top of page

Aðalfundur LSE 2016

1 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2016 Haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 7. og 8. október 2016. 2 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda Dagskrá fundarins: Föstudagur 7. október Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE. Kl. 14:05 Kosnir starfsmenn fundarins Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar Kl. 14:25 Ávörp gesta Kl. 14:55 Umræða um skýrslu stjórnar Kl. 15:15 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda Kl. 15:30 Fundi frestað – kaffihlé Kl. 16:00 Málþing: Úrvinnsla skógarafurða / Samvinna við Skógræktina og hlutverk LSE í nýju umhverfi. Kl. 16:00 Lára Vilbergsdóttir: Stórt og smátt úr íslenskum skógi Kl. 16:20 Lárus Heiðarsson: Skógarafurðir hvað er það nú? Kl. 16:40 Bjarki Jónsson skógarbóndi: Uppbygging Skógarafurða ehf Kl. 17:00 Umræður Kl. 17:20 Samvinna við Skógræktina í nýju umhverfi og hlutverk LSE / Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sviðsstjóri skógarauðlindasviðs og Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE. Kl. 17:40 Umræðuhópar / Hópavinna um hlutverk LSE Kl. 18:15 Niðurstaða hópavinnunnar Kl. 18:45 Matarhlé. Fundi fram haldið. Kl. 19:30 Nefndarstörf Kl. 20:30 – 21:30 Jólatrjáafundur / fræðsluerindi Laugardagur 8. október Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf – nefndir skila áliti. Kl. 11:00 Kosningar: ➢ Formannskjör ➢ Fjórir menn í stjórn ➢ Fimm varamenn í stjórn ➢ Tveir skoðunarmenn og tveir til vara Kl. 11:30 Önnur mál. ➢ Yfirlit af ársfundi norrænu skógareigendasamtakanna NFS, Björn B. Jónsson Kl. 12:30 Fundarlok. Kl. 12:30 Hádegisverður. Kl. 13:30 Skógarganga/Sýning á úrvinnsluvélum og tækjum Kl. 16:30 Komið í hús. Kl. 18.30 Móttaka í Minjahúsinu, sýningin og fordrykkur Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda. 3 1. Setning aðalfundar. Formaður Félags skógarbænda á Austurlandi, Maríanna Jóhannsdóttir, setti fund og bauð gesti velkomna. 2. Kosning starfsmanna fundarins. Starfsmenn fundarins skipaðir; Jónas Þór Jóhannsson fundarstjóri og Elín Rán Björnsdóttir til aðstoðar, Freyja Gunnarsdóttir fundarritari og henni til aðstoðar Arnar Sigbjörnsson. Maríanna fól fundarstjóra fundarstjórn. Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE flutti skýrslu stjórnar en í fyrsta skipti var flutt sameiginleg skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra. Jóhann Gísli fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Haldnir hafa verið sjö stjórnarfundir á árinu. Fjárhagur LSE var í upphafi neikvæður en útlit fyrir að hægt verði að loka fjárlagagatinu áður en árinu lýkur en stjórnin ætlar að skila hallalausu í ár með því að biðja aðildarfélög að skila félagsgjöldum fyrir áramót. Kominn er rammasamningur þar sem fjárhagur LSE er tryggður til 10 ára. Tvær leiðir hafa verið ræddar til að nýta fjármunina; að ráða verkefnisstjóra eða vinna teymisvinnu í samstarfi við Skógræktina. Formaður sótti Búnaðarþing fyrir hönd LSE. Þar var rætt um að kolefnisjafna búskap og lögð fram tillaga þess efnis. Nefnd er að störfum í þessum málum. Búnaðargjald verður væntanlega lagt af um næstu áramót og vegna þessa liggur fyrir tillaga um hækkun félagsgjalda þar sem þessi breyting þýðir að í stað greiðslu frá BÍ þá þarf LSE að greiða til BÍ. Skoðað hefur verið hve fýsilegt er að stofna afurðamiðstöð í hverjum landshluta. Ýmis vinna er í gangi í landshlutunum við greiningar og annað sem þarf að liggja fyrir til að sjá hvaða leiðir henta. Þessi vinna er mislangt á veg komin hjá aðildarfélögum. LSE kannaði möguleika á styrk hjá ráðuneyti til þriggja ára varðandi að Kyndistöð Skógarorku fengi efni sem til fellur við grisjun, þ.e. efni sem ekki nýtist en það liggur fyrir kostnaður við að ná því úr skógi og það er það sem styrkurinn næði til. Málið er í til skoðunar í ráðuneyti. Verkefni framundan: Klára rammasamning við BÍ skv. 12. grein ásamt því að vinna með Skógræktinni að mótun starfs og samvinnu á næstu árum. Verið er að fara í vinnu við að uppfæra heimsíðuna skógarbóndi.is þar sem stefnt er að því að aðildarfélög hafi hvert og eitt sína undirsíðu ásamt því að síðan sé vettvangur LSE. Áfram þarf að vinna að verkefninu um afurðarstöðvar, vinna að markaðsmálum, jólatrjáaræktun, sinna kynningar- og fræðslumálum í samvinnu við Skógræktina. Jóhann Gísli lauk sínum hluta skýrslunnar á að þakka samstarfsfólki sínu í stjórn, starfsmönnum, aðildarfélögum, Skógræktinni og starfsmönnum hennar fyrir gott samstarfs sem og framkvæmdastjóra LSE og ekki síst fjölskyldu sinni fyrir að taka á sig aukna vinnu vegna fjarveru hans við stjórnarstörf. Fundarstjóri kynnti á þessu stigi kjörbréfanefnd, Guðmundur Sigurðsson formaður, Sighvatur Jón Þórarinsson og Borgþór Jónsson, bað þá að hefja störf og hvatti fundarmenn til að koma kjörbréfum sínum til þeirra. Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri LSE fór yfir helstu störf framkvæmdastjóra frá síðasta aðalfundi og hvað væri framundan. Formaður og framkvæmdastjóri hafa átt nokkra fundi með umhverfis-og auðlindaráðherra. Fundað hefur verið með aðildarfélögum til að ræða áherslur skógarbænda og stýrihópur verið myndarður sem skilaði hugmyndum til ráðherra. Sameining 4 Skógræktar ríkisins og landshlutabundinna skógræktarverkefna gekk vel og verk landsfundar að ræða hvernig samstarfinu við Skógræktina verði best háttað. Minntist á að það þyrfti að laga dreifingu blaðsins Við skógareigendur, varpaði fram hugmynd um að bera það út á alla póstkassa í dreifbýli ekki bara á lögbýli. Kallaði eftir upplýsingum um viðtakendur sem ekki væru á lögbýlum svo allir geti fengið blaðið. Fram kom í máli Hrannar að skortur er á íslenskum jólatrjám og hefur verið rætt um markaðsátak í þá veru að stafafura verði markaðssett sem hið íslenska jólatré. Hrönn hvatti fólk til að koma og hlusta á erindi/umræður um jólatrjáræktun sem verður í kvöld að lokinni hefðbundinni dagskrá. Mikilvægt er að verðmat skóga sé rétt og lagt hefur verið til að þriggja manna nefnd verði skipuð til að fjalla um það verkefni, á það þarf að ýta. Ein af tillögum síðasta aðalfundar fjallaði um að framlengja tap úr 10 árum í 20 ár og hefur verið sent erindi þess efnis til Ríkisskattstjóra en engin svör borist við því. Hrönn þakkaði fyrir gott samstarf. Sameiginleg skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra fylgir fundargerð. 4. Ávörp gesta Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarpaði samkomuna og byrjaði á því að dásama gott sumar og fallega haustliti í framhaldi af því. Þetta góða sumar þýddi ekki bara góðan vöxt trjáa heldur hóf ný stofnun störf við sameiningu Landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins, Skógræktin. Upplýsti fólk um hvernig sameiningin hefði gengið og hvað væri framundan. Byrjað var á greiningarvinnu í vor sem Capacent framkvæmdi og þar komu fram miklar væntingar, m.a. um fagmennsku og að ná betri árangri í skógrækt. Hjá nýju stofnuninni eru fjögur svið: Rekstrarsvið – þar er sviðsstjóri Gunnlaugur Guðjónsson og á því sviði verður miðlæg stjórn framlaga til skógarbænda um allt land i höndum Ólafar Sigurbjartsdóttur, Rannsóknarsvið staðsett Mógilsá og þar er Edda Oddsdóttir sviðsstjóri, Aðalsteinn Sigurgeirsson er nýr Fagmálastjóri en í því starfi þarf að vita allt um skógrækt og það veit Aðalsteinn, stóra sviðið er skógarauðlindasvið en þar eru þjóðskógarnir og gömlu landshlutaverkefnin og þar er Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir sviðsstjóri. Starfið við að skipuleggja það svið er langt komið og nokkuð hefur verið rætt hvað gömlu verkefnin eiga að heita einu nafni undir því sviði. Á fundi í morgun kom m.a. fram tillaga um að taka upp gamla nafnið frá Skógrækt ríkisins þ.e. nytjaskógrækt á