Við og Bændablaðið

Skrifum greinar. Á einu tré eru fjöldi fjölbreyttra greina, hvað þá í skógi. Á síðasta ári var gerð breyting á útgáfu fréttablaðsins okkar, "Við skógareigendur" þegar það var greinar voru birtar í samstarfi við Bændablaðið. Samstarfið gekk í alla staði vel fyrir sig. Svo vel að ákveðið var að halda áfram á þessu ári. Við viljum því biðja alla skógareigendur að vera vakandi fyrir fréttaefni. Fréttin má vera bæði stór sem smá og má fjalla um allt frá himni til jarðar... þar sem eru einmitt oftast tré. Landbúnaður á Íslandi er blómlegur sem aldrei fyrr, en örlítið hefur bólað að minniháttar aðkasti héðan og þaðan. Það fer vel að við bændur vinnum saman og þannig dafna allir. Um hvað getum við s

Samtal trjáa

National geographic útskýrir í stuttu máli hvernig tré í skógi eiga samtal við hvert annað. https://video.nationalgeographic.com/video/decoder/00000165-61d1-d3b2-a17d-e9f9571f0000?fbclid=IwAR0c6la1hc4HJ4u5506L1JTOwFBd1RAXacKfMFDv5pXBbfqYoRTpDjrPbsw

Verðlaunafé, stýrð beit í skógi

Lambaþon var keppni sem haldin var á vegum MATÍS 9.nóvember á árinu 2018. Hugmyndin var að fá frumlegar hugmyndir um sauðfjárrækt. Keppnin var kölluð Lambaþon en í Lambaþoni hafa keppendur 24 klukkustundir til þess að setja saman hugmyndir sem þeir fá svo þrjár mínútur til þess að kynna fyrir dómnefnd að loknum þessum 24 klukkustundum. Dómnefndin starfaði samkvæmt eftirfarandi gildum: -Hversu mikið eykst verðmætasköpun bónda sem hrindir hugmyndinni í framkvæmd? -Hversu mikið ávinnst fyrir neytendur? Felur hugmyndin í sér uppbyggjandi tillögur um starfsumhverfi bænda? -Felur hugmyndin í sé jákvæð umhverfisáhrif? Felur hugmyndin í sér þróun nýrra vara eða þjónustu? -Hugmyndir um markaðssetning

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089