• Hlynur

2018


Vika 2, Bara byrjunin

Nýtt starf

Nýráðinn verkefnastjóri Landssamtaka skógareigenda um áramótin, Hann heitir Hlynur og mun vera í 80% starfi. Einnig veðrur hann að vinna við kynningarmál hjá Skógræktinni. Hanns bakgrunnur er að mestu leiti úr skógargeiranum. Hann sér fyrir sér að halda úti vikubók hér á síðunni. Þetta er ekki síður gert fyrir hann því þarna má vonandi sjá hvernig ýmis mál þróast í tímans rás. Líklega mun hann skrifa textann eftirleiðis í fyrstu persónu en ekki þriðju, eins og hér.

Byrjun

Í lok síðasta árs sótti ég ýmsa fundi og má segja að undirbúningur nýs starfs hafi hafst þá. Eftir áramótin var ég mikið hjá Hrönn, forvera mínum, þar sem hún kann ýmis trixin. Sem sagt, ég hef ýmist veirð á Selfossi eða Kópavogi. Skrifstofuaðstaða í Bændahöllinni er ekki í höfn. Óvíst hvort verði. Mógilsá, Heiðmörk og Keldnaholt hefur komið til umræðu en ekkert ákveðið enn.

email

Stórmerkilegt vesen, símtal til mr. Google og allt, til að útvega nýtt email, hlynur@skogarbondi.is. Drjúgur tími sem fer í svona vesen.

Tello

Ég ætla mér að kynna utanumhald á verkefnum með Trello, svo ef einhver hefur reynslu af því má sá hinn sama alveg heyra í mér. 8917517

Aðstoða nýliða og sveitafélög

Ég fékk ábendingu um að LSE gæti beitt sér fyrir málum verðandi LSE meðlima. Þá er átt við að einfalda ferlið við umsókn og benda á ýmsa mögulega árekstra. Hafa þarf gott samráð við sveitafélögin 75 (eða hvað þau eru mörg). Þetta er mjög mikilvægt fyrir framtíðina.

Selfoss

Ég hef verið mikið á Selfossi og er ér mjög þakklátur því. Þar er gott fólk sem ég þekki flest frá fornu fari og nú er ég í þeirra hreiðri og uni ég mér vel þar. Mikil reynsla og þekking sem ég get leitað í þar.

Þingmenn

Tveir áhugsamir og mjög velviljaðir þingmenn komu á skrifstofuna þegar ég var þar einnig. Þeir Ari Trausti Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason. Áður hafði Karl Gauti veirð þarna á ferð, en ég missti af því að hitta hann.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Á föstudeginum hitti ég Jón Geir og Björn í létt spjall um stefnur og strauma í málum skógræktar og hvað væri helst hægt að gera til að greiða leið stéttarinnar. Kolefnismál ber þar helst á gauma og mætti horfa til nágrannaþjóða varðandi þau efni.

Fundir, undirbúningur

Eins og fyrr segir höfum við Hrönn mikið verið saman að undanförnu. Hún er að koma mér inn í málin. Ég hef gert það sem kunnátta mín leyfir. Undirbúningur Stjórnarfundar sem verður 17.jan í bændahöllinni og Skógarfang-teymisfund þann 8.feb. Einnig hef ég ætlað mér að hitta stjórnirnar fimm.

Heimasíðan

Ég hef og mun verja meiri tíma við uppsetningu á heimasíðunni. Video-síða er komin á vefinn og ég hafði samband við Maríu hjá N4 og baðum leyfi og "samstarf" við birtingu frétta sem koma skógarbændum við, hún var öll hin ánægðasta með það. Það verður aðgengilegt á heimasðunni undir myndefni. . Ég er afar þakklátur fyrri vefstjóra, Valgerði Backman, fyrir að hafa sett vefsíðuna eins snyrtilega eins og hún var. Heildarútlit mun þurfa taka miklum breytingum. Það helsta sem ég mun leggja áherslu á er aðgengileiki, einfaldleiki og halda fyrri tignarleika. Lína á Norðurlandi benti mér á ýmis góð ráð varðandi uppsetningu og María á Suðurlandi benti mér á einfaldari uppsetningu við flokkun aðildafélagana (ég náði reyndar ekki að ganga frá því fyrir helgina, geri það síðar).

Sherry Curl

Í lokin vil ég minnast góðs vinar og kolleika sem kvaddi þann 30. desember sl. Sherry Curl og ég unnum mikið saman þegar við vorum starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga. Hún var mikill og góður áhrifavaldur í mínu lífi og er ég í óendanlega þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. Óeigingjörn, hjálpsöm, greind og skipulögð eru bara nokkur af þeim orðum sem mér kemur í hugan til að lýsa henni. Hún kvaddi of snemma og ég mun sakna hennar mikið. Hvíldu í friði Sherry.

Vika 03, Fyrsti stj.f. Hlyns

Vistarverur

Engin viðvera á Selfossi þessa viku. Reykjavík framan af viku og Egilsstaðir seinni hlutann. Sjálfsagt verða vistarverur mína eitthvað á huldu næstu daga en vonandi er enn von á skrifstofuhúsnæði í Bændahöllinni.

Stjórnarfundur

Fyrsti stjórnarfundurinn minn var númer 117 í röðinni. Hvann var í bændahöllinni. Mér fannst hann bara fram með besta móti og hlakka bara til þess næsta.

Egilsstaðir

Ég var komin í Egilsstaði á föstudaginn. Þar fékk ég skrifstofuaðstöðu. Fyrir hádegi áttum við Ólöf gott spjall, m.a. um framlög og úthlutanir á þeim. Svo áttum við Þröstur gott spjall um allt milli himins og jarðar.

Eftir hádegi mætti JóiGísli og við fórum yfir það helsta.

Mikið spjallað og það vel.

Heimasíðan

Heimasíðan er alltaf að taka á sig nýja og vonandi betri mynd. Flestar ef ekki allar athugasemdir hingað til hafa verið jákvæðar og uppbyggilegar. Sigríður Hjarðar á Suðurlandi hafði góðar ábendingar, takk fyrir þær. Ég vil endilega fá meiri gagnrýni á breytingar/bætur frá félagsmönnum sem eiga efni sem á erindi á síðuna.

Sherry Curl

Útför Shrryar var á mánudeginum, haldin af Siðmennt í Fossvogskapellu, Steinar var útfararstjóri. Erfidrykkja var á Loftleiðum. Þetta var falleg athöfn.

Vika 04 EGS > Euro >

Egilsstaðir

Framan af viku var ég á Egilsstöðum en flaug aftur til Rvk á Miðvikudagskvöldið.

Eginahald kolefnis

Ég átti góðan fund með Hilmari Gunnlaugssyni hjá Sókn lögfræðistofu. Hann gaf mér stutta skýrslu af stöðu mála. Fyrir mér lítur þetta svo út að þetta varði ekki endilega skógareigendur heldur alla jarðeigendur á Íslandi. Eignarétturinn er mjög sterkur á Íslandi og ef hann er virtur til fulls þá á landeigandi (skógarbændur sem aðrir) bæði að eiga kolefnisbindingu í sínu landi til jafns við kolefnislosunina. Að því sem ég veit best er það afar slæmt fyrir landeigendur eins og staðan er nú því þegar Brussel innleiðir sínar reglur á Ísland munu ekki margir binda meira en þær losa. Að sama skapi ætti þetta að vera mikil hvatning fyrir landeigendur að rækta sínar jaðir til að komast hjá losun. Það myndi ég segja að væri mjög jákvætt fyrir framtíð Íslands, svo fremi sem það gangi eftir; fjármagnað af ríkinu eða bændum sjálfum. Þeir sem svo eiga mýrar í sínu landi eru enn verr búnir en aðrir. Mýri losar hvort sem hún er framræst eða ekki. Eina leiðin fyrir þá held ég sé að gróðursetja ösp þar sem það er unnt. Nú, og kannski aldrei brýnna en nú, þarf íslenska ríkið að fara ákveða hvaða regla eigi við. Eins og alltaf, kostir og gallar við allt.

Stjórnarfundur félags skógarbænda á Austurlandi

Góður fundur var haldinn með stjórn FSA í lok þriðjudags, en þó fundurinn hafi verið góður varð ég einnig niðurlútur vegna andrúmsloftsins. Það er lægð yfir skógarfólki á Héraði. Ég nefni nú nokkur atriði:

- Barri farinn á hausinn

- Fráfall Sherryar

- Framlög til bænda í lamasessi

- Uppbyggilegt skógariðnaðar á krossgötum.

- Uppbygging verktkastarfsemi í skógrækt, tvísýnt.

- Fljótsdalshérað hættir með hverfahátiðina "dagar myrkurs" í ágúst/september

- Jóamakaður í BARRA ekki lengur, hvert þá, Ef þá?

- Skógardagurinn mikli, óvíst með framhald.

Ekkert skrítið að ég sé áhyggjufullur. Svo ég tali ekki um önnur atriði sem voru til umræðu.

Lobbýistafundur

á Starleef var fundur með Hreini og Aðalsteini á Mógilsá, ásamt Jónatani og Brynjólfi frá skógÍsl. Pétur var á Akureyri og við Björg á Egilsstöðum.

Niðurstöður

- Leggja harðar að ráðamönnum, hnitmiðaða. Dagkrá er í mótun

- Ná inn í fjármálaráðuneytið

- Ná á sveitastjónum

fundað aftur í næstu viku. Jói Gísli hefur uppi góðar hugmyndir sem þarf að koma á framfæri.

Heimasíðan

Megin áherslan hefur verið í að uppfæra ýmislegt fyrir Suðurland. Einnig fékk Jólatrjáasíða Elsu smá handayfirlögn.

Eurostars styrkjafundur

Á fimmtudagsmorgninum fórum við María saman upp í Nýsköpunarmiðstöð.

EUROSTARS er flott fyrirtæki sem veitir styrki. Fjalar veitti okkur viðtöku og þeir sem héldu tölu voru: Snæbjörn Kristjánsson, Kjartan og Einar Mantyka. Einar kom inn á nokkra punkta sem væri gott að hafa að leiðarljósi við gerð umsóknar.

Umsókn skal vera...

- Öðruvísi/Eftirminnileg

- sexy title

-skýra út (eða hafa) höfundarrétt (IPR)

- Tengslanet, segja frá tengslum

- NÝSKÖÐUN- tækni challange

- ÁHÆTTA (jákvætt að sé áhætta, nýtt> segja líka frá hvenrig áhættan er tækluð)

- Hvar er markaðurinn? Helst sem víðast, ef bara á Íslandi er það snúið, en ekki ómögulegt.

- HVer les yfir umsókn? Það er ekki íslendingur, Höfða til útlendinga.

- Hvaða áhrif hefur varan? umhvefistenging, heilsutenging, efnahagsleg...

- Markaðurinn, Varan verður að vera komin í notkun á tveimur árum.

