top of page

Í aðdraganda Búgreinaþings skógarbænda BÍ 2023

Hér er að finna halstu upplýsingar sem geta komið fulltrúum og félagsmönnum BÍ að góðum notum við undirbúning að búgreinarþingi 2023


184 skráðir félagsmenn á 119 búum með 64 milljónir í samanlagða veltu.1

Fulltrúar

Stjórn SkógBÍ (5 stjórnarmenn)

1 Jóhann Gísli Jóhannsson -A

2 Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir -N

3 Hrönn Guðmundsdóttir -S

4 Guðmundur Sigurðsson -V

5 Sighvatur Þórarinsson -Vfj.


Norðurland (59 félagsmenn > 6 fulltrúar)

1 Laufey Leifsdóttir

2 Sigtryggur Herbertsson

3 Berglind Ósk Óðinsdóttir

4 Embla Dóra Björnsdóttir

5 ...

6 ...


Austurland (49 > 5 fulltrúar)

1 Björn Ármann Ólason

2 Hilmar Gunnlaugsson

3 Vigdís Sveinbjörnsdóttir

4 Halldór Sigurðsson

5 Þórhalla Sigmundsdóttir


Vesturland (36 > 4 fulltrúar)

1 Bergþóra Jónsdóttir

2 Lárus Elíasson

3 Margrét Guðmundsdóttir

4 Guðbrandur Brynjúlfsson


Suðurland (34 > 4 fulltrúar)

1 Kári Steinn Karlsson

2 Ragnheiður Aradóttir

3 Agnes Geirdal

4 Hjörtur Jónsson


Vestfirðir (7 > 1 fulltrúi)

1 Dagbjartur Bjarnason


Gestir

2

Dagskrá og staðsetning

Gamla Hótel Loftleiðir. Milli Öskjuhlíðar og flugvallar.


Dagskrá fundar 22. febrúar


> Stóri fundarsalurinn


Kl. 11.00 Þingsetning

  • Þingsetning - Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands (5 mín)​

  • Ávarp - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra (10-15 mín)​

  • Kynning - Náttúruhamfaratryggingar Íslands (amk 20 mín)​

Kl. 11.30 Hádegismatur Sitjandi borðhald​

  • Kynning á samstarfsvettvangi BÍ og SAFL og umræður/spurningar (til 12:25)​

Kl. 12.30 Sameiginlegur fundur allra búgreina

  • Kynning á Bændageði – Halla Eiríksdóttir (7 mín)​

  • Kynning á breytingu á innheimtu félagsgjalda - Unnsteinn Snorri Snorrason (10 mín)​

  • Kynning á skýrslu stjórnar ásamt helstu rekstrarniðurstöðum og fjárhagsáætlun - Gunnar Þorgeirsson/Gylfi Þór Orrason/Örvar Þór Ólafsson (20-30 mín) ​

  • Umræður og spurningar ​

Kl. 14.00 Fundur búgreinadeildar


Kl. 17.00 Fundi lýkur

Kl. 18.30 Fordrykkur

Kl. 19.00 Hátíðarkvöldverður (Í stóra sal)

(Geitt fyrir í afgreiðslu hótelsins, 12.400 kr)

 

Kl. 14.00 SkógBÍ

>Annar fundarsalur fyrir skóagrbændur

Fundur búgreinadeildar skógarbænda hefst


Dagskrá SkógBÍ fundar

1)  Setning fundar

2) Starfsmenn fundar

3) Skýrsla stjórnar

4) Ávarp gests -Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri

5) Samþykktir Búgreinadeildadeildar skógarbænda BÍ

6) Tillögur til umræðu og afgreiðslu. (10 tillögur)

7) Kosning stjórnar

8) Kosning fulltrúa á Búnaðarþing (2 fulltrúar)

9) Starfsáætlun til næsta árs 

10) Önnur mál. 


Hlé á dagskrá verða gerð eftir þörfum

Áætluð fundarlok eru kl 16:00
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2023

verður haldinn í kjölfar fundar búgreinadeildar skógarbænda.Tvíklikkið fyrir nánari upplýsingar


Kl. 17.00

Fundarlok.