bújörðum. Sumt þarf að samræma m.a. framlög vegna girðinga en reglur um þær voru misjafnar á milli verkefna. Skógarbændur verða varir við einhverjar breytingar, ekki í magni heldur í formi. Nýtt svið varð til sem heitir samhæfingarsvið og því stýrir Hreinn Óskarsson. Það svið gerir landsáætlun og landshlutaáætlanir. Þar eru einnig fræðslumálin og þann málaflokk leiðir Ólafur Oddsson. Skiplagsmál og kynningamál eru einnig undir þessu sviði. Skipurit nýju stofnunarinnar er svokallað flettiskipurit. Sagði að aðalkontaktaðilar skógarbænda yrðu þeir sömu þ.e. skógarráðgjafar svo ekki væri mikil breyting þar á. Þröstur sagðist persónulega leggja mikla áherslu á að auka gæði skóga, að unnið yrði að því að bæta þann efnivið sem stæði til boða. Valgerður Jónsdóttir mun leiða útboð vegna plöntukaupa, Brynjar Skúlason mun leiða vinnu vegna trjákynbóta. Sagði skógræktarstjóri að starfsmenn ynnu ekki einir að sínum málefnum því unnið yrði í teymum þegar þurfa þætti. Þröstur tók undir það sem formaður og framkvæmdastjóri nefndu um samstarf á milli skógarbænda og Skógræktarinnar þ.e. að halda áfram góðu samstarfi bæði formlega og óformlega. Ekki er komið á hreint hvernig samstarfið verður við hvert og eitt skógarbændafélag. Það verður farið að vinna að því á næstunni að leggja fram ný skógræktarlög, drög eru orðin til og má vænta að þau verði lögð fyrir nýjan ráðherra strax í næsta mánuði. Bað skógarbændur að fylgjast 5 með allri vinnu við nýju lögin og koma með ábendingar. Sagði Þröstur að lokum að markmið Skógræktarinnar vera að efla skógrækt og samstarf við skógarbændur og samtök þeirra er gríðarmikilvægur þáttur í því. Gunnar K. Eiríksson stjórnarmaður í stjórn Bændasamtaka Íslands(BÍ) ávarpaði fundinn og sagði það ánægjulegt að vera viðstaddur fundinn. Sagði hann Fljótsdalshérað vera vöggu skógræktar og fór yfir upphaf ræktunar nytjaskógræktar á bújörðum um 1970 í Fljótsdal. Sagðist hann ekki þurfa að segja fundarmönnum hve skógrækt væri mikilvæg en hann vildi ítreka mikilvægi búrgreinarinnar fyrir landbúnaðinn og landsmenn alla. Skógræktin á mörg sóknarfæri og hún mun leika lykilhlutverk í umræðu um landbúnað framtíðarinnar, loftslagsmál og umhverfismál. Sagði ímynd skógræktar vera góða og hana njóta velvildar hjá þjóðinni. Skógræktaráhugi væri mikill hjá almenningi. Umræður um gildi menningarlandslags væru að aukast, ferðamenn kæmu við í skógum landsins. Búvörusamningar hafa verið það sem Bændasamtökin hafi verið að vinna að síðustu misseri. Viðræður við ríkisvaldið tók allnokkurn tíma en samningur hafi komist á og verið lagðir í dóm bænda með atkvæðagreiðslu og samþykktir af þeirra hálfu.Nýbúið er að gera lagabreytingar á búvörulögum og búið að samþykkja búvörusamninga sem þó voru nokkuð til umræðu í þjóðfélaginu en eyddu ákveðinni óvissu í rekstri hjá mörgum bændum. Sá hluti búvörusamninganna þar sem skógræktin kemur til skjalanna er í rammasamningi. Í rammasamningnum er kveðið á um framlög ríkisins sem ætluð eru til átaksverkefna skógarbænda. Ráðherra mun ráðstafa 15 milljónum á ári næstu fjögur árin en 14 milljónum frá árinu 2021-2026 til Landsamtaka skógareigenda samkvæmt samningi. Markmiðið er að auka virði skógarnytja og auka arðsemi skógræktar. Loftslagsmál eru mál málanna í dag, æ fleiri þjóðir eru farnar að viðurkenna vandann. Umræðan um það hvernig á að bregðast við er að aukast um allan heim. Það er mikil þörf að færa orkuþörf heimsins úr jarðefnaeldsneyti og í endurnýtanlega orkugjafa. Það þarf að sporna við hlýnun jarðar og markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 miðað við upphafsárið 1990. Sagði hann þetta göfug markmið og til að ná þeim er hlutverk íslenskra skógarbænda mikið. Skógrækt og landgræðsla hafa mikla þýðingu í þessu starfi þ.e. kolefnisbindingu. Verkefnisstjórn um loftslagsmál í landbúnaði er að störfum og var framkvæmdastjóri LSE skipaður annar tveggja fulltrúa BÍ í þá stjórn. Bændur þurfa að standa saman, landbúnaður er ein heild. Fleiri mál eru komin á dagskrá þar sem bændur verða að vera virkir þátttakendur. Þar beri loftslagsmálin hæst, þróun ferðaþjónustu, umræða um kolefnisfótspor, uppgræðsla og skógrækt ásamt umhverfis-og náttúruvernd. Í þessum málaflokkum þurfa bændur að staðsetja sig með ákveðnum hætti, móta stefnu og taka skýra afstöðu. Gunnar skilaði kveðju frá formanni BÍ sem er staddur í Grikklandi á fundi með evrópskum bændum og þakkaði fyrir að fá að ávarpa fundinn. Halla Eiríksdóttir formaður Búnaðarsambands Austurlands (BSA) ávarpaði fundinn. Sagði hún BSA hafa langa sögu í sambúð við skógræktina enda með skrifstofur á sama gangi. Sagði oft ganga á ýmsu þegar verið er að sameina stofnanir en í stofnun nýrrar skógræktarstofnunar sýnist henni allt vera á réttri leið og var mjög ánægð með lýsingar skógræktarstjóra á því sem verið væri að gera. Sagði hún Íslendinga ekkert hafa mjög langa sögu i skógrækt og í raun ekki alveg kunna enn að umgangast skógrækt og vísaði þar til umræðna á Héraði um að búið væri að drekkja héraðinu í skógrækt. Einnig vísaði hún í grænu ,,frímerkin“ sem sjá má í hlíðum víða. Sagði hún frá því á árum áður þegar hún var unglingur við að týna birkifræ til þurrkunar hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Var ein að týna um sumar, hrærði svo í þurru fræjunum um vetur og svo var fræjunum ásamt áburði dreift með flugvél. Við þá dreifingu má ætla að þyngdarlögmálið hafi ráðið, áburðurinn hafi farið beint niður en fræin eitthvað annað. 6 Miklar breytingar væru framundan í landbúnaði, t.d. í sambandi við nýja búsvörusamninginn sem miklar umræður hafa verið um. Sagði Halla umræðuna stundum vera mjög ómaklega og nánast atvinnuróg á stundum þar sem dregin væri upp mynd af bændum sem landníðingum. Sagði hún sína tilfinningu vera að afföll í landbúnaði væru framundan þ.e. að einhverjir standi þetta ekki af sér og einhverjir munu hætta hefðbundnum búskap. Hvatti skógræktina til að hjálpa því fólki sem ætti land að gera það eftirsóknarvert með því að leggja það undir nytjaskógrækt á bújörðum. Þakkaði fyrir að fá að ávarpa fundinn og óskaði fundarmönnum til hamingju með daginn. María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2016. Niðurstöður rekstrarreiknings; Rekstrartekjur 12.920.548 Rekstrargjöld 11.169.353 Rekstrarhagnaður 1.599.334 Niðurstöður efnahagsreiknings; Eignir 3.902.522 Eigið fé 3.272.680 Eigið fé og skuldir 3.902.522 5. Umræður um reikninga og skýrslu stjórnar Björn Halldórsson kvaddi sér hljóðs undir þessum lið, sagðist vera Vopnfirðingur. Örfá atriði sem hann langar að nefna þ.á.m. um undirritun stjórnar og endurskoðenda á ársreikning en það var búið að greiða úr því. Vill nefna Búnaðargjald sem er að falla niður nú en LSE hefur verið að greiða 400 þúsund. Að greiða þetta gjald þýðir þó ekki að allir félagsmenn LSE séu aðilar að BÍ heldur geti hver og einn orðið aðildarfélagi að BÍ. Varðandi fjárhagsáætlun fyrir 2017 þá sagði Björn það stinga í augun að samtökin lifa á styrkjum, einungis 10% af tekjum komi frá bændum. Sagði þetta eðlilegt þegar verið er að leggja í vegferð þar sem búgreinin er lengi að vaxa en það verði að hugsa það aðeins hvort svo verði áfram. Það væri ekki sjálfgefið að ríkið komi endalaust inni. Einnig sagðist Björn ekki vera sannfærður um að það væri skynsamlegt að vera með fjárhagsáætlun sem sýndi hagnað upp á helming þeirra styrkja sem samtökin njóta. Varðandi stöðu LSE vegna nýja loftlagssamninginn kastaði hann því fram hvort eitthvert ferli væri komið í gang um það hvernig aðkoma skógarbænda yrði að þessu verkefni en það væri í hans huga nauðsynlegt að það væru góð tengsl þarna og hvernig skógarbændur kæmu að því að koma að þessari vinnu. Einnig tók Björn undir það sem Halla ræddi varðandi það að ná þeim bændum sem myndu bregða búi í kjölfar nýs búvörusamnings inn í nytjaskógrækt eða a.m.k. að hafa einhvern samstarfsvettvang um um það hvernig menn vilja nýta landið, sameiginlega sýn á landnýtingu, landgræðslu, skógrækt, beit, útivist og ferðamenn. Það þurfi að setjast yfir þessi mál og ná sameiginlegri niðurstöðu. Hann sagði það hluta af vondri ásýnd að tala ekki saman. Jóhann Gísli formaður LSE þakkaði Birni fyrir að brýna stjórnina og sagði það alveg rétt að það væri ekki nægilega gott að hafa fjárhagsáætlunina í svona miklum plús. Býst við að fjárhagsáætlunin muni taka breytingum í nefndastörfum. Sagðist einnig sammála því að það gangi ekki til lengdar að reka samtök á styrkjum frá opinberum aðilum en það væri líka hæpið að hækka árgjöldin mikið rétt á meðan plönturnar væru að skríða upp úr jörðinni og því þyrfti einmitt að búa sig undir að verða sjálfstæðari. 