast landnýtingu

Stjórnarfundir FSN- 2018

Fundur 1 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri, 10. janúar 2018 kl.14:30 Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Birgir Steingrímsson gjaldkeri, Sigrún Þorsteinsdóttir varaformaður, Sigurlína Jóhannesdóttir formaður, Helga Bergsdóttir ritari. Valgerður Jónsdóttir sat einnig fundinn að beiðni formanns. Dagskrá: 1. Aðalfundur FSN Stjórnarmenn voru sammála um að halda fundinn 22. mars n.k. kl. 15:00 og að velja staðsetningu á eystri hluta félagssvæðisins. Sigurlína tekur að sér að finna fundarstað, og gekk hún í það strax á fundinum. (11. janúar var búið að staðfesta fundarhald við rekstraraðila Hótel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd) S

Norðlenskir kolleikar vilja sitkagreni áfram

Sitkagreni er afburða trjátegundu og vex vel í Noregi, sem og hjá okkur. Sumir vilja banna hana en skógarbændur fallast ekki á sjónarmið sumra. https://www.nrk.no/sognogfjordane/regjeringa-vurderer-a-forby-_pobelgrana_-_-skogeigar-fortviler-1.14302102?fbclid=IwAR27_GrWKseEcjDDPTzPNvgpdgzOF85KxnJytkRz3L6i-MawTFZiRd9tSfo

Unnuð við útborgun

Hnökrar hafa verið á greiðslu vegna framlaga Skógræktarinnar á síðustu vikum. Ástæðuna er að rekja til óheppilegs samspils nokkurra þátta. Nú er stendur vinna yfir að greiða út ógreidd framlög. Í fyrra kom það einnig fyrir að greiðslur á framlögum drógust og var það á sama árstíma. Þetta á þó alls ekkert skylt við vandamál þess árs.

Stjórnarfundir FsS 2018

5. stjórnarfundur FSS​​​​ Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi, haldinn 8.11. 2018 að Víðihvammi 10, Kópavogi kl. 10:30 Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Októ Einarsson, Sigríður Hjartar og Sigurður Karl Sigurkarlsson 1. Að loknum aðalfundi og Landbúnaðarsýningu. Aðalfundur LSE var haldinn á Hótel Stracta á Hellu fyrstu helgina í október. Þar sem hann var haldinn á Suðurlandi bar Félag skógareigenda á Suðurlandi ábyrgð framkvæmd fundarins. Fundinn sóttu um 80 manns og fór hann í alla staði vel fram að lokinni hefðbundinni glímu við hátalarakerfi í upphafi fundar. Að loknum fundarstörfum á laugardag var farið í skógarferð og ræktunin í Ölversholti skoð

Kveikur, loftslagsmál

Þóra Arnórsdóttir fjallaði um loftslagsmál í fréttaþættinum KVEIKUR á RÚV þriðjudaginn 5.nóv 2018. Þar fór hún yfir hvað skógrækt er magnað tæki til að binda kolefni. Í fréttinni koma fram Arnór Snorrason, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæði hjá Skógræktinni og Bergþóra Jónsdóttir, skógarbóndi að Hrútssöðum í Dölum. Umfjöllunin hefst á tímanum 8:20 http://www.ruv.is/kveikur/ellefu-ar-til-ad-draga-verulega-ur-losun/?fbclid=IwAR0-MbRsOFQrKbI5T7brjnGUyC0OIymNiY6plj1dr7xdAEvT9cLqyis1luA

Skógarbændur á Vesturlandi kynna sér skógarauðlind sunnlenskra skógarbænda

Helgina 10. og 11. ágúst í sumar lögðu félagar í Félagi skógarbænda á Vesturlandi upp í leiðangur um Suðurland og skoðuðu þar ýmsa þætti skógræktar og heimsóttu bændur. Á Suðurlandi er skógarauðlindin nýtt á fjölbreytilegan hátt. Fyrsti viðkomustaður okkar var Nátthagi í Ölfusi. Þar tók á móti okkur Ólafur Sturla Njálsson sem hefur rekið þar garðplöntustöð frá árinu 1990. Hann fylgdi okkur um stöðina og sagði okkur söguna af því hvernig hann hefur komið þar upp alls kyns trjám og gróðri í stöðugri baráttu við veðurguðina. Má svo sannarlega segja að hann fari með sigur af hólmi. Ólafur hefur margsinnis lagt land undir fót og sótt efnivið til fjarlægra landa til að prófa í ræktun hér á la

