top of page

Stjórnarfundir FSN- 2014

Fundur 1

2014-02-17-fundur 1 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn á Akureyri þann 17. febrúar 2014 kl. 13:00 í Gömlu gróðrarstöðinni. Mætt voru: Anna Ragnarsdóttir formaður, Páll Ingvarsson, Davíð Herbertsson og Helga Sigurrós Bergsdóttir. Sigurlína Jóhannesdóttir boðaði forföll. Dagskrá: 1. Tilnefna mann í kolefnisnefnd 2. Hvenær var FSN stofnað 3. Árgjald – hækkun 4. Gæðastuðlar á trjám 5. Aðalfundur FSN 6. Staða félagsgjalda 7. Styrkir til vöruþróunar eða tækjakaupa 8. Fagráðstefna á Selfossi 9. Aðalfundur LSE 2014 Formaður setti fundinn og stjórnaði honum. 1. Kolefnisnefnd. Tilnefndir hafa verið þrír menn sem allir eru á Austurlandi: Björn Ármann, Ívar Ingimarsson og Hilmar Guðnason. Öll félögin eiga að tilnefna einn mann, sem tengilið frá kolefnisnefnd til félaganna. Frá FSN, var stungið upp á Leif Guðmundssyni í Kauf í Eyjafjarðarsveit. 2. FSN var stofnað 26. nóvember 1997 að Laugaborg í Eyjafirði. 3. Tillaga frá stjórn LSE um hækkun félagsgjalda. Stjórn FSN telur ekki hægt að hækka félagsgjöldin frekar.Við síðustu hækkun töpuðust félagar og hætt er við að fleiri falli burt ef frekari hækkanir verða. 4. Stjórn FSN fer framm á að Norðurlandsskógar sendi gæðastuðla plantnanna með framkvæmdaskránni í vor. 5. Aðalfundur FSN verður haldinn 15. mars í Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 14:00 Formaður og framkvæmdastjóri LSE hafa lýst áhuga á að koma á fundinn. Stjórnin hittist í Varmahlíð kl. 11:00 til að skoða aðstæður fyrir aðalfund LSE í haust, þar sem norðlendingar sjá um fundinn. 6. Staða félagsgjalda – Páll upplýsir um að útistandandi sé tæplaga 100 þúsund krónur í félagsgjöldum. Samþykkt er að senda út reikninga fyrir félagsgjöldum ársins 2014 með gjaldddaga 1. maí nk. og eindagi verði ca hálfum mánuði síðar. Staða á félagasjóði er um 1,5 milljón. LSE veitir 300.000 kr styrk til aðalfundarhalds. Ath. í lögum félagsins um hvernig staða þeirra félaga sé sem ekki hafi greitt félagsgjöld í meira en 3 ár. Hugsanlega detti þeir sjálfkrafa út af skrá. 2014-02-17-fundur 1 7. Hugmynd frá LSE. Stofna samvinnufélag um vinnslu úr vöru sem til fellur við grisjun skóganna, vöruþróun og markaðssetningu. Slíkt verkefni er farið af stað fyrir austan. Athuga hvort hægt sé að gera samning við verktaka um vinnslu er varðar kurlun. 8. Fagráðstefna skógræktar 2014 verður haldinn á Hótel Selfossi dagana 12-13 mars. Þema ráðstefnunnar er skógur og skipulag. 9. Aðalfund LSE verður í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð 29.-31. ágúst 2014. Formaður er búinn að panta húsið og ræða við ferðaþjónustuaðila á svæðinu um að halda gistimöguleikum opna þessa helgi. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00 Í framhaldi af fundi FSN var fundur með Hrönn um stofnun leshópa. Fram kom að leshópar væru farnir af stað á Suður- og Vesturlandi. Þetta eru um 10 manna hópar. Vesturland fór þá leið á hringja í fólk, og bar það nokkurn árangur. Stefnt að 7 leshópatímum á ári, einnig væri hægt að sameina og taka t.d. 2 fundi saman. Hrönn sendir bréf með upplýsingum um leshópana til skógareigenda. Stjórn FSN hringi í framhaldi af því og stefna skal að því að lokið hafi verið við að hringja út 28. febrúar. Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Fundur 2