Kl. 18.30

Sameiginlegur kvöldverður allra búgreinaDagskrá fundar 23. febrúar

Kl. 9.00 Fundum fram haldið í deildum sauðfjár- og nautgripabænda

með fyrirvara um breytingar

Þröstur Eysteinsson, skógræktarsjóri

2 Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar


3

Tillögur


1. Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

2. Skjólbeltagerð á bújörðum

3. Skógarplöntuframleiðsla

4. Kolefnisbinding

5. Kolefni viðurkennt sem skógarafurð

6. Innflutningur

7. Rammasamningur

8. Losunarheimildir grisjunarviðar

9. Endurgreiðsla VSK

10. Stýrð sauðfjárbeit


1. Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 beinir til búnaðarþings og í framhaldinu til matvælaráðherra að unnið verði markvisst að því að tryggja til framtíðar nytjaskógrækt og skjólbeltarækt innan nýrrar stofnunar skógræktar og landgræðslu, Land og Skógur, ef af sameiningu stofnananna verður.


Greinargerð: Fyrir rúmum þrjátíu árum hófu bændur nytjaskógrækt á Íslandi. Austfirðingar riðu á vaðið með stofnun Héraðsskóga og náðu með samstilltu átaki einstökum samningum við ríkið um nytjaskógrækt á bújörðum. Með tilkomu Suðurlandsskóga og síðar Norðurlandsskóga, Vesturlandsskóga og Skjólskóga á Vestfjörðum bættust við hagstæðir samningar við ríkið um skjólbeltarækt.

Þegar til stendur að setja skógrækt og landgræðslu undir eina stofnun, Land og skógur, þurfa skógarbændur á landsvísu að standa vörð um einstakan árangur í nytjaskógrækt á öllu landinu og tryggja henni sess innan nýrrar stofnunar, ef af verður.2. Skjólbeltagerð á bújörðum

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 skorar á búnaðarþing að samþykkja að hafnar verða viðræður við stjórnvöld um aukið fjármagn, í tengslum við búvörusamninga, til skjólbeltaræktunar til að styðja við aukna akuryrkju, grænmetisrækt og túnrækt.


Greinargerð: Gagnsemi skjólbelta við ræktun, hvort sem um er að ræða tún og akra eða grænmetisrækt er óumdeild. Skjólið hjálpar til við að minnka vindálag og þurrk vegna vinds og getur hækkað hitastig jarðvegs fyrir fræspírun um 1,5–2 gráður. Ljóstillífun í korni á sér ekki stað í vindi. Skjólið skilar því umtalsvert betri uppskeru.

Nauðsynlegt er að hvetja bændur til að nýta sér skjólbeltarækt, tryggja þeim góðan aðgang að fræðsluefni og að Skógræktin hafi aðstæður og fjármagn til að taka við nýjum bændum sem vilja byggja upp hjá sér skjól. Fyrirkomulag skjólbeltaræktunar hjá Skógræktinni er til fyrirmyndar og hana má efla.3. Skógarplöntuframleiðsla

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 beinir því til stjórnar BÍ að í búvörusamningum verði gert ráð fyrir fjármagni til aukinnar framleiðslu skógarplantna. Framleiðsla á skógarplöntum styður við loftslagsmál, auðlindauppbyggingu og framþróun í öðrum búgreinum (túnrækt, kornrækt, grænmetisrækt).


Greinargerð: Mikið er rætt um nauðsynlega kolefnisbindingu, bæði í verkefnum á vegum bænda í nytjaskógrækt og í ýmsum kolefnisverkefnum. Þar verður lítið úr verki ef ekki er nægt framboð af skógarplöntum. Nú er svo komið að fyrirsjáanlegur er verulegur skortur á lerki vegna síendurtekins brests í frægörðum erlendis. Þess vegna er ljóst að við þurfum að geta framleitt lerki hér á landi og það verður einungis gert innanhúss við ákveðnar aðstæður. Á Vöglum í Fnjóskadal hefur undanfarin ár verið ræktaður blendingurinn hrymur sem hefur komið vel út um allt land og vex á tvöföldum hraða. Framboð af hrym hefur verið ákaflega lítið og grátlegt að geta ekki nýtt betur þá þekkingu sem til er vegna sárs skorts á fræhúsum.