- Taka fram hindranir (SWAT)

- kostur ef hópmelur/meðilmir þekkja inn á markaðinn

- Hvernig ætla menn að komast á markað

- Tæknilega lausnir

- Hve vel er hópurinn stefndur fyrir verkefninu.

- Þarfagreining fyrir vörunni

- Velja rétt lykilorð /KEYWORDS. það hjálpar til við matið, að umsókn fari í mat hjá viðeigandi matsmönnum.

- Umsóknin fer í mat á 3-4 skrefum. Því áhugaverðari, nýstárlegri sem hún er, þeim mun fleiri munu fara yfir.

Kynningarvideo

Jólatré

Else átti gott samtal við mig um stöðu mála jólatrjáaræktunar. Staðan er svört. Sendi út bréf á 60 manna hóp sem er í ræktuninni auk Brynjars og Björns B Jóns.

Skrifstofa, tímabundin

Við María töluðum við Þorstein og Sigrúnu hjá Nýsköpunarmiðstöð um skrifstofuaðstöðu og fundaraðstöðu. Tekið var vel í erindi okkar. Formlega var sótt um í kjölfarið. Hringt var daginn eftir og verður erindi ðtekið upp á mánudaginn. Ef við fáum inni verður húsnæðið líklega á Hlemmi.

Vika 05 Origo-vikan

Emailin

Í upphafi skapaði Google himin og jörð. Jörðin var þá auð og ótengd, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Google sveif yfir vötnunum.

Google sagði:

"Verði ljósleiðarar!"

Þá urðu til netföng og fékk nýr framkvæmdastjóri LSE sér eitt slíkt með hjálp Googl. Hann hefði líklega betur sleppt því því eitthvað veldur því að akkurat þetta email, hlynur@skogarbondi.is er búið að flækjast og skemma Outlook undirritaðs. Origo fólk hefur aðstoðað hann ALLA daga þessarar viku. Carlos og sérstaklega Sylvía hjálpuðu mér mest en því miður er niðurstaðan sú orðið að undirritaður þolir ekki Outlook. Staðan er sem sagt þannig að Outlook (Microsoft) þolir ekki Google og öfugt. Jeg er því með calanderið í ólagi núna og notast enn við gmail á netinu. Þetta er magnað, sérfræingarnir á Origo geta ekki einu sinni redda þessu, þó hafði ég talað við 5 talsins. Takk samt fyrir að reyna.

Dagskrár fyrir fundi.

Ég lagði nokkra vinnu í dagskrá fyrir fundina tvo í næstu viku og þarnæstu og hafði svolítið lesefni fyrir nefndarmenn klárt. Fundirnir eru eru Skógarfang á fimmtudaginn 8.feb og Fyrirmannafyndur LSE 12.feb.

iPad og skype

Ég kannaði nýtt fundarfyrirkomulag fyrir stjórn LSE. Eins og mig grunaði reyndar var mér ráðlagt að kaupa iPad skjátölvu. Ég leitaði tilboða í iPad þar og gat fengið hann á 50.ooo kr. Í Elko fríhöfn fæst hann hinsvegar á 43.000 og held ég að það sé best að kaupa hann þar.

Einnig kannaði ég SKYPE eða SKYPE buisness. Það er tekið fram að SB henti vel í fjölmenna fundi, en ég hef ekki séð haf hverju S geri það ekki. Því kannaði ég aðra möguleika. Þar sem um iPad er að ræða þá má notast við Mac stýrikerfi. Facetime er eitt þeirra. Það er ekki ætlað í fjölmenna fundi, en hægt er að ná í app sem lagar það. Auk þess eru fjöldinn allur af ókeypis öppum fyrir fjarfundi: Skype, Facetime, Hangout (sem ég held að sé hentugast fyrir okkur), Duo...

Prókúra og Sími

Í vikunni redduðum við Hrönn bankamálum og símamálum. Ég mun nú notast við símann 775 1070

Símtöl

Fjögur símtöl átti ég í vikunni sem vert er að minnast og þrjú vörðu í klukkustund.

Bjarki Jóns: Erindin voru framtíð jólatrjáa og girðingamál. Einnig talaði hann um framtíð og var bæði bjartur og grár við þá framtíðarsýn

Björgvin Eggerts: Við getum alltaf talað, ef ekki annar, þá hinn. Nú var aðal umræðan fræðslumál og þá sérstaklega fræðsla í umhirðu ungskóga.

Boggi í Hvammi: Aðal erindið var umsókn fyrir viðarmagnsúttekt og hvort það nýttist LSE svo mjög. Ég fór í saumana og las gaumgæfilega yfir samninginn. Sendi svo útlistað bréf á Lárus og Arnór. í kjölfarði á ég fund með Eddu og Arnóri á mánudaginn 4.feb á Mógilsá

Sigga Júlla: Þetta var gott spjall, en verður betra þegar við hittumst á Mógilsá þann 4.feb. Umræður þá eru af tvennum toga. Annarsvegar með Einari Gunn og Arnóri um utanumhald á tölulegum gögnum um nýtingu á skógum: jólatré, ber, sveppir oþh. Hitt var vegna sveitastjórnamála.

VIDEO

Loksins leit ég aðeins í klippiforritið þessa vikuna, á mánudeginum. Vinnan var þó aðallega að skrifa texta fyrir Póllandsfeðrina í október sl. og láta svo Sæma lesa við tækifæri. Jeg kláraði það ekki, textagerðin er ca hálfnuð.

Þessi vinna tengist þó ekki LSE.

Á föstudagskvöldið þyddi ég og textaði videoið hennar Hraundísar yfir á ensku. Nú er það bæði til á ísl og ensku. Loksins.

Vika 06 Kviður og tímaniður

Kolefnismál

Á Mógilsá átti ég mjög gott spjall við Arnór um kolefnismál og eignahald. Ég komst að því að sumt af þeirri vitneskju sem ég hafði þegar meðtekið var ekki alveg rétt... eins og ég segi, þetta er afar flókið. t.d. að árið 2026 er líklegt að mýrar veðri talin upp til "skatts" frá Brussel.

Utanumhald afurða á jörðum LSE

Á Mógilsá átti ég upplýsandi spjall við Siggu Júllu, Einari Gunn og Arnór þar sem umræðan var utanumhald yfir afurðir sem kæmu út úr skógum þeirra, seldra sem annara, vinnustundum eftir kynjum. Sigga sendi mér Excel skjal sem tekur á öllu þessu. Auk þess að senda þetta á bændu og biðja að fylla inn og færa svo í grunn svo Einar geti fært heildartölurnar í útgefið rit þá mun ég einnig senda út jólatrjáabón, þ.e.a.s. fá það nokkurnvegin hvað hver bóndi hyggst höggva mörg jólatré á markað á komnadi jólum. Þetta skjal þarf að vera komið í hendur fyrir lok mars.

Sveitastjóarnmál

Á Mógilsá átti ég floott spjall við Siggu Júllu um sveitastjórnarmál. Það var ekki langt reyndar. verður vonandi rætt betur í næstu viku.

KPMG-bókhald

María reddaði tilboði frá KPMG, flott. Hlynur leitaði þó ekki til annarra, en það þarf að leita annarsstaðar, síðar, ekki strax, nóg annað að hugsa um.

Viðamagnsúttekt

Boggi á Hvammi hóf umræðuna. Átti löng ein innihaldsrík samtöl bæði við mig og mun fleiri. Mér finnst Boggi hafa helling til síns máls en að sama skapi vil ég alls ekki draga úr hvers lags uppgangi er varða skógrækt.

Málið er:

Á austurlandi höfðu Sherry og Hlynur ásamt fleirum, unnið yfirgripsmikla vinnu við umhirðumál á Héraðsskógasvæðinu. Þá var fjöli reita mældur í bak og fyrir. Þessir reiti á svo að nýta til að búa til meðhöndlunaráætlun, svipað eins og viðarmagnúttekt ætti að gera. Ekki bara það að vinna Héraðsskóga hafi veirð frábær (ekki bara að eigin sögn, HGS) heldur má vinna með nútíma tækni til að gera hlutina enn skilvirkari. LiDAR tækni. OG að endingu kemur framtíðin innan tíðar og það sem þarf að gera er að finna forritin til að vinna með fyrir framtíðina. Hlynur fór á Mógilsá á fund með Eddu og Arnóri um þetta. Haldið verður sama dampi en það er samt alltaf að svo mörgu að hyggja. Það eru nokkur mál varðandi þetta ósögð hér í þessum pistli, svo sem krónur og aurar.

Skógarfang

Fimmtudagurinn var langur og biljóttur. Byrjaði hjá Atvinnuvegaráðuneyti og svo á Hvanneyri, sjá fundargerðir.

Skrifstofuaðstaða í höfn

Hlynur fékk skrifstofu á föstudaginn á Nýsköpunarmiðstöð, Keldnaholti. Endurgjaldslaust þar sem einungis er um tvær vikur að ræða.

2. mars fæst aðstaða í Bændahöll, íha.

Fundargögn fyrir fyrirmannafund

Drjúg stund fór í að gera mikil fundargögn fyrir fundinn á bolludaginn kemur. nóg er að hugsa.

Ekki veit ég hvernig Hrönn komst yfir þetta djobb.

Vika 07 Fram og til baka

Fram og til baka

Ég er að uppgötva það að þetta starf mitt er fjölbeytt og viðamikið, allavega þessar fyrstu vikurt. Þó mér líði svolítið eins og ég komist ekki yfir neitt, þá skilst mér að þetta sé eðilegt. Ég er þó ekki að örvænta, það hlýtur að koma logn bráðum svo ég geti gert farið að vinna.

Skógarfang á Hvanneyri

Fundargerðin er klár.

Formannafundur

Á mánudaginn var flottur formannafundur... ég hef þó ekki enn náð að klára fundargerð.

Selfoss

Var á Selfossi á þriðjudaginn, tvísýnt með veður ef veðrið sást yfir höfuð vegna foks. Náði í nýtt visakort... en náði ekki að vikja það. LSE er því út úr korti sem stendur.

Nýskopunarmiðstöð

Ágæt aðstaða. Hitti á Eirík Þorsteinsson og spjölluðum við lítið eitt um timburstaðla. Fundinum sem átti að vera á mið var frestað vegna ófærðar á Hellisheiði.

Landbúnaðarsýning

Erum búin að tryggja okkur bás.

iPad

Ekki er hægt að kaupa meira í fríhöfn fyrir meira en 180.000 kr. Því þarf ég að semja við fleiri til kaupa í fríhöfninni.

Skógarsýn Hlyns

Vann töluvert um helgina á að útbúa lítinn fyrirlestur fyrir aðalfundi með aðildarfélögunum. Fyrirlesturinn er ekki klár, en myndirnar eru klárar.

