top of page

Um Landssamtök skógareigenda (LSE)

Þann 1.júlí ´21 sameinuðust
Landssamtök skógareigenda bændasamtökum íslands.

Flestar uplýsingar eiga því ekki lengur við á þessari síðu.

Fjöldi félagsmanna í búgreinardeild skógarbænda BÍ milli ára
áramótin 2021-2022 voru 149 samkvæmd félagatali af Bændatorgi.
áramótin 2022-2023 voru 187 samkvæmd félagatali af Bændatorgi. 

Um Landssamtök Skógareigenda (LSE)

Landssamtök skógareigenda ( LSE ) eru regnhlífarsamtök sem sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök. Tilgangur samtakanna er að byggja upp atvinnugreinina skógrækt, skógarbændum til hagsbóta og að vera málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum. LSE eru samtök fimm aðildarfélaga; Félag skógareigenda á Suðurlandi, Félag skógarbænda á Vesturlandi, Félag skógarbænda á Vestfjörðum, Félag skógarbænda á Norðurlandi og Félag skógarbænda á Austurlandi.

 

Aðsetur:

Bændahöllin við Hagatorg, 107 Reykjavík, Iceland

Kennitala: 660897-2089

Framkvæmdastjóri: Hlynur Gauti Sigurðsson.

Sími: 775 1070

Netfang: hlynur@skogarbondi.is

 

 

 

 

 

 

Félagsmenn

Skráðir félagsmenn = 138 FSA, 120 FSN, 144 FSS, 172 FSV, 83 FSVf = 657 alls

Skráðir Félagsmenn = 137 (FSA), 126 (FSN), 232 (FSS), 182 (FSV), 88 (FSVfj)= 765 2018

skráð vor 2020

Skráning í landshlutabundin félög skógarbænda 
þ.e. FsA, FsN, FsN, FsV og FsVfj.

Landssamtök skógareigenda eru regnhlífarsamtök félaga skógarbænda. Aðildarfélögin eru fimm, hvert í sínum landshluta.  

Með félagsaðild í félagi skógarbænda fæst sjálfkrafa félagaðild í samtökin.

Aðildarfélögin:

Félag skógarbænda á Norðurlandi (FsN)

Félag skógarbænda á Austurlandi (FsA)

Félag Skógareigenda á Suðurlandi (FsS)

Félag Skógarbænda á Vesturlandi (FsV)

Félag Skógarbænda á Vestfjörðum (FsVestfj)

Umsóknarform

 

 

Nafn

Kennitala

Email

Sími

Heimili og staður

Aðildarfélag

Skilaboð, svo sem heiti skógræktarjarðar o.þ.h.

 

Senda umsókn

Lög Landssamtaka Skógareigenda

 

 

 

 

 

 

Lög Landssamtaka skógareigenda
„Skúffufélag“


1. gr. Almennt
Félagið heitir Landssamtök skógareigenda, skammstafað LSE. Félagð lítur alfarið að stjórn stjórnar Búgreinafélags skógarbænda BÍ og deilir heimili og varnarþingi deildarinnar.
Merki (logo) félagsins er þrír grænir fletir á hvítum grunni, sem merkir samfellu skóga. Nafn samtaka er undir í svörtu letri. Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368.


2. gr. Tilgangur
Tilgangur LSE er að sameina þá sem stunda skógrækt í atvinnuskyni, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra innan Bændasamtaka Íslands með beinni félagsaðild að Bændasamtökum Íslands í gegnum Búgreinadeild skógarbænda.


3. gr. Eignarhald / félagsaðild
Félagið er samtök fimm landshlutafélaga skógarbænda: Félög skógarbænda/eigenda á - Austurlandi, - Norðurlandi, - Suðurlandi, - Vesturlandi og - Vestfjörðum. Félagsmenn skógarbændafélaganna frá síðasta uppgefna félagatali (eða frá síðustu áramótum) eru eigendur og aðilar í LSE. Óski félagsmaður í skógarbændafélagi eftir úrsögn úr LSE skal það afgreitt samstundis og fært til bókar á næsta aðalfundi
viðkomandi skógarbændafélags.


