• Laufey Leifsdóttir

Stjórnarfundir FSN- 2020


Fundur 1

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi

Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Norðurlandi haldinn í gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri kl. 13:30, 6. febrúar 2020

Fundinn sátu Sigurlína J. Jóhannesdóttir, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, Baldvin Haraldsson, Birgir Steingrímsson og Laufey Leifsdóttir, og Valgerður Jónsdóttir.

Dagskrá:

1 Aðalfundur FsN

Aðalfundurinn verði haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, 1. apríl kl. 13:30-15. Rætt um að sameina aðalfund FsN og fyrirhugaða fundarlotu Sigríðar Júlíu og Þrastar Eysteinssonar til að nýta ferðir fundargesta. Aðalfundurinn verði þá fyrst og fundur Skógræktarinnar á eftir. Gæta að því að auglýsa fundinn með góðum fyrirvara, a.m.k. 10 dögum fyrr. Dagskrá fundar: skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar og önnur mál Finna þarf fundarstjóra. Tillaga um árgjald að árgjald verði óbreytt. Kjósa þarf einn í stjórn, varamenn og skoðunarmenn reikninga.

2 Girðingarreglur og viðhaldsgreiðslur Skógræktarinnar

Fulltrúar skógarbænda og Skógræktarinnar eru að leita leiða til að ná samkomulagi um girðingarreglur. Óskað er eftir tillögum frá FsN þar um.

Tillaga send frá FsN til LSE: Félag skógarbænda á Norðurlandi krefst þess að haldnir verði þeir samningar sem búið er að gera enda sé ákvæði í núverandi samningi að gömul kerfi skuli halda sér. Frá síðasta ári, 2019, er ógreitt viðhaldsframlag útistandandi til skógarbænda á Norðurlandi.

Í ljósi þess að mjög takmarkað fjárframlag er veitt til nytjaskógræktar á lögbýlum er félagið tilbúið til að sætta sig við að hluti stofnkostnaðar sé greiddur út og afgangur í samræmi við framvindu gróðursetningar í stað þess að allur girðingarkostnaður sé greiddur í upphafi.

3 „Við skógareigendur“ og skrif í Bændablaðið

Ákveðið var á fundi LSE að stjórnir aðildarfélaganna séu ábyrgar fyrir tveimur greinum á ári í Bændablaðið. Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum skrifar næstu grein (þegar birt). Félagar eru hvattir til að leggja til greinar.

4 Skógarskoðun hjá félaga

Fyrirhuguð er skógarganga hjá Jóni Gíslasyni á Hofi í Vatnsdal. Skipulagið verði með svipuðu sniði og venjulega. Stefnt er að fimmtudeginum 13. ágúst 2020. Félagið leggi til ketilkaffi og veitingar. Gott að geta kynnt daginn á aðalfundi FsN.

5 Önnur mál

a) Uppgjör vegna aðalfundur LSE: Kynntar voru helstu tölur reikninga frá þeim fundi og ákveðið að gera helstu tölur og minnispunkta aðgengilega til að geta leitað í, t.d. um kostnað fyrir veislustjórn, veitingar o.s.frv.

b) Hvetja þarf nýja skógarbændur til að ganga í Félag skógarbænda á Norðurlandi. Reynum að koma hvatningu inn í vorbréf Skógræktarinnar til dæmis.

c) Bóksala: Teknar hafa verið 24 bækur og óseldar eru 7. Reynum að selja fleiri bækur á aðalfundi FsN í apríl.

d) Félagið tekur gjarnan þátt í skógardegi Skógræktarinnar í sumar.

Fundi slitið kl. 15:30.

Laufey Leifsdóttir, ritari


 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089