top of page

Aðalfundur LSE 2013

1 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2013-10-13 Haldinn á Hótel Örk 30-31 ágúst 2013 2 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013 Dagskrá fundarins: Föstudagur 30. ágúst Kl. 14:00 – 17:00Fræðaþing LSE. Kl. 17:30 Setning aðalfundar. Kl. 17:40 Kosning starfsmanna fundarins. Kl. 17:45 Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. Kl. 18:10 Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. Kl. 18:30 Ávörp gesta. Kl. 18:50 Mál lögð fyrir fundinn. Kl. 19:00 Skipað í málefnanefndir og málum vísað til þeirra. Kl. 19:30 Fundi frestað, kvöldverðarhlé. a)Kl. 20:15 Nefndastörf. Kl. 21:00 Myndband, tekið saman af Agnesi Geirdal. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur segir frá skáldunum í Hveragerði og fer með vísur. Kl. 21:30 Bar-a samræður. Laugardagur 31. ágúst Kl. 08:00 Morgunverður. Kl. 09:00 Framhald nefndastarfa. Kl. 10:00 Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti. Kl. 11:30 Sænski skógarbóndinn og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhendir landbúnaðarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, fyrsta eintak bókarinnar Kraftmeiri skógur. Kl. 12:15 Kosningar: Kl. 12:30 Önnur mál. Kl. 13:00 Aðalfundi slitið. Kl. 13:00 Hádegisverður. Kl. 14:00 Gönguferð um Hveragerði, í fylgd sögumannsins Svans Jóhannessonar. Síðan haldið að Reykjum, starfsstöð Landbúnaðarháskólans, þar sem boðið verður upp á meiri fróðleik og veitingar. Kl. 17:00 Komið á hótel. Kl. 19:00 Fordrykkur. Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður, árshátíð skógarbænda. Veislustjóri, Jón Kristófer Arnarsson Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins, Guðmundur Þór Guðjónsson, formaður bæjarráðs Hveragerðis. Söngdagskrá, Daníel Haukur Arnarson 3 1. Setning aðalfundar. Formaður LSE, Edda Kr. Björnsdóttir, setti fund og bauð gesti velkomna. 2. Kosning starfsmanna fundarins. Starfsmenn fundarins skipaðir; Hörður Harðarson fundarstjóri og Sigríður Heiðmundsdóttir til aðstoðar, Freyja Gunnarsdóttir fundarritari og henni til aðstoðar Hildur María Hilmarsdóttir. Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. Edda Kr. Björnsdóttir formaður LSE flutti fundinum kveðjur tveggja stjórnarmanna, Önnu Ragnarsdóttur og Sighvats Þórarinssonar, sem ekki áttu heimangengt sem og kveðju Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Nefndi hún veðrið sem væri að ganga yfir landið og hefði áhrif á ferðalög fólks til fundar. Flutti Edda síðan skýrslu stjórnar og fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Skýrsla formanns fylgir fundargerð. Björn Bj. Jónsson fór yfir nokkra punkta í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda á starfsárinu en hann lét af störfum sl. vor en heldur áfram umsjón með verkefninu Kraftmeiri skógur. Sýndi hann yfirlit yfir tekjur sem LSE fær frá skógarbændafélögunum og hvatti þau til að auka félagafjölda. Síðan fór hann yfir verkefnið Kraftmeiri skóga og byrjaði á að nefna heimasíðuna www.skogarbondi.is en þar koma t.d. allar fréttir frá landshlutaverkefnunum. Sagði hann verkefnið öflugt og stuðningur Landbúnaðarháskólans ómetanlegur. Nefndi hann fjögurra manna ritnefnd bókarinnar Kraftmeiri skógar, þakkaði þeim vel unnin störf sem og öllum þeim sem sáu um að þýða og staðfæra efni í bókinni en enginn sem leitað var til hafi sagt nei. Margt fleira væri að gerast á vegum verkefnisins, nefndi hann bækling verkefnisins og benti fólki á leshópa og námskeið sem væru í gangi. Sagðist hann þess fullviss að þetta form fræðslu væri það sem koma skyldi. Verkefninu er ætlað að auka vöxt íslenskra skóga rétt eins og fyrirmyndin sænska gerði. Björn sagðist hafa fengið að vinna að mörgu öðru en þessu ákveðna verkefni á vegum LSE m.a. framtíðarsýninni sem var dreift á fundinum, blaðinu Við skógareigendur sem Björn sagðist vera mjög stoltur af. Þá vék hann að vinnu hóps um lagasetningu nýrra skógræktarlaga, sagðist hafa setið fundi Fagráðs skógræktar á Mógilsá í starfi sem framkvæmdastjóri LSE, fundi á vegum Landbúnaðarháskólans og margt fleira sem tengist störfum sem framkvæmdastjóri LSE. Í júní sl. var stofnaður 5 manna stýrihópur í skógrækt og verður skýrsla um brunavarnir lögð fram á fyrirhugaðri ráðstefnu um brunavarnar 12. og 13. mars nk. Kynnti Björn samsetningu stýrihópsins og hvernig aðilar hópsins skipta með sér verkum og tímaramma vinnunnar. Leiðandi aðilar skógareigenda á Norðurlöndum hafa boðið Birni sem fulltrúa LSE að sitja fundi sína þó LSE eigi ekki aðild að þessu starfi. Komið er saman einu sinni á ári og þar hafa verið tækifæri til að segja frá starfinu á Íslandi sem og að hlýða á hvað er að gerast á hinum Norðurlöndunum. 4 Sýndi Björn svo afrakstur starfsins í línuriti pr. vinnustundir sem framkvæmdastjóri LSE. Sagði hann það ljóst að þegar hann var farinn að vinna upp undir 150 klst á mánuði þegar samningurinn hljóðaði upp á 50 klst að þá var tími til að hætta. Þakkaði Björn formanni LSE sérstaklega samstarfið og hreinskiptin samskipti. Hrönn Guðmundsdóttir tók við sem framkvæmdastjóri samtakanna í 70% starfi þann 1. apríl sl. Hún sagðist ætla að gefa sér nokkurn tíma til að setja sig inn í starfið en það fyrsta sem hún hafi komið að hafi verið grisjunarverkefni í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðina sem hafi ekki farið af stað eins og lagt var upp með. Var það sett á bið en stendur til að skoða það aftur í haust. Fór Hrönn á aðalfundi allra skógarbændafélaga nema á Austurlandi og sagði það hafa verið mjög gott og fræðandi. Þá sat hún fundi ritnefndar Við skógareigendur og samsinnti Birni í því að vera mjög stolt af því blaði. Hrönn situr í stýrihóp Kraftmeiri skóga og kemur að því verkefni á margan hátt. Stóra verkefnið hefur þó verið akuryrkju jólatrjáa, heimsóknir til ræktenda og aðstoð við hópana sem hafa verið myndaðir í þessu verkefni. Þá hefur hún setið ýmsa fundi og þing á vegum samtakanna og er þannig óðum að kynnast starfinu. María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2012. Niðurstöður rekstrarreiknings; Rekstrartekjur 10.648.804 Rekstrargjöld 7.484.763 Rekstrarhagnaður 3.164.041 Niðurstöður efnahagsreiknings; Eignir 8.097.367 Eigið fé 8.063.702 Eigið fé og skuldir 8.097.367 Spurt var um sérfræðikostnað og fleira í reikningum samtakanna og María og Björn svöruðu þeim spurningum. 