top of page

Stjórnarfundir LSE 2016

104 stjórnarfundur LSE (símafundur) haldinn 26. janúar 2016.

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E. Ingvadóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Formaður bauð fundargesti velkomna og tekk svo til dagskrár

  1. Frá síðast

  2. Fundur með ráðherra SIJ og BÍ 11 nóvember. Farið yfir fund sem formaður og framkvæmdastjóri LSE áttu með Sigurði Inga Jóhannssyni og aðstoðarmanni hans og fundar með formanni Bændasamtaka Íslands. Rætt var um nýja búnaðarlagasamninga möguleikann á að gerður verði búnaðarlagasamningu við LSE til tíu ára. Verið er að vinna að gerð saminganna og er stefnt að því að kalla öll aðildarfélögin til fundar með samninganefnd BÍ. Mikilvægt er að mynna á LSE og gæta þess að við höldumst inn í ferlinu.

  3. Fjárhagur LSE Hrönn fór yfir fjárhagsstöðu LSE og þeim möguleikum um fjármagn fyrir árið 2016. Sótt var um styrki af rekstrarliðum ráðuneytanna og til Framleiðnisjóðs, vonast er eftir jákvæðri afgreiðslu þessara styrkumsókna. Auk þess sem verið er að skoða fleyri möguleika.

  4. Tímavélin hans Jóns: Formaður og framkvædastjóra var boðið á ráðstefnu sem haldin var í tilefni 70 ára afmælis Jóns Loftssonar og þess að hann var að láta af störfum sem skógræktarstjóri nú um áramótin. Ráðstefnan var mjög fróðleg og skemmtileg og nálgast má erindin sem flutt voru á vef skógræktarinnar. Jóni voru færð tvö tré og góða kveðjur frá skógarbændum í lokahófi sem boðað var til.

  5. Fundur með ráðherra umhverfismála Sigrúnu Magnúsdóttir og Líneyk Önnu Sævarsdóttir þingmanns: Formaður og framkvæmdastjóri LSE fóru á fund með SM og LÖS þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu LSE og möguleika til fjármögnunar. Einnig var farið yrir stöðu verkefna sem LSE er að vinna að og hugmyndum að nýju verkefni, sem felur í sér að hvetja bændur að kolefnisjafna búskap sinn. Fyrir fund með ráðherra hittum við framkvæmdastjóra sauðfjárbænda og viðruðum hugmyndina við hann sem tók vel í hana. Það sem þarf að gera er að skoða hvað meðalbú er að losa af koltvíseringi út í andrúmsloftið og hvað þarf til að slíkt bú kolefnisjafni sig. Rætt hefur verið við Brynhildi Bjarnadóttir Lektor til HA um aðkomu að verkefninu. Verið er að skoða mögulegt samstarf LSE, LS og UAR um þetta verkefni. Töluverðar umræður sköpuðust um að allir þurfi að leggja sitt að mörkum í loftlagsmálum og skapa jákvæða ímynd. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu og leggja fyrir næsta stjórnarfund. Í framhldi upplýsiti María að Landsbánki Íslands ætlaði að boða til fundar um loftlagsmál, ábyrgð og væntanlega kaupendur kolefnisjöfnunar. Fulltrúar LSE óska eftir sækja þann fund og ætlar María að áframsenda fundarboð á stjórnarmenn.

  6. Fundur með nýjum skógræktarstjóra: Fulltrúar LSE áttu fund með nýjum skógræktarstjóra Þresti Eysteinssyni. Hann upplýsti að búið er að skipa starfshóp sem á að móta starfið og vinn að sameiningunni. Þröstur sagði að ferlið yrið opið og sent yrði reglulega út fréttir að ferlinu og skógarbændur fengju að fylgjast með. Fulltrúa LSE verður boðaður á fund þegar málefni skógarbænda eru í umræðunni. Einnig sagði Þröstur það koma til greina að vera í samvinnu við LSE um að ræða sameiningu á bændafundum. Rætt var um heimasíðuna www.skogarbondi.is sem er samstarfsverkefni LSE og LHV. LSE þarf að taka síðuna yfir Þegar sameiningin er gengin í gegn og skoða þarf hvort hægt sé að einfalda hana og gera hagkvæmari í rekstri. Mikilvægt er að skógarbændur haldi sinni síðu og hún þarf að vera lifandi. Hugmynd að fá skógarbónda til að taka að sér umsjón síðunnar og uppfæra hana reglulega. Rætt var um möguleika þess að búa til stutt myndskeið með fræðsluefni s.s gróðursetningu, jarðvinnslu og fl. og setja á heimasíðu Skógræktarinnar og LSE og mögulegu samvinnuverkefni um fjármögnun verkefnisins. Nýr skógræktarstjóri er að þrýtsa á aukið fjármagn til skógræktar og við þurfum að halda okkur við efnið á þeim málum líka. Komið var inn á útgáfu blaðs LSE Við skógareigendur. Erfitt hefur verið að fá auglýsingar í blaðið svo það standi undir prent og dreifingarkostnaði. Viðruð var sú hugmynd að Skógræktin styrkti útgáfu blaðsins og fengi ákveðið margar síður til að birta fréttir t.d af sameiningunni til að byrja með og greinaskrif og svo væri mögulegt að gera langtíma samning eftir sameiningu um skrif í blaðið og kostnaðarþátttöku. Einnig kom til umræðu hvort borgaði sig að stækka upplag blaðsins og dreifa því á öll lögbýli. Framkvæmdastjóra falið að kynna stjórn LSE og Skógræktinni tilboð sem fengist hefur vegna prentun blaðsins og dreifing. Rætt ar um jólatrjáaræktun og rætt var um hvaða leiðir væru færar í þeim málum. Best væri að fáir góðir aðilar færu í markvissa jólatrjáarækt en ekki hver sem er.

