• Hlynur Gauti Sigurðsson

Fólkið á söginni, fræðsluverkefni.


TreProX

Innovations in Training and Exchange of Standards for Wood Processing 2019 – 2022

Fólkið á söginni

Leitað eftir þátttakendum meðal skógarbænda í þriggja ára fræðsluverkefni

TroProX

TreProX er nýtt verkefni hjá Erasmus+ menntaáætlun ESB. Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir verkefnið en Skógræktin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru samstarfsaðilar hér á landi en Danski Landbúnaðarháskólinn og Linné háskólinn í Svíþjóð erlendis. Gengið út frá því að skógræktarfélögin og skógarbændur hér á landi munu einnig taka þátt í verkefninu og njóta þeirra afurða sem verða til í TreProX.

Verkefnið miðar að því að skapa frekari grunn fyrir úrvinnslu skóga á Íslandi m.a. með því að læra af reynslu skandinavískra samstarfsaðila. Nám og símenntun, staðlar og vottun eru lykilatriði í því að byggja upp grunn að frekari úrvinnslu skógarafurða. Með þróun nýtingar og vinnslu íslenskra skógarafurða er hægt að tryggja virðisauka íslenskrar skógræktar til framtíðar en hún stendur sannarlega á krossgötum í þessum efnum í dag.

Verkefnið er nýsköpunarverkefni og miðar m.a. að fræðsluverkefnum til þriggja ára þar sem þjálfunar- og kennsluefni frá Danmörku og Svíþjóð verða uppfærð og aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Einnig verða timburstaðlar og námsefni því tengt þýdd á íslensku. Nýir asparstaðlar verða gerðir og gefnir út. Námsverkefni ætluð skógarbændum til þriggja ára verður sett af stað og sniðin að þörfum þeirra bænda sem eru komnir lengst í skógrækt hér á landi.

Eitt af verkefnum TreProX verkefnisins er ,,Fólkið á söginni”. Verkefninu er ætlað að vera námskeiðaröð fyrir þá sem vinna við sögun og flettingu timburs. Þátttakendur hér á landi verða frá Skógræktinni, LSE, Skógræktarfélagi Íslands og LbhÍ. Gengið er út frá því að íslenski hópurinn verði u.þ.b. 20 manna hópur, en alls munu koma að þessu námi tæplega 40 manns með þátttöku Dana og Svía. Íslenska hópnum verður skipt upp á námskeiðin í Danmörku og Svíþjóð, u.þ.b. helmingur fer til Danmerkur og helmingur til Svíþjóðar.

Skilyrði til þáttöku:

- Þátttakandi þarf að hafa aðgang að sög til flettingar á timbri og hafi grunnþekkingu á úrvinnslu timburs.

- Þátttakandi þarf að vera heilsuhraustur og hafa áform um að vinna áfram við skógartimburvinnslu.

- Þátttakandi þarf að taka þátt í umræðum um viðargæði og vinnslu og geta miðlað til annarra þekkingu og reynslu af timburvinnslu og viðargæðamálum.

- Þátttakandi skal hafa tíma og áhuga næstu 3 ár til að sinna viðarvinnslu, viðargæðamálum og timburskógrækt.

- Æskilegt er að þátttakandi hafi ágæt tök á skandenavísku en þó ekki lykilatriði.

Námskeiðin.

Lagt er upp með þrjú 7 daga námskeið, eitt í hverju landi.

Nemendur frá öllum löndunum þremur munu sækja þessi námskeið.

- Ísland, október 2020

- Svíþjóð, maí 2021

- Danmörk, september 2021

TreProX verkefnið greiðir dagpeninga fyrir upphald á einu námskeiði innanlands og einu námskeiði erlendis. Sömuleiðis er greitt fyrir flug á milli landa fyrir eitt námskeið. Lagt upp með að íslenski hópurinn komi oftar saman á tímabilinu. Sá kostnaður er ekki greiddur af TreProX.

Skógarbændur eru hvattir til að kynna sér þennan möguleika og áhugasamir geta sótt um með því að senda póst á Hlyn Gauta Sigurðsson (hlynur@skogarbondi.is).

Einnig er óskað eftir tilnefningum um mögulega þáttakendur.

Frekari upplýsingar um verkefnið er einnig hægt að fá hjá Birni Bjarndal Jónssyni (bjornb@skogur.is) eða Ólafi Oddssyni (oli@skogur.is).


0 views

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089