4. gr. Skuldbindingar
LSE ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með eignum sínum, en hvorki aðildarfélögin né einstakir félagsmenn.


5. gr. Trúnaðarstörf
Til að gegna trúnaðarstarfi hjá LSE þarf viðkomandi annars vegar að vera félagsmaður í skógarbændafélagi og hins vegar að vera félagsmaður í Búgreinadeild skógarbænda BÍ á félagatali BÍ frá síðustu áramótum.


5. gr. Trúnaðarstörf
LSE ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með eignum sínum, en hvorki skógabændafélögin né einstakir félagsmenn.


6. gr Aðalfundur
6.1
Aðalfund skal halda árlega í tengslum við Búgreinaþing skógarbænda og hefur hann æðsta vald í öllum málefnum LSE.
6.2
Aðalfund sitja með fullum réttindum fulltrúar skógarbændafélaganna kosnir á aðalfundum þeirra í leynilegri kosningu.
6.3
Fjöldi fulltrúa frá hverju félagi skal miðast við fjölda félagsmanna sem hafa greitt félagsgjald til viðkomandi skógarbændafélags. Skal einn fulltrúi kosinn á aðalfund fyrir hverja byrjaða 35 félagsmenn. Komi upp ágreiningur um fjölda félagsmanna sem telja til fulltrúakjörs hjá hverju aðildarfélagi skal stjórn LSE úrskurða um málið.
6.4
Stjórnarmenn og skoðunarmenn ásamt varamönnum þeirra hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi ásamt búnaðarþingsfulltrúum Búgreinadeildar skógarbænda. Aðalfundurinn er opinn til áheyrnar öllum félagsmönnum skógarbændafélaganna. Óski fleiri aðilar en hér er getið um, eftir að sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.
6.5
Á dagskrá skal vera:
a. Skýrsla stjórnar.
b. Afgreiðsla reikninga fyrir næst liðið almanaksár, fullnægjandi félagaskrá aðildarfélaga skal ávallt fylgja
endurskoðuðum ársreikningi samþykktum á aðalfundi.
c. Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.
d. Skipan stjórnar skv. grein 8 í samþykktum þessum
e. Fjárhagsáætlun til næsta árs.
f. Önnur mál.
6.6
Aðalfund skal boða með 10 daga fyrirvara til stjórna skógarbændafélaga. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.


7. gr Aukafundur
Aukafund skal halda þyki stjórn Búgreinafélags skógarbænda sérstök nauðsyn bera til og jafnan þegar aðildarfélög, eitt eða fleiri, með samtals a.m.k ¼ félagatölu LSE óska þess, enda sé þá fundarefni tilgreint.
Aukafund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Um rétt til fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi.


8. gr Stjórn LSE
8.1. Búgreinaþing skógarbænda Bændasamtaka Íslands skipar LSE stjórn, sem jafnframt starfar sem stjórn Búgreinadeildar skógarbænda innan BÍ.


9. gr Hlutverk stjórnar LSE
9.1.

Hlutverk stjórnar er að vinna að framgangi félagsmanna innan Bændasamtaka Íslands í gegnum búgreinadeild samtakanna, annast málefni félagsins milli félagsfunda og sjá um að þau séu jafnan í sem bestu horfi.
9.2

Undirskriftir þriggja stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.


10. gr Starf stjórnar LSE
10.1.

Formaður boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim. Þó er honum skylt að boða fund ef tveir stjórnarmenn óska þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint. Stjórnarfundur er lögmætur sé meirihluti stjórnar á fundi.
10.2

Stjórn búgreinafélags skógarbænda skal skrá fundargerðir á fundum sínum. Fundargerðir skulu birtar á vefsvæði LSE svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en að loknum næsta stjórnarfundi. Stjórnarmenn skulu staðfesta afrit af fundargerðinni með undirskrift sinni og skal stjórn sjá til þess að þau afrit séu varðveitt með tryggilegum hætti.