Síminn

Spjallaði löng símtöl við:

Jóa Gísla

Maríu

Björgvin Eggerts

Rakel Jóns

Sóvleigu í Stóra Lambhaga

Þröst

Bjarka

Vika 08 Finnum fagnað

Fram og til baka

Skrapp til Finnlands á mánudeginum með Jóhanni Gísla og 21 öðrum. Jötunvélar sáu um för. á FB síðu LSE var léttvæg "dagbók" úr ferðinni. Komið var heim á fimmtueginum

Skrifstofa

Fékk nýja fundaraðstöðu. Nú er skrifstofa LSE í Bændahöllinni.

Vika 10 Bændaþingi lokið

Bændaþing

Bændaþing þar sem skógrækt fékk áheyrn. Jóhann Gísli sat þingið allt en Hlynur bara að litlum hluta.

Ráðamannahittingur VG-B-D

Að kvöldi mánudags fóru Hlynur og Jóhann á stúfana. Þeir byrjuðu að kíkja við hjá VG þar sem þeir hittu ýmsa ráðamenn og töluðu léttlega við ýmsa þar. Ráðherra Umhverfis, Mummi, og hans aðstoðarmaður Orri Páll. Auk þeirra voru Steingrímur J, Svandís Svavars, Rósa Björk, Andrés Ingi, Lilja Rafney, Ólafur Þór og Steinunn Þóra. Eftir góða samveru hjá VG fór Jói til B-listans og Hlynur til D-listans. Í Valhöll var góð stemning og marg um manninn. Í léttu spjalli í litlum hópum náði Hlynur að tali af Guðlaugi Þór, Vilhjálmi Árnasyni og Birgi Ármanns. Auk þeirra voru landbúnaðarráðherra Kristinn Þór og Jón Gunnarsson, Páll Magnússon og Þórdís Kolbrún. Hugsanlega voru fleiri fyrirmenni á svæðinu.

Skrifstofa

Skrifstofan verður æ heimilislegri. Sumir stjórnarliðar og formenn LHV hafa kíkt við.

Örfundur samráðstfundar

Öll stjórn LSE og formenn voru á fundinum. Þetta var stuttur fundur, skömmu fyrir samráðsfund sem fjallaði um taxta. Sjá næsta lið.

Samráðsfundur

Samráðsfundur LSE og Skógaræktarinnmar fór fram kl 13:00 í Mógilsá og Starleaf. Á staðnum voru (mis lengi): Þröstur skógræktarstjóri, Aðalsteinn, Sigríður, Hreinn og Hrefna frá Skógræktinni. Frá LSE komu: Jói, María, Maríanna, Sigurlína, Hraundís, Bergþóra og Hlynur. Á Starleaf voru Sighvatur og Sæmundur fyrir vestan, Bergsteinn og Valgerður fyrir norðan og Lárus fyrir austan.

Fundurinn var góður. 1) Sigga fór létt yfir starfsemina 2) Hrefna og Hreinn kom inn á samvinnu við sveitafélög. 3) Hreinn talaði um fjórföldun skógartar, Málafylgjuteymi 4)Taxtar (sjá neðar) 5) Næsti samráðsfundur. Hann verður væntanlega í nóvember og mun LSE sjá um hann. Hlynur mun á þeim fundi fara yfir farinn veg LSE á árinu, svipað eins og Sigga gerði á þessum fundi.

Í lok fundar hvatti Hreinn formenn, félagsmenn LSE og alltskógáhugafólk um að skrifa greinar í blöðin, bæði local blöðin sem og víðlesnri.

TAXTAR - LSE lagði fram eftirfarandi á fundinum:

Taxtar 2018 hækki um 6,9 % frá árinu 2017 og fylgi svo þróun launavísitölu 2018

Eðlilegt þykir að launaliðir milli ára hækki í samræmi við launavísitölu.

LSE leggur til að vinnu og launaliðir við skjólbeltarækt verði endurskoðaðir.

Tillaga Hvað varðar hugmundir um styrk til skjólbeltagerðar er verið að leggja til að vélastyrkur vegna skjólbeltagerðar lækki f.f. ári um kr 94.000 á km pr. einfalda röð. Að telja bóndanum innskatt til tekna er grundvallarmisskilningur hjá höfundi tillögunnar. Lagt er til að reiknaðir verði upp kosntaðarliðir við skjólbeltagerð og þá mun koma í ljós að jarðvinnsla, áburðargjög, plastlagning, ferging, gróðursetning og girðingar eru þeir liðir sem mest telja í kostnaði.

Pólland-video

Hlynur kláraði myndbandavinnslu á ferð til Póllands, verður aðgengilegt á YOUTUBE í apríl.

Alþjóðadagur skóga -video

Pétur Halldórsson hefur sett saman handrit fyrir video. Hlynur setur saman í næstu viku.

Blumenstein. styrkur

200.000 kr. styrkur var veittur til Björns Steinars Jóhannessonar (Blumenstein) fyrir að vinna og markaðssetja íslenskt timbur. Afurðiarnar verða á sýningu á HönnunarMARS og verður Björn með 20 mínútna fyrlestur auk þess í Hörpu á opnun hátíðarinnar.

Björn Bjarndal Jónsson og Hlynur hittu Björn í Heiðmörk á föstudaginn þar sem hann fór yfir málin. Í kjölfarið tóku þeir upp video á upptökuvélar Björns en Hlynur ætlar að sjóða það saman og birta fyrir næstu viku.

Vika 11 Allskonar dagar skóga

Brunavarnir í skógum

Á mánudaginn hjólaði ég í Mannvirkjastofnun á fund brunavarna í skóglendi. Verkefnið er langt komið og er loka yfirlestu rí gangi fyrir útgáfu bæklings. Meiningin er að gefa hann út í fjöldum þúsunda og dreifa á skógarbændur og sumarhúsaeigendur. Björn B Jónsson leiðir hópinn.

LOGO LSE

Enn veltir Hlynur fyrir sér logomálum LSE. Það virðist keki til vektor gögn nokkurstaðar. Hann leiðaði tilboða hjá Þrúði grafíker Óskars og öðrum um hvaæ svona teiknin gæti kostað.

Þorbergur Halti

Fín umræða á Starleaf hjá Þorbergi. Þar fjallaði hann um það að fjárstekir aðilar eins og lífeyrissjóðir ættu að huga að skógarkaupum.

Lobbý

Enn er fundað um fjármagn. Þessi hugsun kemur hægt og bítandi til ráðamanna.

Skrifstofa

Á þriðjudaginn kíkti Hlynur á Selfoss og hitti á Hrönn og hafði meðferðis til baka slatta af gömlu LSE dóti. Skrifstofan er nú öll í kössum, veitir ekki af tiltekt. Góður dagur

Umhverfisnefn Alþingis á Mógilsá

Fínasti fundir á Mógilsá. Fyrir fund sýndi Björn Traustason mér ýmsil. skemmtilegt í kortaheimum.

Þá hóft fundur og fengu Hreinn og Sigga gott hljóð og mikinn áhuga við flutning fyrirlestrar. Eftir fund fór aðalsteinn í stuttan göngutúr um skóginn fyrir þá sem höfðu áhuga.

IÐNÚ

Eiríkur Þorsteinsson, Björn BJ, Björgvin, Gústaf og ég hittum félaga Völund og Heiðar í Iðnú í Brauðarholti 6. Flottur fundur, gæti hleypt lífi í gerð kennsluefnis í málum viðargæða.

Tilveruréttur LSE

Hressilegar umræður spunnust þegar Hlynur kallaði eftir afurðaupplýsingum meðal formanna LHV. Skógræktarfélag Íslands hefur frá áraöðli safnað upplýsingum um tölur úr skógum landsmanna. Þetta hreyfði við LSE mönnum og kom Hlyni satt að segja hressilega á óvart. En það er gott að hrissta sig öðru hvoru, þá verður maður bara hressari eftir á.

Hönnunarmar, Blumenstein

Björn Steinar Blumenstein hélt fyrirlestur. Í óspuðrum fréttum komst Hlynur að því að Björn hefði staðis sig vel fyrir hönd skógarafurða. Síðar var haldið upp í Heiðmörk þar sem sjálf sýningunni var steypt á stokk.

Café París

Fyrir fund fjálaganefndar var snætt á Café París. Hlynur mætti snemma. Þar, akkurat þra, hitti hann þrjá sem hann þekkt. Ingunni Snædal, Ingibjörgu Dögg ristjóra Stundarinnar og JR. Góður Karfi var fram reiddur.

Fundur með FJÁRLAGANEFND

Hlynur, Hreinn, Sigga og Jonatan mættu á fund. Tíminn var allt of fljótur að líða. Heilt yfir gekk þetta vel og virtust flestir fundarmenn ánægðir. Willum Þór stírði fundi vel og minntist í gríni á gerfigras hjá fjármálastjóra Gulla. Flestar spurningar komu frá fólki flokksins og pírötum og voru þær mjög uppbyggilegar. Að sjálfsögðu komu spurningar frá fleirum og allt var þetta uppbyggilegt. Sú frá vinstri grænum kom inn á LSE mál þegar spurt var um umhirðu og grisjun. Bjarkey hitti naglan á höfuðið og hefði ég viljað gefa henni lengra svar en hún flekk.

VIDEO- Pólland

Tæknilegir örðuleikar komu upp í video með Pólland. Það verður lagað við tækifæri.

VIDEO- Alþjóðadagur skóga

Föstudagurinn átti að fara alfarið í að klippa video fyrir Alþjóðadag skóga, það gekk ekki alveg vegna annara mála. Unnið var þó fram til miðnættis. Laugardagurinn var langur og var klippt fram til miðnættis. Videoið er alveg að verða fínt.

Vika 12, Norður

Alþjóðadagur skóga

Mikið kapp var lagt í að klára myndband fyri Alþjóðadaga skóga 2018. Það gekk og erum við Pétur Halldórsson nokkuð sáttir við það.

Hádegisfundur á Alþjóðadegi skóga

Á Hóteli niðri í bæ var súpufundur þann 21.mars sl. sem er Alþjóðadagur skóga. 7 þingmenn komu og var góðmennt. Jói Gísli færði Mumma plöntustaf að gjöf. Við fögnum þeim fjölmiðlum sem komu og kom frétt um þennan hádegisfund á Vísi MBL og víðar held ég.

LS og skógrækt

Unnsteinn hjá LS tók vel í að LSE skilaði inn tillögu að samvinnu félaganna.

Aðalfundur félags skógarbænda á Norðurlandi

Flottur fundur og flottum stað. Sjá frétt.

Ég fór að laga heimasíðuna þeirra, er enn í vinnslu.

Fundað um sveitastjórnir

Ég átti óformlegan fund með Hrefnu, Rakel og Benna um hvað gengi eiginilega á varðandi umsóknir til skógræktar sem ekki var hægt að fylgja eftir, væntanlega vegna tregðu sveitafélaga. Á meðan sum sveitafélög standa sig með eindæmum vel eru sum treg. Hvar stendur hnífurinn, í kúnni? hjá sveitafélagi? hjá Minjastofnun? hjá Skipulagsstofnun? Hjá landeigendum? Undarlegt mál alveg hreint.