7 Varðandi kolefnismálin sagði formaður að verið væri að ræða þau við önnur búgreinasamtök þ.á.m. sauðfjárbændur og gengi það samtal mjög vel. Vonaði formaður að viðlíka samtöl og jafn jákvæð færu fram við önnur búgreinafélög. María Ingvadóttir vildi bæta við það sem Jóhann Gísli var að segja varðandi fjárhagsáætlun. Sagði hana vinnuplagg fyrir alla, ekki bara stjórnina. Sagði árið hafa verið mjög erfitt, nánast stundum staðið á endum að eiga fyrir launum. Sagði afganginn hafa verið settan svona inn nánast viljandi m.a. til að mæta tapi síðasta árs og eiga fyrir þeim verkefnum sem þessi fundur og ný stjórn mun væntanlega vinna að á næsta ár. Fundarstjóri bað formann kjörbréfanefndar, Guðmund Sigurðsson, að fara yfir störf kjörbréfanefndar áður en reikningar yrðu bornir upp. Sagði hann nokkur nöfn sem eru skráð á fund en finnast ekki í félagatölum. Las hann upp þá sem eru kjörgengir skv. félagatölum aðildarfélaga. Reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða. 6. Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda. Nefndir sem starfa á fundinum eru: Allsherjarnefnd – Formaður; Agnes Þórunn Guðbergsdóttir Félagsmálanefnd – Formaður; Bergþóra Jónsdóttir Fjárhagsnefnd - Formaður; María Ingvadóttir Kjörbréfanefnd: - Formaður; Guðmundur Sigurðsson Kolefnisnefnd: - Formaður; Björn Ármann Ólafsson Fundarstjóri bauð aðilum tillagna að gera nánari grein fyrir þeim. Jóhann Gísli Jóhannsson fylgdi tillögum stjórnar LSE úr hlaði: Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf 7. og 8. október 2016, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2017 verði kr. 3000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember. Greinargerð: Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum. Um næstu áramót verður hætt innheimtu búnaðargjalds og til að koma til móts við þann tekjumissi sem LSE mun verða fyrir er lagt til að hækka árgjald á einstaklinga um kr. 500 á næsta ári.“ Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf 7. og 8. október 2016, skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneytið að sjá til þess að fjármagn til nýskógræktar verði aukið. Fundurinn fagnar því sem vel hefur verið gert og því fjármagni sem veitt hefur verið til skógræktar, en leggur áherslu á að staðið verði við áætlanir um fjárveitingar og uppbyggingu atvinnugreinarinnar og yfirlýsingar stjórnvalda um aukna skógrækt til bindingar kolefnis, sem ein af mótvægisaðgerðum í loftlagsmálum. Greinargerð: 8 Skógrækt sem atvinnugrein er ung og enn í mótun. Tryggja þarf að fjármagn til uppbyggingar hennar, bæði sem hráefni fyrir skógariðnað og úrvinnslu skógarafurða, skerðist ekki. Það fjármagn sem varið er til skógræktar er fjárfesting til frambúðar í afurðum og lífsgæðum sem samfélagið allt nýtur góðs af og hjálpar Íslandi að standa við skuldbindingar sínar í samningum um loftslagsmál.“ Vísað til allsherjarnefndar og fjárhagsnefndar Tillaga nr. 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf 7. og 8. október 2016, skorar á Skógræktina að heimila skógarbændum innan „landshlutaverkefnanna“ að nýta söluhæf jólatré úr samningsbundinni skógrækt án þess að það hafi áhrif á framlög við umhirðu skógarins. Einnig að skógarbændur geti gert samning um ræktun jólatrjáa í „skjólskápum“ í skógi eða undir skermi í grisjuðum skógi og verið þar með einn liður skógræktar á Íslandi. Greinargerð Markmið tillögunnar er að auka markaðshlutdeild íslenskra jólatrjáa. Innlend framleiðsla jólatrjáa nær einungis að sinna um 25% af eftirspurn og ekkert sem bendir til að framleiðslan aukist á næstu árum nema eitthvað markvisst verði gert. Á samningsbundnum skógræktarsvæðum víða um land er orðin þörf á millibilsjöfnun eða grisjun. Til að auka arðsemi skógræktarinnar og tekjumöguleika skógarbænda er möguleiki að heimila sölu þeirra trjáa sem standast kröfur sem jólatré. Ef ná á markmiðum um að Íslendingar verið sjálfbærir með jólatré þarf jólatrjáaræktun að vera eitt af verkefnum skógræktarinnar.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 4 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf 7. og 8. október 2016 leggur til að næsti aðalfundur LSE sem haldinn verður 2017 á Vestfjörðum fari fram um miðjan október. Greinargerð. Í gegnum tíðina hefur verið leitast við að finna „réttan“ fundartíma fyrir landsfund LSE. Þessi tillaga er þáttur í þeirri viðleitni. Um miðjan október er göngum og réttum lokið auk þess sem ferðamannatrafík sumarsins er farin að minka og gististaðir bjóða þar af leiðandi hagstæðari gistingu heldur en á annatímum.“ Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 5 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf 7. og 8. október 2016 beinir því til stjórnar LSE að vinna að tillögu og útfærslu á því fyrir næsta aðalfund að aðalfundur LSE verði fulltrúaráðsfundur. Í tengslum við aðalfundinn eða valinn annar dagur þar sem málefni LSE verða rædd og haldinn fræðsluerindi sem væru opinn fyrir alla félagsmenn og einnig árshátíð félagsins. Greinargerð. Með núverandi fyrirkomulagi skapast ójafnvægi í atkvæðagreiðslum vegna mismunandi aðsóknar á aðalfund eftir staðsetningu fundarins. Flestir koma á því svæði þar sem fundurinn er haldinn. Með fulltrúaráðsfundi þar sem aðildarfélögin kjósi sína fulltrúa á fundinn með málfrelsi og atkvæðarétt næst meira jafnvægi og skilvirkari vinna sem skilar sér sem betra leiðarljós fyrir stjórn LSE varðandi hagsmuni skógarbænda.“ Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 6 9 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf 7. og 8. október 2016 beinir því til stjórnar LSE að skipuð verði þriggja manna nefnd sem uppfærir verðmat nytjaskóa og leggja fyrir aðalfund 2017.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 7 María Ingadóttir kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2017: Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2017 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breyting Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun f. f. ári Félagsgjöld 882.000 1.110.000 1.495.000 1.944.000 1.944.000 2.000.000 3% Styrkir vegna Við skógareigendur 650.000 515.000 952.500 1.290.000 2.000.000 2.000.000 0% Búnaðargjald 470.799 501.815 421.011 420.710 513.000 -100% Kraftmeiri skógar 5.173.509 0 4.963.036 2.365.838 0 0 0% Aðrar tekjur Fram.l.sj. Styrkir 0 0 2.000.000 0 2.000.000 2.000.000 0% Vaxtatekjur 72.496 129.660 27.404 15.195 80.000 80.000 0% Verkefnasamningur við ríkið 3.400.000 3.000.000 3.500.000 6.900.000 2.300.000 15.000.000 552% Tekjur samtals 10.648.804 5.256.475 13.358.951 12.935.743 8.837.000 21.080.000 139% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 978.972 849.488 1.048.067 1.146.753 1.100.000 1.100.000 0% Stjórnar- og fundarkostnaður 1.043.842 1.058.488 472.000 645.904 800.000 800.000 0% Ráðstefnur og námskeið 29.000 0 72.223 31.500 150.000 100.000 -33% Sérfræðiþjónusta 645.274 0 0 43.251 50.000 2.500.000 