11. gr samþykkt laga þessa
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi eða aukafundi, sem boðaður er til þess sérstaklega. Tillögur þar um skulu kynntar stjórnum aðildarfélaganna eigi síðar en 20 dögum fyrir aðalfund. Ná þær því aðeins fram að ganga að meirihluti kjörinna fulltrúa greiði þeim atkvæði.
12. gr. Aflagning LSE
Leggist starfsemi LSE niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til aðildarfélaganna, sbr. 3. grein, í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra.
13.gr.
Ákvæði laga þessara gilda frá og með aukaaðalfundi/aðalfundi þann ___1._apríl __2022.

Lög samþykkt samhljóða á aukaaðalfundi Landssamtaka skógareigenda 1.apríl 2022
Lögum LSE var breytt á aðalfundi samtakanna 2008, 2013, 2014, 2021 og 2022


11.mars 2022 HGS

 

 


Reglugerð um heiðursviðurkenningar LSE
1. grein
Stjórn LSE getur kosið heiðursfélaga. Heiðursfélögum skal við hátíðlega athöfn afhent skrautritað
heiðursfélagaskjal LSE áritað af stjórn, sem er æðsta viðurkenning samtakanna. Heiðursfélaga skal aðeins
tilnefna þá sem hafa unnið áralangt heillaríkt starf fyrir skógareigendur og gegnt veigamiklu
ábyrgðarhlutverki fyrir landssamtökin. Þessa sæmd má einnig sýna merkum brautryðjendum
skógareigenda. Tilnefndur heiðursfélagi skal hafa hlotið gullmerki LSE.


2. grein
Gullmerki LSE er næstæðsta sæmdarviðurkenning LSE. Viðtakandi verður að hafa unnið í mörg ár
árangursríkt starf fyrir skógareigendur t.d. verið a.m.k. 6 ár í stjórn LSE eða einstaklingi sem starfað hefur
a.m.k. í aldarfjórðung til heilla fyrir skógareigendur. Veita skal þessa viðurkenningu við sérstök tækifæri
t.d. afmæli einstaklings eða skógarbændafélags, Stjórn LSE veitir gullmerki LSE.


3. grein
Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt á ársfundi LSE.
1. 3. grein Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og
stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir aðilar að þeim félögum og
félagasamtökum sem talin eru í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í
eigin nafni eða annarra.
Bændum, sem hætt hafa búskap vegna aldurs eða heilsubrests, skal heimil áframhaldandi þátttaka í
viðkomandi félagi með fullum félagsréttindum, hafi þeir áfram búsetu á hlutaðeigandi félagssvæði.
Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig
eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda,
framleiðsla og þjónusta.


[2] Stofnfundur LSE var haldinn 28. júní 1997 á Hallormsstað.
Lögum LSE var breytt á aðalfundi samtakanna 2008, 2013, 2014 og 2022

 

 

Stefnumörkun LSE (2012 - 2022)

 

 

 

Framtíðarsýn LSE 2012 (bæklingurinn)

Framtíðarsýn LSE 2012 (stefnumörkun)

 

 

 

 

Skógræktarlög (2.maí 2019)

 

 

 

 

 

 

Búnaðarsamningur, Rammasamningur 2016

 

 

 

Rammasamningur 2021

 

 

 

Skógræktarsamningur við Skógræktina

 

 

 

RSK- félagasamtök

 

 

 

Lög um búfjárhald   2013 nr. 38 4. apríl

 

 

 

Reglugerð um framkvæmdaleyfi

 

 

 

Samþykktir Búgreinadeildar skógarbædna BÍ 2024

 

 

 

Árgjöld

ÚRELT:
Bókun frá aðalfundi LSE 2019
,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Kjarnalundi við Akureyri 11. október 2019, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2020 verði óbreytt eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.”

Merki Landssamtök skógareigenda

Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Taktu þátt í umræðunni

 

 

bottom of page