Sveitastjórnir og CO2

Brynjar Skúlason er að gera forrit sem nýst gæti bæjum, sveitaflélögum og fleirum til að sjá in-Out í CO2. Þetta er eitthvað sem skoðað verður betur.

Skíði í Hlíðarfjalli

Laugardagurinn, Sunnudagurinn og mánudagurinn voru skíðadagar. Hlíðarfjall var málið. Góðir dagar, vantar bara meiri gróður upp í fjöllin.

Vika 13, PáskaFinnska

Finnska-videoið

Ég tók mér frí á Páskadag, annars hef ég varið öllu fríinu í að klippa Finnaka Jötunn videoið, það gengur vel, en náði ekki að klára það allt.

Bókhald

Á öðrum pAskadegi eyddi ég 3 tímum í bókhald. þvílíkt og annað eins pappírs fargan og það á gerfihnattaöld.

Viðarmagnsúttekt

fengum vilyrði um styrk úr "óvanætri" átt.

Vika 15, Fagráðstefnan

Fundir á þri

Fundaði á Akureyri, tveir formlegir fundir en fullt af spjalli við skógarfólk

Fagráðstefnan

Nokkuð góð ráðstefna

Brot í söguna

Venjulega skrifar maður texta í tölvu og notar til þess töluskjá... hann er nú ónothæfur, hann brotnaði.

Ungskógaumhirða

Kenndi á Hvanneyri á laugardaginn 14.apríl. Það var góður dagur.

Vika 16, Meeeee í lerki

VIKA 16

16.-22.apríl 2018

Bókhald

Hrönn kom á miðvikudeginum og við fórum saman yfir bóhald.

Samtal við skógarbændur

Skógarbóndinn á Kloppjárnsstöðum hringdi og átti gott samtal.

Uppgjör

Klárað var allt útistandandi uppgjör sem Hlynur vissi um.

Meee og lerki

Guðríður í Kelduhverfi ætlar að hitta mig í næstu viku og spjalla við mig um beitarskógatilraun sína.

LiDAR

Ellert í Svíþjóð sagði mér frá LiDAR. Áttum um klst langt samtal. Meira um spjall í viku 18 (hann er í Biolovitsa vikunni á undan). Boggi í Hvammi hringdi svo sama tag, tilviljun.

Aðalfundur FSS

Á laugardeginum var flottur fundur FSS í Hveragerði. Fjallað verður nánar um fundinn í fundargerð en utan þess áttum við Björn Steinar Blummenstein og Sóley Þráinsdóttir gott samtal í hádegishléinu. Vonandi verður framhald á þeim umræðum með tilheyrandi videovinnslu.

Vika 17, Enn grænni skógar

23.-29..apríl 2018

Brunamál

Stefnt er á að ljúka störfum þessarar nefndar í maí. LSE á eftir að greiða 250.000 kr upplegg bæklinga. þann 12 maí ætlar Haukur og Slökkvilið Árneshrepps að kveikja í húsi í Hveragerði. Hlyni er boðið að koma og mynda.

Ritari landbúnaðarráðherra

Hlynur hitti ör-stuttlega á Guðnýju Steinu Pétursdóttur í húsakynnum Landbúnaðarráðuneytisins.

Timburgæði

Í Nýsköpunarmiðstöð hittust Eiríkur, Björn, Óli og Gústaf. Rætt var um næstu skref timburgæðamála. Þörf er á fjármagni. Stefnt er að heimsókn til Svíþjóðar í haust (átti að vera í maí, en því var frestað á fundinum).

Meee og lerki

Guðríður í Kelduhverfi hitti mig á þriðjudaginn og mikið sem það var góður fundur. Næst ætlum við að reyna finn aokkur tíma í sumar til að fara betur yfir gerð fræðsluefnis í myndbandi.

Johan heldur í Heiðmörk

Danski skúlptúrsnillingurinn, Johann frá Skorradal, hélt námsekið í Heiðmörk. Þetta var prufunámskeið einungis fyrir útvalda í geiranum. Sævar Hreiðarson var frumkvöðulinn að þessu. Námskeiðið tóks vel.

Ráðstefna - Verndarsvæði og þróun byggðar

Á fsötudaginn hélt Sigurður Gísli Pálmason og félagar ráðstefnu í Vigdísarhúsi hér rétt við Bændahöll. Ég mætti og María Elínborg var þarna líka. Ekki voru aðrir greinilegir skógarmenn á glámbekk. Ráðstefnan var góð og fróðleg og ég sé jefnvel fyrir mér að eitthvað sitji eftir meira að segja... bara hvað það verður.

Grænni skógar 1

Á föstudaginn hófst ný námskeiðsröð Grænni skóga 1. Hún hófst með fyrirlestri Páls Sig á Hvanneyri. Spennandi 3 ár framundan hjá þessum hópi.

Oddsstaðir

Alveg ótengt LSE. Um helgina fór ég til Guðmundar Sig í Oddstaði til að grisja lítillega.

Maður má ekki hætta að grisja og buxur upp hysja.

Enn er ég með skjálausa tölvu. Vona að Origo hafi samband við mig í næstu viku.

Vika 18, Svarta bókin litla

30. apríl -4.maí

Svarta bókin

Á Verkalýðsdaginn krotaði ég í litla svarta bók hugmyndir að ávinningi skógræktar og landbúnaðar.

KBMG Hulda

Við Hulda fórum yfir bókhald. Appið var kynnt til sögu og Hulda fékk "sýni" aðgang að heimabanka LSE.

Hjólað

Náði að hjóla smá í vinnuna þessa viku.

Tölvuskjár

Tölvan var löguð á föstudaginn.

Ársfundur Umhverfisstofnunar

Ég lét sjá mig á Ársfundi Umhverfisstofnunar. Það var mjög fjölsóttur fundir, þrátt fyrir fannfergi þennan föstudagsmorgunn.

Fyrirlestur Landslagsarkítekts

Í lok vinnudags á föstudaginn fór ég á fyrirlestur hjá FÍLA og LBHI-umhverfisskipulag. Þar fór ýmislegt fram, m.a. kom Vancouver hugmynd -Urban Forestry.

Helgarteikningar

Helgin fór svolítið í teikningar fyrir bækling.

Vika 19, Ráðherrafundir

7.-12.maí

Fundur með Landbúnaðarráðherra

Við Jói, og Sigurður hjá BÍ hittum á Kristján Þór Júlíusson og Rebekku ritara hans og fórum yfir tillöguna sem var lögð á bændaþingi fyrir nokkru. JSkildum eftir minnisblað. 30 mín

Fundur með Umhverfisráðherraliði

Við Jói hittum Björn Barkarson og Orra Pál aðstoðarmann umhverfisráðherra. góður fundur þar sem farið var yfir Jólatré, Umhirðu, Kolefni, og fleira. rúm 1 klst

Vígsla Bálskýlis á Laugarvatni

Ég, ásamt Birni Traustasyni fórum á Laugarvatn til að fara yfir drónamál annar svegar og hins vegar upptökur á vígslu Bálskýlis.

Vika 20, Fjárlaganefnd

14.-20 .maí

Fjárlaganefnd

Quartettinn fundaði með fjárlaganefnd. Miðvikudagsmorgunn kl 11 komu Hlynur, Hreinn, Sigga og Jónatan saman og hittu fjárlaganefnd alþingis á Austurlavelli. Fundurinn var í um 30 mín og gekk vel.

Rólyndisvika

Þessi vika fór aðallega í persónuleg mál og endaði á ferð til Brussel.

Vika 21, Brussel

21.-26 .maí

Europe Forest House, BRUSSEL

Að morgni þriðjudagsins 22. maí hitti ég þær Laura Salo, skrifstofustjóra (office manager) og Hélène Koch, ráðgjafi (CEPF Policy Advisor). kl 8:30 mætti ég á skrifstofuna og kl 10:30 var ég farinn. Mér var boðið til setu í fundarsalnum þar sem útsýnið er yfir torg og að húsi sem er ESB þinghúsið (parlament). Eftir smávægilegt létt spjall þar sem mér var sagt að bæði Laura og Meri Siljama væri frá Finnland (Latti), Heléne væri Belgísk og Fanny-Pomme kæmi frá Frakklandi. Auk þess nefndi Laura að vinnir hennar kölluðu hana í gríni “DJ-LULUCF”. Laura og Heléne eru menntaðar í skógarfræðum, að mestu frá Finnlandi en hafa þó viðar komið við.

Laura kveikti svo á tölvu og setti af stað glærushow þar sem hún fór yfir starfsemina. Það má í raun segja að starfsemin sé nákvæmlega eins og LSE. Stelpurnar í húsinu eru starfsmenn nefndar sem tekur helstu stefnu-ákvarðanirnar fyrir Evrópusamtök skógarbænda. Starfið fellst í að koma upplýsingum frá rót í topp, þ.e. frá bændum til æðstu koppa í ESB. Meira má lesa um þetta í frétt hér á síðunni. Annað sem mér fannst áhugavert var "toolboxið" þeirra. Þetta er got að hafa svart á hvítu.

CEPF lobbying and communication instruments.

Statemants

Position papers

Letters

Amendments and Voting Lists

CALL FOR ACTION mobilise the network

Key messages

Evaluation report /No paper

Members Update

Brochure and Key messages

website, website news, and Newsletter

Eftir flotta kynningu varpaði ég nokkrum fyrir fram ákveðnum spurningum til þeirra.

- Það kostar 2000 euros á ári á vera í samtökunum. Ein lítil samtök eru í Grikklandi, áþekk LSE. Munurinn er að þau nálgast styrki betur þar sem Grikkland er í ESB.

- Ársfundur 2018 verður í Svíþjóð eftir tvær vikur óg Írland verður þar með áheyrnarfulltrúa þar sem þeir eru að gera sig líklega að vera með. Á næsta ári verður ársfundur CEPF í Portúgal og mögulega gæti Ísland (LSE) verið þar sem gestur en það þarf þó að fara í nokkurskonar naflaskoðun fyrst. Ég veit ekki alveg hvað það felur í sér annað en að LSE verði samþykkt sem viðurkennd samtök á Evrópska vísu.

- Ég spurði út í styrki, en fékk bara þau svör að helst væri að fá styrki í gegnum háskólastofnanir. td. SLE og KU.

- Ég spurði út í gæðastaðla en þær töldu þessa spurningu vera frekar tæknilega fyrir þær og minntust bara á að IKEA ynnu eftir stöðlum.

- Drone er algerlega málið og nú þegar er eitt stórt kompaní í Johensuu í Finnlandi komið vel af stað. Þessi tækni er enn dýr en hún er þó framtíðin.

- Léttlega minnist ég á að mynda tengsl með fræðsluferðum milli Íslands og Evrópu. Við það er ekkert að bæta nema að það gæti verið skemmtilegt. Þær eru allavega fúsar til að aðstoða eitthvað.