4. Umræður um skýrslu stjórnar Jóhann Gísli Jóhannsson þakkaði stjórninni fyrir framlagða skýrslu og greinargóða sem og framkvæmdastjórunum báðum. Einnig vildi hann þakka samstarf við fráfarandi formann LSE á meðan Jóhann Gísli var formaður Félags skógarbænda á Austurlandi. Sagði hann ljóst af þeim skýrslum sem voru lagðar fram að starfið sé alltaf að eflast. Jóhann Þórhallsson þakkaði stjórn fyrir góða skýrslu sem og hlý orð í garð ritnefndar Við skógareigendur. Þakkaði Jóhann einnig störf formanns LSE en Edda hefur verið formaður frá stofnun samtakanna, þakkaði hann einnig Birni Bj. Jónssyni samstarfið á vegum LSE. Reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða. 5. Ávörp gesta 5 Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands kvaddi sér hljóðs undir þessum lið og færði fundinum kveðju stjórnar BÍ. Bændur segja allt gott var slagorð Búnaðarþings. Sagði hann fjölmargar ályktanir hafa verið samþykktar á þinginu og vildi nefna nokkrar m.a. orkunýtingu og orkuöflun, landnýtingu, fjármögnun í landbúnaði og fleiri sem hann taldi eiga erindi til skógarbænda. Nefndi hann nokkur mál sem væri mál allra á landsbyggðinni s.s. viðhald vega, póstþjónustu, síma-og netsamband og fleira. Þá sagði hann frá vinnuverndarverkefni sem BÍ starfar að en nauðsynlegt er að fækka slysum í landbúnaði. Afdrifaríkasta verkefnið framundan væri þó ályktun um endurskoðun félagskerfið í landbúnaði. Markmiðið væri að einfalda kerfið. Nú þegar er búið að breyta ráðgjafaþjónustunni. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar væri fjallað sérstaklega um landbúnað og sóknarfæri í honum, sagði hann allar búgreinar eiga að nýta sér þessa yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum. Þakkaði hann skógarbændum gott samstarf og óskaði þeim góðs fundar. Arnór Snorrason bar kveðjur frá starfsmönnum Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsár. Benti hann á umfjöllun í Fréttablaðinu í síðustu viku sem hann vildi kalla skógarbyltinguna en þar nefndi hann til landgræðsluverkefnin og svo stofnun landshlutaverkefnanna. Verið er að reikna út kolefnisbindingu, ræktaði skógar á Íslandi eru að binda 250.000 tonn. Samgöngur eru að menga 790.000 tonn. Skógrækt hefur veruleg áhrif á kolefnisbókhald Íslands en á Íslandi binst 1/3 kolefnis aftur. Helstu áhyggjur Arnórs eru afföll í skógrækt en hann hefur verið í því að mæla árangur í skógrækt, tekur reglulegar mælingar. Verið er að undirbúa tilraunarverkefni á Mógilsár með fjárhagslegum stuðning skógarbænda en verkefnið snýst um að setja út tilraun í landi Hvamms. Þar á að kanna í þaula hvað er það sem veldur dauða plantna. Vonaði að þetta vandamál, afföll, yrðu rædd á fundinum og óskaði fundarmönnum góðs fundar. Hreinn Óskarsson fulltrúi Skógræktar ríkisins sagði það heiður að fá að koma hingað á Örkina og fá að ávarpa fundinn. Bar hann kveðju skógræktarstjóra og fagmálastjóra Sr. Sagðist Hreinn lítið hafa komið að félagsmálum skógarbænda en aðeins þó fylgst með því hvernig bændaskógar eru að spretta upp um allt land. Sagði hann stofnun landshlutaverkefnanna hafa verið mikið gæfuspor fyrir skógrækt í landinu. Sagði hann nú þurfa að fara grisja og framundan væri mikil aukning í störfum við þá vinnu. Nú væri það verkefni skógarbænda að finna út hvernig sú vinna verði unnin sem hagkvæmast sem og að koma timbrinu út úr skógunum. Nefndi hann efnahagshrunið 2008 sem of er nefnd blessuð kreppan hjá skógræktarmönnum því kreppan jók sölu á íslensku timbri. Mikil þróun er í tækjavæðingu, bæði varðandi grisjun og að koma viðnum út úr skógi. Hvaða breytingar verða á næstu árum? Það er hlýnun en hver gráða breytir umhverfinu í skógrækt og þá þarf að finna kvæmin sem henta. Framundan í stjórnsýslunni/skógarpólitíkinni er breyting á lagasetningu. Í þeirri vinnu þarf að finna út hvernig á að framkvæma stefnu í skógrækt en þar hljóta skógarbændur að koma inn að mati Hreins. Búið að margfalda virði landsins með því að rækta tré á landi sem áður var talið rýrt beitiland. 6 Óskaði Hreinn skógarbændum alls hins besta á aðalfundi. 6. Mál lögð fyrir fundinn. Fundarstjóri fór yfir framlagðar tillögur og bauð aðilum tillagna að gera nánari grein fyrir þeim. Edda Kr. Björnsdóttir sagði stjórn hafa tekið tillögu laganefndar frá síðasta aðalfundi nánast óbreytta upp á sína arma. Tillaga nr. 1 Lög LSE - Landssamtaka skógareigenda 1. gr. Félagið heitir Landssamtök skógareigenda, skammstafað LSE. Heimili þess og varnarþing er heimili formanns hverju sinni. Merki (logo) félagsins er þrír grænir fletir á hvítum grunni, sem merkir samfellu skóga. Nafn samtaka er undir í svörtu letri. Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368. 2. gr. Félagið er landssamtök félaga skógarbænda og einstakra skógarbænda sem rækta eða eiga skóg á bújörðum. Skógarbóndi telst hver sá sem uppfyllir skilyrði 3. greinar samþykkta Bændasamtaka Íslands1 og í atvinnuskyni stundar skógrækt til einhverra nota, s.s. fjölbreytts skógariðnaðar, ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu. Allir skógarbændur hafa sömu réttindi óháð formi á félagsaðild. 3. gr. Tilgangur samtakanna er: 1. Að sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök. 2. Að bæta aðstöðu skógræktar sem atvinnugreinar í sem víðustum skilningi, bændastéttinni til hagsbóta. 3. Að vera samtök og málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum. 4. Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við opinbera aðila eða aðra þá sem þeir óska. Einnig við hliðstæð samtök erlendis. 5. Að hvetja til rannsókna og fræðslu skógarbændum til hagsbóta. 6. Að leita leiða til að koma afurðum skógarins í verð. 4. gr.