  7. Við skógareigendur: Síðasta ritnefnd sem var á Norðurlandi skilað af sér síðasta blaði í nóvember 2015. Félag skógarbænda á Vestfjörðum skipar næstu ritnefnd og er formaður félagis hvattur til að skipa sem fyrst í nefndina og láta framkvæmdstjóra vita. Auk ritnefndar félagsins sitja framkvæmdastjóri LSE og Björgvin Eggertsson frá LBHÍ í nefndinni. Ef hugmyndin um samstarf skógræktarinna nær fram að ganga kemur ein fulltrúi þaðan.

  8. Kynning á stöðu verkenfisins um afurðastöð á Austurlandi Jóhann fór yfir verkenfið og hvatti félögin að skoða nýútkoma skýrslu um afurðarstöð á Austurlandi og nýta það sem hægt er að nota úr henni í vinnu um afurðastöð á sínum svæðum.

  9. Búnaðarþing verður 28 febrúar – 2 mars Jóhann Gísli er fulltrúi LSE. LSE stefnir að því að senda inn tillögu um kolefnisjöfnu búa. Framkvæmdastjóra falið að móta tillöguna og senda á stjórn.

  10. Bréf sem hafa borist:

  11. Bréf barst frá LHV um óska LHV um samráð um breytingar á töxtum að a kostnaðarviðmiðum verkefnanna. Lagt er til að hækkun taxta vegna 2016 verði í takt við breytingu á lauanvísitölu mars 2015-mars-2016. Samþykkt var að leggja bréfið fyrir formannafund sem haldinn verður í febrúar. Afgreiðsla bréfsins frestast fram yfir þann fund.

  12. Bréf frá LHV er varðar sameiginlegan rekstur heimasíðunnar www.skogarbondi.is falli niður Þar sem liggur fyrir að landshlutaverkefnin verið hluta af nýrri stofnun sem tekur til starfa 1. Júlí 2016. Stjórn LSE samþykir að fela framkvæmdastjóra að skoða hagræðingu í rekstri síðunnar og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

  13. Fagráðstefna skógargeirans: Fagráðstefna skógargerians verður haldin á Patreksfirði 16 og 17 mars næstkomandi. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir og er framkvæmdastjóra falið að senda á stjórn LSE dagskrá á kostnaðarupplýsinga um leið og þær berast.

  14. Aðalfundur LSE 2016: Verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum daga 7-9 október næstkomandi. Framkvæmdastjóra falið að setja inn á himasíðuna tilkynningu um fundinn og hvetja sk´goarbændur að taka dagana frá.

  15. Önnur mál. LSE hefur boðað árlega til formannafundar og stefnt er að næsti fundur verði 12. febrúar í reykjavík. Framkvæmdastjóra falið að senda út fundarboð og kanna hvort dagsetningin henti.

Ekki fleyra gert og fundi slitið.

 

105 stjórnarfundur LSE föstudaginn 12. febrúar 2016 kl. 10:30

ásamt formönnum aðildarfélaganna haldinn í Öskju sal á 2 hæð Hótel Sögu

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E Ingvadóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Gestir fundarins eru Þórarinn Svavarsson, Maríanna Jóhannsdóttir og Sigurlína Jóhannesdóttir.

Formaður bauð fundarmenn og gesti velkomna á fundinn og gekk svo til dagskrár.

Dagskrá:

  • Staða LSE: Skýrsla formanns og framkvæmdastjóra.

  • Rekstur LSE. Farið var yfir fjárhagsstöðu LSE fyrir árið 2015 og 2016. Verið er að klára að bóka síðasta ár og ætlar María að senda niðurstöður á stjórn og formenn félagana um leið og hægt er. Enn er eftir að fá síðasta hluta styrkjar úr FL. Búið er að senda inn greinagerð sem fer fyrir fund FL til samþykkis. Fjárhagsstaða LSE fyrir árið 2016 er frekar ótrygg ef ekki næst að klára fjármögnun. LSE er í samningaviðræðum við ANR og BÍ um að gerður verði sérstakur búnaðarlagasamningur um félagskerfi LSE til tíu ára, sem tryggir reksturinn til næstu framtíðar. Málið er í ferli.

  • Skrifstofuhúsnæði. Verið að skoða hvort hagkvæmara sé að vera með skrifstofuaðstöðu í Bændahöllinni. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið frekar.

  • Verkefni LSE. Áfram verður haldið með verkefnið úrvinnsla skógarafurða og stofnun afurðastöðva í öllum landshlutum. Í skýrslu um afurðarstöð á Austurlandi var bent á framleiðslu girðingastaura sem einn möguleika á úrvinnslu úr skógarafurðum. LSE sótti um styrk í FL út á verkefnið „þróun og framleiðslu girðingastaura úr íslensku hráefni sem standast samkeppni við innflutta staura“ í samstarfi við FSA. Jólatrjáaverkefnið er áfram í vinnslu en verið er að skoða möguleika á útvíkkun á því verkefni. Kolefnisbinding og kolefnisjöfnun er verkefni sem LSE er að vinna að.

  • Við skógareigendur. Formaður fór yfir útgáfu blaðsins. Það er gefið út í 1500 eintökum, en sökum þess hvað upplagið er lítið gengur erfiðlega að safna auglýsingum. Rætt var um að stækka upplagið og senda á öll lögbýli. Töluverð umræða skapaðist um útgáfu blaðsins og rætt um hvort blaðið ætti að vera rafrænt. Ákveðið var að gefa blaðið út í óbreyttu formi en skoða nánar kosti þess að stækka upplag blaðsins. LSE hefur fengið vilyrði fyrir því að SR styrki útgáfu blaðsins og birti fréttir af sameiningu SR og LHV auk þess að skrifa greinar í blaðið. Félag skógarbænda á Vestfjörðum er að taka við ritstjórn blaðsins og verður ritnefnd tilkynnt á næstu dögum og mun skoða málið nánar.

