Skógarströnd stendur aftur undir nafni
– Skógrækt er lóð á vogarskálarnar gegn geigvænlegri náttúruvá okkar tíma Rísandi nýskógar á Vörðufelli. Á norðanverðu Snæfellsnesi, milli Stykkishólms og Búðardals, heitir Skógarströnd allt frá Álftafirði inn að Gljúfurá. Nafn svæðisins vekur fyrirheit um ákveðið yfirbragð en reyndin er oftar nær eyðimörk en skógi. Gróðurfar er víðast rýrt og allvíða sjást merki um bæði gróður- og jarðvegseyðingu, jafnvel allt niður að sjávarmáli. Ferðamenn sem fletta upp merkingu örnefnisin