0% Rekstur skrifstofu og laun 3.122.298 5.463.580 7.275.938 7.580.653 7.500.000 7.500.000 0% Kostnaður vegna Árs skóga 45.296 0 0 0 Blaðaútgáfa 887.124 961.308 599.403 1.060.313 1.300.000 1.500.000 15% Erlent samstarf 94.967 0 0 0 0% Heimasíða 535.634 448.995 0 160.979 170.000 170.000 0% Félagsgjald til BÍ 400.000 Kraftmeiri skógar / verkefni 0 2.457.729 4.093.331 0 0 0 0% Annar kostnaður/styrkir til félaga 89.133 0 0 500.000 500.000 100.000 Vaxta- og bankakostnaður 13.223 50.365 154.867 167.056 170.000 170.000 0% Gjöld alls 7.484.763 11.289.953 13.715.829 11.336.409 11.740.000 14.340.000 22% 10 Hagnaður ársins 3.164.041 -6.033.478 -356.878 1.599.334 -2.903.000 6.740.000 -332% Handbært fé í árslok 7.549.867 1.796.352 651.188 2.250.522 -652.478 6.087.522 -1033% Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 8 María Ingvadóttir fylgdi tillögu frá Félagi skógareigenda á Suðurlandi úr hlaði. ,,Félag skógareigenda á Suðurlandi hvetur stjórn Landssamtaka skógareigenda til að skipa vinnuhóp sem vinnur og kemur með tillögur um hlutverk LSE í nýju umhverfi og nýrri stjórnskipan, með tilkomu stofnunar Skógræktarinnar. Móta þarf hlutverk Landssamtakanna. Verða þau regnhlíf félaga skógareigenda, verða þau sameiningartákn skógareigenda, verða þau í forsvari fyrir skógareigendur á landsvísu. Hvert verður hlutverk Landssamtaka skógareigenda og hver verður tilgangurinn með rekstri samtakanna ? Mörgum spurningum er ósvarað. Mikilvægt er að félög skógareigenda verði öflug og vinni vel með skógareigendum að afurðamálum. Mikilvægt er að skógareigendur eigi sér sterkan málsvara, aðila sem gætir hagsmuna skógareigenda gagnvart yfirvöldum og opinberum aðilum og samtökum. Aðila sem tekur þátt í mótun og skipulagningu á uppbyggingu skógræktar í landinu sem atvinnugreinar og öðru er varðar hagsmuni skógareigenda.“ Vísað til allsherjarnefndar Bergþóra Jónsdóttir fylgdi tillögum frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi Tillaga nr. 9 ,,Aðalfundur Landssamtaka Skógareigenda haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. – 8. október leggur til við Skógræktina að skógrækt á bújörðum verði efld með auknu fjárframlagi til gróðursetninga og umhirðu.“ Vísað fjárhagsnefndar og allsherjarnefndar Tillaga nr. 10 ,,Aðalfundur Landssamtaka Skógareigenda haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. – 8. október mælist til þess við Skógræktina að upplýsingagjöf til skógarbænda verði skýr og samstarf markvisst.“ Vísað til allsherjarnefnd Björn Ármann Ólafsson fylgdi eftirfarandi tillögu úr hlaði : Tillaga nr. 11 ,,Aðalfundur LSE haldinn í Valaskjálf samþykkir að fela stjórn LSE að semja um meiri áherslu á umhirðu skógar milli plöntunar og lokahöggs við Skógrækt ríkisins: 1. Lögð verði áhersla á áburð á plöntur á fyrstu árum eftir plöntun, fyrir þær plöntur sem við á. 2. Lögð verði áhersla á uppkvistun ungskógar þar til kemur að fyrstu bilun. Þetta verði styrkt af Landshlutaverkefninu. 3. Allir taxtar fyrir þau verk sem unnin eru í skóginum frá plöntun til lokahöggs verði endurskoðaðir, til að auðvelda skógarbændum að sinna auðlindinni. Þetta er nauðsynlegt til að skógarauðlindin skili hámarksarði við lokahögg. Umhirða eykur verðmæti þess efniviðar sem fellur til við lokahögg.“ Vísað til allsherjarnefndar 11 Borgþór Jónsson fylgdi tillögu frá Félagi skógarbænda á Austurlandi úr hlaði Tillaga nr. 12 ,,Aðalfundur LSE haldinn í Valaskjálf 7-8 okt 2016 beinir því til stjórnar LSE að hún hlutist til um að gerðar verði samræmdar reglur um hvernig mati á skógarjörðum verði háttað. Greinargerð Á undanförnum árum hefur verið að byggjast upp ný auðlind á fjölda skógarjarða ,sem eru nytjaskógarnir. Þetta leiðir af sér að þegar jarðir eru seldar í dag þarf að taka tillit til skógarins í verðmati á jörðinni. Þetta gildir einnig um veðsetningar ,skifti dánarbúa og hugsanlega fleiri tilvik. Hugsanlega þarf að hafa í huga bæði verðmæti skógarins sem slíks og einnig hvort mat á skógræktarlandi er á einhvern hátt frábrugðið öðru landmati. Þetta mat hefur verið framkvæmt af ýmsum aðilum og okkur vitanlega eru engar samræmdar reglur til um verðmat af þessu tagi. Það hlýtur að vera hagsmunamál skógareigenda að þetta mat verði samræmt í samráði við Landsamband skógareigenda og að starfsmenn landsambandsins hafi möguleika á að fylgjast með og hafa áhrif á hvernig þessum málum verði best fyrir komið. Niðurstaðan úr slíkri samræmingu yrði svo aðgengileg skógareigendum á skrifstofu sambandsins og starfsmenn þess væru í stakk búnir til að leiðbeina skógareigendum um framkvæmd slíks mats og hvert beri að leita til að fá slíkt mat. Einn möguleiki væri að matið færi fram á vegum LSE. Þá þyrfti að gera gjaldskrá og hugsanlega fleiri reglur þar að lútandi. Markmiðið ætti að vera að reglurnar væru svo skýrar að skógareigandinn gæti sjálfur skoðað verðmæti eigin skógar ef hann hefur áhuga á slíku. Félagið álítur að ef þetta verður að veruleika muni þetta,auk þess að eyða óvissu um verðmæti jarða, gæti þetta aukið stórlega áhuga skógareigenda á umhirðu skóga sinna og þar með aukið verðmæti auðlindarinnar í heild. Hugsunin er ekki að það verði gert mat á öllum skógarjörðum holt og bolt ,enda breytist verðmæti skógarins á hverju sumri eins og við vitum öll,heldur að reglurnar séu til staðar.“ Vísað til allsherjarnefndar Lúðvíg Lárusson fylgdi eigin tillögu úr hlaði: Tillaga nr. 13 ,,Stjórn LSE er hvött til að halda áfram baráttu sinni fyrir kröfum um eignarhald á kolefnisbindingu og þeim verðmætum sem af henni skapast. Enda þótt stjórnvöld hafi ekki virt eignarréttinn við skógarbændur á kolefnisbindingunni með því að leita samninga um eignarhaldið á þessari afurðarframleiðslu skógarbænda er LSE hvatt til að láta reyna á hvers eignarrétturinn er fyrir dómstólum. Dómstólar bera þá ábyrgð á því að úrskurða hvaða gildi eignarrétturinn hefur samkvæmt Stjórnarskrá Íslands í þessu máli. Röksemdarfærsla: Þinglýstir samningar um skógrækt í landshlutaverkefnunum kveða á um að skógurinn sé eign viðkomandi skógarbónda sem leggur þá til land undir ræktina, leigulaust, vinnur að plöntun án samþykkts launasamnings en fær plönturnar afhentar gjaldfrjálst í því ásigkomulagi sem þær eru. Megnið af þeim 40 ára vaxtartíma eru skógarplönturnar að vinna að kolefnisbindingunni á sumrin með sk. ljóstillífun sem er flókið efnaskiptaferli og plöntum einum færum að framkvæma. Þetta er framleiðsla og afurð á landi skógarbóndans af hverju tré sem skógarbóndinn er eigandi að skv. 12 þinglýsingu og hlýtur því að vera eigandi afurðarinnar. Það sama gildir um aðra bændur í landbúnaðarframleiðslu sem þó þiggja milljarða í ríkisstyrki til framleiðslu sinnar án þess að nokkur opinber stofnun hafi gert tilkall til að eigna sér nokkuð af þeim afurðum sem þeir bændur framleiða þó séu margfaldir á við styrki í skógrækt. Hér er heldur ekki greidd landleiga undir skógræktina. Hér skortir á að virða augljósan eignarrétt og jafnréttissjónarmið og að valdstjórnin fari ekki með ofríki gegn landsmönnum með væntanlegri eignaupptöku eins og gert er í löndum Evrópuríkjanna. Þetta gerist á sama tíma og erlend fyrirtæki hérlends komast upp með sk. „þunna eiginfjármögnun“ og komast þá hjá því að borga tekjuskatt á Íslandi. Að lokum ætti það að vera augljós hagnaður allra að kolefnisbindingin sé viðurkennd afurð skógarbænda sem væri skattlögð á sanngjarnan hátt og Ísland sem ríki getur staðið við loforð sín um kolefnisbindinu og mengunarkvóta og allir fá þá eitthvað fyrir sinn snúð. Afleiðingin er stóraukin sjálfbær skógrækt um allt land og sveitir landsins styrkjast með atvinnu og mannafla. Var það ekki upphaflegi tilgangurinn? Þá verður ríkið að sýna hógværð og sanngirni í skattheimtu og krefja þá stóru ekki síður en þá smáu.