Stjórnarfundir:

2020 - 2021

Kolefnisbrúin_21.jpg
Kolefnisbrúin_21.jpg
Kolefnisbrúin_21.jpg
Kolefnisbrúin_21.jpg
Kolefnisbrúin_21.jpg
Kolefnisbrúin_21.jpg
Kolefnisbrúin_21.jpg

1. vinnufundur

FUNDARGERÐ.   

Bændahöll.  23.febrúar 2020

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar fyrir hönd LSE

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ,

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda

Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnastjóri Kolefnisbrúarinnar

 

Fundur hófst kl. 10:00.

 

Tilurð verkefnis

 

Ákall samfélags, bænda, stjórnvalda og fleiri

1. stjórnarfundur Kolefnisbrúarinnar ehf.

FUNDARGERÐ.  

Bændahöll, Betri stofan, 11.mars 2020 kl 17:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar fyrir hönd LSE.

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ.

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE.

Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnastjóri Kolefnisbrúarinnar.

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (fundarritari).

 

Boðið var upp á bakkelsi úr Björns Bakaríi.

 

  1. Tilurð Kolefnisbrúarinnar

Formsatriði.

  • Þann 19.janúar var umsókn um stofnun einkahlutafélag skráð hjá Skattinum.

  • Þann 23.febrúar hittist stjórn Kolefnisbrúarinnar óformlega.

  • Þann 21.mars fékkst úthlutuð kennitalan 520321 0200, fyrir Kolefnisbrúin ehf. Virðisaukanúmerið er 140658.

 

Farið var yfir söguna og síðar stöðu á Kolefnisbrúnni með glærusýningu. Áður sem verkefni, nú sem félag.

Ætlunin er að Kolefnisbrúin geti stutt bændur við að kolefnisjafna bæði þeirra búrekstur og fyrir aðra með framleiðslu og sölu á kolefniseiningum. Aðallega verður horft til kolefnisbindingar með skógrækt einfaldlega vegna áreiðanlegra vottunaraðferða. Aðrar loftslagaðgerðir koma til greina ef og þegar á reynir.

 

Ferlið við að koma kolefniseiningum á markað er langt og strangt. Ljóst er að Kolefnisbrúin getur ekki sinnt öllum atriðunum við það ferli miðað við fjármagn. Best væri ef Kolefnisbrúin gæti sinnt öllum liðum ferlisins en til þess að svo gæti verið þyrfti starfsfólk. Nú er t.d. enginn á launaskrá. Stjórn samþykkti að að svo komnu myndi áherslan vera á að undirbúa jarðir og landeigendur við fyrstu skrefin. Þegar kæmi að fjármögnun og verkefnisstjórn yrði bændum beint annað.

 

Nokkur fyrirtæki á Íslandi hafa sýnt raunverulegan áhuga á samstarfi en ekkert er enn fast í hend.

 

 

 

Fundi lauk kl 21:30.

Kolefnisbrúin bauð stjórnarliðum pizzu á Eldofninum sem allir þáðu nema Oddný komst ekki með.

2. stjórnarfundur Kolefnisbrúarinnar ehf.

FUNDARGERÐ  - 2. stjórnarfundur.

Á Teams, 5.maí 2021 kl 13:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar (KB) fyrir hönd LSE.

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ.

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE.

Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnastjóri Kolefnisbrúarinnar. Kom á fundinn kl 13:30

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (fundarritari).

1)Fjárhagsstaða

Fyrir fund leitaði OSV til aðildarfélaga BÍ um mögulega fjármögnun KB í 2-3 ár og var miðað við a.m.k. einn starfsmann. Lagt upp með að bjóða öllum búgreinarfélögum þátttöku í tilraunaverkefnum.

HHH hefur sótt um áframhaldandi styrk í Tækniþróunarsjóð Rannís fyrir hönd KB. Beðið er svara.

2)Starfsmannamál

HHH hefur óskað eftir að minnka við sig verkefni hjá KB. Hann vill þó leggja KB lið eins og hægt er t.d. með því að aðstoða næsta starfsmann og að vinna sérverkefni í nafni Lífheims ehf..

Áður en leitað verði frekar eftir starfsmanni þarf að gera verklýsingu, rekstraráætlun og fjárhagsáætlun til tveggja ára.

3)Rekstur KB

HGS ætlar að setja sig í samband við Vilborgu Ingu Magnúsdóttur hjá BDO og fara yfir VSK mál.

4)Verkefni

Orkubú Vestfjarða

Stjórnin vill að KB sinni áfram verkefni sem unnið er í samráði við Skógræktina. Samið verður við Lífheim ehf. um að vinna verkefnið áfram í samvinnu og fyrir hönd KB.