1. 3. grein Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir aðilar að þeim félögum og félagasamtökum sem talin eru í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í eigin nafni eða annarra. Bændum, sem hætt hafa búskap vegna aldurs eða heilsubrests, skal heimil áframhaldandi þátttaka í viðkomandi félagi með fullum félagsréttindum, hafi þeir áfram búsetu á hlutaðeigandi félagssvæði. Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta. 7 Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna og skal haldinn fyrir 1. nóvember ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega með minnst 14 daga fyrirvara. Stjórn samtakanna getur boðað til aukafundar þegar hún telur ástæðu til og aukafund skal halda ef þriðjungur félagsmanna æskir þess. Rétt til setu á fundum samtakanna eiga allir félagsmenn þess, með málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétti. Á aðalfundi skal stjórn leggja fram til umræðu og samþykktar: 1. Skýrslu um störf samtakanna á sl. ári. 2. Endurskoðaða reikninga fyrir sl. almanaksár. 3. Fjárhagsáætlun og tillögur um starfsemi samtakanna á næsta ári. 5. gr. Stjórn samtakanna skipa fimm menn, einn frá hverju aðildarfélagi og fimm til vara, einnig einn frá hverju aðildarfélagi, kosnir til eins árs í senn. Formaður skal kosinn fyrst beinni kosningu og síðan fjórir stjórnarmenn og síðast fimm varamenn. Tveir skoðunarmenn og tveir til vara skulu kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir með sér verkum ritara, gjaldkera, varaformanns og meðstjórnanda. Stjórn samtakanna fer með málefni samtakanna á milli aðalfunda. Stjórnin heldur skrá yfir félaga og skal hún liggja frammi á aðalfundi. Hún má ekki skuldbinda samtökin fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum aðalfundar. 6.gr. Stjórn Landssamtaka skógareigenda getur veitt viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu skógareigenda. Viðurkenningarnar skulu byggðar á reglugerð sem stjórnin semur og er samþykkt af aðalfundi LSE. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi með samþykkt stofnfundar samtakanna. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn samtakanna eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skulu þær sendar út með fundarboði. Til að breyta lögum þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi2 . 8. gr Verði landssamtökin lögð niður taka Bændasamtök Íslands eignir þeirra til varðveislu á verðtryggðum reikningi uns önnur hliðstæð samtök hafa verið stofnuð og gera kröfu í eignir þeirra fyrri. Jóhann Gísli Jóhannsson kom með viðbót við gr. 5 sem ætti að hljóða svo: Heimilt er að skipa uppstillinganefnd á aðalfundi til undirbúnings stjórnarkjörs, en gætt skal jöfnunar milli landshluta. Reglugerð um heiðursviðurkenningar LSE

2 Stofnfundur LSE var haldinn 28. júní 1997 á Hallormsstað. Lögum LSE var breytt á aðalfundi samtakanna 2008 og 2013 8 1. grein Stjórn LSE getur kosið heiðursfélaga. Heiðursfélögum skal við hátíðlega athöfn afhent skrautritað heiðursfélagaskjal LSE áritað af stjórn, sem er æðsta viðurkenning samtakanna. Heiðursfélaga skal aðeins tilnefna þá sem hafa unnið áralangt heillaríkt starf fyrir skógareigendur og gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki fyrir landssamtökin. Þessa sæmd má einnig sýna merkum brautryðjendum skógareigenda. Tilnefndur heiðursfélagi skal hafa hlotið gullmerki LSE. 2. grein Gullmerki LSE er næstæðsta sæmdarviðurkenning LSE. Viðtakandi verður að hafa unnið í mörg ár árangursríkt starf fyrir skógareigendur t.d. verið a.m.k. 6 ár í stjórn LSE eða einstaklingi sem starfað hefur a.m.k. í aldarfjórðung til heilla fyrir skógareigendur. Veita skal þessa viðurkenningu við sérstök tækifæri t.d. afmæli einstaklings eða skógarbændafélags, Stjórn LSE veitir gullmerki LSE. 3. grein Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt á ársfundi LSE. Vísað til laganefndar ásamt greinargerð um heiðursviðurkenningar Tillaga nr. 2 Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Austurlandi föstudaginn 16.ágúst 2013 á skrifstofu HASK. Eftir umræður um tillögur að lagabreytingum LSE. varð eftirfarandi niðurstaða stjórnar að 5.gr. hljóði sem hér segir. „5.gr. Stjórn samtakanna skipa fimm menn, einn frá hverju aðildarfélagi og fimm til vara kosnir til tveggja ára í senn. Aðildarfélag tilnefnir 2 menn, einn í aðalstjórn og annar til vara. Annað hvert ár skal kosið um 3 fulltrúa en hitt árið um tvo. Stjórnin skiptir með sér verkum þ.e. formann, gjaldkera, ritara og varaformann. Tveir skoðunarmenn og tveir til vara skulu kosnir til eins árs. Eigi skal sami maður sitja í stjórn nema fjögur kjörtímabil samfleytt. Stjórn samtakanna fer með málefni samtakanna á milli aðalfunda. Stjórnin heldur skrá yfir félaga og skal hún liggja frammi á aðalfundi. Hún má ekki skuldbinda samtökin fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum aðalfundar. Ákvæði til bráðabyrða: Í upphafi skulu tveir fulltrúar vera kosnir til eins árs og skal hending (hlutkesti) ráða hverjir það eru.“ Vísað til laganefndar 9 Tillaga nr. 3 1.FsS beinir þeim eindregnu tilmælum til Landssamtaka skógareigenda að taka fyrir og vinna að heildarskipulagi skógræktar á Íslandi og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Greinargerð: Ljóst er að mjög aðkallandi er að heildarskipulag atvinnugreinarinnar skógrækt, liggi fyrir. Þar þarf að taka mið af markvissri uppbyggingu greinarinnar, einföldu og skýru ákvörðunarvaldi og boðleiðum, fagmennsku við skipulag skógræktar og úrvinnslu, með það að markmiði að tryggja stöðugt og öruggt framboð af timbri og öðrum afurðum skógarins, þar á meðal kolefnisjöfnun. Tryggja þarf eðlilegt lagaumhverfi og öruggt fjármagn til uppbyggingar greinarinnar, enda ljóst að mörg ný störf munu fylgja þróun og vexti hennar og margföldunaráhrif þess fjármagns sem til hennar er lagt fyrstu skrefin, munu verða veruleg, ekki síst vegna hliðargreina sem skapast munu við úrvinnslu afurða skógarins. Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 3 2.FsS leggur til að aðalfundur Landssamtaka skógareigenda á Hótel Örk, 30. og 31. ágúst 2013, skori á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að sjá til þess að þegar í stað verði hafist handa við að vinna ötullega eftir lögum nr. 95 frá 2006 um landshlutaverkefni í skógrækt, þar sem segir m.a.: „ Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan 400 metra yfir sjármáli.“ Greinargerð: Ljóst er að lægri framlög ríkisins til skógræktar hafa haft alvarleg áhrif á atvinnugreinina skógrækt og tengdar greinar. Það er þegar ljóst að jafnt framboð timburs úr íslenskum skógum, eins og stefnt var að, verður ekki á komandi árum, vegna samdráttar í gróðursetningu. Á árinu 2009 nam heildarfjárveiting til landshlutaverkefnanna 447,5 milljónum, en 387,1 milljón árið 2013, sem er 60,4 milljóna króna lækkun frá 2009, eða 13,5%. Við bætist að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22,6% á þessu tímabili, þannig að raunlækkun frá 2009 til 2013 er yfir 30%. Skógrækt er ung atvinnugrein innan landbúnaðarins, með margar hliðargreinar, þar sem menntað fólk í greininni vinnur að því að ná meiri gæðum og betri árangri í skógrækt. Afurðir skóganna koma í stað innfluttrar vöru, þannig að vinnan er færð heim og gjaldeyririnn geymdur. Skógrækt gegnir mikilvægu hlutverki og er snar þáttur í að tryggja fæðuöryggi landsmanna, þar sem skógarnir eiga stóran þátt í að bæta skilyrði ræktunar og búfjárhalds og þar með næst enn betri árangur. Í Stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stendur í kafla um umhverfismál: „Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda.“ Þakka ber þann skilning og viðurkenningu sem felst í þessari setningu, þar sem skógarafurðir eru ekki einungis mikilvæg iðnaðarvara, heldur er skógrækt mikilvægur þáttur í bindingu kolefnis, sem er ein mikilvægasta afurð skógarins. 10 Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 4 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hótel Örk dagana 30. og 31. ágúst 2013, hvetur stjórn landssamtakanna að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að endurskoða uppbyggingu félagskerfis skógarbænda með möguleika á aukinni aðkomu skógareigenda að skipulagi og framkvæmd skógræktar á bújörðum og stjórnunar á sölu og úrvinnslu á skógarafurðum. Nefndin skili tillögum til aðalfundar LSE 2014. Nefndin skoði kosti og galla þess að: 1.Landshlutaverkefnin verði sett alfarið undir stjórn skógareigenda og stuðningur ríkisins verði í formi ”búvörusamnings”. 2.LHV hafi eina fimm manna yfirstjórn með fulltrúum úr hverjum landshluta. 3.Fella niður ákvæði um að landeigandi þurfi að hafa lögbýli á skógræktarjörð sinni, til að vera gjaldgengur í skipulagðri nytjaskógrækt á bújörð sínu og sérstöðu/sérkennum miða við hvern landshluta. 4.Endurskoða verkferli í nytjaskógræktinni og einfalda það, jafnframt að ná fram hagkvæmni með sameiningu verkefna innan landgræðslu og skógræktar. 5.Plöntuútboð verði tekinn úr umsjá ríkiskaupa, skógarbændur hafi frjálst val á innkaupum sinna trjáplantna. 6.Sett verði í gang átak í framleiðslu 2-3 ára plantna til nota í grasgefið land og íbætur. Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 5 frá Sigurbjörgu Snorradóttur Aðalfundur LSE 30-31. ágúst 2013 haldinn á Hótel Örk, Hveragerði Kolefniskvóti og eignarhald á honum. 1. Ríkið tekur engin bein gjöld af útleigu á kvóta í hvaða formi sem er, enda verða þessar tekjur að eðlilegum skattstofni fyrir einstaklinga og félög. 2. Kvótinn fylgir jörðinni og er ekki seljanlegur frá henni. 3. Öll kvótaviðskipti fara í gegnum íslenskan kolefniskvótamarkað þar sem bundið verður lámarksverð. 11 4. Skipting á kvóta: Jörð í einkaeign. •Sveitafélagið 50% - óeyrnamerkt •Jarðeigandi 50% - óeyrnamerkt Jörð í langtímaleigu, þ.e.a.s. 50 - 99 ár •Sveitafélagið 50% - óeyrnamerkt •Jarðeigandi 25% - óeyrnamerkt •Leigutaki 25% - óeyrnamerkt Jörð í skammtímaleigu, þ.e.a.s. 5- 49 ár •Sveitafélagið 50% - óeyrnamerkt •Jarðeigandi 40% - óeyrnamerkt •Leigutaki 10% - óeyrnamerkt Þéttbýli, borgir og bæir •Sveitafélagið 50% - óeyrnamerkt •Íbúar 50% - til lækkunar á fasteignagjöldum Frístundarbyggðir •Sveitafélagið 50% - óeyrnamerkt •Frístundabyggð 50% - til lækkunar á fasteignagjöldum og sameiginlegs viðhalds. Vísað til kolefnisnefndar Tillaga nr. 6 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldin á Hótel Örk í Hveragerði, dagana 30.- 31. ágúst 2013 fagnar þeim eindregna vilja til að auka skógrækt á Íslandi sem birtist í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðismanna. Fundurinn hvetur Umhverfis- og auðlindaráðherra til þess að tryggja það að áformum ríkisstjórnarinnar um að stórauka skógrækt verði hrundið í framkvæmd þegar á næsta ári. Greinargerð: Landshlutaverkefnin í skógrækt hafa þurft að þola mun meiri niðurskurð en sambærileg verkefni á undanförnum árum. Verkefnin voru skorin niður um 20% árið 2009 og hafa eftir það verið lækkuð í fjárveitingum í samræmi við flest önnur sambærileg verkefni og stofnanir. Þessi niðurskurður hefur bitnað hart á atvinnulífinu á landsbyggðinni og uppbyggingu skógarauðlindarinnar sem áætlanir gerðu ráð fyrir að gæti staðið undir öflugum úrvinnsluiðnaði í framtíðinni. Minnkun á timburframboði í framtíðinni mun setja úrvinnsluiðnað í vanda. Gróðrarstöðvar sem hafa á undanförnum árum fjárfest í sérhæfðum búnaði og aflað sér þekkingar og reynslu á framleiðslu skógarplantna berjast nú í bökkum. Fjölmörg störf hafa tapast á landsbyggðinni á undanförnum árum, samfara niðurskurði á fjárframlögum til skógræktar. Ný rannsókn sýnir að ársverkum í skógrækt sem skapast hafa vegna landshlutaverkefnanna, hefur fækkað úr því að vera 98 árið 2007 niður í 67 ársverk árið 2010. Það er því ljóst að það 12 er ekki aðeins hagur skógarbænda að auka aftur framlög til skógræktar, það er hagur þjóðarinnar allrar. Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 7 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2014 2011 2012 2013 Breyting 2014 Breyting Rekstrartekjur: áætlun frá fyrra ári áætlun frá fyrra ári Félagsgjöld 1,000,500 882,000 1,460,000 65,5% 1,460,000 0,0% Styrkir vegna Árs skógar 1,793,400 0 0 0,0% 0 0,0% Styrkir vegna Við skógareigendur 0 650,000 0 -100,0% 600,000 100,0% Búnaðargjald 440,686 470,799 500,000 6,2% 500,000 0,0% Kraftmeiri skógur 0 5,173,509 0 -100,000% 5,000,000 100,0% Aðrar tekjur 60,000 0 o 0,0% 0 0,0% Vaxtatekjur 59,160 72,496 50.000 -31,0,0% 70,000 40,0% Ríkisframlag 4,000,000 3,400,000 4.000.000 17,6% 3,000,000 -25,0% Tekjur samtals 7,353,746 10,648,804 6,010,000 -43,6% 10,630,000 76,9% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 771,487 978,972 400.000 -59,1% 900,000 125,0% Stjórnar- og fundarkostnaður 995,909 1,043,842 800,000 -23,4% 800.000 0,0% Ráðstefnur og námskeið 21,000 29,000 150.000 417,2% 50,000 -66,7% Sérfræðiþjónusta 226,809 645,274 500.000 -22,5% 300,000 -40,0% Rekstur skrifstofu 2,151,810 3,122,298 3,500,000 12,1% 6,700,000 91,4% Kostnaður vegna Árs skóga 1,805,674 45,296 0 -100,0% 0 -100,0% Blaðaútgáfa 565,655 887,124 250.000 -71,8% 800,000 220,0% Erlent samstarf 107,732 94,967 0 -100,0% 100,000 100,0% Heimasíða 0 535,634 0 100,0% 0 0,0% Kraftmeiri skógur 0 0 400,000 100,0% 965,000 141,3% Annar kostnaður 13,795 89,133 0 100,0% 0 Vaxta- og bankakostnaður 17,925 13,223 10.000 -24,4% 15,000 50,0% Gjöld alls 6,677,796 7,484,763 6,010,000 -19,7% 10,630,000 76,9% Hagnaður ársins 675,950 3,164,041 0 0 Handbært fé 31.12. 4,043,485 7,549,867 7,549,867 7,549,867 Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 8 13 Fundurinn leggur til að LSE komi á skilgreiningu á hugtakinu kolefnisbinding, á fræðilegum, efnahagslegum og lögfræðilegum grundvelli til að staðfesta að þessi eining er framleiðsluafurð skógræktarbænda eins og aðrar afurðir skógarins. Slík framleiðsluafurð er skilgreinanleg og háð eignarréttarákvæði Stjórnarskrár Íslands og vara til viðskipa án tillits til hver er kaupandi og því ekki háð milliríkjasamningum íslenska ríkisins. Vísað til kolefnisnefndar Tillaga nr. 9 Aðalfundur LSE leggur til að hvetja Alþingi og fjármálaráðuneytið að úthluta skógarbændum allar þær skatttekjur fyrir þá kolefnislosun sem innheimtar eru ár hvert. Vísað til kolefnisnefndar 7. Skipað í málefnanefndir og málum vísað til þeirra. Kjörbréfanefnd- Formaður; Sigurlína J. Jóhannsdóttir Kolefnisnefnd – Formaður; Björn Ármann Ólafsson Fjárhagsnefnd -Formaður; María E. Ingvadóttir Allsherjarnefnd – Formaður; Margrét Guðmundsdóttir Félagsmálanefnd – Formaður; Helga S. Bergsdóttir Laganefnd – Formaður; Steingrímur Gautur 8. Fundi frestað, kvöldverðarhlé. 