“ Vísað til kolefnisnefndar Björn Halldórsson lagði fram eftirfarandi tillögu: Tillaga nr. 14 ,,Aðalfundur LSE haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 felur stjórn LSE að beita sér fyrir því að reyna að kalla saman til samtals/samráðs fulltrúa hagsmunaðila tengda landnýtingu og landnotkun. Greinargerð: Það er sárara en tárum taki hvernig sífellt og endurtekið eru að koma upp mál sem ala á sundrung milli þeirra sem landið nýta. Það hlýtur að vera skynsamlegt að hefja samræðu um hvernig hagað skuli landnýtingu í landinu til framtíða.“ Vísað til allsherjarnefndar 7. Fundi frestað, kaffihlé. Frá kaffi og fram að matarhléi fór fram Málþing þar sem flutt voru erindi um úrvinnslu skógarafurða. Seinni lið málþingsins um samvinnu Skógræktarinnar og hlutverk LSE var frestað til næsta morguns með samþykki fundarins til að halda tímaáætlun. 8. Nefndarstörf Fundi var framhaldið kl. 08:30 og hófst á málþingi sem frestað var frá fyrri fundardegi þar sem unnið var í hópastarfi um samstarf Skógræktarinnar og LSE. 9. Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti. Allsherjarnefnd – Formaður; Agnes Þórunn Guðbergsdóttir Tillaga nr. 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 skorar á fjármálaráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið að sjá til þess að fjármagn til nýskógræktar verði aukið. Fundurinn fagnar því sem vel hefur verið gert og því fjármagni sem veitt hefur verið til skógræktar. Mikilvægt er að staðið verði við áætlanir um fjárveitingar og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Greinargerð: 13 Skógrækt sem atvinnugrein er ung og enn í mótun. Tryggja þarf að fjármagn til uppbyggingar hennar, bæði sem hráefni fyrir skógariðnað og úrvinnslu skógarafurða, skerðist ekki. Það fjármagn sem varið er til skógræktar er fjárfesting til frambúðar í afurðum og lífsgæðum sem samfélagið allt nýtur góðs af og hjálpar Íslandi að standa við skuldbindingar sínar í samningum um loftslagsmál.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 skorar á Skógræktina að heimila skógarbændum innan „landshlutaverkefnanna“ að nýta söluhæf jólatré úr samningsbundinni skógrækt án þess að það hafi áhrif á framlög við umhirðu skógarins. Greinargerð Markmið tillögunnar er að auka markaðshlutdeild íslenskra jólatrjáa. Innlend framleiðsla jólatrjáa nær einungis að sinna um 25% af eftirspurn og ekkert sem bendir til að framleiðslan aukist á næstu árum nema eitthvað markvisst verði gert. Á samningsbundnum skógræktarsvæðum víða um land er orðin þörf á millibilsjöfnun eða grisjun. Til að auka arðsemi skógræktarinnar og tekjumöguleika skógarbænda er möguleiki að heimila sölu þeirra trjáa sem standast kröfur sem jólatré. Ef ná á markmiðum um að Íslendingar verið sjálfbærir með jólatré þarf jólatrjáaræktun að vera eitt af verkefnum skógræktarinnar.“ Formaður kom í pontu undir liðnum önnur mál seinna á fundinum og leggur til að tillögunni verði vísað til stjórnar LSE Samþykkt samhljóða. Björn Bj. Jónsson kom með þá ábendingu að nytjaskógrækt á bújörðum væri staðreynd og í gildi væru lög um þá skógrækt frá 2006 og útfrá henni reglugerð samþykkt árið 2015 þar sem mjög skýrt er kveðið á um hvernig á að standa að hlutum í skógrækt bæði varðandi skipulagningu og annað. Benti hann á að ef þessi tillaga færi alla leið þyrfti að breyta henni eða reglugerðinni. Jafnframt hvatti hann alla til að ná sér í reglugerðina sem hann sagði vera að finna á vef umhverfisráðuneytis og vera nr. 285 frá árinu 2015 og helst hafa hana á eldhúsborðinu, fólk yrði að lesa hana og vita hvað hún næði yfir. Í reglugerðinni kæmi m.a. fram hvernig meðhöndla á jólatrjáarækt. Þorsteinn Pétursson sagðist bæði vera sammála og ósammála Birni. Sagðist telja reglugerðina vera samda á röngum forsendum og stangast á við samninga sem skógarbændur eru með og vinna eftir. Í reglugerð um umhirðu komi fram að skógarbændum sé bannað að selja jólatré. Ef menn fara að heimfæra þetta á sölu afurða séu menn á rangri leið. Af hverju væri þá ekki sambærilegar reglur um girðingastaura? Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri sagðist þurfa að vita hvað þetta þýddi þar sem þessari tillögu væri beint að Skógræktinni. Sagði markmið bilunar og markið jólatrjáasölu ekki endilega fara saman þar sem bilun/grisjun byggði skógfræðilegum forsendum um að bila niður í ákveðinn fjölda trjáa og þá ættu líftré að standa eftir en jólatré væru t.d. oftast bestu trén þ.e. beinvöxnustu og að fjarlægja þau síðra þar sem um góð líftré sé að ræða. Sagði hann skógarbónda fá styrk til bilunar samkvæmt samningi einu sinni en það næði ekki yfir að taka út jólatré á hverju ári og selja. Segist þurfa að vita hvernig á að skilja þetta til að taka afstöðu. Tillagan þyrfti að vera skýr. Sagði hann líka að þetta væri ekki leiðin til að rækta jólatré þ.e. að vera að týna út tré úr skógi sem upphaflega væri ætlaður í annað heldur ætti að rækta jólatré til að framleiða jólatré. 14 Þorsteinn Pétursson benti á að tekin væru jólatré út úr reitum áður en kæmi til úttektar fyrir bilun þá hefði það þau áhrif að færri tré væru tekin út. Agnes formaður las upp úr reglugerðinni. Þar kom fram að ekki er veitt framlag vegna millibilsjöfnunar. Jóhann Gísli sagði nauðsynlegt að nefndin tæki tillögunni til skoðunar aftur þannig að hún kæmi i skiljanlegu formi aftur til afgreiðslu. Fundurinn samþykkti að vísa tillögunni aftur til nefndarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa tillögunni til stjórnar LSE óbreyttri. Tillaga nr. 6 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 beinir því til stjórnar LSE að skipuð verði þriggja manna nefnd sem útbýr reglur um verðmat nytjaskóga og leggur fyrir aðalfund 2017. Greinargerð Á undanförnum árum hefur verið að byggjast upp ný auðlind á fjölda skógarjarða, sem eru nytjaskógarnir. Þetta leiðir af sér að þegar jarðir eru seldar í dag þarf að taka tillit til skógarins í verðmati á jörðinni. Þetta gildir einnig um veðsetningar, skipti dánarbúa, tryggingar og hugsanlega fleiri tilvik. Hugsanlega þarf að hafa í huga bæði verðmæti skógarins sem slíks og einnig hvort mat á skógræktarlandi er á einhvern hátt frábrugðið öðru landmati. Þetta mat hefur verið framkvæmt af ýmsum aðilum og okkur vitanlega eru engar samræmdar reglur til um verðmat af þessu tagi. Það hlýtur að vera hagsmunamál skógareigenda að þetta mat verði samræmt í samráði við Landssamtök skógareigenda og að starfsmenn landsamtakanna hafi möguleika á að fylgjast með og hafa áhrif á hvernig þessum málum verði best fyrir komið. Niðurstaðan úr slíkri samræmingu yrði svo aðgengileg skógareigendum á skrifstofu samtakanna og starfsmenn þeirra væru í stakk búnir til að leiðbeina skógareigendum um framkvæmd slíks mats og hvert beri að leita til að fá slíkt mat. Einn möguleiki væri að matið færi fram á vegum LSE. Þá þyrfti að gera gjaldskrá og hugsanlega fleiri reglur þar að lútandi. Markmiðið ætti að vera að reglurnar væru svo skýrar að skógareigandinn gæti sjálfur skoðað verðmæti eigin skógar ef hann hefur áhuga á slíku.“ Félagið álítur að ef þetta verður að veruleika muni þetta,auk þess að eyða óvissu um verðmæti jarða, gæti þetta aukið stórlega áhuga skógareigenda á umhirðu skóga sinna og þar með aukið verðmæti auðlindarinnar í heild. Hugsunin er ekki að það verði gert mat á öllum skógarjörðum holt og bolt ,enda breytist verðmæti skógarins á hverju sumri eins og við vitum öll,heldur að reglurnar séu til staðar. Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 8 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 hvetur stjórn Landssamtaka skógareigenda til að skipa vinnuhóp sem vinnur og kemur með tillögur um hlutverk LSE í nýju umhverfi og nýrri stjórnskipan, með tilkomu stofnunar Skógræktarinnar. Móta þarf hlutverk Landssamtakanna. Verða þau regnhlíf félaga skógareigenda, verða þau sameiningartákn skógareigenda, verða þau í forsvari fyrir skógareigendur á landsvísu. 