  • Sameining SR og LHV – LSE fékk fund með nýskipuðum skógræktarstjóra þar sem farið var yfir ferli sameiningarinnar. Skipaður var stýrihópur með fulltrúum SR og framkvæmdastjórum LHV. Einnig er búið að skipa þrjá starfshópa sem fjalla um hin ýmsu mál er varða nýja stofnun. Greinagerð um framtíð jólatrjáaræktar fór til umræðu í einn hópinn. LSE fær að fylgjast með þegar kemur að málefnum skógarbænda. Skógræktarstjóri er tilbúin að koma á félagsfundi og kynna málið fyrir skógarbændum. Töluverð umræða skapaðist um sameininguna spurt um stöðu skógræktarsamninga við skógarbændur og endurnýjun þeirra við sameininguna. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

  • Bandormurinn: LSE fékk send frá UAR drög að Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar (sameining stofnana). Framkvæmdastjóra falið að senda á formenn aðildarfélaganna.

  • Búnaðarþing verður sett 28. febrúar. LSE sendi inn tillögu um kolefnisjöfnun búskapar. LSE ætlar að fara í samstarf við Brynhildi Bjarnadóttir Lektor HA við að skoða hvað meðalbú losar mikið og hvað þarf að gróðursetja mikið til að kolefnisjafna búskapinn. Safnað verður saman upplýsingum um losunarþætti vegna búskapar. LSE hefur átt samtal við framkvæmdastjóra sauðfjárbænda um jákvæða ímynd búskapar með kolefnisjöfnun og beitarskóg. Miklar umræður sköpuðust um málefnið.

  • Verkefni um afurðarstöð – Rætt var um stöðu verkefnisins á austurlandi. Formaður nefndi að mikilvægt væri að vinna að málinu áfram og nýta skýrsluna. Rætt um það að vinna með hagsmunaaðilum að ráðningu starfsmanns sem sinnti í 50 % starfi úrvinnslu og afurðarmálum fyrir skógarbændur. FSA vill halda áfram með verkefnið og rímar þessi hugmynd við hugmyndir skógarbænda á Austurlandi. Samþykkt var að skoða þetta nánar með FSA og SR og finna fjármagn til verkefnisins. Einstaka skógarbændur eiga vélar til úrvinnslu en almennt eru skógarbændur ekki komnir á þann stað að standa einir undir úrvinnslu og afurðarsölu. Mikilvægt að vera í góðu samstarfi við Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögin, sem eru komin lengra í úrvinnslu, þróa vörur og aðferðir og læra og vera tilbúin þegar skógar skógarbænda vaxa upp.

  • Skýrsla formanna aðildarfélaganna:

  • FSS: Starfið hefur verið frekar rólegt frá síðasta formannafundi. Vegna veðurfars og fjarlægðar á milli stjórnarmanna, hefur verið gripið til símafunda, þegar þannig hefur staðið á. Aðalfundur var haldinn að Gunnarsholti þann 30. maí. Eftir fundinn var haldið í Tumastaði, þar sem snæddur var hádegisverður, en síðan farið í skoðunarferð um skóginn, undir leiðsögn Halls Björgvinssonar. Jónsmessugangan 24. júní, var að þessu sinni um Skógarhlíð, skóglendi Hannesar Lentz og Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur. Eftir áhugaverða skoðunarferð var grillað og borðað saman og málin rædd af innlifun skógarbóndans. Áfram er unnið að stofnun afurðarfélags. Á síðustu tveimur árum, hafa nokkrir framleiðendur skógarafurða komið á félagsfundi til að vekja áhuga og glæða hugmyndir með skógarbændum.

Kurlari var keyptur síðastliðið haust. Hugmyndin var að hann færi á milli staða til að kurla. Þróa þarf betur það verkferli. Hann hefur verið notaður hjá Feng í Hveragerði, en einnig var hann lánaður um tíma til Grundartanga.

  • FSV. Stóru hlutu starfs félagins snérist um aðalfund LSE sem haldinn var í Stykkishólmi og var á ábyrgð FSV. Málþing um fjölbreyttar nytjar úr skógum var haldið í tengslum við aðalfundinn og félagið skipulagði skógargöngu um Grensás þar sem kynning á fyrirtækinu Rootopia og VLS og Jötunn vélar buðu upp á veitingar. Punkturinn yfir iið var svo árshátíð skógarbænda sem tókst með ágætum.

Umsókn í uppbyggingarsjóð vesturlands vegna styrks til að fara í viðarmagnsúttekt á skógum skógarbænda á Vesturlandi var sendi inn í vor en var hafnað. Leggja á fram nýja umsókn á næstu dögum. Félagið stóð fyrir námskeiði, tálga í ferskan við. Leiðbeinandi var Trausti Tryggvason. Þann 23. júní var farið í skógargöngu í Dalabyggð. Skógarbændur á Vestfjörðum komu í heimsókn á Vesturland í ágúst og tóku skógarbændur víða á Vesturlandi vel á móti þeim og sýndu skógrækt sína og miðluðu af reynslu sinni.

  • FSVestfj: Haldinn var stjórnarfundur í apríl og var það eini formlegi fundurinn sem haldinn var fyrir aðalfund en aðallega notast við net og símasamband en fjarlægð á milli stjórnarmanna hefur þar veruleg áhrif á. Aðalfundur félagsins var haldinn 20 júní á Sauðfjársetrinu Sævangi. Síðan þá hefur verið haldinn einn formlegur stjórnarfundur og svo netfundir. Stjórnin mætti á kynningarfund um sameiningu skógargeirans og kynnti svo í framhaldi þá vinnu sem er í gangi fyrir félagsmönnum sínum á einum fundi og í tölvupósti. Í ágúst fór fimmtán manna hópur í kynnisferð til starfsbræðra og systra á Vesturlandi. Ritari félagsins stofnaði hóp á fésbókinni fyrir félagið þar sem nálgast má smá upplýsingar um starfsemi félagsins og önnur málefni tengd skógræktinni.

  • FSA: Haldnir nokkrir formlegir og óformlegir stjórnarfundir á árinu, auk þess sem fundað var með einum þingmanni kjördæmisins vegna fyrirhugaðrar sameiningar SR og LHV. Tveir almennir félagsfundir þar sem rætt var um sameininguna og skýrslu um Afurðarstöð viðarafurða á Austurlandi. Helstu verkefni félagsins voru aðkoma að: jólamarkaði í Barra, undirbúningi og framkvæmd, Skógardeginum mikla í Hallormsstað, gengið var samningi um kaup og rekstur kurlar í samstarfi við SR og fleiri auk þess sem unnið við að gerð skýrslu um Afurðarmiðstöð viðarafurða á Austurlandi.

