Fnykur flugna, okkar angan.

Ilmolíurnar hennar Hraundísar eru flestum skógarbændum að góðu kunnar. Þær ilma afskaplega vel, enda unnar úr þeim íslensku skógum sem við skógarbændur ræktum. Ávinningurinn af ilmolíunum er þó meiri en eingöngu brakandi góð lykt, heldur efla þær ónæmiskerfið, stuðla að bættri heilsu og fleira eftir því. Ekki eru þó öll börn skaparans jafn glöð með afurirnar hennar Hraundísar því vafalítið myndu sumar flugur kalla þetta "fnyk"... ef þær væru ekki málleysingjar. Margar ilmolíur henta því einstakega vel við að halda bitmýi í skefjum. Þekktustu olíurnar er sennilega lavander og TeeTree en stafafuran er enginn eftirbátur. Það þarf ekki að sækja langt yfir skammt, ilmolíurnar hennar Hraundísar er

Einn innan alþjóðasamtaka trjáa, ITF

Böðvar Jónsson er skógarbóndi á jörðinni Skógar á Vestfjörðum. Hann hefur marga fjöruna sopið er kemur að skógrækt og hefur glýmt við rammgert landslag og uggvænlega veðráttu Vestfjarða. Þetta eru aðstæður sem sumir skógræktendur tengja við. Böðvar segir nánar frá sinni reynslu í grein sem hann birti innan raða aðlþjóðlegur trjáasamtakanna ITF (International Tree Foundation). Hann er jafnframt eini skráði Íslendingurinn innan þessa stóra samfélags sem ITF er. Hér má sjá greinina. http://internationaltreefoundation.org/guest-blog-by-bodvar-jonsson-a-story-from-iceland/

Timbur er umhverfisvænsta hráefni til byggingaframkvæmda í heiminum.

Timbur er umhverfisvænsta hráefni til byggingaframkvæmda í heiminum. Ísland er skóglítið land en möguleikar til skógræktar miklir. Hlýnun jarðar næstu áratugi er óumflýjanleg. Það mun hafa í för með sér mikla gróðureyðingu á heitum svæðum og bráðnun jökla, sem raskar jafnvægi hafstrauma. Vestrænar þjóðir reiða sig á skóga og timbrið sem úr þeim kemur. Ísland er þar engin undantekning. Mikill innflutningur á timbri er til landsins með tilheyrandi kolefnislosun. Mikill áhugi er á skógrækt meðal landeiganda um allt land. Skógarbændur á um 500 skógræktarjörðum eru með aðild að Landssamtökum skógareigenda. Langflestir skógarbændur eru að rækta skóg til timburframleiðslu og má því segja að aukið s

Líf í lundi

Líf í lundi 2019 Laugardaginn 22. júní verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum undir merkinu Líf í lundi. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í 17 skógum um land allt, bæði rótgróna viðburði eins og Skógardaginn mikla og nýja viðburði. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Nánari upplýsingar um einstaka viðburði eru á Skógargátt vefsíðunni – https://www. skogargatt.is/ og á Facebook-síðu Lífs í lundi – https://www

Heimsókn til skógarbænda. FSV

Frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi. Til starfsmanna Skógræktarinnar á Vesturlandi Heimsókn til skógarbænda sunnudaginn 23.júní 2019 Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað þann 23. júní 1997. Hefð er að félagsmenn hittist þennan dag hjá einhverjum skógarbónda innan félagsins og skoði skógræktina hjá honum. Nú í ár bjóða skógarbændur á Oddsstöðum 2 í Lundarreykjadal þau Sigrún Kristjánsdóttir og Guðmundur Sigurðsson til heimsóknar í skógræktina á Oddsstöðum sunnudaginn 23. júní n.k.. Oddsstaðir 1 og 2 eru með sameiginlegan skógræktarsamning frá árinu 2000. Skógarbændur á Oddsstöðum 1 eru Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir. Mæting er klukkan 14.00 og er þá boðið uppá k