Samband Garðyrkjubænda

Sviðsmyndagreining gengur vel. Allt útlit að skil á lokaskýrslu verði 1.júní nk.

Skógarkolefni

Skógarkolefni, verkefni Skógræktarinnar, er með nokkur verkefni í undirbúningi.

Staðlaráð

Önnur verkefni

Umræður um fleiri verkefni er hafnar við fyrirtæki í sjávarútvegi en þeim þokar hægt.

Tækninefnd ÍST 91

Fyrirhugaður er stofnfundur Tækninefndar ÍST 91 þriðjudaginn 18.maí. HGS og HHH hafa setið fundi í aðdragandanum. HGS mun mæta á fundinn og mögulega einn stjórnarmaður.

Reiknivél RML

Reiknivél RML er að verða klár og að sögn starfsmanns Skógræktarinnar lítur hún vel út í fljótu bragði.

5)Önnur mál

Umhverfisstefna landbúnaðarins

Leitað verði til Unnsteins Snorrasonar, formanns Umhverfisráðs BÍ, um frekara samstarf við BÍ.

6)Önnur mál

Verð á kolefniseiningum fer hækkand og nú er gangverð á kolefniseiningu umreiknað ca 8.000 ísl krónur á einingu. (https://ember-climate.org/data/carbon-price-viewer/)

 

Næsti fundur fyrirhugaður einhver tíman eftir miðjan maí mánuð.

Fundi lauk kl 14:15

3. stjórnarfundur Kolefnisbrúarinnar ehf.

FUNDARGERÐ  - 3. stjórnarfundur.

Á Teams, 4.júní 2021 kl 10:00 (fundur hófst ca 10:30)

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar (KB) fyrir hönd LSE.  -JGJ

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ. -OSV

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE.  -GRV

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kolefnisbrúarinnar (fundarritari). -HGS

1.YlKOL lokið

Þann 1.júní sl. skilaði Hafliði Hörður Hafliðason, verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar, lokaskýrslu YlKol verkefnisins til Sambands garðyrkjubænda (SG), ásamt sviðsmyndagreiningu. Einnig hefur hann skrifað grein sem mun vera birt í næsta Bændablaði. HGS (í nafni Kvikland ehf.) hefur gert myndband um kolefnisbindingu á jörðinni Kjarr, í Ölfusi.  https://www.youtube.com/watch?v=wy6sNChFhYA

 

SG lagði til 7,5 milljón til LSE í verkefnið og LSE beindi fjármununum áfram til Kolefnisbrúarinnar. HGS mun kanna rétt afgreiðslu á frástreyminu hjá Gylfa bókara BÍ.

2.Fjármögnun starfsmanns

Nýlega var tilkynnt að Kolefnisbrúin fékk ekki styrk frá Rannís-tækniþróunarsjóði. 

Aðildarfélög BÍ eru viljug að skoða fjármögnun á Kolefnisbrúnni. Einnig rímar boðuð Landbúnaðarstefna ráðherra vel við stefnu Kolefnisbrúarinnar.

Rætt var um að  kerfisbreytingar og landgreiðslur gætu komið landbúnaði að góðum notum.

 

GRV og HGS ætla yfirfara kostnaðar- og verkáætlanir sem Hafliði hafði unnið og aðlaga ef þurfa þykir.

3.Kolviður

Fyrirhugaður er fundur með forsvarsmönnum Kolviðar í næstu viku.

4.Línan

„Hvar staðsetur Kolefnisbrúin sig á verkliða-línunni?“  Miðað við fjármagn er ljóst að Kolefnisbrúin getur ekki sinnt öllum þeim verkliðum sem tilheyra kolefnisbindingu. Stefnan skal þó vera að sinna sem flestum verkliðum, sértaklega með það að markmiði að gera bændum og landeigendum auðveldara fyrir og að sem mest virðisaukning bindingarinnar verði meðal bænda á landsbyggðinni allri.

5.Sumarlandinn

Á mánudaginn kemur munu nokkrir starfsmenn BÍ fara á Þorlákshafnarsand við upptökur á Sumarlandanum, þar sem Gurrý í Garðinum sér um dagsárgerð. HGS mun fara í viðtal og kynna Kolefnisbrúnna lauslega.

6.Endurskoðendur

Eftir ráðleggingum Gylfa bókara BÍ hefur HGS ráðið löggiltan endurskoðanda, Sigrúnu Guðmundsdóttur hjá BDO til að sjá um mál Kolefnisbrúarinnar. Þetta var gert í samráði við fyrri endurskoðanda, Guðmundar Sigurðssonar.  

