• Hlynur Gauti Sigurðsson

Aðalfundur FsS 2020


Aðalfundur FsS

28.apríl 2020

Félag skógareigenda á Suðurlandi

Sælir félagar.

Ég vil bara minna ykkur á að skrá ykkur á fundinn næsta föstudag. Við þurfum að gefa upp fjölda gesta í kvöldverðinn.

Aðrar fréttir eru þær, að aðalfundur félagsins er ráðgerður þann 18. apríl. Staður og tími verður auglýstur síður.

Það vantar nýtt fólk í stjórn. Það er bæði gefandi og skemmtilegt að starfa í félagi sem þessu og ég hvet félagsmenn til að gefa kost á sér í stjórn og varastjórn félagsins.

Fræðsla og kynningar eru mikilvægar í starfi félagsins, einnig að standa vörð um hagsmuni skógareigenda og fylgja eftir þróun skógræktar og úrvinnslu.

Það eru spennandi tímar framundan og framvarðarsveit félagsins þarf að vera sterk og góð stjórn.

Varðandi Jónsmessuna, þá hefur Guðmundur A. Birgisson á Núpum boðið okkur í heimsókn. Á Núpum er myndarleg skógrækt og vel hefur verið staðið að henni. Það verður áhugavert og lærdómsríkt að koma að Núpum og fá leiðsögn um skógræktina. Að venju verður svo borðað saman, líklega grillað og kannski að söngheftið verði tekið með.

Bestu kveðjur,

María


0 views

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089