Jónsmessuhátíð á Snæfoksstöðum

Jónsmessuhátíð á Snæfoksstöðum Sunnudaginn 23. júní kl. 14 til kl. 17, höldum við Skógarhátíð á Jónsmessu á Snæfoksstöðum, skógarsvæði Skógræktarfélags Árnesinga við Biskupstungnabraut. Allir velkomnir í línudansinn, það verður tálgað í tré, rennibekkurinn ræstur, skoðunarferðir farnar um skóginn, heitt verður á grillinu, bakaðar lummur og ýmislegt fleira spennandi. Kl. 19 verður árleg Jónsmessuganga skógarbænda, létt gönguferð og síðan verður grillað og sungið saman. Hlökkum til að sjá ykkur. Félag skógareigenda á Suðurlandi.

Aðalfundur Félags Skógarbænda á Vestfjörðum

Aðalfundur Félags Skógarbænda á Vestfjörðum Verður haldinn á Reykhólum 29.júní kl 12:00-16:00 Fundurinn verður haldinn í hlunnindasýningi á Reykhólum Boðið verður upp á súpu þar Skógarganga eftir fund. Stjórn FSVfj.

Stjórnarfundir FSA 2019

Fundargerð 1 Fundur í stjórn 9. janúar 2019 og hefst kl 16:30 í fundarsal Skógræktarinnar Egilsstöðum. Mætt eru Maríanna, Borgþór, Jónína, Halldór og Jói. Dagskrá: Undirbúningur samráðsfundar Undirbúningur formannafundar Jólamarkaður Er eitthvað nýtt í gangi í skógarvinnu (færa fram greiðslur) v. góðs veðurfars. Önnur mál 1 Farið yfir dagskrá samráðsfundarins. M.a. mun fjármálastjóri Skógræktarinnar fara yfir greiðslur til bænda sem hafa verið verulega á eftir s.l. ár. Nauðsynlegt að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og láta þetta ekki koma fyrir aftur. Skógarbændur þurfa að hafa aðkomu að fjárhagsáætlanagerð sem gerð er fyrir bændaskógrækt og aðrar framkvæmdir á skógræktarjörðum. Ei

Hugmyndir um framtíð skógræktar árið 2009

Fyrir áratug var eftirfarandi ályktun bókuð á fundi FsS vegna nefndarvinnu þar sem verkefnið var að endurskoða framtíð skógræktar á Íslandi. Sigurður Jónsson í Ásgerði, fyrrum stjórnarmaður FsS, færði framkvæmdastjóra LSE þessa bókun fyrir skömmu. Hún er forvitnileg og í henni kemur ýmislegt fram sem vert er að skoða. Margt má læra af sögunni. Fundur að Gunnarsholti 24. júní 2009, með Endurskoðunarnefnd um framtíð skógræktar á Íslandi. Nokkrir punktar frá stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi. 1. Ein stjórn yfir öllum verkefnum. Skerpa þarf á stöðu skógræktar sem atvinnugreinar á Íslandi. Um er að ræða ört vaxandi atvinnugrein, þar sem skógarbændur stunda nytjaskógrækt af fullri alvöru og e

Aðalfundir FSV

23. aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi haldinn að hótel Hamri 27. mars 2019. Fundur settur Formaður Bergþóra Jónsdóttir setti fund. Hún stakk upp á Melkorku Benediktsdóttur sem fundarstjóra og Höllu Guðmundsdóttur sem fundarritara. Það samþykkt og tók Melkorka við stjórn fundarins. Bergþóra las skýrslu stjórnar. Skýrsla stjórnar Haldið var námskeið um Umhirðu í ungskógi – kennari var Hlynur Gauti. Þetta var gott og þarft námskeið fyrir alla skógarbændur. Ef vel á að takast í skógræktinni þarf umhirða að hefjast strax. FsV tók þátt í samstarfsverkefni SÍ, Skógræktarinnar og LSE „Líf í lund“ 23. júní sl. Markmið verkefnisins er að fá almenning út í skóg til að njóta umhverfisin

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089