Skortur á lerkifræi hefur alvarlegar afleiðingar fyrir skógrækt á Íslandi, sér í lagi fyrir skógrækt í rýru landi þar sem fæstar aðrar trjátegundir henta, nema þá helst stafafura. Framleiðsla á kynbættu lerkifræi er brýnasta verkefni líðandi stundar í skógrækt hérlendis. Einnig er brýnt að efla framleiðslu á öðrum tegundum, og tryggja framboð af sem flestum tegundum og nýta til þess öll færi, t.d. ónotuð gróðurhús víða um land.
4. Kolefnisbinding

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 beinir til búnaðarþings að áhersla sé á að bændur með rekstur á eigin jörð geti nýtt eldri skóga til kolefnisjöfnunar.


Greinargerð: Í samningi sem Bændasamtökin gerðu við ríkið um almenn starfsskilyrði landbúnaðar kemur fram að árið 2040 ætti allur landbúnaður að vera kolefnishlutlaus. Margir bændur eiga skóga sem binda talsvert kolefni en geta ekki nýtt sér það til að jafna kolefnisrekstur sinna bújarða eða starfsemi sem rekin er á viðkomandi jörð. Okkur finnst réttlætismál að sú binding sem fram fer í eldri skógum bænda verði metin og leyfilegt að nýta hana til kolefnisjöfnunar.5. Kolefni viðurkennt sem skógarafurð

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22.febrúar 2023 beinir til búnaðarþings að leggja áherslu á að kolefnisbinding í nytjaskógi verði viðurkennd sem skógarafurð.


Greinargerð: Kolefnisbinding hefur verið í umræðunni frá því að Kyoto-samþykktin tók gildi árið 1990. Deilur hafa verið um hvort kolefnisbinding fylgi trénu sem afurð eða ekki. Ráðuneyti og Alþingi hafa viðurkennt að skógur sé í eign landeigenda, en ekki viðurkennt að kolefnisbindingin í nytjaskóginum sé eign landeiganda að sama skapi eða fylgi trénu sem slíku. Af þessum orsökum er nauðsynlegt að kolefnisbinding verði almennt viðurkennd sem skógarafurð í nytjaskógrækt. Viðurkennt hefur verið að selja megi kolefnisbindingu í skógi í nýskógrækt síðustu 8 árin en ekki frá árinu 1990. Í þessu felst mismunur sem stenst ekki jafnræðisreglur. Lykilinn að vinnu að viðurkenningu á þessum rétti felst meðal annars í að kolefnisbindingin sé viðurkennd sem skógarafurð í nytjaskógi og þar af leiðandi eign skógarbóndans sem geti þá selt hana eins og aðrar skógarafurðir.
6. Innflutningur

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 beinir til búnaðarþings og í framhaldinu til matvælaráðherra að lögð verði áhersla á að varúðar verði gætt við innflutning á lífrænum vörum sem geta flutt með sér plöntusjúkdóma.


Greinargerð: Tilefni tillögunnar er nýleg ákvörðun matvælaráðuneytis um að leyfa innflutning á trjábolum með berki. Í grein Brynju Hrafnkelsdóttur og Eddu S. Oddsdóttur, skordýrafræðinga á rannsóknarsviði Skógræktarinnar, í Bændablaðinu 9. febrúar 2023 er vakin athygli á því að í nágrannalöndum okkar gilda strangar reglur um trjávið með berki vegna þeirrar hættu sem fólgin er í þeim innflutningi. Helsti ávinningurinn er í því að lágmarka áhættuna á því að barkarbjöllur berist til landsins og sjúkdómar sem þeim fylgja. Barkarbjöllur og örverur sem þeim fylgja eru eitt alvarlegasta vandamálið sem við er að etja í skógrækt víða um lönd og full ástæða til að reyna að sporna við óværum af þessu tagi eins og hægt er.


7. Rammasamningur

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 skorar annars vegar á stjórn SkógBÍ að vinna af krafti skv. samþykktum rammasamnings og vill hins vegar leggja áherslu á við stjórn BÍ að búgreinadeild skógarbænda hafi fjármagn til vinnslu þeirra verkefna sem henni eru falin skv. rammasamningi. Gera þarf ráð fyrir þessum skilgreindu verkefnum í fjárhagsáætlun BÍ.