Stjórnarfundir FSA 2018

Fundargerð 1 Stjórn á fundi 09.01.2018. í fundarsal Skógræktarinnar og hefst fundur kl 20:05 Mætt eru: Maríanna, Borgþór, Jói og Halldór Farið yfir það sem er ógreitt af árgjöldum v/2016 og 2017 Ábending frá Birni Ármanni um að breyta nafni og heimilisfangi félagsins í firmaskrá. Ritara falið að ganga frá málinu. Ath. að breyta einnig í þjóðskrá v/heimabanka. Rætt um fráfall Sherry Curl. Það má segja að skógarbændur séu slegnir, enda var Sherry mikill fagmaður og ekki síður öflugur skógræktarmaður sem vann ötullega að því að gera skógrækt að alvöru atvinnugrein. Ákveðið að senda blóm með samúðarkveðjum á útförina og gera síðar minningarskjöld eða annað varanlegt til að minnast hennar. Tekin

Konur í skógrækt

Sunnudaginn 11.nóvember verður hádegisfundur kvenna í skógrækt. Fundurinn verður haldinn á rannsóknarstöð Skógræktar, Mógilsá. kl 11:00-13:00 Samtök kvenna í skógrækt í Noregi (Kvinner i Skogbruket) og Svíþjóð (Spillkråkan) munu segja okkur frá starfseminni. Einnig verður sagt frá ráðstefnu um jafnrétti í skógrækt, sem haldin verður í Jönköping í byrjun júní 2019 og rætt um stofnun félagsskapar kvenna í skógrækt á Íslandi. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Hlökkum til að sjá sem flestar og endilega takið með konur sem tengjast skógrækt á einn eða annan hátt. Agnes Geirdal, Edda Sigurdís Oddsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Mynd

Lambaþon. Hvernig má auka verðgildi?

Lambaþon: Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Hér er hugmynd fyrir fólk í Lambaþon sem þáttakendur mega nota. Sjá nánar um Lambaþon keppnina hér. Skógarlambið skjólsins nýtur af skógi sem að vex í dag Grasið sem og birkið bítur búskapur í allra hag Stýrð beit í skógi er allra hagur. 1-2 og 3 Kostir fyrir búfé (í þessu tilviki sauðfé) 1) Féð nýtir skjól af trjánum í köldum og útkomusömum veðrum 2) Fé nýtir skuggan í skóginum á heitum sólardögum 3) Fé nýtir beit í skógarbotni sem er yfirleitt næringarríkara og meira af á flatareiningu en í úthögum. Kostir fyrir skóg 1) Skógur, kominn yfir fyrstu uppvaxtarárin, nýtir örveruflóru (og hugsanlega einhverja næringu líka) se

Hirðum um skógana!

„Skógrækt er ekkert öðruvísi en hefðbundinn landbúnaður, eftir því sem þú sinnir honum meira því betri verður hann,“ segir Lárus Heiðarsson í myndbandinu. Hann er bæði skógarbóndi á Droplaugarstöðum í Fljótsdal og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni. Þar sinnir hann þjónustu við skógarbændur á Austurlandi en einnig margvíslegri ráðgjöf og þróunarstarfi, ekki síst á sviði skógarumhirðu. Lárus segir að sé ætlunin að rækta gæðatimbur verði að sinna skóginum snemma með tvítoppaklippingu og snyrtingu. Lárus er skógfræðingur að mennt og skógurinn hans ber bæði vott um kunnáttu og metnað við nytjaskógrækt á íslenskri bújörð.

Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Trjáfellingar og grisjun með keðjusög - Hveragerði Námskeiðið er öllum opið. Það hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inná grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusa

Jólatrén í stofurnar

Snjórinn kemur sem og fer sólin brátt í hlé. Nú er kominn Nóvember ná skal senn í tré. Við skógarbændur sem allir landsmenn vilja stemma stigum við innflutningi á jólatrjám. Þau geta borið óæskilega kvilla með sér fyrir íslenska náttúru. Verum ekki að ögra náttúrunni á hlýnandi tímum. Auk þess er kolefnissporið minna og stuðlað er að vinnu fyrir íslenska skóg- og jólatrjáaræktendur. Eftirspurn eftir íslenskum trjám, sérstaklega furutrjám, er mikil, svo mikil að hjá stærstu söluaðilunum seljast þessi tré, okkar tré, yfirleitt fyrst. Við þurfum að passa að við getum haft nægt framboð öllum stundum. Furur Furur eru ákaflega fallegar, halda barrinu vel og ilma dásamlega. Leggjum því upp með að v

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089