9. Nefndarstörf 10. Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti. Fjárhagsnefnd -Formaður; María E. Ingvadóttir Tillaga 1 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2014 2011 2012 2013 Breyting 2014 Breyting Rekstrartekjur: áætlun frá fyrra ári áætlun frá fyrra ári Félagsgjöld 1,000,500 882,000 1,460,000 65,5% 1,460,000 0,0% Styrkir vegna Árs skógar 1,793,400 0 0 0,0% 0 0,0% Styrkir vegna Við skógareigendur 0 650,000 0 -100,0% 600,000 100,0% Búnaðargjald 440,686 470,799 500,000 6,2% 500,000 0,0% 14 Kraftmeiri skógur 0 5,173,509 0 -100,000% 5,000,000 100,0% Aðrar tekjur 60,000 0 o 0,0% 0 0,0% Vaxtatekjur 59,160 72,496 50.000 -31,0,0% 70,000 40,0% Ríkisframlag 4,000,000 3,400,000 4.000.000 17,6% 3,000,000 -25,0% Tekjur samtals 7,353,746 10,648,804 6,010,000 -43,6% 10,630,000 76,9% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 771,487 978,972 400.000 -59,1% 900,000 125,0% Stjórnar- og fundarkostnaður 995,909 1,043,842 800,000 -23,4% 800.000 0,0% Ráðstefnur og námskeið 21,000 29,000 150.000 417,2% 50,000 -66,7% Sérfræðiþjónusta 226,809 645,274 500.000 -22,5% 300,000 -40,0% Rekstur skrifstofu 2,151,810 3,122,298 3,500,000 12,1% 6,700,000 91,4% Kostnaður vegna Árs skóga 1,805,674 45,296 0 -100,0% 0 -100,0% Blaðaútgáfa 565,655 887,124 250.000 -71,8% 800,000 220,0% Erlent samstarf 107,732 94,967 0 -100,0% 100,000 100,0% Heimasíða 0 535,634 0 100,0% 0 0,0% Kraftmeiri skógur 0 0 400,000 100,0% 965,000 141,3% Annar kostnaður 13,795 89,133 0 100,0% 0 Vaxta- og bankakostnaður 17,925 13,223 10.000 -24,4% 15,000 50,0% Gjöld alls 6,677,796 7,484,763 6,010,000 -19,7% 10,630,000 76,9% Hagnaður ársins 675,950 3,164,041 0 0 Handbært fé 31.12. 4,043,485 7,549,867 7,549,867 7,549,867 Samþykkt samhljóða Tillaga 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, samþykkir að ágjald félagsmanna fyrir árið 2014 verði krónur 3.000.-´´ Samþykkt samhljóða Félagsmálanefnd – Formaður; Helga S. Bergsdóttir Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, hvetur stjórn landssamtakanna að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að endurskoða uppbyggingu félagskerfis skógarbænda með möguleika á aukinni aðkomu skógareigenda að skipulagi og framkvæmd skógræktar á bújörðum og stjórnunar á sölu og úrvinnslu á skógarafurðum. Nefndin skili tillögum til aðalfundar LSE 2014.” Samþykkt samhljóða Punktar sem fylgdu með tillögunni er henni var vísað til nefndar er vísað til stjórnar: 1.Landshlutaverkefnin verði sett alfarið undir stjórn skógareigenda og stuðningur ríkisins verði í formi ”búvörusamnings”. 15 2.LHV hafi eina fimm manna yfirstjórn með fulltrúum úr hverjum landshluta. 3.Fella niður ákvæði um að landeigandi þurfi að hafa lögbýli á skógræktarjörð sinni, til að vera gjaldgengur í skipulagðri nytjaskógrækt á bújörð sinni og sérstöðu/sérkennum miða við hvern landshluta. 4.Endurskoða verkferla í nytjaskógræktinni og einfalda þá, jafnframt að ná fram hagkvæmni með sameiningu verkefna innan landgræðslu og skógræktar. 5.Plöntuútboð verði tekin úr umsjá ríkiskaupa, skógarbændur hafi frjálst val á innkaupum sinna trjáplantna. 6.Sett verði í gang átak í framleiðslu 2-3 ára plantna til nota í grasgefið land og íbætur. Björn Bj. Jónsson kom í pontu og sagði djúpar pælingar í tillögunni þó fáir hafi unnið í félagsmálanefnd. Vonast hann til að tillagan verði samþykkt svo skógarbændur fari inn í þá umræðu að ræða ábyrgð greinarinnar. Sagði það þarft og stórt mál að taka á t.d. grisjun, úrvinnslu og afurðamál og byggja regluverk í kringum það. Sagðist ekki vera sammála öllum punktunum þó. Sigurbjörg Snorradóttir sagði tillöguna góðra gjalda verða en fannst aðeins eins og talað væri um skógarbændur sem munaðarlausa í stjórnkerfinu. Eru skógarbændur að skapa atvinnugrein eða er lítið á að það sem þeir séu að gera sé bara leikur? Eins og þeir væru fyrir utan öll kerfi. Sæmundur Þorvaldsson vildi ræða punktana. Bendir á 3. punktinn þar sem talað er um lögbýli hvort þar sé ekki verið er að rugla saman við lögheimili. Munurinn er að ef um er að ræða lögbýli hefur það aðgang að kerfinu. Ef ekki er um lögbýli að ræða hefði það t.d. ekki aðgang að landshlutaverkefnunum. Edda Kr. Björnsdóttir vildi árétta að tillagan væri opin og punktarnir til ábendingar. María E. Yngvadóttir tók til máls og vildi árétta að verið væri að ræða tillöguna en punktarnir væru bara fylgiskjal til stjórnar. Leggur til að tillagan verði samþykkt, hún væri mjög góð. Björn Bj. Jónsson vildi koma inn á að LSE sé undir Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneyti en verkefnin undir Umhverfis-og auðlindaráðuneyti. Það ætti alveg eftir að taka þá umræðu hvort þetta sé gott eða slæmt fyrirkomulag. Sigurbjörg hefði viljað ræða hvað framlög hafa lækkað mikið hlutfallslega miðað við aðrar búgreinar. Finnst skógarbændur hafa lent út á köldum klaka þar sem þeir eru núna. Valgerður Jónsdóttir vildi leggja orð í belg varðandi umræðuna undir hvaða ráðuneyti búgreinin. Vill heldur að skógræktendur einbeiti sér að því hvað þurfi að gera og gera það á jákvæðum nótum í stað þessa að velta sér stanslaust upp úr því hvar í stjórnkerfinu greinin er. Tekur undir með Birni að LHV hafi verið vel tekið í umhverfisráðuneytinu. 16 Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfis-og auðlindaráðuneytinu þakkaði gott boð á fundinn og tekur undir tillöguna eins og hún er lögð fram. Sagði mikinn áhuga í ráðuneytinu að vinna með skógarbændum að því byggja undirstöður undir nýja atvinnugrein – skógrækt. Margt sem þarf að skoða í sambandi við þá auðlind og þau störf sem skapast, grisjun, afurðasölu og fleira. Leggur til að tillagan verði samþykkt. Allsherjarnefnd – Formaður; Margrét Guðmundsdóttir Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, beinir þeim eindregnu tilmælum til Landssamtaka skógareigenda að taka þátt í vinnu opinberra aðila að heildarskipulagi skógræktar á Íslandi og uppbyggingu atvinnugreinarinnar.“ Greinargerð: Ljóst er að mjög aðkallandi er að heildarskipulag atvinnugreinarinnar skógrækt, liggi fyrir. Þar þarf að taka mið af markvissri uppbyggingu greinarinnar, einföldu og skýru ákvörðunarvaldi og boðleiðum, fagmennsku við skipulag skógræktar og úrvinnslu, með það að markmiði að tryggja stöðugt og öruggt framboð af timbri og öðrum afurðum skógarins, þar á meðal kolefnisjöfnun. Tryggja þarf eðlilegt lagaumhverfi og öruggt fjármagn til uppbyggingar greinarinnar, enda ljóst að mörg ný störf munu fylgja þróun og vexti hennar og margföldunaráhrif þess fjármagns sem til hennar er lagt fyrstu skrefin, munu verða veruleg, ekki síst vegna hliðargreina sem skapast munu við úrvinnslu afurða skógarins. Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013 skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að sjá til þess að þegar í stað verði hafist handa við að vinna ötullega eftir lögum nr. 95 frá 2006 um landshlutaverkefni í skógrækt, þar sem segir m.a.: „ Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan 400 metra yfir sjávarmáli.“ Enda er það í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar um að stórauka skógrækt.“ Greinargerð: Ljóst er að lægri framlög ríkisins til skógræktar hafa haft alvarleg áhrif á atvinnugreinina skógrækt og tengdar greinar. Það er þegar ljóst að jafnt framboð timburs úr íslenskum skógum, eins og stefnt var að, verður ekki á komandi árum, vegna samdráttar í gróðursetningu. Á árinu 2009 nam heildarfjárveiting til landshlutaverkefnanna 447,5 milljónum, en 387,1 milljón árið 2013, sem er 60,4 milljóna króna lækkun frá 2009, eða 13,5%. Við bætist að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22,6% á þessu tímabili, þannig að raunlækkun frá 2009 til 2013 er yfir 30%. Þessi niðurskurður hefur bitnað hart á atvinnulífinu á landsbyggðinni og uppbyggingu skógarauðlindarinnar sem áætlanir gerðu ráð fyrir að gæti staðið undir öflugum úrvinnsluiðnaði í framtíðinni. Minnkun á timburframboði í framtíðinni mun setja 17 úrvinnsluiðnað í vanda. Gróðrarstöðvar sem hafa á undanförnum árum fjárfest í sérhæfðum búnaði og aflað sér þekkingar og reynslu á framleiðslu skógarplantna berjast nú í bökkum. Fjölmörg störf hafa tapast á landsbyggðinni á undanförnum árum, samfara niðurskurði á fjárframlögum til skógræktar. Ný rannsókn sýnir að ársverkum í skógrækt sem skapast hafa vegna landshlutaverkefnanna, hefur fækkað úr því að vera 98 árið 2007 niður í 67 ársverk árið 2010. Það er því ljóst að það er ekki aðeins hagur skógarbænda að auka aftur framlög til skógræktar, það er hagur þjóðarinnar allrar. Skógrækt er ung atvinnugrein innan landbúnaðarins, með margar hliðargreinar, þar sem menntað fólk í greininni vinnur að því að ná meiri gæðum og betri árangri í skógrækt. Afurðir skóganna koma í stað innfluttrar vöru, þannig að vinnan er færð heim og gjaldeyririnn geymdur. Skógrækt gegnir mikilvægu hlutverki og er snar þáttur í að tryggja fæðuöryggi landsmanna, þar sem skógarnir eiga stóran þátt í að bæta skilyrði ræktunar og búfjárhalds og þar með næst enn betri árangur. Í Stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stendur í kafla um umhverfismál: „Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að draga úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda.“ Þakka ber þann skilning og viðurkenningu sem felst í þessari setningu, þar sem skógarafurðir eru ekki einungis mikilvæg iðnaðarvara, heldur er skógrækt mikilvægur þáttur í bindingu kolefnis, sem er ein mikilvægasta afurð skógarins og jafnframt sú verðmætasta fyrir skógræktendur. Samþykkt samhljóða Anna Guðmundsdóttir benti á að tillagan beindist að sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra en verkefnin væru undir umhverfisráðuneyti. Jón Geir tók undir það, sagði að þarna þurfi að breyta. Kolefnisnefnd – Formaður; Björn Ármann Ólafsson Tillaga 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst óskar eftir því að Alþingi viðurkenni að skógarbændur eigi kolefnisbindinguna sem bundinn er í trjám og jarðvegi og út frá því hermum við upp á Alþingi að standa vörð um eignarrétt okkar. Samþykkt samhljóða Tillaga 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, skorar á Alþingi að tekjur af kolefnisgjaldi verði nýttar til skógræktar skógarbænda sbr. lög um landshlutabundin skógræktarverkefni.“ Valgerður Jónsdóttir kvaddi sér hljóðs og kom með smá breytingartillögu. Vildi bara láta standa nýttar til skógræktar, sleppa skógarbænda. 18 Sæmundur Þorvaldsson var líka með orðalagsbreytingu. Nú heita lögin lög um landshlutaverkefni í skógrækt. Fundarstjóri bað nefndina að fara yfir tillöguna í ljósi þessara athugasemda um orðalag. Tillaga 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, fagnar því starfi sem unnið hefur verið og skorar á stjórn LSE að skipuð verði milliþinganefnd til að halda áfram vinnu um kolefnismál.“ Björn Bj. Jónsson vildi meina að orðalagið mætti vera betra. Vildi að öllum tillögunum þremur yrði vísað til milliþinganefndar og unnar áfram. Björn Ármann sagði að það þyrfti að ræða og vinna þessi mál áfram en það væri kannski ekki gott að setja allt á hold og vísa í nefnd. Vildi láta afgreiða tillögurnar svo það væri til einhver grunnur frá aðalfundi að vinna eftir í milliþinganefnd. Lúðvíg Lárusson sat í nefndinni. Sagði ábendingar frá Valgerði og Sæmundi með orðalag góðar og tók undir með Birni Ármanni að það væri mikilvægt að afgreiða tillögurnar svo milliþinganefnd hefði úr einhverju að moða. Fundarstjóri bað nefndina að fara yfir tillögurnar tvær á ný í ljósi athugasemda og var liður 11, afhending fyrsta eintaks bókarinnar Kraftmeiri skógur tekinn til afgreiðslu á meðan. 11. Fyrsta eintak bókarinnar Kraftmeiri skógur afhent. Ritnefnd bókarinnar var fyrst kölluð á svið Björn B. Jónsson, Björgvin Eggertsson og Harpa Dís Harðardóttir. Næstur á svið var Svíinn Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en Björn Bj. Jónsson kynnti hann til leiks sem skógarbónda. Lars sagði frá æsku sinni og uppvexti í Svíþjóð en báðir foreldar Lars eru úr sveit í Suður-Svíþjóð en fluttu svo norður þar sem ódýrara var að kaupa jörð. Þar bjuggu þau með sauðfé og skógrækt þegar Lars var að alast upp. Sagðist Lars hafa lært mest af því að fá að skottast með föður sínum til verka en þó fótboltinn hafi dregið hann til sín eigi hann jörðina og reynir að fara þangað sem oftast til að fylgjast með skógræktinni. Hann reynir að komast norður þegar hann getur að taka þátt í grisjun, áætlunargerð og slíkum störfum en hann hefur ráðsmann til að sjá um daglegan rekstur. Lars sagðist hafa haldið að hann vissi helling um skógrækt þar sem hann hafði alltaf verið með föður sínum við verkin en þegar verkefnið Kraftmeiri skógur hófst í Svíþjóð þá komst hann að því að það var margt nýtt að læra, að eiga samskipti við aðra og sjá nýja fleti. Þeirra býli var notað sem kennslutæki í verkefninu en þar er 300 hektara svæði af fjölbreyttum skógi. Sagðist Lars hafa ferðast um Ísland í sumar, vera orðinn hálfíslenskur og fannst mjög áhugavert að sjá skógrækt og sveitir Íslands. Vonar að skógarbændur á Íslandi fái eins mikið út úr Kraftmeiri skógum og Svíar. 19 Lars kallaði ráðherra skógræktarmála, Sigurð Inga Jóhannsson, á svið og afhenti honum fyrstu bókina af Kraftmeiri skógum. Björn Bj. Jónsson kallaði einnig fulltrúa LBHÍ, formann LSE og fulltrúa Skógræktar ríkisins á svið og afhenti Lars þeim einnig eintök af bókinni. Björgvin Ö. Eggertsson verkefnisstjóri endurmenntunar LBHÍ afhenti síðan Lars sjálfum eintak. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytis sem og umhverfis-og auðlindaráðuneytis steig í pontu. Þakkaði fyrir bókina góðu sem færi á náttborðið til lestar. Sagði það heiður og ánægja að fá að ávarpa aðalfundinn, mikilvægt sem nýjan ráðherra málaflokksins að fá að kynnast skógarbændum og áherslum þeirra. Sagði mikilvægt að LSE væri leiðandi í starfi og skipulagi í skógrækt sem og úrvinnslu. Sterkt afl er mikilvægt fyrir framgang skógaræktar í landinu. Ríkið hefur stuðlað að fjárfestingu í gegnum LHV, framtíðin er að skógrækt verði sjálfbær atvinnugrein. Minntist á stjórnarsáttmálann og skógræktina þar. Mikilvægt að vinna að undirstöðum skógræktarstarfsins, reglugerð um LHV, vinna hafin innan ráðuneytisins í samstarfi við LHV. Verður leitað til LSE eftir því hvernig vinnan gengur. Verið að skoða endurnýjun á lögum um skógrækt. Fagráð í skógrækt verður skipað á ný og búið að kalla eftir tilnefningu frá skógarbændum. Vonaði hann að fagráðið yrði til að efla starf skógræktar. Mikill metnaður til að efla skógrækt í landinu hjá ríkisstjórninni. Sagði rými skapast til nýrrar sóknar. Óskaði ráðherrann fundarmönnum velfarnaðar í sínum störfum. Ræðuna í heild sinni má finna á eftirfarandi netslóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/radherra/raeturoggreinarsij/nr/2462 Edda Kr. Björnsdóttir steig í pontu til að þakka ráðherra, Lars og fleirum fyrir komuna. Sagði þeim frjálst að læðast úr salnum þar sem nú yrði snúið að hefðbundnum aðalfundarstörfum á ný. Nefndir skila áliti - framhaldið Aftur var tekið til við afgreiðslu tillagna og kom formaður kolefnisnefndar með tillögurnar tvær í afgreiðslu í þessum búningi eftir yfirferð: Tillaga 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, skorar á Alþingi að tekjur af kolefnisgjaldi verði nýttar til skógræktar sbr. lög um landshlutaverkefni í skógrækt. Samþykkt samhljóða Tillaga 3 20 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, leggur til við stjórn LSE að skipuð verði milliþinganefnd til að halda áfram vinnu að kolefnismálum.“ Samþykkt samhljóða Laganefnd – Formaður; Steingrímur Gautur Kristjánsson ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, samþykkir eftirfarandi breytingar á lögum samtakanna 1. gr. Félagið heitir Landssamtök skógareigenda, skammstafað LSE. Heimili þess og varnarþing er heimili formanns hverju sinni. Merki (logo) félagsins er þrír grænir fletir á hvítum grunni, sem merkir samfellu skóga. Nafn samtaka er undir í svörtu letri. Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368. Samþykkt samhljóða 2. gr. Félagið er landssamtök félaga skógarbænda. Skógarbóndi telst hver sá sem uppfyllir skilyrði 3. greinar samþykkta Bændasamtaka Íslands3 og í atvinnuskyni stundar skógrækt til einhverra nota, s.s. fjölbreytts skógariðnaðar, ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu. Allir skógarbændur hafa sömu réttindi óháð formi á félagsaðild. Samþykkt samhljóða 3. gr. Tilgangur samtakanna er: 1. Að sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök. 2. Að bæta aðstöðu skógræktar sem atvinnugreinar í sem víðustum skilningi, bændastéttinni til hagsbóta. 3. Að vera samtök og málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum. 4. Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við opinbera aðila eða aðra þá sem þeir óska. Einnig við hliðstæð samtök erlendis. 5. Að hvetja til rannsókna og fræðslu skógarbændum til hagsbóta. 6. Að leita leiða til að koma afurðum skógarins í verð. 4. gr. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna og skal haldinn fyrir 1. nóvember ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega með minnst 14 daga fyrirvara. Stjórn samtakanna getur boðað til aukafundar þegar hún telur ástæðu til

2. 3. grein Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir aðilar að þeim félögum og félagasamtökum sem talin eru í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í eigin nafni eða annarra. Bændum, sem hætt hafa búskap vegna aldurs eða heilsubrests, skal heimil áframhaldandi þátttaka í viðkomandi félagi með fullum félagsréttindum, hafi þeir áfram búsetu á hlutaðeigandi félagssvæði. Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta. 21 og aukafund skal halda ef þriðjungur félagsmanna æskir þess. Rétt til setu á fundum samtakanna eiga allir félagsmenn þess, með málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétti. Á aðalfundi skal stjórn leggja fram til umræðu og samþykktar: 1. Skýrslu um störf samtakanna á sl. ári. 2. Endurskoðaða reikninga fyrir sl. almanaksár. 3. Fjárhagsáætlun og tillögur um starfsemi samtakanna á næsta ári. 5. gr. Stjórn samtakanna skipa fimm menn, einn frá hverju félagssvæði, fimm til vara, einn frá hverju félagssvæði, kosnir til eins árs í senn. Formaður skal kosinn fyrst beinni kosningu og síðan fjórir stjórnarmenn og síðast fimm varamenn. Eigi skal sami maður sitja í stjórn nema átta ár samfellt. Tveir skoðunarmenn og tveir til vara skulu kosnir til eins árs. Heimilt er að skipa uppstillinganefnd á aðalfundi til undirbúnings stjórnarkjörs, en gætt skal jöfnunar milli félagssvæða. Stjórnin skiptir með sér verkum ritara, gjaldkera, varaformanns og meðstjórnanda. Stjórn samtakanna fer með málefni samtakanna á milli aðalfunda. Stjórnin heldur skrá yfir félaga og skal hún liggja frammi á aðalfundi. Hún má ekki skuldbinda samtökin fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum aðalfundar. Samþykkt samhljóða Skýring við 5. gr.: Varamaður er varamaður aðalmanns félagssvæðis. María Ingvadóttir tók til máls um 5. gr. sagðist hafa staðið að tillögum stjórnar sem unnin var upp úr tillögum laganefndar frá síðasta aðalfundi. Eftir það fór hún að skoða hvernig félagið Sötra hefur það sem er sænskt skógarbændafélag og hvernig þeirra stjórnskipulag er. Þar fer formaður á milli félaga eftir ákveðnum reglum, formenn félaga eru sjálfkrafa í stjórn Sötra og því lagði hún til breytingu sem fór til laganefndar fundarins um að sá háttur yrði hafður á hjá LSE. Sagði hún að það skipti miklu máli að ábyrgðin yrði hjá félögunum sjálfum ekki bara hjá LSE og með því að eiga formann á ákveðnum fresti næðist þessi ábyrgð m.a. Sigurbjörg Snorradóttir vildi halda forminu eins og lagt er til í 5. gr. Það að vera formaður í félagi þýddi ekki endilega að viðkomandi væri heppilegur formaður LSE og þar með opinber talsmaður skógarbænda. Margrét Guðmundsdóttir sagðist hugnast hugmynd Maríu nokkuð vel. Finnst kerfi varamanna ekki vera nógu vel skilgreint í tillögunni. Bergþóra Jónsdóttir vildi fylgja tillögu nefndarinnar eftir og útskýrði að varamannakerfið væri þannig að varamaðurinn er varamaður aðalmanns á sínu svæði. Ingibjörg Hjaltadóttir mætti í pontu með hugmynd um að kosning aðal-og varamanns fyrir hvert félag færi fram heima í héraði þ.e. á aðalfundum félaganna. 6.gr. 22 Stjórn Landssamtaka skógareigenda getur veitt viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu skógareigenda. Viðurkenningarnar skulu byggðar á reglugerð sem stjórnin semur og er samþykkt af aðalfundi LSE. Samþykkt samhljóða 7. gr. Lög þessi öðlast gildi með samþykkt stofnfundar samtakanna. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn samtakanna eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skulu þær sendar út með fundarboði. Til að breyta lögum þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi4 . 