Framundan eru svipuð verkefni; undurbúningur er hafinn að Barramarkaðnum sem verður í des ´16, Skógardeginum, sem verður haldinn 25. júní, áframhaldandi vinna verður í framhaldi af skýrslu um Afurðamiðstöð viðarafurða, vinna með Listaháskólanum að verkefninu „Umbreyting – efnisrannsókn í skógi“ að ógleymdum aðalfundi LSE sem verður í okkar höndum 7.-9. október í haust.

  • FSN: Aðalfundur félagsins var í júní 2015. Fundurinn var haldinn í tengslum við Skógardag Norðlendinga sem haldinn var í samvinnu FSN, NLS og SR. Haldnir hafa verið tveir stjórnarfundir. Félagið á eingin tæki og er ekki með neinn rekstur eftir að kurlarinn í eigu félagsins var seldur. Aðalfundur 2016 verður haldinn 24. febrúar næstkomandi og gestur fundarins verður Þröstur Eysteinsson nýráðinn skógræktarstjóri sem ætlar að kynna sameiningarferli SR og LHV. Þrjár félagskonur úr FSN voru í ritnefnd Við skógareigendur. Nú í nóvember kom út fjórða og síðasta blað undir þeirra stjórn.

  • Jóhann nefndi að formaður og framkvæmdastjóri hafa reynt að mæta á aðalfundi aðildarfélaganna. Á fundi með Þresti var einmitt rætt um upplýsingamiðlun til skógarbænda og nefndi Þröstur möguleikann að hann kynnti stöðuna á fundum með skógarbændum. Mikilvægt er að skógarbændur séu vel upplýstir um gang mála.

  • Taxtar vegna framkvæmda 2016: Lagt fram bréf frá LHV með ósk um samráð við LSE um breytingu á töxtum verkefnanna. Lagt er til að hækkun taxta vegna framkvæmda fyrir árið 2016 taki mið af breytingum á launavísitölu mars 2015 til mars 2016. Óskað var eftir áliti stjórnar LSE sem fyrst. Stjórn LSE samþykkir kostnaðarviðmið vegna framkvæmda fyrir árið 2016. En óska eftir að fá að koma að gerð allra taxta í framtíðinni sem lúta að skógrækt á lögbýlum.

  • Heimasíðan www.skogarbondi.is: Bréf barst frá framkvæmdastjórum LHV um að við fyrirhugaða sameiningu LHV og SR muni samvinna um rekstur og umsjón heimasíðunnar www.skogarbondi.is falli niður. Rætt var um framtíð síðunnar og mikilvægi þess að síðan sé vel lifandi og skilvirk. Skoða þarf að einfalda hana og gera hana aðgengilegri og passi í snjallsíma. Virkja þarf félögin til að senda inn skemmtilegt efni. Skoða það að skógarbændur fái tölvupóst þegar ný frétt kemur inn á síðuna. Setja fræðsluefni, stutt myndskeið á heimasíðuna. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

  • Aðalfundur LSE verður í Valaskjálf 7. og 8. október.

  • Þema fundarins verður úrvinnsla og skógarafurðir. Málþing haldið í tenglum við aðalfundinn.

  • Aðrar nytjar, fá erindi frá Lilju og Agnes sem eru í Evrópuverkefni um aðrar nytjar úr skógum.

  • Sýna allar afurðir skógarins. Ýmsir sýningaraðilar.

  • Erindi um viðarmagnsúttekt

  • Kynningu á afurðarstöð

  • Skógarganga, í skoðun

  • Verið að safna styrkjum

  • Félögin hvött til að koma með hugmyndir

  • Ársfundur jólatrjáaræktenda

  • Önnur mál

  • Rætt um að LSE kaupi leiðréttingapúka –framkvæmdastjóra falið að skoða málið.

  • Verðmat skógarjarða – mikilvægt að skógurinn sé rétt metinn og fasteignasalar séu rétt upplýstir um verðmæti skógarins. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið frekar og upplýsa stjórn.

  • Slóðagerð og utanvegaakstur, undaþáguákvæði í lögum um náttúruvernd þurfi að skýra og tryggja að bændur eigi ekki yfir höfði sér málsókn vegna umhirðu skóga sinna. Framkvæmdastjóra falið að skoða greinina í náttúrverndarlögunum og senda á stjórn og formenn og fá túlkun ráðuneytisins.

Ekki fleira gert og fundi slitið 14,50.

 

106 stjórnarfundur LSE haldinn mánudaginn 25. apríl 2016.

Símanúmar: 7557755/2233344

  1. Fjárhagur LSE og staðan um áramótin: Lagt var fram til kynningar uppgjör vegna ársins 2015 og væntanlegar tekjur fyrir árið 2016. Staðan er ekki góða en skoða þarf möguleika á að auka tekjur til að loka ári 2016. Stjórn LSE er falið að fara betur yfir gögnin og koma ábendingar um úrbætur. Framkvæmdastjóra og gjaldkera er falið að móta tillögur og leggja fyrir næsta fund.

  2. Kolefnismál: LSE lagði fram tillögu um kolefnisjöfnun búskapar á síðasta búnaðarþingi. Tillagan féll í góðan jarðveg. Í framhaldi sótti LSE eftir fundi með fulltrúum UAR og BÍ til að ræða málið frekar. Niðurstaða þeirra fundar var að gengið var frá samkomulagi á milli UAR og BÍ um loftlagsvænni landbúnað. Markmið samkomulagsins er að vinna að gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði, setja aukinn kraft í aðgerðir sem leiða til minni losunar og aukinnar kolefnisbindingar með t.d aukinni skógrækt. Skipuð hefur verður verkefnastjórn, sem mun hafa umsjón með verkefninu. Verkefnastjórn er skipuð tveimur fulltrúum BÍ, framkvæmdastjóra BÍ og fulltrúa frá LSE, einum frá ANR, tveimur frá UAR auk aðstoðarmanni Umhverfis og auðlindaráðherra. Stjórn LSE telur mjög jákvætt að hafa fulltrúa í verkefnastjórninni og felur framkvæmdastjóra að skipa sæti LSE og senda stjórn reglulega greinagerð um gang mála.

