Verkefni maí mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur 22. maí 2016 Dagarnir eru farnir að lengjast og hér er enn snjór til fjalla og kuldi fyrir norðan en blíða fyrir sunnan. Norska spáin boðar hlýnandi veður fram undan svo kannski er vortilfinningin og löngun eftir að komast út og gera eitthvað í jólatrjáareitnum að fara að gera vart við sig. Verkþættir í maí Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að fara um í gróðursetningunni og klippa tvítoppa/fjöltoppa. Þetta er hægt að gera frá þriðja ári eftir gróðursetningu. Gott er að laga toppa á þessum tíma, áður en lengdarvöxturinn byrjar. Mikilvægt er að meta toppana og velja þann sem er þroskamestur og með flestum hliðabrumum. Það er þó ekki kominn tími til að búa til nýja toppa eftir t.d. toppbrot. Þetta er gert í júlí. Formun grenis og þins má hefja þegar trén eru komin í 80-100 cm hæð og eru í góðum vexti. Gott er að gera þetta í maí ef tíminn leyfir annars má þetta bíða fram eftir sumri. Botnklipping trjáa til að mynda legg er gerð þegar trén eru komin í 80-90 cm hæð. Þetta er ágætt að gera núna en má líka bíða þangað til seinna á árinu þegar það er minni að gera. Þetta er mikið og erfið verk en góð líkamsrækt. Það borgar sig að taka lítið í einu. Áburðargjöf Það er til bóta fyrir trén að fá áburð eins snemma og hægt er. Virkni rótarkerfisins hjá trjánum byrjar löngu áður en trén byrja að grænka og því þurfa trén að fá næringarefni og vatn um leið að frostið fer úr jörðinni til að komist í góðan vöxt. Blákorn eða svipaður fjölgildur áburður er oftast besti kosturinn því hann inniheldur steinefni og snefilefni sem henta vel við flestar aðstæður. Ef ræktunarsvæðið er á frjósömu túni er þó mælt með að spara áburðarmagnið. Tré yngri en fimm ára þurfa að hámaki 12 g af áburði á tré. Ef trén eru gróðursett í rýrari jarðveg er mælt með að nota aðeins meira. Mikilvægt er að auka magn áburðar eftir því sem trén stækka og að velja áburðartegund með mikið köfnunarefni og magnesíum síðasta árið fyrir lokahögg til að styrkja græna litinn. Gróðursetning Það er ákveðinn kostur við að gróðursetja jólatré á hverju ári til að tryggja jafna uppskeru til framtíðar. Það þarf ekki endilega mikið magn, bara það sem þér finnst þú ráða við og kemst yfir að sinna - allt ræktunarferlið (10-15 ár). Það er mesta skilvirkni í að gróðursetja t.d. 100 plöntur innan afmarkaðs svæðis hvert ár og gróðursetja frekar þétt (120-150 cm millibil). Þetta auðveldar vinnuferlið til muna þegar farið er út til að sinna trjánum seinna í ræktunarferlinu. Mælt er með að skrá hjá sér fjölda plantna, tegund, kvæmi, verð (kr) og staðsetningu til dæmis eins og í töflunni hér fyrir neðan. Taflan þarf ekki að vera í tölvu en getur jafn vel verið í stílabók eða slíku sem er auðveld að skrá í og hafa með sér. Skráningin auðveldar að halda utan um og fylgjast með fjölda trjáa, þróun reita og sjálfsagt er að bæta inn upplýsingum og öðru sem getur nýst við framtíðar gróðursetningar. Við lokahögg verður hægt að sjá hvort trén/ræktunin hafi skilað ásættanlegri afkomu. Dæmi um gróðursetningartöflu sem auðveldar yfirlit og eftirfylgni.
Dags Teg / kvæmi Fjöldi Reitur Áburður Verð /pl ATH
2016
30.05 SF / Carcross 230 15 12 X kr 67 gb
30.05 BG / Rio Gr 40 15 12 Y kr 24 gb
30.05 FÞ / Arapaho 40 15 12 Z kr 40 gb
Annað
2017
Sumarfundur hjá samtökum jólatrjáaræktenda í Evrópu (CTGCE - Christmas Tree Grower Coucil of Europe). Ísland er orðið félagi í CTGCE og hér með er okkur boðið að taka þátt í árlegum sumarfundi sem verður nú haldinn í Frakklandi (Saulieu) frá 13. til 16. Júní. Það eru en fáein sæti laus sætir ef einhvern langa að koma með. Nánari upplýsingar hjá Else í GSM: 867-0527. Upplýsingar um CTGCE er að finna á heimasíðu þeirra: www.CTGCE Norsk juletre Ísland er líka orðið félagi í norska félaginu ”Norsk juletre”. Félagsaðildin gefir okkar aðgang að heimasíðu þeirra sem er með mörgum fróðlegum upplýsingum (fyrir þau sem eru læs á norsku): http://www.norskjuletre.no/ Hjá Norsk juletre eru þau nýbúin að gefa út rafræna bók um jólatrjáaræktun sem er aðgengileg á heimasíðunni: „Lønnsomme juletrær”. Það er hægt að nálgast bókin sem PDF skjal frá heimasíðunni. Bókin er á norsku og fjallar um allt tengt ræktun jólatrjáa. Ef áhugi er hjá ykkur ræktendum getum við sótt um leyfi til að þýða bókin yfir á íslensku. Vorkveðjur Else