Greinargerð: Í rammasamningi ríkisins við Bændasamtök Íslands kemur fram að markmið samkomulagsins sé m.a. að stuðla að framþróun og nýsköpun í framleiðslu með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Skógrækt er best þekkta leiðin til kolefnisbindingar og til að geta staðið við kolefnishlutlausan íslenskan landbúnað árið 2040 en nauðsynlegt að þeir peningar sem ætlaðir eru til Skóg-BÍ fari til þeirra verkefna sem samningurinn kveður á um. Stjórn SkógBÍ þarf að standa skil á þeim verkefnum sem eru tilgreind í rammasamningi, hvað þau kosta og tryggja þeim framgang .


Sjá grein 2 og 3 sérstaklega...


2. gr. Um verkefnið

Til að uppfylla markmið verkefnisins mun BÍ leggja áherslu á eftirfarandi atriði:

• Standa vörð um og efla íslenska nytjaskógrækt, skjólbeltarækt og stuðla að fræðslu og kynningu á þeim tækifærum sem felast í skógrækt

• Koma á stöðugu framboði af innlendum skógarafurðum, þar á meðal kolefnisbindingu í skógum, hvetja til aukinnar notkunar á efni úr íslenskum viði og ýta undir þróun úrvinnsluiðnaðar

• Aðilar að samkomulaginu eru sammála um að búgreinadeild skógarbænda innan BÍ annist framkvæmd þess fyrir hönd samtakanna. Fulltrúi deildarinnar undirritar samkomulagið í ljósi þess.


3. gr. Hlutverk BÍ

Hlutverk BÍ er að nýta framlag skv. 4. gr. til að standa straum af kostnaði við eftirfarandi verkefni:

• Fræða bændur um þau tækifæri sem felast í skógrækt og hvetja þá til að nýta þau.

• Hvetja skógarbændur til að sinna ræktun sinni vel.

• Samstarf við Skógræktina og skógarbændur um nákvæma viðarmagnsúttekt í hverjum landshluta og raunhæfa spá um það viðarmagn sem fellur til á næstu áratugum. Slík vinna er forsenda fyrir áframhaldandi verkefnum á sviði úrvinnslu og markaðssetningar skógarafurða.

• Leggja grunn að þróun, framleiðslu og söluferli fjölbreyttra skógarafurða og efla menntun, hönnun, framleiðsluferli og markaðssetningu. Meta m.a. hvaða leiðir eru hagkvæmar.

• Gera ítarlega markaðsgreiningu og kanna samkeppnishæfni við innflutta vöru.

• Safna upplýsingum á einn stað um nýtanlegt magn viðar sem liggur fyrir og hvar hægt er að nálgast efnið.

• Vinna skýrslur um gang verkefnisins.

• Vinna að kolefnisjöfnun íslensks landbúnaðar með öðrum búgreinum.8. Losunarheimildir grisjunarviðar

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 leggur til að stjórn SkógBÍ finni málefnum vottana og losunarheimilda á grisjunarviði viðunandi farveg svo íslenskur viður skógarbænda standist sömu kröfur og innfluttur viður.


Greinargerð: Skógrækt á bújörðum hefur að miklu eða öllu leiti verið hugsuð til nytja. Í fyrra steig Umhverfisstofnun skref til hjálpar íslenskri skógrækt með því að opna á þann möguleika að nota íslenskt timbur sem byggingarefni í svansvottaðar byggingar. Það kann að vera fyrsta skrefið af mörgum við að innleiða vottanakerfi fyrir íslensk timbur.


9. Endurgreiðsla VSK

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 leggur áherslu á að skógrækt standi jafnfætis öðrum búgreinum innan Bændasamtakanna hvað endurgreiðslu virðisaukaskatts varðar. (hvert skal beina?) Væntanlega til ríkisskattstjóra.


