Ágætu skógarbændur.
Þessi dægrin er mjög skemmtilegt að vera skógarbóndi. Umræða heimsins gengur út á loftslagsmál og allar þjóðir hafa áhyggjur af kolefni sem er bundið í sínum skógum og vilja ýmist fyrirbyggja skógareyðingu eða fara í stórfellda skógrækt. Flestur íslendingar eru mjög hlynntir skógrækt og í ljósi skuggalegrar framtíðar er framtíðin þó einna björtust hjá þeim sem rækta skóg.
Skráðir skógarbændur í BÍ sem stendur eru rúmlega 50 einstaklingar. Skógarbændur eru venjulega bændur sem ekki hafa mikla veltu, en forsenda skráningar í BÍ er að tilgreina veltu, sem getur samt verið O kr. Bændur, sem stunda skógrækt en eru einnig að stunda hefðbundinn búskap, ættu að merkja sig sem skógarbónda líka, það er þarf bara að "klikka í hakið", alveg óháð veltu.
Alls voru rúmlega 600 félagsmenn skráðir í LSE um síðustu áramót. Það er engin spurning að við munum vega þungt hjá Bændasamtökunum og enn þyngra eftir því sem við erum fleiri. Þegar félagatal LSE (2020-21) er borið saman við félagatal BÍ má sjá að um 100 einstaklingar hafa enn möguleika á að skrá sig sem skógarbændur, þeir hafa sennilega bara gleymt því þar sem lítil sem engin velta er af skógrækt, enn sem komið er allavega.
Deild skógarbænda í BÍ vill hvetja þá sem nú þegar eru skráðir félagsmenn BÍ að skreppa inn á bændatorgið á bondi.is og merkja einnig við "skógarbóndi".
Deild skógarbænda í BÍ vill hvetja alla skógarbændur að skrá sig sem félagsmenn BÍ. Deild skógarbænda getur vel orðið stærri, enda mikið stolt fyrir íslenska bændur (alla) að vera í skógrækt.
ATHUGIÐ að fjöldi fulltrúa á búnaðarþingi í mars 2022
ræðst af fjölda félagsmanna um áramótin 2021-22.
6000 lögbýli eru á Íslandi
600 skógræktarsamningar eru við Skógræktina
60 eru skráðir sem skógarbændur hjá BÍ
6 núll eru í þessari staðhæfingu
Kommentare