- Loks minntist ég á Írland og Skotland og hvort þau hefðu einhver tengsl þangað. Eftir langt spjall vissi ég svarið nokkurn veginn. Írland er ekki komið inn í flotann og því kannski enginn einn til að benda á beint. Hún hafði þó nöfn og tengsl sem mætti reyna notast við. Ég er sem sagt að hugsa um tengingu fyrir íslenska bændur til að skoða aðstæður á Írlandi, ferð. Ég ætla spyrja hana nánar út í þessi nöfn síðar.

Tíminn leið og ég þurfti að fara drífa mig heim á hótel því við ætluðum að fljúga til Íslands eftir hádegið. Ég kvaddi þær með íslenku lakkrís-sælgæti (Hjúpur og pipar-Opal) sem þær voru yfir sig hrifnar af og einni Lindifuru ilmolíu frá Hraundísi. Sendi svo á þær link á videoið hennar á Youtube.

Laura sótti svo nokkra bæklinga fyrir mig og vill svo skemmtilega til að hún sjálf setur þá upp (InDesign) og hrósaði ég henni í hástert fyrir það. Þær spurðu mig hvort ég væri skráður að fréttabréfinu þeirra og ég taldi svo vera. Ég ætti þó að kanna hvort það sé ekki örugglega rétt.

Mjög góður fundur í alla staði. Vonandi verður þetta til einhvers alveg meiriháttar.

Brunabæklingurinn

Ég varði deginum alfarið innandyra. Kannski vegna þess að ég var hræddur um gróðurelda eða jafnvel einhvers annars.

Hér er frétt.

Finnland

Reynt var eftir fremsta megni að einbeita sér að klára videoin frá finnsku vélaferðinni. Þrjú video eru klár, eitt þraf að laga og eitt er alveg eftir.

Skógarfang

Stuttur símafundur var á föstudaginn.

Vika 22, Fósturlandsins Freyja

28.maí -3.júní

Dagskrá stjórnarfundar

Dagrkána fyrir stjórnarfundinn kláraði ég að mesu.

Freyja ritar aðalfund

Ég hitti Freyju og það var þræl gaman. og já, hún er til í fundaritararslaginn á næsta aðalfundi LSE.

Könnunin til bænda (2017)

Við Arnór hittumst og fórum yfir könnunina. Hann var mjög ánægður hvenrig ég hafði sett hana upp. Enn eru þó nokkrir punktar sem þarf að færa í stílinn. Vona að ég nái að klára það fyrir stjórnarfund.

Finnland "klárað"

Finnland-videoið kláraðist. Ég setti það á youtube-kvikland þar sem ég náði ekki í fulltrúum Jötunnvéla. þeir eru vonandi sáttir við það. Auk þess sem ég sendi línu á Janne í Finnlandi.

Kurlari

skoðaði flottan kurlara

TTS-herfi

Hefði farið, en komst ekki. Guðmundur í Geirshlíð ásamt Gautastaðabóndanum Halldóri fóru í Húnavsýrslu og skoðuðu þar norðlenska herfið í action. Það olli þeim vonbrygðum þó svo að græjan sé alls ekki slæm.

Vika 23, 120 stjórnarfundur

4.-10. júní

120 stjórnarfundur

Mikið púður fór í stjórnarfundinn þessa vikuna. Fundurinn tókst vel. Frágangur eftir fund hófst strax daginn eftir með ýmsum emailum og þess háttar.

Finnland-video

Finnlandsvideoið var álitið frágengið. Í lok viku hafðu Gunnar hjá Jötunvélum samband og vildi tæknilega aðstoð við youtube. Við ætlum að færa videoið frá Kvikland áskriftinni yfir á Jötunn.

Fræstir girðingastaurar

Unnið var nýtt video um fræsta girðingarstaura. Ég lofaði Magnúsi Þorsetins, framsögumanns, að láta hann vita þegar videioð yrði klárt en hef hvorki hans email né síma. Smá vesen. En ég þarf samt hans samþykkis.

Heimsókn á skrifstofu

Sigrún Hrönn leit við á skrifstofunni einn morguninn. Umræðan var aðallega framlög til ferðalaga stjórnarmanna, ég hafði ofgreitt henni. Nú hefur það verið leiðrétt. Góður fundur.

Ragga hjá Skógræktarfélagi Íslands

Ég kíkti í bækistöðvar SÍ og hitti Röggu. Við ræddum um það hvernig hentugast væri að dreifa eldvarnarbæklingnum.

Umhverfismatsdagur 2018

Í Vigdísarhúsi var ráðstefnan "Umhverfismatsdagur 2018" (fim). Ég hlýddi á þrjá fyrirlestra þar sem ég var að missa einbeitinguna þó fyrirlestrarnir hafi verið fínir. Ég fór því á skrifstofuna og vann samhliða því að hafa STREYMI á youtube. Ég tók nokkra punkta.

Guðmundur Ingi (Mummi umhverfisráðherra)

- Ætlar að auka við framlög til félagasamtaka (umhverfisverndarsamtaka) svo þau geti betur tekið þátt í í ferli við áætlanir umhverfismála.

-Vill ráðast í heildarathugun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Ólafur Árnason, fagstjóri skipulagsmála EFLA (og gamall kennari minn)

- Hefur unnið við MÁU síðan 2004

- Hvert er vægi mismunandi mats. Vægiseinkunn og gagnsæi

- Skilgreiningaleikur.

Einar Jónsson, Skipulagsstofnun. Greining á víðernum, aðferðir.

- Vill að framkvæmdaaðili kortleggi sjálfur, þó eftir samþykktum viðmiðum í lögum og aðferðum. sem sagt, að þetta sé heiðarlega gert.

Vika 24, Akureyri

11.-17. júní

120 stjórnarfundur

Ég bað Maríu að fara yfir fundagerðina en hún hafði ekki tíma svo ég bað Sighvat um að gera svo, sem hann gerði.

Könnun til skógarbænda 2017

Við Arnór hittumst á föstudaginn. Könnunin er langt komin.

Akureyri

Á miðvikudaginn fór ég á Akureyri til að mynda video á vegum Skógræktarinnar. Veðrið var gott og stemningin samt betri.

Ragga hjá Skógræktarfélagi Íslands

Í vikunni á undan kíkti ég til Röggu hjá skóg Ísl. . Við ræddum um það hvernig hentugast væri að dreifa eldvarnarbæklingnum. Samkvæmt skráningu 2018 eru meðlimir LSE 768 og af þeim eru 224 líka skráðir meðlimir Skógaræktarfélags Íslands. Okkur Röggu fannts þetta ekki afgerandi. Þá kom sú tillaga að auglýsa bæklinginn og þeir sem vildu gæti nálgast hann til SÍ og LSE eða fengið sendann.

Landbúnaðarsýning

Lítið gerist finnst mér í efnum LSE gagnvart þessari sýningu. Tveir hafa sýnt áberandi áhuga á að vera með í sýningunni, Hraundís og Magnús með fræstu girðingastaurana. Ég (LSE) hef nú greitt 50% af verði bássins. Ég fékk líka svar frá tæknimanni sýningarinnar, Guðna Sigfússyni, þar sem beðið erum hönnun á bás.

Vika 25, Rignir í Reykjavík

VIKA 27

18.-24. júní

Myndabadagerð

Halldór Sverrison fékk video um aspir.

Könnun til skógarbænda 2017

Við Arnór hittumst á föstudaginn. Könnunin er lsvo langt að hún má eiginlega fara úr hreiðrinu.

Stutt vika

Þessi vika var stutt

Vika 26, Aðalfundur á Vestjöfðum og könnun

VIKA 26

25.-1. júlí. júní

Könnun til skógarbænda 2017

Við Arnór teljum könnunina klára. Begga á Hallormsstað hjálpaði til við nokkur tæknileg atriði. Sent út á LSE sjórn og formenn og sumir svöruðu, jákvætt. Könnun var svo send út á sunnudeginum 1. júlí kl 14:47. í kjölfarið fékk ég email um fullt af röngum emailum eða eitthvað tæknilegt sem ég skil ekki, En könnunin fór út, ásamt frétt.

Landbúnaðarsýning

Lagðist létt yfir það og sendi email.

Aðalfundur Félagsins á Vestfjörðum

Fundurinn var á Vestfjörðum. Ég keyrði frá Grundarfirði og lagði af stað kl 7:00, í Hestfjörð og til baka kl 20:00. Þrælgóður fundur.

Stutt vika

Kom einungis til hefðbundna vinnu á fimmtudeginum.

Vika 27, Annað slen

VIKA 26

2.-8. júlí.

Könnun til skógarbænda 2017

Eftir vikuna hafa fengist 21 jákvæð svör. Ég áttaði mig á að ég hafði gleymt einum landshluta en ég vona að Sighvatur fyrirgefi mér þar.

Landbúnaðarsýning

13 vikur til stefnu, ekkert gerist.

Alþjóðadagur skóga 2019- fræðsla

Við Óli Odds og Pétur H funduðum á fimmtudagsmorgun. Magarr skemmtilegar hugmyndir. Pétur ætlar að senda email á Stundina okkar.

20 hrymir, afmælisgjöf

klippti video af gróðurestningu á Hvanneyri.

Ritnefnd

Bras hefur að fæða ritnefndina, "fæða" í merkingunni að koma saman og vita hvað hún á að gera. Í lok viku talaði ég við Tjörva hjá BÍ. Líklega er þetta farið að skýrast núna.

Gróðureldabkælingur

Enginn hefur enn pantað

Umhverfisstafna landbúnaðarins

Sigurður Eyþórsson skipaði mig í vinnuhóp, ásamt eftirfarandi:

Ingvar – 893 0120 Margrét – 659 9400 Unnsteinn – 899 4043 Hlynur Gauti – 775 1070 Katrín María – 893 1363

Slen

Var veikur alla vikuna, Ekki fárveikur, en samt hálf-veikur. Það mikið að ég vildi halda mig heima, en vann þó eitthvað.

Vika 28, Sumarfrí aðallega

VIKA 28

9.-15. júlí

Könnun til skógarbænda 2017

Henni var fylgt eftir. Sendur út póstur beint á bændur. Ýmis svöf frá bændum fengust. Nú hafa 36 svarað könnuninni.

Bændahalladagurinn

Einum degi var varið í vinnu þessa vikuna. Það var fimmtudagurinn. Þá um morguninn hitti ég Hraundísi á Gló. Hún var furðu hress. Seinna um daginn las ég yfir fundargerðir.

Vika 29, Súrefni

VIKA 28

16.-22. júlí

Könnun til skógarbænda 2017

41 hafa svarað könnuninni.

Súrefni.ehf

Aríel sælist eftir drona myndum af skógum vegna "einstaklings-kolefnis-jöfnunar".

Selfoss

Fór á Selfoss til að hitta Hrönn og Björn. Hrönn forfalliðst svo við Björn áttum gott spjall.

Annars var þetta róleg vika, en næsta vika verður það líklega ekki.