  3. Styrkur til FsV: Stjórn Félags skógarbænda á Vesturlandi sendi LSE bréf í apríl 2015 varðandi ósk um samstarf og styrk vegna verkefnisins „viðarmagnsúttekt á Vesturlandi sem er forsenda ákvörðunar um afurðarmiðstöð á Vesturlandi. Erindið fór fyrir stjórnarfund í framhaldi og var samþykkt. Ekki kom til greiðslu styrkjarins, því verkefnið fór ekki af stað 2015 vegna höfnunar á öðrum styrkjum. Nú 2016 var sett inn ný umsókn í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og fékkst jákvæð svörun. Gengið hefur verið frá formlegri umsókn um styrkinn til FsV. Verkefnið snýst um að reikna út viðarmagn í ræktuðum skógum á Vesturlandi og hugmyndin er að ráða til þess mastersnema í samstarfi við LBHÍ. Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá greiðslu til FsV. Skipaður hefur verið starfshópur og er Hraundís Guðmundsdóttir fulltrúi LSE í starfshópnum.

  4. Við skógareigendur: Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu blaðsins. Búið er að skipa nýja ritnefnd en Félag skógarbænda á Vestfjörðum sér um blaðið næstu tvö árin. Þrjá konur skipa ritnefndina þær Lilja Magnúsdóttir, Helga Dóra Kristjánsdóttir og Oddný Bergsdóttir auk framkvæmdastjóra LSE og Björgvin Eggertssyni frá LBHÍ. Blaðið verður í stærra upplagi en venjulega en ákveðið er að dreifa því á öll lögbýli.Skógræktin mun koma sterkar að útgáfu blaðsins með fjármagn og greinum m.a. með kynningu á sameiningu SR og LHV og ýmsum fréttum úr skógargeiranum. Verið er að safna greinum og auglýsingum og er stefnt á að blaðið komi út í lok maí eða júníbyrjun.

  1. Aðalfundur LSE: Formaður sagði frá fundi sem hann var boðaður á með með stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi þar sem farið var yfir ákvarðanir vegna aðalfundar LSE. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 7-9. október 2016. Málþing verður haldið í tengslum við fundinn og þemað verður úrvinnsla skógarafurða. Fljótlega verður send út auglýsing og praktískar upplýsingar varðandi kostnað og skráningu. Stjórn LSE ræddi um hvort hluti málþingsins ætti að fjalla um hlutverk LSE og skógarbænda í nýju umhverfi skógræktar og bjóða upp á umræðuhópa til að ræða málið og leggja fyrir aðalfund LSE. Mikilvægt er að LSE og aðildarfélögin hafi sterka sýn á hlutverki sýnu og gangi samstíga og í sömu átt í þau verkefni sem framundan eru.

  1. Næsti fundur: Stefnt er á að næsti fundur verið haldinn í Rvík 8. júní og var framkvæmdastjóra falið að panta sal og flug fyrir stjórnarmenn.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 21,40

 

107. stjórnarfundur LSE.

Haldinn í Bændahöllinni 8. júní 2016 kl. 10,00

Dagskrá:

  1. Fjárhagur LSE

  2. Aðgerðir vegna fjárhagsstöðu LSE 2016

Lögð fram greining á rekstri Lse seinnihluta árs 2016Framkvæmdastjóra falið að fara betur yfir fjárhagsstöðuna og leggja fyrirsímafundi þann 15 júní. Rætt um að gott væri að leggja fram fjárhagsgreiningu í byrjun árs og svo aftur fyrir seinni hluta ársins til að upplýsa stjórn reglulega.

Tilboð í breytingu á heimasíðu og hýsingu. Framkvæmdastjóri lagði fram tvö tilboð í rekstur heimasíðuwww.skogarbondi.is. Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.

Tilboð í bókhald: Gjaldkeri sendir yfirlit yfir kostnað vegna bókhalds það sem af er ári 2016 og í framhaldi leita eftir tilboði í bókhaldi miðað við umfang og bera saman við núverandi kostnað.

  1. Starfsmannahald

Ráðningasamningur við framkvæmdastjóra er runnin út. Lagt til aðsamningurinn verði framlengdur til áramóta 2016-2017 ef fjárhagsstaða leifir. Ráðningasamningur frá 2013 lagður fram auk formi um ráðningarsamning frá BÍ til kynningar. Málinu frestað til næsta fundar.

Greiðslur vegna setu á búnaðarþingi 2016. Breytingar á greiðslum til fulltrúa á Búnaðarþing. Samkvæmt 2. mgr. 10. grgreiða aðildarfélög laun sinna fulltrúa á Búnaðarþingi. Annan þingfarakostnað greiða Bændasamtök Íslands.

Stjórn LSE samþykir að greiða Búnaðarþingsfulltrúa dagpeninga meðan á þinginu stendur.

  1. Búnaðarlagasamningur. Landssamtök skógareigenda eru í fyrsta skipti inn í rammasamningi um almenn skilyrði landbúnaðarins og framlög sem ekki falla undir samninga um skilyrði garðyrkju, nautgripa og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.

Samkvæmt 12 gr. samningsins um Skógarafurðir, ráðstafar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra framlögum til 10 ára sem ætlað erLSE til átaksverkefna skógarbænda með það að markmiði að efla áframvinnslu hráefnis og efla arðsemi skógræktar.

Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við Skógræktina um möguleika á ráðningu á sameiginlegum starfsmanni sem ynniað úrvinnslumálum.

  1. Sameining skógræktar og LHV

  2. Ný stofnun orðin að veruleika.

Vinna við undirbúning sameiningarog skipurit nýrrar stofnunar verður kynntumhverfis- og auðlindaráðherra í vikunni.Fjármál LHVverðaóbreytt út árið þannig að skógarbændur finna engar breytingar á uppgjöri eða þjónustu og svo er stefn að því að bæta þjónustu við skógarbændur í kjölfarið.