Greinargerð: Ekki virðist á hreinu að landeigendur með vsk. nr. á sínum rekstri fá endurgreiddan vsk. af plöntum og öðrum aðföngum til skógræktar ef ekki liggur fyrir undirritaður samningur um nytjaskógrækt á viðkomandi jörð. Það er í raun ekki eðlismunur á þessari ræktun og t.d. túnrækt annar en sá að trjáræktin tekur lengri tíma. Með tíð og tíma stækka trén, mynda skjól og verða til gagns og yndisauka bæði fyrir menn og dýr. Í fyllingu tímans mynda skógurinn tekjustofn fyrir ábúendur og ef til sölu afurða kemur mun væntanlega þurfa að greiða virðisaukaskatt af þeim.

Það þarf að vera á hreinu að skógrækt er landbúnaðargrein sem þarf að viðurkenna þannig að hún standi jafnfætis öðrum landbúnaðargreinum hvað skattaleg réttindi varðar. Bændur hafa fengið misvísandi upplýsingar um endurgreiðslu vsk. eftir því hvar á landinu þeir búa.


Nytjaskógrækt er ung búgrein sem er í hraðri mótun og er þegar er farið að vinna við úr íslenskum skógum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa skógarbænda að þeir njóti sömu réttinda til endurgreiðslu virðisaukaskatts og bændur í öðrum búgreinum.


Fyrir breytingu

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 leggur áherslu á að skógrækt standi jafnfætis öðrum búgreinum innan Bændasamtakanna hvað endurgreiðslu virðisaukaskatts varðar. - Búnaðarþing


Greinargerð: Nytjaskógrækt er ung búgrein sem er í hraðri mótun og er þegar farið að vinna við úr íslenskum skógum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa skógarbænda að þeir njóti sömu réttinda til endurgreiðslu virðisaukaskatts og bændur í öðrum búgreinum. Skógrækt er eina atvinnugreinin á íslandi sem þarf að hafa sértækt VSK númer, þessu þyrfti að breyta í reglugerðum.


Hilmar Vilberg, lögfræðingur BÍ, er tilbúinn, með fyrirvara vegna annríkis, að vera innan handa með þetta mál á þinginu


10. Stýrð sauðfjárbeit

Ársþing skógarbændadeildar BÍ, haldið á Hótel Berjaya (áður Loftleiðir) 22. febrúar 2023 beinir því til búnaðarþings BÍ BÍ að vinna að breytingum á reglugerðum og venjum um stýringu sauðfjárbeitar. Þá þannig að hún samræmist landslögum, þ.m.t. eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Gerð er krafa um að hagsmunaaðilar komi að þeirri vinnu.


Greinargerð: Brýnt er að horfa til lengri framtíðar þar sem teknir eru inn hagsmunir annarra en sauðfjáreigenda við gerð regluumhverfis og hefða í kringum sauðfárbeit. Hér má t.d. skoða hugmyndir um að nota fjármuni almennings frekar í að girða búsmalann inni þar sem honum er ætlað að vera frekar en að girða hann úti.

Þarf samvinnu við aðrar búgreinar


Hilmar Vilberg, lögfræðingur BÍ, er tilbúinn, með fyrirvara vegna annríkis, að vera innan handa með þetta mál á þinginuTillögur frá skógarbændafélögunum 2023 voru sem hér segir


1/1 FSN Skjólbelti

2/2 FSN Skógarplöntuframleiðsla

3/3 FSN Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

4/4 FSN Kolefnisbinding

5/5 FSN Innflutningur viðarafurða

1/6 FSV Framkvæmdaleyfi

2/7 FSV Stýrð sauðfjárbeit

3/8 FSV Endurmenntunarstyrkir til BÍ

4/9 FSV Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

5/10 FSV Eign kolefniseininga

1/11 FSA Kolefni viðurkennt sem skógarafurð

2/12 FSA Endurgreiðsla virðisaukaskatts

3/13 FSA Útdeiling fjármagns úr Rammasamningi um skógarafurðir

4/14 FSA Kolefnisbinding eldri skóga

1/15 FSS Sameining Skógræktarinnar og LandgræðslunnarÞað skal tekið fram að á síðasta búgreinarþingi voru 14 tillögur sem fengu brautargengi. Margar tillögur sem nú um ræðir eru endurtekning frá í fyrra og því á vissan hátt óþarfi fjalla um frekar þar sem þær eru enn í vinnslu (Tillögurnar sem átt er við eru: Þóknun stjórna búgreinadeilda BÍ, Horft fram á við, Kolefnisbrú, Félagsaðild að BÍ, Búvörusamningar, Framkvæmdaleyfi og Endurmenntun). Aðrar hafa fengið yfirhalningu og eru stjörumerktar hér.


