Reynslusögur af skógarhöggsvélum
Aðdragandi Fyrir áratug eða svo juku Héraðs- og Austurlandsskógar áherslu á umhirðu ungskóga á Fljótsdalshéraði og umsvif snemmgrisjunar urðu áberandi allt í kringum Lagarfljótið. Víða mátti heyra í keðjusögum. Skógurinn er þarna enn og ef þið hlustið vel heyrist kannski enn í keðjusögum verktakanna þrátt fyrir að nú séu margir komnir með hljóðlátar rafmagnskeðjusagir. Eitt vinnuteymanna var skipað þeim Borgþóri Jónssyni, skógarbónda á Hvammi, og Kristjáni Má Magnússyni, skóg