2014-03-15-fundur 2 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Eyvindarstofu á Blönduósi þann 15. mars 2014 kl. 16:50 Mætt voru : Páll Ingvarsson, Sigurlína Jóhannesdóttir, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir og Helga Sigurrós Bergsdóttir. Dagskrá: 1. Stjórn skiptir með sér verkum. Páll formaður, Sigrún varaformaður, Sigurlína gjaldkeri, Helga ritari og Davíð meðstjórnandi 2. Skipan í nefnd um endurskoðun laga. Stjórnin ákveður að fara sjálf í endurskoðun laga, við fáum Valgerði til að safna saman lögum annarra félaga og senda okkur. 3. Aðalfundur LSE Fram kom tillaga um að fá Víkurbændur með kynningu á Gæðingi á aðalfundi LSE í haust. Sigrún hefur samband við þau í Vík. Fundi slitið kl. 17:15 Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Fundur 3

2014-03-16-fundur 3 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 16. apríl 2014 kl. 14:00 Mætt voru : Páll Ingvarsson, Sigurlína Jóhannesdóttir, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir og Helga Sigurrós Bergsdóttir. Auk þess sat Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga fundinn. Dagskrá: 1. Landsfundur í haust – skemmtiatriði á laugardagskvöldi Rætt um að fá t.d. Álftagerðisbræður, etv of dýrt, einnig góðan veislustjóra, t.d. Gunnar Rögnvaldson og Jón Hall Ingólfsson eða Bjarna Maronsson, einnig voru nefndir Agnar á Miklabæ og séra Magnús Magnússon á Staðarbakka í Miðfirði. Sigrún byrjar á að heyra i Bjarna Maronssyni. 2. Tækjamál - Páll upplýsir að Óli – (akureyringur) hafi keypt kurlara og fari um sveitir eftir óskum. Skógræktarfélag Eyjafjarðar og Jóhannes á Silfrastöðum eiga sameiginlega stauravél, einnig á sama félag flettisög sameiginlega með Norðurlandsskógum. 3. Aðalfundur LSE Skógarferð eftir aðalfundinn í Reykjarhólsskóg. Ákveðið að sækja um styrki til Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins, KS og Varmahlíðarstjórnar, einnig senda bréf til LSE með ósk um styrk til kynningar á skógrækt í Skagafirði. Helga útbýr umsóknareyðublað en Páll sér um að senda umsóknir. Hafa samband við Önnu á Krithól um að afpanta kaffibrauð á laugardeginum, því við verðum þá í skógarferðinni, nóg að hafa bara kaffi og te. Helga sendir sníkjubréf um súkkulaðibita til Nóa Síríus. Samþykkt að leita eftir því að Norðurlandsskógar og Skógrækt ríkisins sjái um veitingar, eins og ketilkaffi, brauðmeti og ef til vill eitthvað fleira, í skógargöngu. Valgerður viðar að sér upplýsingum um Reykjarhólsskóg til að nota í skógarferðinni og verður með kynningu áður en farið er út. Kraftmeiri skógar verða með fund á undan aðalfundinum, athuga að þeir taki þátt í kostnaði við leigu á Miðgarði. Valgerður ræðir það við Hrönn. Fundarstjóri – tillaga um Önnu - Páll ræðir við hana. Einnig kom tillaga um Helgu á Mælifellsá. Fordrykkur – biðja Önnu um að ræða við þau í Miðgarði um hvort það sé í lagi að félagið sjái um það sjálft. Einnig um hvort félagsmenn megi koma með borðvín með sér sjálfir. 2014-03-16-fundur 3 Gjöfin - Ákveðið að hafa frekar lógó „Félags skógareigenda á Norðurlandi“, á svuntunum ef það er ekki mikið dýrara en að hafa texta. En áður var ákveðið að hafa textan „ Ég er skógarbóndi“. Panta 100 svuntur í skógargrænum lit. Helga sér um þetta. 4. Skógarganga Ákveðið að sleppa hefðbundinni skógargöngu þetta sumarið, en láta gönguna um Reykhólaskóg, á LSE fundunum duga. 5. Framlag til LSE Frekari umræðu frestað, en fundarmenn töldu að réttast væri að stjórn LSE kæmi með tillögu um hvernig þessu væri háttað og að sömu reglur giltu um öll landshlutafélögin. Fundi slitið kl. 16:30 Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Fundur 4