Vika 30, Hvolpasveit

VIKA 30

23.-29. júlí

Ritnefnd

Í vikunni varð ritnefndin fullskipuð, Agnes, Sigurkarl, Helga, Alla og að lokum kom Hildur. óformlegt samkomulag við Bændablaðið var einnig ert en mun fyrsta grein undir hausnum "Við skógareigendur" birtast í næsta prenti, 2. ágúst.

Hlutverk ritnefndar

Helsta hlutverk ritnefndarinnar er að vera með puttann á skógar-púlsinum í sínum landshluta og jafnvel víðar. Ritnefnd leitar eftir greinum til félagsmanna, eða annara, til að skrifa og aðstoðar eftir óskum. Nefndarmenn eiga ekki að vera sjálfir að skrifa lon og don en að sjálfsögðu væri það alveg magnað. Ritnefndin fær loks grein til yfirlestrar, rýnir hana og lagar eftir atvikum. Eftir það ferli má hún birtast undir hausnum „Við skógareigendur“ í Bændablaðinu.

Vinnuhættir ritnefndar

Til að byrja með verður unnið með tölvupóst-samskiptum en hugur er fyrir því að færa sig yfir í nútímavæddara form, svo sem Dropbox eða jafnvel Trello. Með Trello (eða álíka kerfum) má hver og einn lagfæra hvert skjal (komi til þess) í rauntíma og óþarft er að senda á milli. Aðgerðir eru greinilegar og auðvelt að rekja hver gerði hvað.

Aðalfundur 2018

Hrönn fór með mér yfir fullt af atriðum varðandi skupulag fyrir og á næsta aðalfundi. Mín bíður greinilega töluverð vinna.

-Við María ætlum að hittast og fara yfir þessi mál um miðjan ágúst.

-Halldór skógarverðmetari ætlar að hitta mig um miðjan ágúst og fara yfir skrif á ritgerð sem hann ætlar að skrifa frá LBHI um verðmatamat skógarjarða.

Símtöl

Spjallaði við þrjá sem vert er að minnast á.

-Við María höfum margt að spjalla, Líklega stóð aðalfundurinn þar uppúr, en einnig þarf að huga að landbúnaðarsýningunni.

- Við JóiGísli spjölluðum um bara allt, Aðalfund, landb-sýning, skógarfang og Héraðsmótið.

- Boggi á Hvammi hringdi. Við spjölluðum um tvennt tengt drónum. LiDAR að mæta á svæðið og þas sem var enn áhugaverðara, DroneSeed aðferðin. Jeg hef sent tvær fyrirspurnir á þá en engin svör fengið.

Könnun til skógarbænda 2017

42 hafa svarað könnuninni. ætla mér að senda þriðju áminninguna eftir Versló.

Hvolpasveit

Ég teiknaði Hvolpasveit, nú er bara spurning hvort og hvernig hún veðrur birt.

Þetta var frekar annasöm vika, sérstaklega fimmtudagurinn frá kl 06:00 - 19:00.

Vika 31, Stefnt skal að ýmsu

VIKA 30

30. júlí-5.ágúst

Ritnefnd-Bændablað

Fyrsta greininn frá "Við Skógraegendur" kom í Bændablaðinu, húrra

Aðalfundur 2018

Aðeins fór fyrir skipulagi þessa vikuna, Talaði t.a.m. við Formann bændasamtakanna og bauð hann óformlega á fundinn. Hann fær formlegt boð síðar.

Símtöl

Átti gott spjall við Bjarka í Skógarafurðir. Hann vildi vera með okkur á bás á Landbúnaðarsýningunni og tók ég honum fagnandi. Nú eru samt einungis þrír búnir að melda sig. Gott væri að fá amk einn frá Norðurlandi og einn frá Suðurlandi.

Könnun til skógarbænda 2017

43 hafa svarað könnuninni. Ætli ég minni ekki á þetta eftir Verslunarmannahelgina í treðje gang.

Fundir og samverur í águst

Stefnt er á fund 20. ágúst hjá Skógarfang

Stefnt er á fund með Viðargæðum um miðjan mánuðinn

Stefnt er á Stjórnarfund LSE 10.sept (eða fyrr)

Stefnt er á að hitta Maríu einhvertíman um miðjan mánuðinn

Stefnt er á austurför um miðjan mánuðinn, mun hitta Maríu fyrir eða eftir það.

Stefnt er á að hitta Halldór 3.árs nema í skógfræði um miðjan mánuðinn

Stefnt er að fundi með Umhversnefnd Landbúnaðarinns (eða hvað það hét) einhvetíman í ágúst

Stefnt er á "framtíð Landbúnaðar á Islandi" (tveir dagar) group-work í lok ágúst

Stefnt er á tónleika með Stevie Wonder í Boston 1. september.

Vika 32, Verslunarmannahelgin

VIKA 32.

6.-12. ágúst

Stutt vika.

Lanmdmannalaugar

Við Kolla fórum á rúntinn upp í Landammanalaugar á þriðjudaeginum. Þar var rok. Við komum aftur noiður og rúntuðum um Landeyjarsveit. Ékki vinna.

Miðvikudagur

Svara emailum. Fór og lagðist yfir framsögutækni og þannig. Bæði á Lynda og youtube.

Trjáprýði

Á fimmtudeginum hitti ég Orra Arborista og myndaði hann fella tré á Óðinsgötu 19.

Gulli var í Vankúver

Átti langt og gott spjall við Gulla, Hann er til í að hafa framsögu á Aðalfundi á Hellu.

Helgin

Átti mjög gjöfult spjall við Svavar Halldórs, í amk 2 klst.

Vika 33, AðalfundarExcelskjal.

13.19. ágúst

Fundað og fundað

Fundaði með (Hrönn), Jóa og Maríu um aðalfund

Kolefnismál

Ræddi stuttlega við Þröst um kolefniskönnun, sem ég hafði sett upp. Ætla ekki að setja könnun af stað, að svo stöddu.

Brennimerki

Bað um að gera fyrir mig lítið LSE bennimerki hjá isspos@simnet.is, Sveinn.

Harður diskur

Fékk harðan disk til bæði öryggis og archive.

Skóg Ísl.

Hitti Röggu og Brynjólf og átti gott spjall.

Aðalfundur

Sendi út Excel skjal á formenn. Segja má að allar helstu upplýsingar komi þar fram og eru formenn beðnir að vinna eftir því.

Matarboð á laugardeginum

Vika 34, Vindur um eyru.

20.26. ágúst

Vifta

Fjárfesti í viftu. Oft er þörf á lofti. Var nýlega búinn að fjárfesta í "dagljósabúnaði".

Skógarfang

Á mánudaginn var Skógarfangsfundur á Suðuslandi. Hittumst í Hrosshaga, svo Friðheimar, þá Límtré/vírnet og loks Snæfoksstaðir.

Gæðamál timburs

Gott skrið komst á þessa nefnd. Sævar er betri enginn, kemur mjög sterkur inn. Trello verður notað þar sem utanumhald.

Skjólbeltaklippur

Fór með Sæma á Hvanneyri og svo í Laxaborg í Dölum til að saga skjóbelti niður með nýjum græjum.

Framtíð ísl. landbúnaðar

Á tveimur dögum var skemmtileg samkoma þar sem unnið var með sviðsmyndir. X-as = verð/gæði og Y-ás = lítil/mikil afskipti stjórnvalda. Mjög gagnlegt og mun KPMG vonandi skila góðri skýrslu sem stjórnvöld geta nýtt sér.

Verð á skógi

Ég hitti Halldór Eiríksson sem er viðskiptafræðingur og skógræktarnemi í LBHI. Við fórum yfir mögulegt verðandi verkefni hans. Næst ætlar hann að hitta Bjarna Diðrik.

Basl við bæt

Origo reyndi tvívegis að hjálpa mér með nýjan 8TB harðan disk. Hann er hægur, en það er ok, en hann krassar reglulega, nýr diskur. Vandamál sem enn er óleyst. (Birkir já Origo)

Aðalfundur og Landbúnaðarsýning

Aðlamál vikunnar og næstu vikna er undirbúningur aðalfundar. Ég hef engan samanburð og því vil ég nota orðalagið að "þetta gengur vel". Það sama má segja um Landbúnaðarsýninguna, en María kemur mikið við sögu í báðum málum sem er bæði gott og mjög eðilegt. Opnaði fyrir skjal á ggogle-sheet sem ég vil að allir stjórnendur vítt og breytt noti.

https://docs.google.com/spreadsheets/d/186s4cy1WmE0bHWTagUdArvlTPnU7Ehn_Jg_3hIFaAIA/edit#gid=1253402589

Stjórnarfundur

Ákveðið var að næsti stjórnarfundur yrði 6.sept. Búið að panta fundarherbergi og flug fyrir Jóa. Aðrir koma keyrandi.

Vika 35, Stevie Wonder

27. ágúst - 2.sept.

Stevie Wonder

Hlynur fór til Boston í frí í viku. Tónleikar með Stevie.

Vika 36, 121. stjórnarfundur LSE

3. sept - 9 sept

Viðburðarík vika

Boston og öklinn

Ég kom til vinnu eftir för til Boston á miðvikudaginn, úti hafði ég snúið mig á ökla svo nú fer ég hægt yfir.

Trello

Trello forritið er snilld, það sjá allir sem prófa. Fjalar hjá Nýsköpunarmiðstöð hélt stutt Trello námskeið fyrir gæðatimburshópinn. Sem stendur notar ritnefnd þetta og nú senn gæðaviðarhóinurinn. Nú þurfa bara fleiri að nýta sér þetta. t.d. stjórn.

Afurðakönnun 2017 líkur.

60 svör komu í könnunina, nú er bara að vinna úr henni, Ég mun gera það.

Kannanirnar tvær

Góð svörun í þeim báðum eða um 60 í hvorri. Hún á eftir að standa í 3 vikur til viðbótar.

Ertuygla

Böddi lét mig vita af ertuyglu sem er farin að grassera á Suðurlandi. Gerði um það frétt og sendi á sunnlendinga.

Stjórnarfundur 121

Þrælskemmtilegur fundur, mikið rætt. Aðallega þó Aðalfundur og Landbúnaðarsýning.

Póstur til Skandenavíu

Á sunnudaginn sendi ég email til Ellen Alfsen þess efnis að fá fyrirlestar til Íslands á aðalfund LSE. Spennangi að vita hvort ég fái svör.

Landbúnaðarsýning

Ég, María og Hraundís hittum Jón Þór nokkurn sem sér um básana á sýningunni. Það var brake through fundur þar sem hugmyndir fóru að vakna. Eftir þennan fund hefur toppstykkið mitt mikið unnið og hugmyndir flætt.

Flúðir og filma

Á föstudaginn var veðrið gott. Ég hitti Agnesi og Guffa á Galtarlæk og ég myndaði hunangsflugur. Fékk hunang að gjöf, Góð heimsókn.

Svo fór ég að sjá skífuvél Guðmundur Magnússon á Flúðum. Það var stórkoslegt. guðmundur og Anna kona hans leistu mig út með heimamíðuðum gjöfum, píramída og smjörhníf úr ösp. Góð heimsókn, guðm verður 81 árs á morgun.