Tillögur til umfjöllunar af hálfu stjórnar SkógBÍ 2023.


1. Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

2 Skjólbeltagerð á bújörðum*

3. Skógarplöntuframleiðsla*

4. Kolefnisbinding*

5. Kolefni viðurkennt sem skógarafurð

6. Endurgreiðsla virðisaukaskatts

7. Innflutningur

8. Stýrð sauðfjárbeit

9. Rammasamningur*

10. Útlistun fjármagns úr rammasamningi


Hér er linkur inn á tillögur af búgreinarþingi 2022.
4

Samþykktir (lög) Búgreinadeildar skógarbænda BÍ

Samþykktir Búgreinadeildar skógarbænda BÍ 3.mars 2022
.pdf
Download PDF • 175KB

3.mars 2022

Samþykktir Búgreinadeildar skógarbænda Bændasamtaka Íslands.


1. gr. Almennt

Bændasamtök Íslands mynda deild sem heitir Búgreinadeild skógarbænda. Heimili og varnarþing þess er á skrifstofu Bændasamtaka Íslands.


2. gr. Tilgangur

Tilgangur Búgreinadeildar skógarbænda er að sameina þá sem stunda skógrækt í atvinnuskyni, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra innan Bændasamtaka Íslands.


3. gr. Félagsaðild

3.1.

Rétt til aðildar að Búgreinadeild skógarbænda hafa einstaklingar og lögaðilar sem stunda skógrækt, t.d. til nytja, landbóta, útivistar, skjólbelta, og fleira, enda séu þeir félagsmenn að Bændasamtökum Íslands.

3.2.

Einungis félagsmenn að skógarbændadeild Bændasamtaka Íslands sem hafa fulla aðild, sbr. liði 3.1, geta gegnt trúnaðarstörfum fyrir Búgreinadeild skógarbænda.

3.3.

Full aðild að Búgreinadeild skógarbænda (sbr. liði 3.1.) fellur niður uppfylli félagsmenn ekki öll skilyrði um félagsaðild, skv. samþykktum Bændasamtaka Íslands.


4. gr. Búgreinaþing

4.1.

Búgreinaþing skal halda árlega í tengslum við búnaðarþing.


4.2.

Fulltrúar á búgreinaþing er sitjandi stjórn Búgreinadeildar ásamt kosnum fulltrúum sem koma af landinu öllu og endurspegla sem best landfræðilega dreifingu, þá sömu og skógarbændafélögin byggja á. Stjórn Skógardeildar B.Í. ákveður í upphafi hvers árs hvað margir fulltrúar eiga seturétt á búgreinaþingi og hve margir af hverju svæði fyrir sig.

Viðmiðunarfjöldi fulltrúa á búgreinaþingi skal vera 20 manns auk sitjandi stjórnar skógardeildar, sem hefur málfrelsi og atkvæðisrétt. Miða skal við að hafa sem jafnasta skiptingu milli kynja.

Fundir skógarbænda sem eru aðilar að BÍ skulu haldnir á internetinu í upphafi hvers árs, þar sem m.a. eru kosnir fulltrúar á búgreinaþing. Fundirnir verða haldnir eftir sömu svæðaskiptingu og eru hjá félögum skógarbænda.


4.3.

Búgreinaþing sitja með fullum réttindum þeir fulltrúar sem kosnir eru skv. 4.2.

Til að teljast fullgildur félagi skal viðkomandi hafa greitt félagsgjöld til BÍ um síðastliðin áramót skv. grein 3.1.

Félagsmenn skulu greiða veltutengt félagsgjald til Bændasamtaka Íslands, í samræmi við ákvörðun Búnaðarþings hverju sinni.


4.4.

Búgreinaþing er opið til áheyrnar öllum félagsmönnum. Óski fleiri aðilar, en kosnir hafa verið til þingsetu, eftir að sitja búgreinaþing með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.