2014-07-07-fundur 4 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 7. júlí 2014 kl. 13:00 Mætt voru : Páll Ingvarsson, Sigurlína Jóhannesdóttir, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir og Helga Sigurrós Bergsdóttir. Auk þess sat Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga fundinn. Dagskrá: Páll setti fundinn og þau Valgerður sögðu okkur frá Skógardeginum í Kjarnaskógi á Akureyi um síðustu helgi. Veðrið var nógu ekki gott og þátttaka því undir væntingum, en framkvæmdin tókst þó með ágætum og þeir sem mættu voru ánægðir, enda boðið upp á lummur, ketilkaffi og poppað yfir eldi. 1. Aðalfundur LSE Borist hafa jákvæð svör við styrkumsóknum frá: Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga, Menningarsetri Skagfirðinga, Norðurlandsskógum og Skógrækt ríkisins. LSE leggur félaginu til kr. 300.000,- vegna aðalfundarins. Kraftmeiri skógar taka þátt í kostnaði við leigu á Miðgarði. Fundarstjóri veður Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvammi, honum til aðstoðar verður Sigríður Bjarnadóttir í Hólsgerði. Ritari kemur frá LSE, en Helga Bergsdóttir verður honum til aðstoðar. Sjá um að fundarstjóri fái í hendur lög og samþykktir LSE og sérstök ákvæði er lúta að aðalfundi. – Hrönn framkvæmdastjóri LSE Auglýsing á heimasíðu LSE; hvar á að skrá sig, panta gistingu – Hrönn framkvæmdastjóri LSE Dagskrá, (fundarmappa, fundargögn, merkisspöld og pennar), borðfánar, stórir fánar frá öllum félögunum í fánaborg – LSE Fréttatilkynningar í fjölmiðla – LSE (Helga sér um að senda fréttatilkynningu á www.feykir.is) Kjörgengi félagsmanna. Einungis kjörgengir félagsmenn geta tekið þátt í atkæðagreiðslu. Æskilegt að setja upp kjörbréfanefnd sem færi yfir félagatal og úrskurðaði um kjörgengi manna, hugmynd til Hrannar. Boðskort, hefðir, hverjum hefur verið boðið? Stjórnin sammæltist um að bjóða styrkveitendum og framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Heimamenn í nefndinni (Anna, Helga og Sigrún) sjá um undirbúning í Miðgarði, gera eins mikið á fimmtudeginum 28. ágúst og mögulegt er, skreytingar og önnur praktísk atriði. Fá lánað statíf fyrir fánaborg hjá Sv.fél. Skagafirði. Uppröðun í sal og fleira í samráði við Hrönn framkvæmdastjóra LSE. 2014-07-07-fundur 4 Skógarferð eftir aðalfundinn í Reykjarhólsskógi. Sigrún athugar betur hjá Útvíkurbónda um bjórkynningu og kostnað. Gjöfin, áletruð svunta, afhent í skóginum. Veitingar og leiðsögn í skóginum verða á hendi Norðurlandsskóga og Skógræktar ríksins. Árshátíð: fordrykkur í boði félagins / ? – borðhald, – dinnertónlist – hátíðarræða, hver ? – skemmtiatriði – fjöldasöngur, - tónlist/ dans? eftir borðhald. Kvöldverður á föstudegi, hádegisverður og hátíðarkvöldverður á laugardegi er keyptur frá Hótel Varmahlíð. Tilboð þar um hafa borst. Miðgarður sér um drykki meðan á fundi stendur og fordrykk fyrir hátíðarkvöldverð. Í vinnslu er að fá styrk í formi skyr/mjólkurdrykkja frá MS til að bjóða upp á á föstudeginum þegar gestir mæta á svæðið. Akstur; Steinsstaðir – eftir skógarferð, fyrir árshátíð og eftir árshátíð Þessi atriði eru í vinnslu.