Versta var að dróninn fór ekki á flug þennan daginn, tæknin eitthvað að stríða.

Vika 37,

10. sept - 16. sept

Aðalfundur

Boðsbréf send.

Trello

Trello forritið er snilld, það sjá allir sem prófa. Fjalar hjá Nýsköpunarmiðstöð hélt stutt Trello námskeið fyrir gæðatimburshópinn. Sem stendur notar ritnefnd þetta og nú senn gæðaviðarhóinurinn. Nú þurfa bara fleiri að nýta sér þetta. t.d. stjórn.

Afurðakönnun 2017 líkur.

Búið að vinna úr könnuninni og senda á Einar Gunnarsson. Könnun þarf gagnrýna endurskoðun fyrir 2018.

Lófabæklingur

Allt var klárt og leitað var til Skógræktar og Bændasamtaka um aðkomu að prenntun.

Sænski sendiherran

Á þriðjudaginn fóru fulltrúar "Gæðafjala" á fund með sænska sendiherranum.

Landbúnaðarsýning

Hlutir nú farnir að gerjast.

Video

Video um Skjólbeltaklippur var unnið og klipping á Hunandi, Skífum og gróðursetningu er langt komið.

Vika 38, Skógrækt með búskap (og egilsstaðir)

17. sept - 23. sept

Video

Hlynur myndaði á Droplaugarstöðum myndband um mikilvægi trjásnyrtinga og í Brekkugerði um beit í skógi.

Landbúnaðarsýning

Hlynur hitti Bjarka og Hörð og þeir fóru yfir þeirra framlag á sýninguna. Einnig var haft samband við þá á suðurlandi.

Skógrækt og búskapur, tildrög til útgáfu.

Kurr komst á kreik innan stjórnar LSE vegna birkiopnunnar í lófabæklingnum. Áður en ég fer yfir stöðuna vil ég segja að ég held að niðurstaðan sé hin besta málamiðlun og vonandi er allir sáttir við hana.

Sagan er svona. Vert er að taka fram að síðari hluti sögunnar gerist í vikunni á eftir, svo hér er örlítið svindl á feðrinni.

 • Það var fundur Landbúnaðarráðherra og starfsmönnum Landbúnaðarráðherra í vor og nokkru fyrir fundinn voru Jóhann Gísli og Hlynur hjá LSE ásamt Sigurði Eyþórssyni hjá Bændasamtökunum að undarbúa hann. Þann 1. maí skyssaði Hlynur hugmyndir á blað um samþættingu skógar og landbúnaðar. Síðar kom í ljós að þessi skyssunýlúnda mæltist vel fyrir meðal fundarmanna.

 • Hlynur vinnur áfram með skyssurnar og hefur í hyggju að gefa út lófabækling til sem segir á skemmtilegan hátt frá ávinningi af skógi með tilliti til landbúnaðar. Hann kynnir hugmyndina léttlega fyrir stjórn LSE sem leist ekki illa á.

 • Bæklingurinn var nú orðinn nokkuð „myndalegur“ en textinn var ekkert spes. Þá leitar Hlynur til Þrastar, rétt eins og hann gerði svo gjarnan þegar hann vann hjá Skógræktinni. Þröstur lagði þá til nokkur vel valin orð.

 • Hægt og bítandi þroskaðist bæklingurinn. Ýmsir höfðu fengið að skoða hann í mótun, sér í lagi fólk sem vann í eða átti leið í Bændahöllina.

 • Hlynur gerði munnlegt og fremur óformlegt samkomulag við Þröst og Sindra Sigurgeirs um að Skógræktin og Bændasamtökin myndu deila prentkostnaði sín á milli.

 • Í síðust viku var leitað tilboða í prenttun í 5000 eintök hjá tveimur prentsmiðjun, Leturprenti og Héraðsprenti. Það munaði 10 krónum á tilboðunum og það lægra hljóðaði svo: Bæklingur í stærðinni 10x10 cm, innsíður prentaðar í lit á 115 g silk pappír. Kápa í lit á 250 g silk, fellt, brotið og heft í kjöl. = 225.000 kr + VSK

 • Á mánudagsmorgun fæst staðfesting um að Bændasamtökin taka að sér 50% kostnaðarinns, en benda samt vinsamlega á það að næst væri betra að gera þetta eftir hefðbundum boðleiðum.

 • Sama mánudagsmorgun er góður fundur meðal Samhæfingarsviðs. Það nefndi Hlynur þennan bækling og upp komu góðar vangaveltur og hugmyndir og ábendingar. Hreinn og Pétur lögðu sitt á vogarskálarnar og niðurstaðan var flestum tilfellum góð og gagnleg.

 • Birki kom til umræðu. Skiptar skoðanir eru á ágæti birkis og um það má alveg deila. Út úr því kom pólítísk samstaða og Hlynur teiknaði mynd af birki og til varð opna sem fjallaði um stöðu þess í miðjum bæklingum.

 • Eins og áður segir var megin hugmyndin með bæklingum að kynna möguleika skógræktar fyrir bændur, skýrt og án flækja, og yrði hann því að vera klára fyrir Landbúnaðarsýninguna. Næst kynnti Hlynur bæklinginn fyrir hluta stjórnar LSE. Fólki leist vel á allt nema opnuna með birkið. Hlynur útskýrði að þetta væri pólítískt útspil. En hvað hefur „pólítískt útspil“ að gera í bæklingi sem hefur ekkert með birki að gera? Í raun hafa tegundir ekkert að gera með þennan bækling, þó öðru hverju séu trjátegundir notaðar sem dæmi. Staðan var orðin heit.

 • Í dag var fundur á Egilsstöðum þar sem Jóhann, Þröstur, Gunnlaugur og Hlynur ræddu meðal annars um bæklinginn. Ákveðið var Hlynur myndi ganga frá bæklingnum nánast í þeirri mynd sem hann stendur í dag. Um helgina mun Þröstur lesa yfir hann og gefa ábendingar. Stefnt er að því að hann fari í prenntun snemma í næstu viku.

 • Deilt er um upplag. Upplagið sem BÍ samþykkti var 5000 stykki. Það myndi þýða ca 1500 eintök á bás. Það er ekki nóg. Vangaveltur eru um að tvöfalda það upplag.

 • Skömmu síðar var Þröstur búinn að fara yfir bæklinginn og Pétur ætlaði að lesa hann yfir.

 • Hlynur leitaði tilboða upp á 7500 og 10.000 eintök til Héraðsprent og Ieturprent og fékk svör.

 • Hérðasprent 5000 bæklingar kr. 225.000 + vsk. 7.500 stk: 296.800 + vsk 10.000 stk: 372.000 + vsk

 • Leturprent 5000 bæklingar kr. 235.000 + vsk. 7500 stk. kr. 294000+vsk. 10.000 stk. kr. 344000+vsk.

 • Þá leitaði Hlynur staðestingar til Skógræktarinnar um að greiða fyrir helming. Á sama tíma ætlar LSE að panta 7500 einötk og greiða mismunin sjálf. Svar fékst til baka að þar sem verið væri að leita eftir stærra upplagi væri vert að leita fleiri tilboða og nefnt var Oddi og Prentmet. Hlynur leitaði tilboða í kjölfarið. Þau voru bara hærri.

 • Prentmet 5000 eintök. 319.900. +vsk 7500 eintök 418.500.+vsk 10.000 eintök 499.900.+vsk

 • Oddi 5000 = 435000 + VSK 7500 = 522000 + VSK 10.000 = 615.000 +VSK

 • Nú miðvikudagur 26. sept og Þröstur hefur gefið samþykkui fyrir prentun. 112.500 kr á BÍ og 112.500 kr á Skógræktina og LSE greiðir rest af 7500 eintökum. Nú er beðið eftir að Pétur klári yfirlestur.Skömmu síðar var Þröstur búinn að fara yfir bæklinginn og Pétur ætlaði að lesa hann yfir.

 • Allt endaði þetta vel því nú er hann kominn í prentun og bíðum við bara afrakstursins.

Vika 39, Allt í aðalfund og sýninguna

24. sept - 30. sept

Video

Full litlum tíma var varið í videovinnslu...

Landbúnaðarsýning

... þar sem höfuð áherslan var á sýninguna, t.d. var sunnudagurinn notaður í að búa til steypu-trédrumb í Heiðmörk...

Aðalfundur

... og auðvitað fékk fundurinn mesta athygli.

Vika 40, Aðalfundur

2. okt - 7.okt

Aðalfundur

Amen.

Vika 44, Dreifbýlisskipulag

29. okt - 4.nóv

Skógarfang

Fundað í SKYPE, stuttur fundur. Góður undirbúningur fyrir þann næsta.

Reykjanesbær og norsk einingarhús

María og Hlynur fóru í Reykjanesbæ og fylgdust með löndun norsks einingarhúss. Einnig var verið að reisa húsið 4 hæðir.

Skógarækarlög, frumvarp

Ellen

Björn Steinar Blummenstein

Hann fékk greiddan 80.000 kr styrk og hefur lagt af stað í för um landið.

Dreifbýlisskipulag, námskeið á Hvanneyri

Sigríður Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir

Nokkrir punktar frá HGS.

pikkað hratt svo væntanlega mikið um villur.

Dreifbýlisskipulag Hvanneyri, 2.nóv 2018

25 mættir

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Félag ungra bænda

- Er skógrækt landbúnaður eða hobby skv skipulagsvaldi?

- viljum við á bæjum velta okkur uppúr úrgangsmálum, kúamikju ofl.?

-Ungir bændur þurfa vita meira um skipulagsmál.

- HVernig lokkum við nýja bændur í sveitir?

Einar Jónsson, Skipulagsstöfnun

- Stefna stjórnvalda

Landslagsskipulagstefna (leiðarljós)

- Dreyfbýlisskipulag

- Hálendið

- Haf- og strandsvæði

- Þéttbýli

- (Dreifðar byggðir)

Umhverfisráðherra ætlar að endurskoða þetta.

sýnir myndband

Framfylgdarverkefni /STEFNA

- Landbúnaða -Flokku

- Vindorka -Flokkun

- Lortafrunnur um vegi -Flokkun

Á að stuðla að auknum lífsgæðum fólks?

Hveru miklu á að stjórna hvað við gerum við landið? pólítísk spurning.

Destination Management Plan (hvað er það?)

Krisján Kristjánsson, Samgöngur í Dreifbýli

Dreifbýli VERÐUR að hafa samgöngur í lagi, ekki endilega þéttbýli

R-étt vara R-éttum stað R-érrum tíma R-étt virði

Ytri aðstæður : Veður > Hamfarir

Innri aðstæður : Samgöngumannvirki , Burðarþol, yfirborð og öryggi.

Verkfræðingar eru dýrustu mellur í heimi, menn fá það sem þeir biðja um, en borga líka fyrir það.

