• Hlynur

Alþjóðadagur skóga 21.mars 2018


Skógar og sjálfbærar borgir

Alþjóðlegur dagur skóga er 21. mars.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, ákvað að yfirskrift dagsins árið 2018 skyldi vera „skógar og sjálfbærar borgir“. Ýmis vandi fylgir þeirri þróun að sífellt stærri hluti mannkyns búi í borgum og öðru þéttbýli. Mengun og svifryk ógnar heilsu fólks og fólk fjarlægist náttúruna ef ekki er gætt að því að færa náttúruna inn í borgirnar. Það er einmitt markmið FAO með þessum degi nú, að hvetja til þess að náttúran verði færð inn í borgirnar með auknum gróðri. Tré eru einhverjar öflugustu lífverur jarðarinnar. Með markvissri notkun trjágróðurs í þéttbýli má draga úr mengun og hávaða, jafna hitasveiflur, stuðla að vatnsvernd, efla útivist, auka umferðaröryggi og fleira og fleira. Í myndbandi Skógræktarinnar sem gert er í tilefni af alþjóðlegum degi skóga eru þessir þættir tíundaðir.

#Allthitt

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089