Jólin komin í Bændahöllina

Nú mega jólin koma. Framkvæmdastjóri LSE kom færandi hendi með jólatré undir arminn á gang Bændasamtaka Íslands. Tréð bætti í jólastemninguna í húsinu og angan af furunni, ég skal saegja ykkur það, mmm.... í bland við hangiketið þá getur varla neitt verið jólalegra. Skrautið sem hangir á trénu eru lerkiplattar sem uxu á Fljótsdalshéraði, Miðhúsaseli nánar tiltekið. Þeir voru lacer-skornir af unidrrituðum með sömu mekjum og prýða ganga skrifstofunnar. Við þökkum bændum á Miðhúsaseli fyrir efniviðinn og Tjörva Bjarnasyni fyrir tölvutæka aðstoð með merkin. Furan var hoggin í gær (mánudaginn 28.des) hjá Guðmundi Sigurðssyni á Oddsstöðum í Lundareykjadal og færir LSE honum grænar þakkir fyrir. Nú

30 ára bændaskógrækt í Biskupstungum

Margt breytist í íslenskri sveit á þriðjungi úr öld. Gróðurfar, landbúnaður, áherslur í skógrækt og veðurfar sveiflast til. Undir lok níunda áratugarins var talsvert kaldara veðurfar en nú er. Mörgum þótti því fráleitt að hefja skógrækt á þeim tíma. En ábúendur á bæjunum Hrosshaga, Spóastöðum og Galtalæk í Biskupstungum létu það ekki stöðva sig og hófu nytjaskógrækt árið 1989. Það eru því liðin 30 ár síðan. Eftirtaldir aðilar hafa staðið að eða standa núna að skógrækt á jörðunum: Í Hrosshaga voru það Helgi Guðmundsson, Margrét Sverrisdóttir, Gunnar Sverrisson og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. Á Spóastöðum Þorfinnur Þórarinsson, Áslaug Jóhannesdóttir, Ingvi Þorfinnsson, Þórarinn Þorfinnsson

Garðyrkjáhugamenn á Austurlandi

Ágætu félagsmenn í Sambandi garðyrkjubænda og aðrir áhugasamir. Föstudaginn 15. nóvember verða formaður og framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda tilbúnir í kaffispjall á Glóðinni – Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 17. Hugmyndin er að hafa bara létt og óformlegt samtal. Allir velkomnir. Sjáumst vonandi sem allra flest. Með bestu kveðju. Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri

Loftslagbreytingar drápu Okið.

Getur Ísland staðið undir nafni án íss og jökla? Christina Nunez, blaðamaður THE HILL, fjallar um breytt Ísland í grein sem kom út 4. nóvember síðast liðinn. Þar er áhyggjuefni bráðnun jökla og þá sér í lagi eftir að jökulinn Okið hvarf af radar. Öllu frekar er fjallað um möguleika sem fylgja hnattrænni hlýnun og þar er einn möguleikinn skógrækt. Það hljómar svolítið tvírætt þegar skógærækt vinnur einmitt gegn hlýnun jarðar. En hér liggja tækifærin. Christina Nunez, blaðamaður The Hill, átti spjall við Þröst Eysteinsson, skógræktarstjóra og Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra LSE, um tækifærin og framtíðina. Hér er Greinin Iceland is preparing for a world without ice.

Heimsókn í Guðmundarlund

Félag skógareigenda á Suðurlandi Heimsókn í Guðmundarlund, laugardaginn 9. nóvember kl. 11.00 Næsta laugardag, þann 9. nóvember, kl. 11, munu skógarbændur á Suðurlandi heimsækja Guðmundarlund, í Kópavogi, sem flestir hafa heyrt af. Við munum hittast við grillhúsið, en færa okkur svo að móttökuhúsinu, sem er aðeins innar en grillhúsið. Þar verður sögð saga staðarins, sem er bæði löng og merkileg, en síðan rölt um þetta mjög svo áhugaverða og fallega svæði. Boðið verður upp á samlokur og kaffi. Guðmundarlundur er í Kópavogi. Ef ekið er í átt að Kórnum, íþróttahúsinu, þá er þar, suður af, hesthúsahverfið Heimsendir og enn sunnar er Guðmundarlundur, en afleggjarinn þangað er merktur. Þei

Stjórnarfundir FsS 2019

7. Stjórnarfundur Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, haldinn 5. nóvember 2019 að Víðihvammi 10, Kópavogi, klukkan 10:30. Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hannes Lentz og Októ Einarsson. 1. Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt samhljóða og án athugasemda. 2. María sótti aðalfund LSE á Akureyri 11. til 13. október, ásamt fjórum öðrum félagsmönnum í FsS. Aðalfundurinn gekk vel. María hélt ræðu á fundinum þar sem hún kom með þau tilmæli til stjórnar LSE að það yrði stofnaður vinnuhópur til að vinna að tillögum um endurbætur á samstarfsreglum og uppgjöri Skógræktarinnar við skógarbændur. Hún hvatti líka til þess að stofnaður yrði vinnu

Gríðarleg aðsókn í skógrækt

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda Gríðarleg ásókn er í skógrækt meðal skógarbænda – aðgerðir stjórnvalda þurfa að mæta henni Landssamtök skógareigenda (LSE) héldu aðalfund sinn 11. október á Hótel Kjarnalundi. Á fundinum kom fram að innan aðildarfélaganna fimm sé mikill uppgangur og skógarbændum fer ört fjölgandi. Jóhann Gísli Jóhannsson, frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, var endurkjörinn formaður. Aðalfundurinn var sá tuttugasti og annar í sögu LSE og hófst með erindi formanns um það markverðasta á starfsárinu, en þar þótti vel heppnuð landbúnaðarsýning standa upp úr sem haldin var fyrir um ári síðan. Innan vébanda LSE eru eftirfarandi félög: Félag skógareigenda á Suðurlandi (FSS),

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089