  1. Hlutverk LSE í nýju umhverfi

Mikil umræða hefur verið um hlutverk LSE og félög skógarbænda í nýju umhverfi skógræktar.. Send verði áskorun á Skógræktina um að samstarf og samráð við LSE og aðildarfélögin í hverjum landshluta verði tryggt í lögum um skógrækt.

Lagt fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um skóga og skógrækt sem kynnt var fyrir fagráði skógræktar á síðasta fundi fagráðs. Skoða þarf hvernig hægt verið að tryggja samstarf og samráð um málefni skógræktar á bújörðum

  1. Kynning á verkefni um gerð vegvísis í átt til loftlagsvænni landbúnaðar.

Framkvæmdastjóri kynnti samstarf BÍ, UAR, ANR og Lse um gerð vegvísis um loftlagsvænni landbúnað. LSE á annan fulltrúa BÍ í starfshópnum. Starfshópurinn var skipaður í kjölfari þess að LSE lagði fram tillögu á Búnaðarþingi um kolefnisjöfnun búskapar. Búið er að vinna drög að vegvísi og gera samstarfssamning við LBHÍ um að reikna út losun ýmissa þátta í landbúnaði og skila greinagerð til starfshópsins í lok ágúst. Næsti fundur starfshópsins verður í ágúst.

  1. Við skógareigendur.

Ný ritnefnd frá Félagi skógarbænda á Vestfjörðum tók við um áramót og er fyrsta blaðið komið út í þeirra umsjón. Í þetta sinn var blaðið gefið út í stærra upplagi og dreift á öll lögbýli. Fjármögnun gekk ágætlega og þökkum við styrktaraðilum fyrir veittan stuðning. Stjórn LSE óskar ritnefndinni til hamingju með þetta fyrsta blað sem er bæði fræðandi og fallegt.

  1. Störf aðildarfélaganna og aðalfundir.

Formaður og framkvæmdastjóri hafa mætt á aðalfundi aðildarfélaganna. Allir aðalfundir eru búnir nema hjá Félagi skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn verður þann 18. júní. Auk venjulegra aðalfundastarfa hefur Þröstur Eysteinsson eða fulltrúi frá SR mætt á fundina til að upplýsa um sameiningu SR og LHV.

Verkefni aðildarfélaganna um stofnun afurðarstöðvar í hverjum landshluta eru í ferli, mis langt komin en Þrjú félög eru að vinna að þessum málum.

  1. Aðalfundur LSE, tillögur fyrir aðalfund.

Formaður LSE hvetur aðildarfélögin til að vera virk í félagsstarfinu, og skorar á þau að koma með tillögur um hvað LSE eigi að leggja áherslu á í sínum störfum.

Skorað er á aðildarfélögin að senda inn tillögur fyrir aðalfund eigi síðar en 10 september 2016.

Málþing verður verður haldið í tengslum við aðalfundinn annarsvegar um úrvinnslumál og afurðir skóga en hinsvegar um hlutverk LSE í nýju umhverfi skógræktar.

Sendar verða fljótlega upplýsingar um verð og skráningu vegna fundarins. Stjórn LSE beinir því til formanna aðildarfélaganna að hvetja félagsmenn til að mæta og fá tilboð í rútu austur. Framkvæmdastjóra falið að kanna hvað þarf marga til að fá hóptilboð í flug á aðalfund og verð og senda á formenn.

  1. Jólatrjáaverkefnið.

Else Möller verður á ferðinni nú í byrjun júní og ætlar að heimsækjaþátttakendur í jólatrjáaverkefninu sem áhuga hafa á heimsókn. Else verður aftur á ferðinni síðar í sumar og klárar heimsóknirnar þá.

  1. Önnur mál.

  2. Heimsókn Norskra skógarkvenna. Framkvæmdastjóra sagði frá fyrirhugaðri heimsókn Norskra skógarkvenna á Vesturland. Vesturlandsskógar taka á móti konunum og heimsækja skógarbændur á vesturlandi. Á síðasta degi fá þær leiðsögn um Suðurland og Gullna hringinn. Framkvæmdastjóri LSE tekur á móti hópum með veitingum og góðum kveðjum frá stjórn LSE og íslenskum skógarbændum

b. María nefndi að LSE þyrfti að móta sér stefnu um hlutverk LSE innan nýrrar stofnunar.

c.Sumarfrí: Framkvæmdastjóri verður í sumarfríi frá og með 16 júní til og með 30 júní.

Fundi slitið kl 14.40

 

108 stjórnarfundur LSE 15, júní 2016. kl 20,30

Símafundur. Fundarsími 7557755/ 2233344

Mættir voru

Jóhann Gísli Jóhansson, Hraundís Guðmundsdóttir, María E Ingvadóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár

Dagskrá.

  1. Fjárhagsstaða LSE

Lögð fram yfirfarin greining á rekstri LSE fyrir seinni hluta árs 2016. Málin rædd og stjórnin hvött til að finna leiðir til að loka ári 2016. Framkvæmdastjóra falið að hvetja aðildarfélögin að skila félagsgjöldum fyrir árið 2016 til LSE fyrir áramót.

  1. Stjórn samþykir að framlengja ráðningasamning við framkvæmdastjóra LSE til áramóta 2016-2017.

  2. Framkvæmdastjóri verður í sumarfríi frá 16. júní til 4 júlí.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 21,30

 

109 stjórnarfundur LSE. mánudaginn 12. september 2016

Haldinn í Bændahöllinni

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson formaður, Hraundís Guðmundsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E. Ingvadóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagskrár.

Dagskrá:

  1. Fjárhagur LSE 2016. Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsstöðu fram að áramótum. Staðan er knöpp og til að loka árinu þurfa félögin að greiða félagsgjöld fyrir árið 2016 fyrir áramót. Ársreikningur 2015 lagður fram til undirritunar.

