Líffjölbreytni á alþjóðlegum degi skóga

Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars 2020 er helgaður skógum og líffjölbreytni. Skógræktin hefur gefið út stutt myndband í tilefni dagsins og sömuleiðis hefur skógasvið FAO sent frá sér myndbönd og fleira efni til að minna á mikilvægi skóga fyrir líffjölbreytni. Líffjölbreytni er einkenni skóga. Skógar geyma fjölbreytilegustu vistkerfi jarðarinnar. Skógar eru bústaðir fjölda dýra, plantna og sveppa. Skógar eru ómissandi verðmæti og eitt af mikilvægustu verkefnum mannkyns er að útbreiða skóga á ný. Skógur eykur fuglalif og fóstrar margvíslega flóru, fánu og fungu. Ljósmynd: Pétur HalldórssonEn hvað er líffjölbreytni skóga? Það eru tegundir lífveranna sem búa þar, erfðafræðileg fjölbreytni hverrar

Jónsmesheimsókn FsS

Félag skógareigenda á Suðurlandi Sæl verið þið. Um hverja Jónsmessu förum við í heimsókn til skógarbónda. Við förum í þægilega göngu um skóginn hans og fáum að heyra söguna á bak við skóginn, sem alltaf er merkileg og skemmtileg. Síðan er grillað og við borðum saman, drekkum ketilkaffi, spjöllum mikið og gjarnan er söngheftið með í för. Jónsmessuferðina okkar verður 21. júní. Að þessu sinni heimsækjum við Guðmund A. Birgisson á Núpum, en skógræktin hans ber glöggt vitni mikils áhuga og mikillar natni við að rækta skóg. Mæting er um kl. 19:00 Það væri mjög ánægjulegt ef þið munduð þiggja þetta góða boð og eiga með okkur góða og skemmtilega kvöldstund á fallegu júníkvöldi í fallegum skógi. B

Aðalfundur FsS 2020

Aðalfundur FsS-FRESTAÐ Félag skógareigenda á Suðurlandi Frestun Aðalfundar Félags skógareigenda á Suðurlandi Komið þið sæl.Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi félagsins, sem boðaður var 28. mars. Vonandi verður ekki langt í að samskipti fólks og daglegt líf færist í eðlilegt horf og þá blásum við aftur til fundar. Samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, þá má vænta breytinga á veðri eftir 20. mars, við kjósum auðvitað að skilja það sem svo, að þann 20. mars muni vorið byrja að hreiðra um sig og taka yfirhöndina á tveimur til þremur vikum.Þangað til er góður tími til að fletta prentuðum bókum og vef bókum um sáningu, græðlinga, klippingar og allt það annað sem bíður okkar í vor. Þa

Aðalfundur FSV 2020

Aðalfundur FSV FRESTAÐ Kæru félagar ! Vegna COVID-19 og stöðunnar í samfélaginu af hennar völdum er aðalfundi okkar sem vera átti 26. mars aflýst um óákveðinn tíma. Bestu kveðjur Bergþóra, Guðmundur og Halla

Aðalfundur FSN 2020 FRESTAÐ!!!

Aðalfundur FSN hefur verið FRESTAÐ Nánar auglýst síðar Þórisstaðir, Eyjafirði -Hotel Natur 1. apríl 2020 kl 14:30-16:30

Við ræktum skóg

Við ræktum skóg Skógrækt er atvinnugrein Þeim fer fjölgandi sem stunda skógrækt á Íslandi og ekki verður langt að bíða þess, að skógrækt verði aðal búgrein margra bænda. Skógarnir vaxa og víða er komið að grisjun. Atvinnugreinin skógrækt mun eflast og verða mikilvæg, innan fárra ára. Ungir hönnuðir munu vinna með handverksmönnum og litlum iðnfyrirtækjum að þróun og framleiðslu nytjavöru úr timbri. Stærri fyrirtæki munu sækjast eftir innlendu timbri og framleiða klæðningar, burðarbita, smáhýsi og jafnvel stærri byggingar. Þetta er ekki draumsýn, þetta er veruleiki. Það er að segja, ef rétt er á spilum haldið. Varðandi opinbera styrki til skógræktar, virðast þeir ráðast af því, hversu mikið e

Kolefnisbrúin, kynning á hugmyndafræði

Landssamtök skógareigenda og Bændasamtök Íslands, í samstarfi við Skógræktina eru að leggja upp aðferð við að binda kolefnis, en ágóðinn fellst í fleiru en eingöngu því. Textinn úr myndbandinu. „Kolefnisbrúin“ er vinnuheiti yfir verkefni sem ætlað er að standa undir skógrækt meðal bænda sem í megin atriðum yrði kostuð af fyrirtækjum. Þjónustan yrði veitt af fyrirtæki, sem við skulum kalla „kolefnisbrúin“, sem yrði leidd áfram af Bændasamtökum Íslands. Innblásturinn kemur aðallega úr þremur áttum. Í fyrsta lagi, aðgerðir í loftslagsmálum. Enn hefur ekki fundist betri aðferð til kolefnisbindingar en með gróðri og þá sér í lagi trjám. Lendur Íslands eru að miklu leiti í eigu bænda og á því land

Heimsókn í Límtré á Flúðum og félagsfundur á Efra-Seli

Félag skógareigenda á Suðurlandi Heimsókn í Límtré á Flúðum og félagsfundur á Efra-Seli, föstudaginn 6. mars kl. 17.00 Komið þið sæl. Föstudaginn 6. mars, kl. 17.00, er okkur skógarbændum boðið að heimsækja verksmiðjuna Límtré Vírnet á Flúðum. Eins og þið hafið efalaust heyrt áður, þá hafa þeir hjá Límtré verið að gera tilraunir með að nota íslensku öspina í límtré. Það verður fróðlegt að heyra af þeirri vöruþróun sem og öðrum. Upp úr kl. 18, verður svo haldið að Efra-Seli, við Flúðir. Margir kannast við Golfvöllinn að Efra-Seli. Þar verður stuttur félagsfundur, meðal annars verður kynnt viðhorfskönnun, en með henni gefst félagsmönnum tækifæri til að tjá sig um starf og tilgang félagsins. Þ

Forvarnir gegn gróðureldum

Endurmenntun LBHI https://endurmenntun.lbhi.is/grodureldar/ Almennar upplýsingar um námið Haldið í samstarfi Brunavarna Árnessýslu, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarinnar og Verkís. Námskeiðið er öllum opið, hentar sérstaklega bændum, skógareigendum og öðrum sem eiga land sem eldur getur brunnið á og ógnað verðmætum. Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða lög og reglugerðir gilda um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Kynnt verður vefsíðan www.gróðureldar.is. Skipulag skóga og ræktaðra svæða með tilliti til brunavarna. Varnarsvæði – hvers konar gróður er á slíkum svæðum. Fjallað verður um mikilvægi vega og slóða á ræktuðum svæðum og gott aðgengi að vatni. Er trjágróður mi

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089