Orðatiltækið "heilir á húfi" þýðir að ef bát hvolfir og bátsmenn komast upp á bátinn (sem er á hvolfi), þá hafa þeir náð upp á húfinn.

Dr. Guðni Þorvaldsson, Landbúnaður og skipulag

Mannkyn verður 9 milljarar árið 2050.

<Rángarvallasýrsla er með mesta ræktarlandið>

> 3,5% íslands er skilgreint sem hæfur kostur ræktarlands.

Hvernig viljum við að sveitirnar líti út?

- Opið landlag - skógmikið,- kjarr - Menningarlandslag?

Sanhóll ræktar hveiti, repju og hafra til manneldis.

Hvað þarf mikið land fyrir repju fyrir skipaflotann allan

- yrði að vera á Suðurlandi

Hrefna Jóhannesdóttir -Skógræktin

- Hvað er Gamalt landslag?

Lands- og landhlutaáætlun.

HGS: Af hverju að mismuna bændum eftir þvíhvar þeir búa þegar Skógærkt er ALLTAF besti kosturinn fyrir fólk, fé og landið. ?

Hlynur Óskarsson, Votlendi sem landslagseinkenni.

HGS: bíddu... var ekki vegna þess að skógum var eytt að landslag breyttist svo sem það gerði?

x2 ha votlendi er friðland

Sveitafélög geta veitt leyfi til framræslu.

Spurning sem HGS hefði viljað spyrja nafna sinn Óskarsson, en gerir það bara síðar: "Hlynur Ó, ef þú þyrftir að velja eina vistgerð í kringum votlendi, ef horft er á sem mest vatnsgæði og fuglavist, hvaða vistgerð væri það, skógur?"

Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslan

feb 2017, skyrsla umhverfisráðherra

4 miljarar í endurheimt votlendis ísl landslags.

Landið getur miklu meira en við teljum það geta.

Landgerðir undir 400 m.h.y.s.

> Ríkt mólendi 6,6%

> Rýrt mólendi 24,1%

> Hálfgróðið land 13,2 %

HGS: Samanlagt er þetta 43,9% sem hentar vel til skógræktar, en þarf sossum ekki allt að vera þannig.

HGS: Einu sinni var SANDgræðslansvo LANDgræðslan og svo Skógrækt og landgræðsla og hvað næst... bara skógrækt?

Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, ferðamálastofa,

Bendir á að sækja um styrki

Guðjón Bragason, Samband Íslenskra sveitafélaga

U = Umhverfi A= Atvinnumál B= Byggðamál

"Eignahald á bújörðum"

LOFTSLAGSMÁL

Skógræktí aðalskipulagi einfaldar fyrir framkvæmdaleyfi.

Votlendi og hálendisþjóðgaður gæri leitt til bóta.

112- tillögur um friðanir og friðlýsingar > Náttúrufræðistofnun

RAMMAÁÆTLUN

MIÐHÁLENDISÞJÓÐGARÐUR heit kartafla

L =Loftslagsmál

L =Landslagvernd

L =Lýðheilsa

Brynja Dögg Ingólfsdóttir, EFLA

Vindorka

- Upphaf smtals á að vera í Aðalskipulagi

- stundum vilja sveitafélög vingreindingu í sveitafélaginu.

Ragnhildur Sigurðardóttir, Snæfellsnes, Svæðisgarður.

SHAPE

"Við þurfum að gera okkur grein fyrir hvenær tilvfinningar eru að tala"

Æðislega skemmtilegur fyrirlestur.

Vífill Karlsson, Hagfræðingur SSV

val á búsetu -Skynivirði-

"Náttúra er 8 mikilvægasta atriði fyrir búsetu fólks"

Hann setti upp flotta töflu þar sem metið var gæði búsetu vs. umhverfi ofl. Benee, Mark

Vika 42, skýrsl Al-Þingis

15. okt - 21.okt

Landbúnaðarsýning

Framan af viku var frí.

Skýrsla til Alþingis

Hrönn hjálpaði mér af stað í skýrslu vegna Búnaðarsamningsins.

Boðun funda

Gæðafjalir 25.okt

Stjórnarfundur 29.okt

Skógarfang 1.nóv

Samráðsfundur 29.nóv

Vika 43, John Grant

22. okt - 28.okt

Myndband

Droplaugarstaðir, Lárus Heiðarsson, skógarumhirða.

Skýrsla til Alþingis

Skýrslan á fullu, Hrönn las yfir.

Skógæktarsamningar og sveitaféölg

Björgvin Filippusson hitti Hlyn og fóru þeir út um víðan völl, helling að ræða. En Kompás vill gjarnan koma að við afgreiðslu tillögurnar Skógrækt og Sveitafélög.

Gæðafjalir

Lagði af stað á hjóli rétt upp úr kl 08:00 og svo til villtis uppi á Hólmsheiði,náði þó að skila mér á fundinn kl 9.

Fundurinn var flottur, Eiríkur kíti á mig daginn eftir, en þar komumst við að því að við þyrftum að hittast saman tveir aftur. Ætlum að gera það í næstu viku. Trello og Drop Box.

John Grant

Tónleikar voru á föstudagskvöldinu. Ótengt LSE, held ég allavega.

Vika 45, Skógræktarlög

5. nóv. 11. nóv

Skógræktarlög

Mestur tími fór í þetta, vann athugasemdir með Hilmari Gunnlaugssyni og Líneik

Framlagsvesen hjá Skógræktinni

Meira brasið, Gulli stendur í ströngu við UAR. Email og tal tal tal

Bókhald

Sagði upp bókhaldi við KPMG, nú er það BÍ

Lambaþon

Gerði video um skógrækt og fjárbeit. Fékk Sæma, Sighvat og Guggu til að vera liðsmenn með mér. Á vegum MATÍS

Keppnin var á laugardagsmorgun og við unnum ekki, heldur ferðaþjóustan. Verkefni sem hér kynnum kindina.

Vika 46, Skógræktarlög-umsögn afgreidd

12. nóv. 18. nóv

Skógræktarlög

11 athugasemdum var skilað inn í umsögn um skógræktarlög. kl 18:30 á fimmtudaginn

Loftslagslög

LSE skilaði inn athugasemdum þar, hvatti til góðra verka og benti á að skógarbændur væru tilbúnir.

Jonathan skoski

Skoskur gróðursetningaverktaki hitti mig á skrifstofunni í bændahöllinni kl 10:00 á laugardeginum. Náðum bara að tala í 2 tíma rúma. helling var rætt.

Pestin pestin

Þessi vika fór fram heima, enda bestin pestin. lítið ef nokkuð var unnið á föstudeginum.

Vika 47, Formannafundur Bændasamtakanna

19. nóv. 25. nóv

Blummenstein

Á föstudeginum kynnti Blumeinstein mér, Binna og Birni stöðuna á kortlagninngunni. Hann og Robert fóru hringinn og eru komnir með vörulínu.

Bændasamtök, formannafundur

Við Hraundís fórum á fundinn. Farið var í almenningáslit og var Atli Fannar (Gísli Marteinn) með fyrirlestur. Einnig eru loftslagsmál í hávegum, sér í lagi hávær umræða um endurheimt votlendis.

Jonathon skoski

Fagráðstefnuhópur hefur ekki svarað póstu varðandi hann sem fyrirlesara.

Húsgagnasmíð

Unnið var á fullu við gerð borðs á skrifstofunni á laugardaginn, eftir að ég var uppi í Heiðmörk að fylgjast með Austurvalla-jólatrénu fellt og ég keypti lazer græju af Kimo.

Vika 48, Veðurofsinn og Klaustur ofsinn

26. nóv. - 2. des

Nefndarsvið alþingis, Flutningsfrumvarpið

LSE var kallað á fund vegna umsagnar um frumvarpið. Ég mætti og færði öllum lítinn bækling. Fékk nokkrar spurningar þar sem ég fékk að benda á að um var að ræða stöðuna í dag með jólatráaflutninga og eldivið og í framtíðinni með þungaflutninga. Merkilegt hvað maður er stressaður fyrir þetta fólk, skil þetta ekki. Mér fannst ég varla geta talað vegna þess að tungan var altaf að þvælast fyrir mér.

Samtök íslenskra sveitafélaga

Við Jói funduðum með Guðjóni Bragasyni og Lúðvíg hjá SÍS og má segja að nokkuð góður samhljómur hafi verið.

Samráðsfundur

Fundi frestað vegna veðurspár

Skógargfang

Fundi var frestað vegna veðurspár.

Smá strög var að fá nýjan fundartíma, en hann er nú 10.janúar.

Blummenstein

Fundur var með Binna og Bjirni og svo kom Björn Blumenstein. Björn fær 200.000 í desember frá SÍ og SR. Skógræktin útvegar meiri pening í janúar. Hlynur gerir uppkast að umsókn um styrk.

KrakkaRÚV

Jóhannes Ólafsson tók á miti mér og við fórum yfir alþjóðadag skóga. Mögulegar fréttir fyrir KrakkaRÚV og Stundina okkar. Næsti fundir 10.des.

Vika 49, SKiDAR

3. des. - 9. des

Selfoss

Fór á selfoss og hitti þar Björn Bjarndal og Hrönn. Margt var spáð og spekúlerað. Hest var umræðan um að fjármagna Bra Breder og Blumenstein.

SKiDAR

Við funduðum á Mógilsá. Ég , Björn Tr. Tryggvi, Bjarki og Lárus á Skype. Verið að fjármagna verkefnið Skógarmælingar með Lidar.

Vika 50-52, veikur en samt Frisco|

10. des. - 31. des

Selfoss

Sara Maria Hildebrand heitir Svissnesk stelpa sem kom á fund við mig 11. desember. Hún er að skrifa um kynjaskipti í skógrækt. Í kjölfarið gerði ég frétt þess efnis á heimasíðuna.

Umsóknir til Framleiðnisjóðs

Framleiðnisjóðir fær til umfjöllunar tvær umsóknir á nýju ári. Samstarf vegna SKIDAR verkefnisins einnig Viðarframleiðsla.

Jólamarkaður í Ráðhúsi Reykjavíkur

Þar var Hraundís að sýna sitt. Einnig var þar annað fólk með timburafurðir:

- Níu heimar- Ágústa G. Malmquist & Ari Svavarsson

- Gluggagallerý, Sigurður Petersson s:8551739 / sigurdur.petersen@gmail.com

-S.Vart, svkehf@me.com

- Sigmundur V. Kjartansson, Húsasmíðameistari, s 6993124

Bókhald

Lögð var áhersla að klára eins mikið bókhald og hægt var svo Hulda hjá KPMG gæti afgreitt skýrsluna hratt og örugglega því eftir áramót snúum við viðskiptum okkar til Bændasamtakanna.

Veikindi

Hálf heilsulítill var ég í desember.

Lazerbrennarinn Kimmo

Hlynur fjárfesti í Lazerbrennara. Hann veit ekkert hvar hann getur geymt hann. Hann rekur nefnilega við þegar hann brennur við. Þetta er ekkert í tengslum við LSE.


0 views

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089