  2. Drög að samning við ANR og greinagerð vegna fjárframlaga til LSE í gegnum Búnaðarlagasamning lögð fram til kynningar. Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að vinna að málinu áfram í samvinnu við skógræktina.

  3. Umhverfisvænni landbúnaður, verkefni með BÍ og UAR, kynning. LSE á fulltrúa í starfshópi um loftlagsvænni landbúnað. Búið er að halda nokkra fundi og verið er að safna gögnum um helstu losunarþætti landbúnaðar ásamt lykiltölum um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda sem er forsenda þess að hægt sé að leggja til raunhæfar leiðir til að draga úr losun frá landbúnaði. Ýmsar leiðir verða skoðaðar meðal annars hvort skilar meiri ávinningi að rækta skóg í samanburði við að fylla í skurði.

  4. Aðalfundur SÍ. Framkvæmdastjóri fór sem fulltrúi LSE á aðalfund SÍ sem haldinn á á Djúpavogi.

  5. Aðalfundur LSE:

  6. Dagskrá aðalfundar lögð fram. Dagskráin verður senda í netpósti í samræmi við lög samtakanna og í bréfpósti til þeirra sem ekki hafa netföng.

  7. Fundarritari. Samþykkt var að semja við Freyju Gunnarsdóttir að rita fundargerð aðalfundar líkt og undanfarin ár. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samkomulagi við Freyju.

  8. Boðskort: Listi yfir boðsgesti lagður fram til kynningar. Stjórn LSE samþykir listann og boðskortin fara í póst eigi síðar en 13. sept.

  9. Skráning: Listi yfir skráningu á aðalfundinn lagður fram til kynningar, Félögin hvött til að ýta á félagana að skrá sig sem fyrst á fundinn.

  10. Tillögur fyrir aðalfund: Þau félög sem ætla að senda inn tillögu fyrir aðalfund eru hvött til að senda þær á framkvæmdastjóra tímanlega. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu með stjórnum aðildarfélaganna.

Tillögur frá stjórn varðandi félagsgjöld til LSE 2017, aukið fjármagn til skógræktar, og fl. Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að tillögum og senda á stjórn

  1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 lögð fram til kynningar. Samþykkt að fjárhagsáætlunin verði lögð fram á aðalfundi LSE.

  2. Félagsgjald til LSE. Stjórn LSE leggur til óbreytt félagsgjöld fyrir árið 2017.

  3. Styrkur til FsA: LSE hefur styrkt það aðildarfélag sem heldur utan um aðalfund samtakanna. Síðastliðin fimm ár hefur styrkurinn verið 300. þús. Stjórnin samþykir að hækka styrkinn upp í 400 þúsund krónur.

  4. Aðalstjórn, varastjórn og skoðunarmenn: Kosið er á hverju ári í aðal og varastjórn LSE auk skoðunarmanna. Aðildarfélögin tilnefna fulltrúa í stjórn, allir félagsmenn eru þó í kjöri.

  5. Átaksverkefni í sölu og markaðssetningu á jólatrjám, kynning. Hugmyndin er að móta áætlun til 10 ára um að markaðssetja STAFAFURU sem íslenska jólatréð. Vinnan er á frumstigi. Samþykkt að vinna áfram að verkefninu og kynna fyrir samstarfsaðilum og skógarbændum.

  6. Endurskoðun skógræktarlaga. Lög um landshlutaverkefni í skógrækt fara inn sem sér kafli í endurskoðuð skógræktarlög. Vaknað hafa spurningar um hvort opna eigi lögin með því að afnema lögbýlistengingu og tala um eignarlönd og hvort opna eigi fyrir fjölbreyttari verkefni sem útfærð yrði í reglugerð s.s jólatrjáarækt, beitarskógrækt og fl. Málin rædd og samþykkt að leggja erindið fyrir aðalfund LSE.

  7. Gestur fundarins: Sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sviðsstjóri Skógarauðlindasviðs fór yfir fyrirkomulag og vinnuferla nýrrar stofnunar gagnvart skógrækt á bújörðum og skógarbændum.

  8. Önnur mál:

Rætt var um hvort halda eigi föstum stjórnarlaunum óbreyttum en greiða dagpeninga fyrir stjórnarfundi sem ekki væri hægt að sinna í gegnum síma. Stjórnarlaunin dekkuðu símafundi og lestur ganga og undirbúning fyrir fundi. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið nánar og móta tillögu fyrir aðalfund.

Bréf sem hafa borist. Bréf barst frá BÍ varðandi boðaðar niðurfellingar á búnaðargjaldi um næstu áramót og innleiðingu á veltutengdu félagsgjaldi til bænda. Félagsgjaldinu er ætlað að koma í stað tekna af búnaðargjaldi til að fjármagna hagsmunagæslu samtakanna. Framkvæmdastjóra falið að kynna sér málið frekar og uppfræða stjórn.

Ekki fleira gert og fundi slitið

[if gte vml 1]><v:shapetype id="_x0000_t75" coordsize="21600,21600" o:spt="75" o:preferrelative="t" path="m@4@5l@4@11@9@11@9@5xe" filled="f" stroked="f"> <v:stroke joinstyle="miter"></v:stroke> <v:formulas> <v:f eqn="if lineDrawn pixelLineWidth 0"></v:f> <v:f eqn="sum @0 1 0"></v:f> <v:f eqn="sum 0 0 @1"></v:f> <v:f eqn="prod @2 1 2"></v:f> <v:f eqn="prod @3 21600 pixelWidth"></v:f> <v:f eqn="prod @3 21600 pixelHeight"></v:f> <v:f eqn="sum @0 0 1"></v:f> <v:f eqn="prod @6 1 2"></v:f> <v:f eqn="prod @7 21600 pixelWidth"></v:f> <v:f eqn="sum @8 21600 0"></v:f> <v:f eqn="prod @7 21600 pixelHeight"></v:f> <v:f eqn="sum @10 21600 0"></v:f> </v:formulas> <v:path o:extrusionok="f" gradientshapeok="t" o:connecttype="rect"></v:path> <o:lock v:ext="edit" aspectratio="t"></o:lock> </v:shapetype><v:shape id="Picture_x0020_1" o:spid="_x0000_i1025" type="#_x0000_t75" style='width:71pt;height:89.5pt;visibility:visible;mso-wrap-style:square'> <v:imagedata src="file:///C:/Users/SKR~1.HLY/AppData/Local/Temp/msohtmlclip1/01/clip_image001.jpg" o:title=""></v:imagedata> </v:shape><![endif][if !vml][endif]

 

110. stjórnarfundur Landssamtaka skógareigenda, 4. nóvember 2016, kl. 10,30.

haldinn í Bændahöllinni

Mættir voru: Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, María E Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsóttir.