4.5.

Staðfest félagatal skógarbændadeildar skal liggja fyrir hjá stjórn Búgreinadeildar og á Bændatorgi eigi síðar en 10. janúar ár hvert. Frá þeim tíma hafa félagsmenn deildarinnar 7 daga til að gera athugasemdir við fulltrúatöluna. Komi upp álitamál skal stjórn Búgreinadeildar skógarbænda úrskurða um málið samkvæmt grein. 4.3. svo fljótt sem kostur er.

Mál sem taka á til afgreiðslu á búgreinaþingi, skulu hafa borist skrifstofu Búgreinadeildar skógarbænda eigi síðar en 20 dögum fyrir búgreinaþing. Öll gögn sem leggja á fram, til umfjöllunar eða afgreiðslu skulu birt fulltrúum búgreinaþings eigi síðar en 10 dögum fyrir setningu þingsins. Búgreinaþing getur þó ákveðið að taka til afgreiðslu mál sem koma síðar fram.

Tillögur sem liggja fyrir þinginu skulu kynntar stjórnum landshlutabundnu skógarbændafélaganna eigi síðar en 20 dögum fyrir búnaðarþing. Nefndarstörf vegna tillagna eru ákveðin hverju sinni.


4.6.

Á dagskrá búgreinaþings skal m.a. vera:

a) Skýrsla stjórnar.

b) Samþykktir Búgreinadeildadeildar skógarbænda BÍ

c) Tillögur til umræðu og afgreiðslu.

d) Kosning stjórnar skv. grein 8 í samþykktum þessum

e) Kosning fulltrúa á Búnaðarþing

f) Starfsáætlun til næsta árs.

g) Önnur mál.


4.7.

Stjórn deildarinnar, í samráði við framkvæmdastjóra BÍ, boðar til búgreinaþings skógarbænda eigi síðar en 10. janúar ár hvert. Búgreinaþing skógarbænda er löglegt sé löglega til þess boðað.


5. gr. Aukaþing

Aukaþing skal halda þyki stjórn Búgreinadeildar skógarbænda sérstök nauðsyn bera til og jafnan þegar a.m.k ¼ félagsmanna Búgreinadeildar skógarbænda óska þess, enda sé þá fundarefni tilgreint. Aukaþing skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Um rétt til fundarsetu á aukaþingi gilda sömu reglur og á þingi.


6. gr. Skipan stjórnar

Búgreinadeild skógarbænda skipar fimm manna stjórn: formaður og fjórir meðstjórnendur og fimm varamenn með jafnri dreifingu milli landshluta.


7. gr. Hlutverk stjórnar

Hlutverk stjórnar er að vinna að hagsmunum félagsmanna innan Bændasamtaka Íslands í gegnum Búgreinadeild skógarbænda, annast málefni deildarinnar milli búgreinaþinga og sjá um að þau málefni séu jafnan í sem bestu horfi.


8. gr. Störf stjórnar Búgreinadeildar

8.1.

Formaður boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim. Þó er honum skylt að boða fund ef tveir stjórnarmenn óska þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint. Stjórnarfundur er lögmætur séu þrír stjórnarliðar á fundi.


8.2.

Stjórn Búgreinadeildar skógarbænda skal skrá fundargerðir á fundum sínum. Fundargerðir skulu birtar á vefsvæði Búgreinadeildarinnar svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en að loknum næsta stjórnarfundi. Stjórnarmenn skulu staðfesta afrit af fundargerðinni og hún varðveitt með tryggilegum hætti.


9. gr. Samþykktar breytingar

Samþykktum þessum má aðeins breyta á búgreinaþingi eða aukaþingi, sem boðað er til þess sérstaklega. Ná þær því aðeins fram að ganga að meirihluti kjörinna fulltrúa greiði þeim atkvæði.


10.gr. Gildistími samþykkta

Ákvæði samþykkta þessara gilda frá og með búgreinaþingi þann 3.mars 2022.


5

Fundargerð_Búgreinaþing Skóg_BÍ 2022
.pdf
Download PDF • 577KB
Kommentare


bottom of page