7.Staðlar, Tækninefnd ÍST 91

HGS sagði lauslega frá starfi um staðla í Kolefnisbindingu, ÍST 91.

 

Næsti fundur fyrirhugaður kl 14:40 á þriðjudaginn 8.júní í Bændahöllinni.

Fundi lauk kl 11:30

4. stjórnarfundur Kolefnisbrúarinnar ehf.

FUNDARGERÐ  - 4. stjórnarfundur.

Í Bændahöll -Betri stofu, 9.júní 2021 kl 15:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar (KB) fyrir hönd LSE.  -JGJ

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ. -OSV

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE.  -GRV

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kolefnisbrúarinnar (fundarritari). -HGS

Kári Gautason, sérfræðingur hjá BÍ  -KG

Gestir

Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar -RK

Jónatan Garðarsson, fulltrúi Skógræktarfélags Íslands í stjórn Kolviðar -JG

 

1.Almennar umræður

Ýmislegt var rætt í upphafi fundar. KG kom með uppbyggjandi vangaveltur og spurningar.

2.Fjármögnun starfsmanns

GRV bar upp tillögu að kostnaðaráætlun til eins árs. Stjórnin fór yfir áætlunina með minniháttar athugasemdir og lagði blessun sína á hana. HGS falið að útbúa kynningu fyrir aðildarfélög BÍ. Í kjölfar kynningar gætu aðildarfélög mögulega komið að fjármögnun starfsins. OSV mun kynna lauslega fyrir stjórn BÍ.

3.Kolviður

Kl 16:00 komu fulltrúar Kolviðar. Þeir kynntu starfið hjá Kolviði og vildu opna á mögulegt samstarf. Félögin eiga margt sameiginlegt en einnig ósameiginlegt. Kolviður eiga 15 ára gamalt gott orðspor en vantar land til áframhaldandi skógræktar. Kolefnisbrúin er fulltrúa landeigenda. Gera má ráð fyrir frekari umræðum eftir sumarið.

 

KG yfirgaf fundinn kl 17:15 og OSV skrapp frá eitt stundarkorn.  

Viðræðum við fulltrúa Kolviðar lauk kl 17:30

4.Keðjan

Enn er spurt hvar Kolefnisbrúin vill setja sig á virðiskeðju kolefniseininga. Flestir stjórnarmenn vilja vera sem víðast. Augljóst þykir þó að það er ekki hægt meðal við framgang síðustu vikna.

 

 

Fundi lauk kl 18:00

5. stjórnarfundur Kolefnisbrúarinnar ehf.

FUNDARGERÐ  - 5. stjórnarfundur.

Í Betri stofu Bændahallarinnra, 26.ágúst 2021 14:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar (KB) fyrir hönd LSE.  -JGJ

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ. -OSV

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE.  -GRV

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kolefnisbrúarinnar (fundarritari). -HGS

Margrét Gísladóttir, verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar ráðin af BÍ. -MG   (kl 15:00-16:00)

1.Eldri fundargerðir

Stjórnin samþykkti og skrifaði undir fyrri fundargerðir: 1. Vinnufund og 4 stjórnarfundir.

2.Uppgjör YlKol

Lokaskýrslu og tilheyrandi var skilað í byrjun júní eins og ætlunin var. Enn á eftir að ganga frá uppgjöri og skrifast það á UAR að sögn framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda.

Rætt var um að gera annað myndband í nafni Ylkol. HGS vildi meina að fleiri upplýsingar um notkun lands með tilheyrandi kolefnisbindingu kæmu fram á því myndbandi, en líklega væri hægt að gera þeim betur skil öðruvísi. Það var því ákveðið að vinna ekki frekar með það myndband í bili.

3.Stjórnarlaun

Kolefnisbrúin er enn ekki orðin að rekstrarhæfu fyrirtæki eins og áform eru um. Þangað til mun stjórn ekki fá greidd laun frá Kolefnisbrúnni og skal málið tekið upp síðar.

4.Málþing

Hugmynd er að að Kolefnisbrúin haldi málþing í Borgarnesi í lok nóvember. Megin tilgangur þingsins er að auglýsa Kolefnisbrúnna og kynna þá möguleika sem felast sem kunna að vera fyrir bændur. Dæmi um fyrirlesara í fyrsta hugarflugi:

> Skógarkolefni   >Loftslagsskrá    >Festi    >Grænvangur    >Loftslagsvænni Landbúnaður   >Kúla   >Kolviður   >Samtök atvinnulífsins   >Erlendur fyrirlesari  

5.Fyrirkomulag Kolefnisbrúarinnar

Hvaða verkefni ætlar Kolefnisbrúin að sinna fyrir bændur og fjárfesta? Þessari spurning er sífellt verið að velta fyrir sér.   Ein nálgun er að bændur leiti til Kolefnisbrúarinnar því ferlið er flókið. Kolefnisbrúin tæki alla verkliði að sér, ýmist með verktöku eða beint. Það á að vera „þægilegt“ og „einfalt“ fyrir bændur að skipta við Kolefnisbrúnna. Lykillinn er að bændur séu skráðir félagsmenn í BÍ.   

