Aðalfundir LSE 2021 hefur verið frestað til 15.maí.
Sett verður á covid-viðbragðaáætlun í þremur sviðsmyndum:
Sviðsmynd 1
Ef engar covid hömlur verða í þjóðfélaginu verður aðalfundur með hefðbundnu sniði. Þetta er talin ólíkleg sviðsmynd. Nánari útlistun verður því ákveðin er nær dregur.
Fundinum yrði ekki streymt á vefmiðli.
Sviðsmynd 2
Ef samkomutakmarkanir verða í þjóðfélaginu má hugsa sér 40 manna fulltrúafund, í einu 40 manna hólfi eða tveimur tuttugu manna hólfum.
Fulltrúar fundarins yrðu valdir með eftirfarandi móti.
- LSE stjórn = 5 manns
- Hvert aðildarfélag má senda inn 3 fulltrúa, 15 manns alls. (mælst til að velja stjórnarmenn)
- Aukafulltrúi fyrir hverja 35 félagsmenn á hvert félag:
FSS= 5 FSA=4 FSN=4 FSV=3 FSVfj=3, 19 manns alls. (mælst til að hafa jafna dreifingu um landsvæði félanna)
Fundinum yrði streymt á vefmiðli.
Sviðsmynd 3
Ef samkomutakmarkanir verða enn harðari verður haldinn tölvufundur (t.d. Zoom eða Teams) með fulltrúum. Fulltrúar verða valdir með sama fyrirkomulagi og lýst var í sviðsmynd 2.
Fundinum yrði streymt á vefmiðli.
Tilmæli frá Bændasamtökum Íslands hafa verið send fyrir aðalfund. Lögð verður tillaga þess efnis að sitjandi stjórn LSE sitji í óbreyttri mynd a.m.k. fram að búnaðarþingi 2022.
Comments