1. tbl : 13. árg : Desember 2019

Smelltu á einhverja forsíðuna til ná í blaðið (PDF). haltu bendlinum yfir myndunum til að sjá hvað er í boði við það að smella.

Gleðilega hátíð

Gleðileg jól æruverðugu skógarbændur og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar

Fólkið á söginni, fræðsluverkefni.

TreProX Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing 2019 – 2022 Fólkið á söginni Leitað eftir þátttakendum meðal skógarbænda í þriggja ára fræðsluverkefni TroProX TreProX er nýtt verkefni hjá Erasmus+ menntaáætlun ESB. Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir verkefnið en Skógræktin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru samstarfsaðilar hér á landi en Danski Landbúnaðarháskólinn og Linné háskólinn í Svíþjóð erlendis. Gengið út frá því að skógræktarfélögin og skógarbændur hér á landi munu einnig taka þátt í verkefninu og njóta þeirra afurða sem verða til í TreProX. Verkefnið miðar að því að skapa frekari grunn fyrir úrvinnslu skóga á Íslandi m.a. með því að læra af reynslu skandi

Ber að neðan

Ber að neðan, aflimun trjáa Uppkvistun Heilbrigður skógur Að ganga um skóg þykir flestum yndislegt. Maður endurhleður batterýin í kyrrðinni og hreina loftinu. Fátt toppar þó að ganga um skóg og snyrta tré. Það er gott fyrir sálartetrið okkar, er góð líkamsrækt og gerir gæfu muninn fyrir skóginn. Að vera einn í skóginum eða vera með hóp, það er bæði gaman. Þetta er eitthvað sem allir þyrftu að prófa. Það er alltaf eitthvað hægt að möndla í skóginum. Í útgáfu Bændablaðsins frá 14. mars 2019, á blaðsíðu 50, kom út greinin „Toppnum náð“ sem fjallaði um helstu atriði tvítoppaklippingar. Þessi grein er sjálfstætt framhald af henni og fjallar um uppkvistun trjáa. Orðið „uppkvistun“ Til eru nokkur o

Jólakötturinn 2019

Jólakötturinn 2019 verður á Valgerðarstöðum laugardagunn 14 des. Allir velkomnir 😊

Námskeið í loftslagsvænni landbúnaði

Bændur, allir bændur!!!, eru hvattir til að kynna sér loftslagsvænan landbúnaða. Vera má að skógarbændur telji frama jafningjum, þ.e. þeim bændum sem stunda matvælaframleiðslu og svo má vel vera, en það má þó alltaf sækja í fróleik og deila fróðleik. Án bænda yrðu litlu áorkað í landbúnaði hérlendis og með samtali má ná enn lengra sem sterkari liðsheild bænda. "Loftslagsvænni landbúnaður" er verkefni sem verður sett á fót í febrúar. Það er unnið af RML og munu námskeið á þeirra vegum hefjast í febrúar. Nánar um námsekiðið má finna HÉR https://www.rml.is/is/starfsemi/frettir/namskeid-i-loftslagsvaenum-landbunadi

Málþing um viðargæði 2019, fyrirlestrar

Málþing skógarbænda um viðargæði og afurðir var haldið í tengslum við aðalfund LSE í Kjarnalundi við Akueryri. Hér má nálgast glærur fyrirlesara frá því. Ólafur Eggertsson Viðargæði skogur.is Bergrún Arna Þorsteinsdóttir Þurrkun viðar skogur.is Eiríkur Þorsteinsson Saga sögunar PDF vantar Einar Birgir Kristjánsson Þurrkun viðar tandrabrett.is Logi Unnarson Jónsson Límtré/ Vírnet limtrevirnet.is Aukaefni Límtré úr íslenskum viði Límtrébitar ​​Björn Steinar Blumenstein Vöruhönnun PDF vantar Bjarki Jónsson Skógarafurðir ehf. skogarafurdir.is Gunnar Þorgeirsson/ Katrín María Andrésdóttir Samband garðyrkjubænda Björn B. Jónsson TreProx Framsögumenn á málþlinginu, á mindina vantar Einar Birgi Kris

Val og meðhöndlun jólatrjáa

Skógarbændur á Austurlandi athugið Þór Þorfinnsson skógarvörður á Hallormsstað hefur boðist til að vera með tveggja tíma kynningu fyrir þá skógarbændur sem það vilja, á því hvernig á að velja og meðhöndla jólatré fyrr sölu. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta boð mæta í Mörkina hjá Skógræktinni á Hallormsstað fimmtudaginn 5.des kl 13:00

Jólabókin í ár, "Bók um tré"

Tré Bók um tré Barnabók um tré. Landshlutafélögin hafa stórfenglega bók til sölu og er hún einungis á krónur 4900. Bókin er um leið fjáröflun sem nýtis félögunum til góðra verka. Bókin er prýdd myndum eftir pólskan listamann og þýdd af Illuga Jökulssyni. Hróður bókarinnar fer víða enda stórfengleg bók hér á ferð. Falleg bók. Sögur útgáfa. Hægt er að panta bókina hjá gjaldkerum félaganna: Smelltu HÉR fyrir upplýsingar.

Jólakötturinn, jólamarkaður

Jólakötturinn 2019 verður á Valgerðarstöðum laugardagunn 14 des. Eftir miðjan nóvember verður auglýst um borðapantanir hér. Takið daginn frá 😊

Slagur út í loftið

​​Um þessar mundir er fólk heimskringlunnar í óðaönn að slást við loftið. Hvað er hægt að gera svo ekki fari verr en illa, þegar fram í sækir. Fyrir alla er þetta áskorun en fyrir suma er þetta tækifæri. Líklega er þetta bara spurning af hvaða sjónarhóli maður horfir á það. Komandi kynslóðir munu svo dæma um hvernig til tókst. Fögnum fjölbreytninni Aðgerðir geta verið af ýmsum toga og því ber að fagna. Vissulega greinir okkur stundum á um hversu hentugar og árangursríkar þær eru. Það er allt í lagi, svo lengi sem við gerum eitthvað af öllu þá eru allir ánægðir. Það er mun meira heillandi að vinna með mörg úrræði en bara fá. Sum munu hafa meiri áhrif en önnur og er þar mikilvægt að taka tíman

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089