15 Hvert verður hlutverk Landssamtaka skógareigenda og hver verður tilgangurinn með rekstri samtakanna ? Mörgum spurningum er ósvarað. Mikilvægt er að félög skógareigenda verði öflug og vinni vel með skógareigendum að afurðamálum. Mikilvægt er að skógareigendur eigi sér sterkan málsvara, aðila sem gætir hagsmuna skógareigenda gagnvart yfirvöldum og opinberum aðilum og samtökum. Aðila sem tekur þátt í mótun og skipulagningu á uppbyggingu skógræktar í landinu sem atvinnugreinar og öðru er varðar hagsmuni skógareigenda. Nefndin fylgdi tillögunni úr hlaði með því að vilja ekki leggja hana fram og var formaður nefndarinnar beðinn um skýringar á því. Það kom fram í svari formanns við því af hverju nefndin ákvað að leggja þessa tillögu ekki fram þar sem nefndarmönnum fannst að svörin lægju þegar fyrir í markmiðum landssamtakann. Jóhann Fr. Þórhallsson sat í þessari nefnd og beindi því til nefndarinnar að afgreiða ekki tillöguna m.a. vegna þeirrar hópavinnu sem ætti eftir að fara fram á málþingi sem fram fór samhliða aðalfundinum. Þeirri hópavinnu hefði verið frestað og taldi því rétt að bíða með tillöguna þar til henni væri lokið. Björn Bj. Jónsson sagðist ekki kaupa þau rök sem væru lögð fram varðandi það að leggja tillöguna ekki fram. Sagði hann sjálfsagt að fara í þessa vinnu þar sem það kæmi greinilega fram í undirbúningsplöggum varðandi sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna að LSE ætti að hafa stærra hlutverk. Formaður nefndarinnar kom með breytingartillögu um að fella út þrjár málsgreinar í miðju út. María Ingvadóttir sagði að baki tillögunnar lægi það að þau vildu veg LSE sem mestan og bestan. Leggur hún til að tillagan verði lögð fram óbreytt nema að hluti verði að greinargerð þ.e. frá: Móta þarf .... Breytingartillaga Maríu borin upp. Tillaga nr. 8 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 hvetur stjórn Landssamtaka skógareigenda til að skipa vinnuhóp sem vinnur og kemur með tillögur um hlutverk LSE í nýju umhverfi og nýrri stjórnskipan, með tilkomu stofnunar Skógræktarinnar. Greinargerð: Móta þarf hlutverk Landssamtakanna. Verða þau regnhlíf félaga skógareigenda, verða þau sameiningartákn skógareigenda, verða þau í forsvari fyrir skógareigendur á landsvísu? Hvert verður hlutverk Landssamtaka skógareigenda og hver verður tilgangurinn með rekstri samtakanna? Mörgum spurningum er ósvarað. Mikilvægt er að félög skógareigenda verði öflug og vinni vel með skógareigendum að afurðamálum. Mikilvægt er að skógareigendur eigi sér sterkan málsvara, aðila sem gætir hagsmuna skógareigenda gagnvart yfirvöldum og opinberum aðilum og samtökum. Aðila sem tekur þátt í mótun og skipulagningu á uppbyggingu skógræktar í landinu sem atvinnugreinar og öðru er varðar hagsmuni skógareigenda.“ Samþykkt með 15 atkvæðum gegn 3 Tillaga 9 16 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 leggur til við Skógræktina að skógrækt á bújörðum verði efld með auknu fjárframlagi til gróðursetninga og umhirðu.“ Samþykkt samhljóða Tillaga 10 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 mælist til þess við Skógræktina að upplýsingagjöf til skógarbænda verði skýr og samstarf markvisst. Samþykkt með meirihluta atkvæða að vísa tillögunni frá. Tillaga nr. 11 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 samþykkir að fela stjórn LSE að semja um meiri áherslu á umhirðu skógar milli plöntunar og lokahöggs við Skógræktina. Allir taxtar fyrir þau verk sem unnin eru í skóginum frá plöntun til lokahöggs verði endurskoðaðir, til að auðvelda skógarbændum að sinna auðlindinni. Greinargerð: Þetta er nauðsynlegt til að skógarauðlindin skili hámarksarði við lokahögg. Umhirða eykur verðmæti þess efniviðar sem fellur til við lokahögg.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 14 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016, felur stjórn LSE að beita sér fyrir því að kalla saman til samtals/samráðs fulltrúa hagsmunaaðila tengda landnýtingu og landnotkun. Greinargerð: Það er sárara en tárum taki hvernig sífellt og endurtekið eru að koma upp mál sem ala á sundrung milli þeirra sem landið nýta. Það hlýtur að vera skynsamlegt að hefja samræðu um hvernig haga skuli landnýtingu í landinu til framtíðar. Samþykkt samhljóða Kolefnisnefnd – Formaður; Björn Ármann Ólafsson Tillaga nr. 13 ,, Aðalfundur Landsamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016, hvetur stjórn LSE til að halda baráttu sinni áfram fyrir viðurkenningu á eignarhaldi skógarbænda á kolefnisbindingu og þeim verðmætum sem af henni skapast. Látið verði á það reyna með lögsókn fyrir dómstólum hvort 36.gr. laga nr. 70/2012 um loftlagsmál, þar sem fram kemur að binding kolefnis í gróðri skuli bókfærð á reikning íslenska ríkisins fái staðist gagnvart eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Sama á við VI. kafla sömu laga. Athugað verði hvort ekki er hægt að fá málið flutt sem prófmál.“ Samþykkt samhljóða Formaður, Björn Ármann, fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði frá vinnu í kringum kolefnismál sem hefur verið mikil undanfarin ár. Mikill hluti þeirrar vinnu hafi farið fram innan LSE. Ráðuneyti hafi lagt til að settur yrði á fót samráðsfundur og einni LSE en sá samráðsfundur hafi ekki komist á. Telur hann ástæðu til að fylgja þessu máli eftir til að fá það á hreint hvort kolefni sé það sama og tré og 17 falli þar með undir eignarréttinn á skógi. Sagði hann að á Íslandi sem og hinum norðurlöndunum væri tekið kolefnisgjaldið en á hinum norðurlöndunum væri það greitt aftur til þeirra sem binda kolefnið en þannig væri það ekki á Íslandi. Leggur Björn til að svo verði gert. Þröstur Eysteinsson vildi bæta við að þetta mál sé mjög sambærilegt við kvótamálið. Sagði hann það hafa þurft hæstarétt til að úrskurða um kvóta vegna fiskveiða þ.e. hvort kvóti væri hlutur/eign. Sagði hann að þyrfti að fá slíkan úrskurð um kolefni þ.e. að kolefni sé hlutur sem er til og síðan þurfi að fást viðurkenningu á eignarrétti. Það sé ekkert í lögum sem viðurkenni slíkt. Fjárhagsnefnd -Formaður; María Ingvadóttir Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2017 verði kr. 3000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember. Greinargerð: Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum. Um næstu áramót verður hætt innheimtu búnaðargjalds og til að koma til móts við þann tekjumissi sem LSE mun verða fyrir er lagt til að hækka árgjald á einstaklinga um kr. 500 á næsta ári.“ Björn Halldórsson bendir á að það sé engan vegin orðið ljóst að búnaðargjald verði fellt niður um næstu áramót. Sagði að það kæmi sér ekki á óvart að það yrði framlengt um eitt ár. Sigurbjörg Snorradóttir sagði að það þurfi að kynna það inni i félögunum að það þurfi að hækka. Sagði að samtökin þurfi að eiga varasjóð. Félagarnir verða að gera sér grein fyrir því að verið er að vinna i þeirra málum og það gerist ekki ókeypis. Vill að það verði hækkað í skrefum, vill láta hækka um 1000 kr. í ári þ.e. upp í krónur 2500 á skráðan félaga árið 2017. Else Möller benti á hvað það kostar fyrir hjón að koma á aðalfund LSE og finnst því hækkunin bara peanuts þar sem félagsgjöldin séu lág og leggur til að á næsta ári verði rætt um mun meiri hækkun. Edda Kr. Björnsdóttir getur tekið undir að félagsgjöldin séu mjög lág en jafnframt að það sé dýrt að fara á fundi LSE. Sagði hún þ.e. vera Akkilesarhæl greinarinnar að hún sé ekki tekin alvarlega sem búgrein m.a. að félögunum sjálfum og því sé erfitt að koma á hækkunum. Tekur því undir með Sigurbjörgu að það sé vel kynnt innan félaga í hvað félagsgjaldið fer en það er gífurleg vinna sem fer fram á vegum samtakanna. Einnig megi á það benda að hver jörð sé kannski í mörgum búgreinafélögum og það þurfi að taka tillit til þess. Björn Halldórsson lýsti hvernig aðalfundur loðdýrabænda færi fram til að sýna hvernig hægt væri að hafa þetta þ.e. hann er frá 10-13 á sama degi og engin nefndarstörf. Sagði hann miklu gáfulegra að borga meira til samtakanna og eyða minna í að fara á aðalfund. Hann er tilbúin að borga hærri félagsgjöld sem eru notuð í raunverulega hagsmunagæslu. Hrefna Jóhannesdóttir sagði marga góða punkta hafa komið fram. Sagðist vera á sínum fyrsta aðalfundi sem skógareigandi. Vill taka undir þetta með tímann sem fer í aðalfund en það skipti líka máli að koma saman. Sagði þurfa koma til smá nýliðun og til þess þarf t.d. að stytta fund og hafa hann vel undirbúin. 