 

Í fyrstu mun Kolefnisbrúin sinna nýskógrækt. Eldri skógrækt er alltaf í umræðunni. Mögulegt er að geta unnið með ímyndarmál fyrir bújarðir sem hafa eldri skóga.

 

Margrét fyrir yfir verkefni næstu viku. Gera þarf nokkrar kynningar: Fyrir okkur, stjórnvöld, fjárfesta, bændur og loks sveitarfélög.  Tilgangurinn er margþættur en alltaf verður höfuðmarkmiðið að sinna bændum sem best.  

 

 

Næsti fundur var ákveðinn nærri mánaðamótum sept/okt.

Fundi lauk kl 16:30

6. stjórnarfundur Kolefnisbrúarinnar ehf.

FUNDARGERÐ  - 6. stjórnarfundur.

Í Betri stofu Bændahallarinnar, 9.nóv 2021 kl. 10:30

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður stjórnar Kolefnisbrúar (KB) fyrir hönd LSE.  -JGJ

Oddný Steina Valsdóttir, fulltrúi BÍ. -OSV

Rúnar Vífilsson, fulltrúi LSE.  -GRV

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kolefnisbrúarinnar (fundarritari). -HGS

Margrét Gísladóttir, verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar á Teams fjarfundarbúnaði. -MG

1.Málþing afboðað

Lagt var upp með að halda málþing um kolefnisbindingu í Borgarnesi 26.nóvember. Forsendur slíks þings hafa breyst auk þess sem met aukning er á Covid smitum í þjóðfélaginu. Því er ákveðið að aflýsa Málþinginu. Þess í stað verður stefnt á að halda málþing þriðjudaginn 2.mars 2022, sem er degi fyrir Búnaðarþing. Einnig er lagt upp með að gera kynningarmyndband þegar efni og aðstæður leyfa. HGS falið að tilkynna afboðunina til þeirra sem málið varðar.

2.Verkefnin

Ljóst er að stórar búgreinar innan Bændasamtakanna eru áhugasamar og jafnvel óþreyjufullar eftir framgangi Kolefnisbrúarinnar. Fái mál Kolefnisbrúar brautargengi mun það nýtast bændum og landeigendum. Tryggja þarf fjármagn til Kolefnisbrúarinnar.

 

Bændasamtökin hafa tekið loftsagmál föstum tökum og eftir áramót mun a.m.k. þrír starfsmenn sinna þeim málaflokki. Undanfarið hafa vikulegur fundir teymisins verið með fulltrúa RML í Loftslagsvænni Landbúnaði.  

3.Minnisblaðið

Fyrir fundinn lág fram minnisblað. Þar var lagt upp með tvær leiðir sem þyrfti að skoða nánar. Fyrri leiðin fól í sér nána samvinnu með Skógræktinni. Lagt var upp með að fjármagna heils árs stöðu og gera samstarfssamning við Skógræktina. Síðari tillagan var veigameiri og fól í sér fleiri stöðugildi þar sem áherslan væri á að koma raunverulegum verkefnum í gang svo hægt væri að hefja gróðursetningu vorið 2023. Ákveðið var að setja upp blandaða leið. MG og HGS falið að útfæra nánar og leggja fyrir loftslagsteymi BÍ og vera tilbúið fyrir stjórnarfund BÍ sem er fyrirhugaður 15.nóv. Gangi allt eftir verður loks tillagan, ásamt kostnaðaráætlun, lögð fyrir fund með Landbúnaðarráðuneyti 22.nóv. Samhliða verður farið í viðræður við Skógræktina og gerður samstarfsamningur. Fundarmeðlimir voru beðnir að hafa augun hjá sér eftir starfsmanni Kolefnisbrúarinnar.

4.Stjórnarlaun

Launum stjórnarmanna Kolefnisbrúar þurfa að vera álíka og hjá öðrum stjórnum innan BÍ.

5.Önnur mál

Rætt var lauslega um tryggingar skóga, eignahald lands og samninga milli bænda og kaupenda kolefniseininga.

 

Kári Gautason og Unnsteinn Snorrason, starfsmenn BÍ, komu inn í spjall í lok fundar.

 

 

Næsti fundur var ákveðinn í upphafi næsta mánaðar.

Fundi lauk kl 12:00