Girðingaviðhald-styrkur

Ef einhver af ykkar félagsmönnum LSE hyggst sækja um bætur til Bjargráðasjóðs vegna girðinga- eða kaltjóns, þegar það er komið í ljós þá eru skrefin þessi. 1. Taka saman upplýsingar um tjónið þegar ætla má að það sé komið í ljós. Tekið er þá saman tjónið ekki ólíkt því sem eyðublaðið segir þ.e. lengd girðinga, tegund og ástand s.s þarf að endurnýja alveg, eða að hluta o.s.frv. 2. Kal metið á svipaðan hátt fyrir hverja spildu fyrir sig. Kal metið á svipaðan hátt fyrir hverja spildu fyrir sig. Ekki hefur verið bætt tjón nema að kal sé 25% eða meira á hverri spildu. Bætur vegna þess eru ekki greiddar fyrr en uppskerutölur 2020 liggja fyrir með samanburði við uppskeru síðustu tveggja á

Girðingartjón, taktu mynd !!!

Sumarið er komið en Vetur konungur bankaði víða uppá að undanförnu. Snjórinn bráðnar og brosnar girðingar koma í ljós undan sköflunum. Brotnir staurar, slitnir vírar, skriður eða hreinlega girðingin farin. Bændur standa frammi fyrir miklum endurbótum ef vel skal lagfæra eftir öll ósköpin. Skógarbændur, sem og aðrir bændur, þurfa að sinna tálmum síns friðaða lands. Við hjá LSE leitum eftir myndum af skemmdum girðingum á skógræktarjörðum. Endilega takið mynd og sendið á hlynur@skogarbondi.is og þær munu birtast með þessari frétt. Gott er að hafa staðhætti í texta með myndinni, að minnsta kosti bæjarnafn. Norðurland Vestfirðir Vesturland

Taxtar 2020

Taxtar fyrir árið 2020 voru gefnir út fyrir nokkru. Hér eru taxtarnir

Verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar

Verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar Í mánuðinum (apríl 2020) gekk til liðs við LSE nýr starfsmaður. Hafliði Hörður Hafliðason hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri yfir Kolefnisbrúnni, verkefni sem hefur verið í vinnslu LSE og Bændasamtakanna í um hálft ár. LSE mun leiða verkefnið áfram og er ætlunin er að Hafliði muni leiða vinnuna, sem felur í grunnin í sér að móta og kynna aðferðarfræði við að binda kolefni með nýskógrækt. Reikna má með fréttum af verkefninu á næstu vikum, bæði hér á heimasíðu LSE og Bændablaðinu. Starfsstöð Hafliða verður á aðalskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum og er tölvupóstfangs hans haflidi@skogarbondi.is. Snemma í ferlinu var unnið kynningarmyndband um verkef

IKEA og ösp

IKEA hugsar til framtíðar. Þeir horfa á notagildi lands. Skógarbændur planta til framtíðar. Þeir nýta land til nota. Sjáið áhugavert video um asparræktun og árangur hennar. Nánari frétt má finna HÉR.

Skógardagurinn mikli 2020 -FRESTAÐ

Skógardeginum mikla 2020 átti venju samkvæmt að halda með pompi og prakt í júní. Vegna samkomutakmatkana Coveid19 verður hann ekki haldinn í ár. Höldum áfram að rækta skóga og föðmum tré!!!.

Skógarsnyrtar

Uppkvistun ungra trjáa er göfug og skemmtileg vinna. Fyrir utan það að komast út í skóg, hamast, og sjá árangur erfiðisins jafnt og þétt, er þetta ekki síður gott fyrir gæði viðarinns. Með uppkvistun má gera góðan við betri. Vinnumálastofnun Austurlands, Austurbrú og Héraðs- og Austurlandsskógar settu á laggirnar lítið verkefni á hausttdögum 2011. Þetta er verefni sem hefði haglega gengið að halda úti en einungis var það virkt í 3 ár. Árið 2011 hafði Emil Björnsson umsjón með verkefninu, 2012 var það Dagur Óðinsson og loks árið 2013 var það í höndum Pétur Elíssonar. Hér má smá sjónvarpsfrétt RÚV um verkefnið sem Elsa Björgvinsdóttir og Hjalti Stefánsson unnu 2011.

Skortur á lerkifræi

Skortur á lerkifræi​ Nú hefur það gerst sem við höfum lengi óttast að skortur er á lerkifræi frá Finnlandi. Það sem fæst á þessu vori dugar aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar árið 2021. Eitthvað verður einnig til af lerkiblendingnum Hrym, en ljóst er þó að mun minna lerki verður á boðstólnum en verið hefur undanfarin ár. Eflaust mun aftur koma fræár á lerki í Finnlandi og þá munum við kaupa fræ. Einnig er verið að stofna til nýrra rússalerkifrægarða í Svíþjóð, en þeir komast ekki í gagnið fyrr en eftir 10 ár eða meira. Þetta eru þær rússalerki uppsprettur sem við höfum. Það væri stórt skref afturábak að leita til Rússlands því reynslan af fræi þaðan undanfarin 30 ár er

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089