18 Halldór Sigurðsson steig í pontu og sagðist geta tekið undir margt sem sagt hefur verið. Tvö sjónarmið séu uppi: að hafa knappan fund og borga meira og láta stjórnina vinna mikið. Hitta að borga minna, hafa langan fund og kynnast þar með meira. Sagðist telja þeim tíma vel varið sem að nýttur er til að kynnast, slíkt þjappi fólki saman. Sagði hann aðrar búgreinar eins og kúabændur og sauðfjárbændur hafa langa fundi, svipaðan aðalfundi LSE. Sæmundur Þorvaldsson sagðist koma vestan af fjörðum og sagði flugfarið hafa kostað um kr. 70.000 og eingöngu einn stjórnarmaður hafi komið að vestan vegna kostnaðar þar sem hann þyrfti að greiða ferðakostnað sjálfan. Er svolítið sammála því að það þurfi að hækka félagsgjöldin. Jóhann Gísli leiðrétti það að stjórnarmenn þyrftu ekki greiða sinn ferðakostnað. Sagði margt ágætt hafa komið fram m.a. að menn tapi launum við að mæta á fundi sem standa þetta lengi. Sagði hann sem dæmi að hann sem formaður hefði eitt mánaðarvinnu fyrir samtökin fyrir kr. 160.000. Framkvæmdastjórinn sé ekki á háum launum heldur. Sagðist hann geta tekið undir það að félagsgjöldin þyrftu að vera hærri svo hægt sé að reka þau almennilega. Skógrækt stefni í að verða með stærstu atvinnugreinum landsins á næstu 15-20 árum og því komi að því að það þurfi að reka samtökin sem alvöru batterí. Nauðsynlegt verur að fá fólk til að vinna í teymisvinnu með Skógræktinni og því fólki þurfi að borga laun. Bjarki Jónsson vill taka undir með Hrefnu að það séu ný kynslóð að koma inn. Sagðist vera búin að fylgjast með í gegnum árin og finnst stjórnin standa sig vel. Sagði eins og Jóhann Gísli að skógrækt yrði stærsta búgrein í heimi innan tíðar. Styður hækkun gjalda og leggur til að gjaldið verði kr. 5000 pr. jörð en óbreytt á hvern skráðan félaga. Fundarstjóri ber upp breytingartillögu Bjarka. Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2017 verði kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember. Greinargerð: Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum. Um næstu áramót verður hætt innheimtu búnaðargjalds og til að koma til móts við þann tekjumissi sem LSE mun verða fyrir er lagt til að hækka árgjald á einstaklinga um kr. 500 á næsta ári.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 15 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 leggur til óbreytt stjórnalaun, formaður 160.000, gjaldkeri 95.000, aðrir stjórnarmenn kr. 84.000.“ Samþykkt samhljóða Lúðvíg Lárusson kom í pontu. Sýnist þurfa að auka laun við stjórn þar sem mikil vinna sé framundan, a.m.k. á næsta ári. 19 Tillaga nr. 7 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2017 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breyting Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun f. f. ári Félagsgjöld 882.000 1.110.000 1.495.000 1.944.000 1.944.000 2.000.000 3% Styrkir vegna Við skógareigendur 650.000 515.000 952.500 1.290.000 2.000.000 2.000.000 0% Búnaðargjald 470.799 501.815 421.011 420.710 513.000 -100% Kraftmeiri skógar 5.173.509 0 4.963.036 2.365.838 0 0 0% Aðrar tekjur Fram.l.sj. Styrkir 0 0 2.000.000 0 2.000.000 2.000.000 0% Vaxtatekjur 72.496 129.660 27.404 15.195 80.000 80.000 0% Verkefnasamningur við ríkið 3.400.000 3.000.000 3.500.000 6.900.000 2.300.000 15.000.000 552% Tekjur samtals 10.648.804 5.256.475 13.358.951 12.935.743 8.837.000 21.080.000 139% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 978.972 849.488 1.048.067 1.146.753 1.100.000 1.100.000 0% Stjórnar- og fundarkostnaður 1.043.842 1.058.488 472.000 645.904 800.000 800.000 0% Ráðstefnur og námskeið 29.000 0 72.223 31.500 150.000 100.000 -33% Sérfræðiþjónusta 645.274 0 0 43.251 50.000 2.500.000 0% Rekstur skrifstofu og laun 3.122.298 5.463.580 7.275.938 7.580.653 7.500.000 7.500.000 0% Kostnaður vegna Árs skóga 45.296 0 0 0 Blaðaútgáfa 887.124 961.308 599.403 1.060.313 1.300.000 1.500.000 15% Erlent samstarf 94.967 0 0 0 0% Heimasíða 535.634 448.995 0 160.979 170.000 170.000 0% Félagsgjald til BÍ 400.000 Kraftmeiri skógar / Ný verkefni 0 2.457.729 4.093.331 0 0 2.000.000 100% Annar kostnaður/styrkir til félaga 89.133 0 0 500.000 500.000 2.000.000 300 Vaxta- og bankakostnaður 13.223 50.365 154.867 167.056 170.000 170.000 0% Gjöld alls 7.484.763 11.289.953 13.715.829 11.336.409 11.740.000 18.240.000 22% Hagnaður ársins 3.164.041 -6.033.478 -356.878 1.599.334 -2.903.000 2.840.000 200% Handbært fé í árslok 7.549.867 1.796.352 651.188 2.250.522 -652.478 2.187.522 -1033% Samþykkt samhljóða Björn Halldórsson bendir á að LSE mun fá sjóðagjöld árið 2017 fyrir árið 2016 þannig að einhver skekkja er í áætluninni. Einnig var bent á að prósentudálkur væri ekki í lagi en það er vitað. Félagsmálanefnd -Formaður; Bergþóra Jónsdóttir Tillaga nr. 4 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 leggur til að næsti aðalfundur LSE sem haldinn verður 2017 á Vestfjörðum fari fram um miðjan október. 20 Greinargerð. Í gegnum tíðina hefur verið leitast við að finna „réttan“ fundartíma fyrir landsfund LSE. Þessi tillaga er þáttur í þeirri viðleitni. Um miðjan október er göngum og réttum lokið auk þess sem ferðamannatrafík sumarsins er farin að minka og gististaðir bjóða þar af leiðandi hagstæðari gistingu heldur en á annatímum.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 5 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 7. og 8. október 2016 beinir því til stjórnar LSE að taka það til skoðunar fyrir næsta aðalfund hvort heppilegt sé að aðalfundur LSE verði fulltrúaráðsfundur. Í tengslum við aðalfundinn eða valinn annar dagur þar sem málefni LSE verða rædd og haldinn fræðsluerindi sem væru opin fyrir alla félagsmenn og einnig árshátíð félagsins. Greinargerð. Með núverandi fyrirkomulagi skapast ójafnvægi í atkvæðagreiðslum vegna mismunandi aðsóknar á aðalfund eftir staðsetningu fundarins. Flestir koma á því svæði þar sem fundurinn er haldinn. Með fulltrúaráðsfundi þar sem aðildarfélögin kjósi sína fulltrúa á fundinn með málfrelsi og atkvæðarétt næst meira jafnvægi og skilvirkari vinna sem skilar sér sem betra leiðarljós fyrir stjórn LSE varðandi hagsmuni skógarbænda.“ Samþykkt með 28 atkvæðum gegn 12 Formaður fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði frá umræðum í nefndinni.Vangaveltur voru um hverju þetta myndi breyta fyrir hinn almenna félagsmann ef af þessari breytingu yrði. Einnig var rætt talsvert um það hvað ætti að gera til að hvetja fólk til að sækja aðalfund. Gerðu þá breytingu á tillögunni í meðförum að henni væri vísað til stjórnar LSE þar sem um það stóra breytingu væri að ræða að hún þarfnast almennrar umræðu félagmanna heima í héraði. Þorsteinn Pétursson sagði þetta hafa komið til umræðu áður. Sagði fólk óttast það að heimahérað geti ráðið fundinum og hann hafi óttast það í fyrstu en hann sé hættur að vera hræddur við það. Benti m.a. á að á þessum aðalfundi væru heimamenn ekki nema 10-15% fundarmanna. Félagslega gildið megi ekki gleymast þ.e. að hittast. Sagðist ekki vera mjög spenntur fyrir þessari breytingu. 