top of page

Verkefni, klippa tré


Verkefni júní og júlí mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur

18. júní 2016 Nú er allt komið á fullt og trén grænka, hækka og gildna. Akkúrat tími til að fara um jólatrjáagróðursetningar og skoða trén. Muna eftir að hafa klippurnar með í vasanum ásamt vír eða plastspelkum til að laga galla á trjánum (Mynd 1). Mynd 1. Marga galla í jólatrjám er hægt að laga með klippum, vír eða plastspelkum. Verkþættir í júní Brumbrot á furu er aðferð sem hægt er að beita til að þétta tréð og gera það bústnara. Ef brumin á hliðagreinum á efsta greinakrans trésins eru brotin af (ca. 1/3) mun tréð eftir nokkur ár verða þéttara (Mynd 2). Ef brumin er brotin á öllum hliðagreinum trésins verður tréð mjórra (Mynd 3). Mynd 2. Brumbrot á efsta greinakrans Mynd 3. Brumbrot á öllum greinakrönsum undanfarin 4 ár. undanfarin 4 ár. Áburðargjöf Það er ennþá hægt að bera áburð á trén, sérstaklega á þau sem verða höggvin í ár. Varast skal að bera áburð á ung tré seinna en í júní því það getur leitt til að trén mynda síðvöxt sem er mjög viðkvæmur fyrir snemmkomnu haustfrosti. Magn áburðar fer eftir jarðvegsgerð. Ef plöntur eru gróðursettar í rýrum jarðvegi er mælt með áburðargjöf við gróðursetningu og síðan árlega fyrstu árin þangað til trén eru komin í góðan vöxt. Hægt er að bera á tvisvar og skipta heildarskammturinn í tvennt.

0-4 ára: 5-7 ára: 7- 12 ára: 15g áburður (1 mælisk.) með litlu köfnunarefni en miklum fosfór. 30g áburður (2 mælisk.) 50g áburður (3-4 mælisk.)

Síðasta sumarið: Áburður með hátt innihald af köfnunarefni og magnesíum til að örva græna litinn. Áburðarverksmiðjan er með áburð sem hentar vel í jólatrjáaræktunar t.d. Fjölgræðir 5 (17N-15P-12K) er gott að bera á fyrstu árin. Fjölgræði 7 (22N-14P-9K) er gott að nota þegar trén eru komin í góðan vöxt. Fjölmóða (25N-5P) er gott að bera á síðasta árið en hér vantar magnesíum. Blákorn (12N-5P-13K og 1,2Mg) er ágætur en hefur frekar lágt innihald af N fyrir stór tré. Sjá link: http://www.fodurblandan.is/vefverslun/aburdur-og-frae/aburdur-i-smapakkningum Hjá Búvís er hægt að fá Völl (23N-5P+S+2Mg+Ca+Se) sem er mjög góður fyrir tré sem eru að vera tilbúin fyrir lokahögg. Sjá link: http://buvis.is/images/%C3%81bur%C3%B0arl%C3%BDsingar_2016.pdf Skordýr Skordýr verða sífellt algengari í jólatrjáaræktun erlendis en eru ekki enn orðin verulegt vandamál á Íslandi. Á Suðurlandi hefur ertuyglan undanfarin ár gert vart við sig og étið barrið á barrtrjám á nokkrum stöðum. Hægt er að eitra með Permethrin ef það þarf en það er kostnaðarsamt, mikil vinna og þar fyrir utan er efnið umdeilt hvað varðar umhverfisáhrif. Rautt barr á furu sést víða og má oft tengja við óhagstæð veðurfarsáhrif en það lagast oftast smám saman. Rautt barr getur líka verið vegna sveppasjúkdóma eins og furufleiður. Hægt er að lesa meira um skaðvalda í jólatrjám í „Heilbrigði Trjágróðurs - Skaðvaldar og varnir gegn þeim“ eftir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson (2014). Á heimasíðu hjá Norsk Juletre er hægt að kaupa nýja bók á norsku um skaðvalda í jólatrjáaræktun: „Skader i juletrefelt – biotiske og abiotiske årsaker” eftir Venche Talgø og Inger Sundheim Fløistad (2015). Sumarfundur hjá samtökum jólatrjáaræktenda í Evrópu (CTGCE - Christmas Tree Grower Coucil of Europe) Sumarfundurinn hjá CTGCE fór fram í Frakklandi frá 13. til 16. júní í Saulieu sem er um 250 km sunnan við Parísar. Um 190 manns frá mismunandi löndum tóku þátt í fundinum, þar af tveir frá Íslandi. Skoðaðar var mismunandi ræktunaraðferðir, tegundanotkun, vélabúnaður o.fl. Á seinni deginum var mjög stór sýning um allt sem tengist jólatrjáaræktun meðal annars fræ, plöntur, búnaður, tækni og vélar ásamt alls kona góðgæti sem hægt var að smakka á og/eða kaupa. Sýningin var svipuð og danska sýningin sem er haldin árlega á Langesö á Fjóni þriðja fimmtudag í ágúst. Þess utan var farið í vínsmökkun hjá einum helsta vínframleiðanda á Bourgogne-svæðinu og skoðað svæðið í kringum Saulieu sem er mjög skógríkt, grænt og fallegt en óvenjulegt blautt eftir langan rigningakafla. Sumarfundurinn 2017 verður haldin á Bretlandi og er opin fyrir allar. Sumarkveðjur Else

bottom of page