Anna: dinnertónlist og danstónlist Helga: hátíðarræða - sveitarstjóri? Sigrún: gamansöngur og undirleikur - Sigvaldi ? Páll: fjöldasöngur, stjórnandi? forsöngvari ásamt fleirum Valgerður: sönghefti

Fundi slitið kl. Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Fundur 5

2014-11-04-fundur 5 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 4. nóvember 2014 kl. 13:00 Mætt voru : Páll Ingvarsson, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir og Helga Sigurrós Bergsdóttir. Sigurlína Jóhannesdóttir tilkynnti forföll. Dagskrá: 1. Aðalfundur LSE - framkvæmd og kostnaður. Ekki verður annað séð en að flestir hafi verið sáttir með framkvæmd aðalfundarins í Miðgarði sem haldinn var í lok ágúst. Gjaldkeri er fjarverandi svo bíða verður með að fá kostnaðartölur og stöðu á reikningum félagins. 2. Innheimtukerfi - félagsgjöld Nauðsynlegt að fá skrá yfir þá sem eru í Norðurlandsskógum, þá sem eiga skóg eða eru að rækta skóg. Eitthvað er um félagsmenn sem eru félagar vegna áhuga á skógrækt en stunda hana ekki. Félagsgjaldið var kr. 5.000,- hjá okkur í FSN og af því fóru kr. 3.000 til LSE. Samþykkt var á aðalfundi LSE að árgjaldið sem rynni til LSE værði kr. 3.000 af hverri jörð og kr. 1.000 af hverjum félagsmanni. Tillaga kom fram um að árgjaldið yrði samtals kr. 8.000 eða kr. 4.000 á jörð og kr. 2.000 á einstakling. Af því tökum við kr. 1.000 af jarðargjaldi og kr. 1.000 af einstaklingsgjaldi. Getur jörð verið skráð í félagakerfið án þess að einstaklingur standi þar á bak við? Kanna þarf hverjir hafi ekki verið að greiða félagsgjaldið og í framhaldi af því hringja til að fá upplýsingar um hvort viðkomandi vilji vera áfram í félaginu. Þeir sem ekki hafa greitt árgjald þriggja síðustu ára verða strikaðir út geri þeir ekki bragarbót. 3. Lög LSE Nýjar samþykktir frá aðalfundi LSE í ágúst. Farið yfir samþykktirnar, spurning vaknaði er varðar félagsbú, ehf félög, og fl. þar sem margir eigendur eru, hverjir hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.? Rætt um að nauðsyn sé að koma á kjörbréfum á aðalfundi – framkvæmd ! Mikilvægt að þær tillögur sem leggja á fyrir aðalfund séu lagðar fram til stjórnar, og kynntar með ákveðnum fyrirvara. Með því að setja tímamörk á hvenær tillögur verði lagðar fram, er hægt að skipulegga nefndastörfin betur, sem fæli í sér markvissari vinnubrögð og stytti þar af leiðandi tímann sem fer í nefndarstörf. Ólíðandi er að hægt sé að leggja fram tillögur á þinginu sjálfu sem ekki hafa verið kynntar fyrirfram. 2014-11-04-fundur 5 Fram kom tillaga um að kynna þessar hugmyndir fyrir stjórn LSE ásamt því að tekið verði á hugmynd um kjörbréf til atkvæðabærra félaga. 4. Grisjun Fram kom að tveir menn á Eyjafjarðarsvæðinu séu að gefa kost á sér í grisjun. 5. Björkin - fréttabréf Koma þarf út einni Björk með upplýsingum um félagsgjöldin og hvernig verði staðið að innheimtu á þeim, ásamt upplýsingum um grisjun. Fundi slitið kl. 15:00 Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

bottom of page