10. Kosningar. Fundarstjóri fór yfir helstu reglur varðandi kosningar. Formannskjör: Formaður gefur kost á sér áfram og ekkert mótframboð kom fram en samkvæmt lögum eru allir í framboði og atkvæðagreiðsla fór fram. Talning atkvæða fór þannig: Jóhann Gísli 50 af 56 María Ingvadóttir 2 Hrefna Jóhannesdóttir 2 Auðir 2 Fjórir menn í stjórn: Fundarstjóri lýsti eftir tillögum um mótframboð engin mótframboð svo aðalmennirnir fjórir eru sjálfkjörnir. 21 Agnes Þórunn Guðbergsdóttir Hraundís Guðmundsdóttir María Ingvadóttir Sighvatur Jón Þórarinsson Fimm varamenn í stjórn Fundarstjóri lýsti eftir tillögum um mótframboð engin mótframboð svo varamennirnir fimm eru sjálfkjörnir. Sigríður Hjartar Björn Ármann Ólafsson Bergþóra Jónsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Jóhann Björn Arngrímsson Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Skoðunarmenn tilnefndir Jóhanna H. Sigurðardóttir og Anna Björgvinsdóttir. Gefa kost á sér áfram. Engin mótframboð. Lýst rétt kjörnar. Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga. Varaskoðunarmenn tilnefndir Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónsson. Gefa kost á sér áfram. Engin mótframboð. Lýst rétt kjörnir. 11. Önnur mál. Undir þessum lið voru niðurstöður hópavinnu um samstarf Skógræktarinnar og LSE kynntar en sú hópavinna fór fram á Málþingi sem haldið er til hliðar við aðalfund. Agnes Geirdal kynnti niðurstöður. Maríanna Jóhannsdóttir formaður Félags skógareigenda á Austurlandi fór yfir praktísk atriði varðandi þá dagskrá sem fram fer eftir að hefðbundnum aðalfundarstörfum lýkur. Bjartmar Freyr kom í pontu. Segir það hafa truflað sig svolítið varðandi aðalfundi að fá engin fundagögn í hendur fyrir fund. Spurning hvort hægt væri að fá þau í hendur. Einnig hvort hægt væri að gera lokaða Fésbókargrúbbu þar sem hinn almenni félagsmaður hefði vettvang til umræðu sem og þar gæti fræðsla farið fram. Spurði einnig hvort hægt væri að fá yfirlit á næsta fundi yfir hvernig afgreiddar tillögur þessa fundar eru unnar. Jóhann Gísli svaraði Bjartmari. Sagði hann m.a að fésbókargrúbba hefði komið til tals. Einnig hefði komið komið til tals að hafa aðgang á heimasíðu þar sem tillögur fyrir fund gætu verið aðgengilegar fyrir félagsmenn. Margar hugmyndir eru í gangi meðfram því að vera að uppfæra heimasíðuna. Margrét Guðmundsdóttir steig í pontu. Var ánægð með hækkun á gjöldum og leggur til að gerð verði breyting á fjárhagáætlun. Leggur til að gjaldkeri geri nýja fjárhagsáætlun og þar verði gert ráð fyrir að formaður fái greidda dagpeninga vegna ferða á fundi. Leggur til að byrjað verði á fésbókarsíðu í stað aðgangi á heimasíðu því það séu allir á Facebook. 22 Þröstur Eysteinsson sagði að það væri til fésbókarsíða sem heitir skógareigendur og því óþarfi að stofna nýja. Benti skógarbændum á að fara inn á þessa síðu. Einnig er til lokuð síða sem heitir skógarmál. Bjartmar Freyr býður fram aðstoð sína varðandi tæknimál t.d. varðandi heimasíðu en hann leggur áherslu á að fá síðu sem er aðeins fyrir félaga. María Ingvadóttir varðandi tillögu Margrétar. Sagði það hafa komið áður fram að stjórnin ætlar að taka fram hvernig fólki er umbunað fyrir vinnu fyrir samtökin. Leggur til að tillaga Margrétar verði vísað í þessa vinnu þ.e. til stjórnar til nánari skoðunar. Sæmundur Þorvaldsson minnir á að nú séu 17 árum starfsárum lokið þegar Skjólskógar eru að renna inn í Skógræktina en hann er fyrrum eða fráfarandi framkvæmdastjóri þess verkefnis. Var hann með vangaveltur varðandi af hverju farið var í sameiningu og hvernig hefði lánast en sýnist það allt vera í góðum farvegi. Skoðaði aðkomu skógarbænda að hinni nýju stofnun sem hann sagði jafnvel bjóða upp á meiri þjónustu og þekkingu. Sagði það heilmikinn ábata og það verði áhugavert að sjá hvernig fyrirkomulagið verði eftir önnur 17 ár. Edda Kr. Björnsdóttir tekur undir að þessum tíma er lokið þ.e. landshlutaverkefnin í skógrækt. Var stofnun þeirra nauðsynleg á sínum tíma eins og Sæmundur velti fram. Þegar verkefnið fór af stað á Héraði þá stóðu bændur frammi fyrir miklum erfiðleikum í búskap. Segir hún stofnun verkefnanna hafa verið farsæla og jákvæða. Segir Skógrækt ríkisins hafa verið svolítið „gamallega“ ríkisstofnun en trúir því með sameiningu að þetta muni ganga betur og það sé jákvætt að öll dýrin í skóginum verði saman og Mikki hvergi sjáanlegur. Undir þessum lið flutti Björn Bj. Jónsson erindið: Yfirlit af ársfundi norrænu skógareigendasamtakanna NSF. Ársfundur NSF fór fram í Lappeenranta í Finnlandi í september sl. og sótti Björn þann fund sem fulltrúi Íslands. NSF stendur fyrir samtök skógareigenda á Norðurlöndum og þar er átt við Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð því Ísland á ekki aðild að samtökunum. Þema fundarins í ár var skógur og loftslag. Fór hann yfir skipulag samtakanna og hvernig þau fylgjast með stefnu og þróun skógræktar í Evrópu með því að vera með skrifstofu í Brussel og tengingu inn í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sagði Björn að samtökin væri með puttann á púlsinum í Brussel og leggi alveg sérstaka áherslu á loftslagsbreytingar og hlutverki skógræktar í þeim málaflokki. NSF fær vikulega skýrslu frá starfsmanni sínum í Brussel. Sagði Björn að umræðan væri sú að skógrækt væri einn af stærstu möguleikum í bindingu kolefnis. Á fundinum hafi m.a. komið fram að draga þurfi úr losun CO2 um 40% til ársins 2030 og að skógareigendur muni vinna þétt með stjórnvöldum til að ná megi því marki. Jafnframt var lögð mikil áhersla á að hver og ein samtök skógareigenda verði að marka sér skýra stefnu í þessum málum til að ná árangri. Vangaveltur Björns eftir setu á fundinum: Halda málþing (samtal) um framtíðarhlutverk skógareigenda sem og framtíðarhlutverk félagskerfi þeirra, markaðssetja okkur betur, framkvæma tæknibyltingu hjá skógareigendum, taka afurða-og úrvinnslumálin föstum tökum, taka umræðu um aukið samstarf við aðrar þjóðir – er það tímabært?, nauðsynlegt fyrir skógareigendur að standa þétt saman til að ná árangri, þétta raðirnar með því að taka inn fleiri t.d. litlu skógareigendurna með 2 ha skóg án samninga. Aðalsteinn Sigurgeirsson vill brýna fundarmenn varðandi umræður um kolefnisbindingu í framhaldi af erindi Björns. Það þurfi að ræða kolefnisbindingu meira út á við, ekki nóg að umræðan fari bara 23 fram á meðal skógarfólks og það sé ekki rætt nóg um skógrækt sem raunhafa framkvæmd kolefnisbindingar. Fór yfir það að helsta aðferðin í umræðunni væri að moka ofan í skurði en skógrækt væri ekki almennilega í umræðunni lengur. Þarf að ná saman um niðurstöðu og koma henni út í almenna umræðu. Sigurbjörg Snorradóttir vill benda á að flestir fundarmenn búa á landsbyggðinni og hafi séð hvað verður um skurði sem ekki eru hirtir. Þetta að moka ofan í skurði sé fjarstæða því náttúran sér sjálf um að ganga frá skurðum sem ekki er hirt um. Segir nauðsynlegt að fá úr því skorið hver á kolefnisbindinguna. Sighvatur Jón Þórarinsson steig í pontu og bauð fólk velkomið til fundar vestur að ári fyrir hönd vestfirskra skógarbænda. Þakkar fyrir góðan fund. Fundarstjóri þakkaði góðan fund. 12. Aðalfundi slitið. Formaður, Jóhann Gísli Jóhannsson, steig í pontu og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann fékk í formannskjöri. Þakkaði líka eindreginn stuðning við stjórnina alla. Sagði stuðninginn mikils virði því stjórnin er verkfæri skógarbænda til að koma hlutunum áfram. Þakkar fundarstjóra, fundarritum og starfsfólki sem og starfsmönnum Skógræktarinnar sem kom að fundinum. Þakkaði einnig Birni Jónssyni fyrir setu á NSF fundinum. Að svo sögðu sleit formaður fundi og óskaði fundarmönnum góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Freyja Gunnarsdóttir Arnar Sigbjörnsson (sign) (sign)

bottom of page