2018

Vika 2, Bara byrjunin Nýtt starf Nýráðinn verkefnastjóri Landssamtaka skógareigenda um áramótin, Hann heitir Hlynur og mun vera í 80% starfi. Einnig veðrur hann að vinna við kynningarmál hjá Skógræktinni. Hanns bakgrunnur er að mestu leiti úr skógargeiranum. Hann sér fyrir sér að halda úti vikubók hér á síðunni. Þetta er ekki síður gert fyrir hann því þarna má vonandi sjá hvernig ýmis mál þróast í tímans rás. Líklega mun hann skrifa textann eftirleiðis í fyrstu persónu en ekki þriðju, eins og hér. Byrjun Í lok síðasta árs sótti ég ýmsa fundi og má segja að undirbúningur nýs starfs hafi hafst þá. Eftir áramótin var ég mikið hjá Hrönn, forvera mínum, þar sem hún kann ýmis trixin. Sem sagt, ég

Gleðileg jól

Landssamtök skógareigenda óskar skógræktendum um allt land gleðilegra jóla.

Jólin komin í Bændahöllina

Nú mega jólin koma. Framkvæmdastjóri LSE kom færandi hendi með jólatré undir arminn á gang Bændasamtaka Íslands. Tréð bætti í jólastemninguna í húsinu og angan af furunni, ég skal saegja ykkur það, mmm.... í bland við hangiketið þá getur varla neitt verið jólalegra. Skrautið sem hangir á trénu eru lerkiplattar sem uxu á Fljótsdalshéraði, Miðhúsaseli nánar tiltekið. Þeir voru lacer-skornir af unidrrituðum með sömu mekjum og prýða ganga skrifstofunnar. Við þökkum bændum á Miðhúsaseli fyrir efniviðinn og Tjörva Bjarnasyni fyrir tölvutæka aðstoð með merkin. Furan var hoggin í gær (mánudaginn 17.des) hjá Guðmundi Sigurðssyni á Oddsstöðum í Lundareykjadal og færir LSE honum grænar þakkir fyrir. Nú

Jólaframlögin koma

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Skógræktarinnar unnið hörðum höndum á að greiða útinstandandi framlög til skógarbænda. Vel hefur gengið og stefnt er að því að klára uppgjör fyrir jöl. Fyrir þá, sem enn hafa ekki fengið greidd framlög og eru jafnvel með kvíðahnút í magaum vegan þess, viljum við benda á að heyra í starfsmönnum Skógræktarinnar, hvort sem er í síma eða með tölvupósti. Mikilvægt er upplýsingar berist fjármálasvæði Skógræktarinnar. Megi þetta leiða til gleðilegri jóla fyrir alla.

Kynverur skóganna 2018

32% kvenna eru skráðir félagsmenn í LSE og 68 % karla. Útreikningur: Skráðir félagsmenn 2017-18 alls voru 769. Af þeim voru 715 skilgreindir einstaklingar en ekki fyrirtæki eða félög. Þegar nöfnum var skipt upp eftir kynjum voru 487 karlar og 228 konur. Allir formenn félaga skógarbænda eru konur (100%) Útreikningur: Formenn allra félaga skógarbænda á landsvísu voru konur eða 5 talsins. 80% stjórnar LSE eru konur Útreikningur: 20% Formaður er Jóhann Gísli 20% Gjaldkeri er Sigrún Hrönn 20% Varaformaður er Hraundís 20% Ritari er Sigríður Hjartar 20% Meðstjórnandi er Naomi Bos en hún er eini stjórnarmaðurinn sem einnig er formaður síns félags. 80% stjórna aðildafélaga með konur í meirihluta Útr

Skógarhugleiðingar, Lundarbrekku.

Ég á heima á Lundarbrekku í Bárðardal sem er í um 250 metra hæð yfir sjó. Frá 1974 til 1997 var ég mjólkurbílstjóri hjá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík. Daglega ók ég um sveitirnar og varð vel kunnugur fólki, stöðum og gróðri. Gunnar og Þóra á Hrafnsstöðum í Kinn voru með þeim fyrstu sem tóku þátt í landshluta skóga verkefninu, þau voru miklir og góðir vinir mínir og ég ræddi mikið við þau um þetta verkefni og varð mjög spenntur. Þau sögðu mér að einungis jarðir neðan 100 metra hæðarlínu fengju að taka þátt í verkefninu. Þá var ákveðið að veðja á það hæðarbelti sem trúað var að gæfi mestan vöxt. Norðurlandsskógar voru svo formlega stofnaðir árið 2000. Þá var opnaður möguleiki að við Hálendisbúa

Hlýnun jarðar skaða vöxt jólatrjáa

Danir munu eiga í vandræðum vegna hlýnandi loftslags. Normansþinur hefur löngum verið aðalsmerki Danmerkur á jólunum. Nú bregður svo við að vetur og vor eru orðin hlýrri en áður og hefur það áhrif á vöxt trjánna. Snöggar breytingar á hita og kulda á vorin, þegar normansþinur vaknar úr dvala, valda skemmdum á vexti trjánna og þar með á vaxtarlagi. Viðkvæm brum skemmast, gjarnan með toppkali. Aðstæður til að rækta normannsþin eru að verða betri á kaldari hlutum evrópu eins og Þýskalandi og austur evrópu. Þar er jafnari hiti/kuldi enda meginlandsloftslag. Hafrænt loftslag Danmerkur ýtir undir þessa óreglu hjá þininum og ástæða alls þess er eins og allir vita, hlýnun jarðar. Hvort þetta er tækif

Skógarhandverk um land allt

Margt smátt gerir eitt stór Á sumrin vaxa skógar á Íslandi og dafna. Að vetri hvíla þeir sig til næsta vors. Skógarbændur fá að njóta alls þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða. Margir þeirra nýta efnivið úr skógarauðlindinni til ýmissa smíða. Íslensk skógartré má nota til skrauts og / eða gagns. Fjöldi hagleiksmanna um allt land nýta efnivið úr íslenskum skógum. Hér á eftir verður kíkt í kaffi á fimm stöðum á landinu. ​Á Norðurlandi búa Benjamín og Halla í Víðigerði, rétt innan við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Skógur er þeirra líf og yndi og má glöggt greina það á heimili þeirra. Vegna fjölda eftirspurna eftir vörum sem þau hanna og smíða, ákváðu þau nýverið að stofna fjölskyldufyrirtæki

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089