8. gr Verði landssamtökin lögð niður taka Bændasamtök Íslands eignir þeirra til varðveislu á verðtryggðum reikningi uns önnur hliðstæð samtök hafa verið stofnuð og gera kröfu í eignir þeirra fyrri.“ Samþykkt samhljóða Lögin í heild sinni borin upp. Samþykkt samhljóða Reglugerð um heiðursviðurkenningar LSE 1. grein Stjórn LSE getur kosið heiðursfélaga. Heiðursfélögum skal við hátíðlega athöfn afhent skrautritað heiðursfélagaskjal LSE áritað af stjórn, sem er æðsta viðurkenning samtakanna. Heiðursfélaga skal aðeins tilnefna þá sem hafa unnið áralangt heillaríkt starf fyrir skógareigendur og gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki fyrir landssamtökin. Þessa sæmd má einnig sýna merkum brautryðjendum skógareigenda. Tilnefndur heiðursfélagi skal hafa hlotið gullmerki LSE. 2. grein Gullmerki LSE er næstæðsta sæmdarviðurkenning LSE. Viðtakandi verður að hafa unnið í mörg ár árangursríkt starf fyrir skógareigendur t.d. verið a.m.k. 6 ár í stjórn LSE eða einstaklingi sem starfað hefur a.m.k. í aldarfjórðung til heilla fyrir skógareigendur. Veita skal þessa viðurkenningu við sérstök tækifæri t.d. afmæli einstaklings eða skógarbændafélags, Stjórn LSE veitir gullmerki LSE. 3. grein Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt á ársfundi LSE. 12. Kosningar. Kosning um formann samkvæmt nýsamþykktum lögum. Fundarstjóri lýsti eftir tillögum:

4 Stofnfundur LSE var haldinn 28. júní 1997 á Hallormsstað. Lögum LSE var breytt á aðalfundi samtakanna 2008 og 2013 23 Anna Guðmundsdóttir úr Eyjafirði, gerir að tillögu í stöðu formanns; Jóhann Gísla Jóhannsson frá Félagi skógarbænda á Austurlandi. María E. Ingvadóttir gerir að tillögu í stöðu formanns; María E. Ingvadóttir frá Félagi skógareigenda á Suðurlandi, varamaður Sigríður Hjartar. Kosningar fóru svo: Atkvæði féllu jafnt bæði fengu 28 atkvæði, 4 seðlar voru auðir. Ljóst var að þegar þessi staða kom upp að fundarstjórar yrðu að úrskurða hvort kosið yrði aftur eða hlutkesti látið ráða. Margrét Guðmundsdóttir kom með þá hugmynd að frambjóðendur kæmu í pontu, kynntu sig og síðan yrði kosið aftur á milli þeirra. Fundarstjóri lítur á hugmynd Margrétar sem tillögu að málsmeðferð og bar hana undir fundinn til samþykktar. Samþykkt með 33 atkvæðum gegn 1 atkvæði. Jóhann Gísli Jóhannsson kom í pontu sagði þetta hafa verið óvænta uppákomu að lenda í því að halda framboðsræðu. Sagðist halda áfram því starfi sem hefur verið unnið og því sem fundurinn hefur samþykkt, að gera félögin virkari, að tengja félögin betur inn í stjórn LSE og efla þannig félagsstarfið heima í héraði sem væru grunnur að öflugum landssamtökum. Sagðist fyrst og fremst standa fyrir eflingu félagsstarfs en að sjálfssögðu vinna að öllum málum sem lögð yrðu fyrir stjórn LSE. Leggur áherslu á það að formaður heimsæki öll félög og ræði við félaga. María E. Ingvadóttir sagði samtökin standa á tímamótum og hugsar mikið um framtíð samtakanna. Sagði þörf á að skipuleggja og ráðgera hvernig á að ná þeim markmiðum sem samtökin setja sér. Gera LSE að alvörusamtökum sem mark er tekið á varðandi skipulag atvinnugreinarinnar. Nefndi góða fyrirmynd í sænska skógarbændafélaginu Sötra. Kosningar í annarri umferð fóru svo: Jóhann Gísli Jóhannsson 30 atkvæði María E. Ingvadóttir 29 atkvæði Auðir seðlar 3 Jóhann Gísli Jóhannsson nýkjörinn formaður steig í pontu og þakkaði stuðninginn. Vonar að hann geti unnið gott starf fyrir samtökin en lagði áherslu á að formaðurinn þyrfti sterka stjórn með sér sem stendur einhuga að verki með sterkt bakland í skógarbændafélögunum. Kallaði Maríu upp og þakkaði henni drengilega kosningabaráttu. Líst eftir tillögum um aðalmenn og varamenn. Fram komu þessar tillögur: 24 Suðurland; María E. Ingadóttir aðalmaður, Sigríður Hjartar varamann Austurland: Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður, Björn Ármann Ólafsson varamaður Norðurland; Anna Ragnarsdóttir aðalmaður, Páll Ingvarsson varamaður Vesturland: Bergþóra Jónsdóttir aðalmaður, Þórarinn Svavarsson varamaður Vestfirðir: Sighvatur Þórarinsson aðalmaður, Jóhann Björn Arngrímsson varamaður. Engir mótframlög komu við þessar tillögur og lýsti fundarstjóri þessa stjórnarmenn og varamenn réttkjörna. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Skoðunarmenn tilnefndir Jóhanna H. Sigurðardóttir og Anna Björgvinsdóttir. Lýst réttkjörin. Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga. Varaskoðunarmenn tilnefndir Haraldur Magnússon og Hraundís Guðmundsdóttir. Lýst réttkjörin. 13. Önnur mál. Guðni Guðmundsson vonaði að fundurinn yrði búgreininni til framdráttar. Vitnaði hann í aldamótaljóð Hannesar. Lét að venju fundinn ekki vera vísulausan og kastaði fram eftirfarandi skógarhugleiðingum: Kolefnisbindingin: Þó víða séu hríslur smávaxin auðlind. Sýnast vart ná upp að hnjám. Þær munu til vaxtar nýta mengaðan vind. Og verða að stórvöxnum trjám. Andleg áhrif skógarins: Í skógarrjóðrum vex stilling andans. Í slíku umhverfi er mikill kraftur. Kyrrðin eykur á lausnir lífsvandans. Og lifandi reynist þar hver skógarraftur. Skjólið: Við hugarfari þeirra er ei gott að gera, sem glápa vilja á beran völlinn. Í skjólleysinu vilja margir vera. Vísast til að góna á fjöllin. Efniviðurinn: Þó skógurinn nái úr skyggni að draga. Úr stofnum sverum rís mörg höllin. Og útsýnið má mikið laga, með því að ganga á fjöllin. 25 Sigurður Haraldsson mætti í pontu. Sagðist hafa farið að athuga með að fella tré hjá sér sem voru komin í þokkalega hæð. Þá kom í ljós að kostnaðurinn var þannig að hann sat upp með – 30%. Vonar að þetta breytist. María E. Ingvadóttir þakkaði þeim sem kusu hana og hinum líka. Óskaði Jóhanni Gísla velfarnaðar í störfum formanns. Þakkaði hún þeim sem komu að undirbúningi fundarins m.a. Hrönn Guðmundsdóttur, Gróðrarstöðinni Borg, Böðvari Guðmundssyni, Suðurlandsskógum og starfsfólki þeirra. Þakkaði starfsmönnum fundarins og fleirum sem komu að verkum, Agnesi Geirdal fyrir myndasýningu, formönnum málefnanefnda og öllum þátttakendum í fundinum. Barði Ingibjartsson saknar þess að heyra ekki um látna félaga. Fundurinn hljóti að geta séð af nokkrum mínútum í að minnast þeirra. Helga Bergsdóttir frá félagi norðanmanna tilkynnti að næsti aðalfundur yrði haldinn í Skagafirði á svipuðum tíma að ári þ.e. síðustu helgina í ágúst. Fundarstjóri lokaði mælendaskrá, sagði komið að lokum hefðbundnum aðalfundarstörfum og þakkaði góðan fund fyrir hönd fundarstjóranna. Edda Kr. Björnsdóttir fráfarandi formaður ávarpaði fundinn. Sagði það rétt hjá Barða að minna á látna félaga og sagði það hafa verið á dagskrá hjá sér í lokaorðunum. Bað hún fundarmenn að rísa úr sætum og minnast Sigvalda Ásgeirssonar, skógarbónda og framkvæmdastjóra Vesturlandsskógar sem lést á árinu, með mínútuþögn. Þakkaði góðan fund, samstarfið í gegnum öll árin og óskaði nýrri stjórn og formanni velgengni. Hrönn Guðmundsdóttir sagði frá því sem væri framundan eftir að aðalfundi lyki og fór yfir praktísk atriði. 14. Aðalfundi slitið. Nýkjörinn formaður, Jóhann Gísli Jóhannsson, þakkaði góðan fund, sunnanmönnum góðan viðurgjörning, óskaði fundarmönnum góðrar heimferðar og sagði fundi slitið. Freyja Gunnarsdóttir Hildur María Hilmarsdóttir (sign) (sign)

bottom of page