Dagskrá.

[if !supportLists]1. [endif]Stjórn skipti með sér verkum. Formaður lagði til að stjórnskipan yrði óbreytt frá síðasta starfsári, þ.e. Hraundís Guðmundsdóttir varaformaður, María Elínborg Ingvadóttir gjaldkeri, Sighvatur Jón Þórarinsson ritari og Agnes Þórunn Guðbergsdóttir meðstjórnandi. Samþykkt.

[if !supportLists]2. [endif]Fundargerð aðalfundar lögð fram til samþykktar. Framkvæmdastjóra falið að senda fundargerðina á stjórnir aðildarfélaganna, skógarbændur og inn á heimasíðuna www.skogarbondi.is .

[if !supportLists]3. [endif]Tillögur aðalfundar, afgreiðsla

Tillögur 1, 3, 8 og 9 sendar á viðeigandi aðila. Tillögum sem beint var til LSE eru komnar í ferli. Samþykkt að vinna áfram, í samvinnu við Skógræktina, tillögu 3, en hún varðar heimild til að taka jólatré út úr samningsbundnum svæðum, án þess að það hafi áhrif á framlög til umhirðu skógarins og koma henni svo áfram í viðeigandi ferli og reglugerðarbreytingu.

Samkvæmt reglugerð fyrir landshlutaverkefni í skógrækt kemur fram að heimilt er að taka út söluhæf jólatré úr þeim reitum sem þörf er á millibilsjöfnun, en skógarbóndi fær þá ekki framlag vegna millibilsjöfnunar. Töluvert var rætt um viðauka 5 við reglugerðina og mikilvægi þess að umhirðuþátturinn verði skýrari í endurbættum lögum um skógrækt.

Samþykkt var á aðalfundi að beina því til LSE að skipa vinnuhóp um hlutverk LSE í nýju umhverfi. Stjórn LSE telur æskilegt að þar sé einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi. Ef nýtt hlutverk LSE kallar á lagabreytingar þurfa lagabreytingarnar að berast 30 dögum fyrir aðalfund LSE svo hægt verði að senda þær út með fundarboði. Framkvæmdastjóra var falið að hafa samband við formenn aðildarfélaganna og óska eftir tilnefningu í vinnuhópinn.

Tillaga 11. Þar er stjórn LSE falið að semja um áherslu á umhirðu skóga, tillögunni var vísað í starfshóp sem vinna mun hugmyndir um hlutverk LSE í nýju umhverfi. Samþykkt var að vísa tillögunni í starfshópinn sem mótar hugmyndir um hvaða umhirðuþætti skógarbændur telja mikilvægt að séu styrktir og senda þá á stjórn. Tillagan verði skoðuð með viðauka 5 í reglugerð um LHV til hliðsjónar.

LSE tilnefnir þriggja manna nefnd til að vinna reglur um verðmat skóga og leggja fyrir næsta aðalfund. Stjórninni falið að koma með tillögu um tvo einstaklinga og að Skógræktin tilnefni einn fulltrúa. Stjórn LSE tilnefnir Sighvat Jón Þórarinsson og Hrefnu Jóhannesdóttir í starfshópinn og óskar eftir tilnefningu frá Skógræktinni. Framkvæmdastjóra var falið að leita eftir tilnefningu frá Skógræktinni í starfshópinn og leita samþykkis Hrefnu.

Tillaga frá kolefnisnefnd varðandi viðurkenningu á eignarhaldi á kolefnisbindingu og að láta reyna á það með lögsókn fyrir dómstólum hvort binding í gróðri sem bókfærð er á reikning ríkisins fáist staðist gagnvart eignaréttarákvæðum í stjórnarskrá Íslands. Samþykkt var að kalla saman kolefnisnefnd LSE og funda um málið og upplýsa stjórn á næsta stjórnarfundi LSE. Framkvæmdastjóra falið að boða til fundar með kolefnisnefnd.

Tillaga númer 5 um breytt fyrirkomulag aðalfundar LSE. Stjórn vísaði tillögunni til starfshóps um breytt hlutverk LSE.

[if !supportLists]4. [endif]Síðan síðast staða verkefna.

[if !supportLists]a. [endif]Fjárhagsstaða LSE er frekar þröng en til að loka árinu var farið fram á það við aðildarfélögin að klára að greiða félagsgjöld fyrir árið 2016 til LSE fyrir áramót. Framkvæmdastjóri hefur sent beiðni um að félögin greiði fyrir mánaðarmót nóvember – desember til að ná að loka árinu. Tvö aðildarfélög eru nú þegar búin að greiða. Önnur klára fljótlega.

Greinagerð vegna annars hluta styrksins frá Framleiðnisjóði verður send inn eftir helgi og greiðslan berst eftir næsta fund hjá FL.

[if !supportLists]b. [endif]Samstarf við Skógræktina varðandi úrvinnslu og markaðsmál. Staðan kynnt fyrir stjórn. Hugmynd er að skipa teymi, þrjá frá hvorum aðila. Mikilvægt er að teymið hafa skýr verkefni, tímaramma og verkaskiptingu á milli aðila.

[if !supportLists]c. [endif]Í lok mánaðarins verður farið í að uppfæra heimasíðu LSE. Mikilvægt er að uppfærslan heppnist vel og vandað verður til verka. Að síðan verði virk og einföld. Verið er að setja vinnu í gang varðandi heimasíðuna. Semja við skógarbændur um að senda inn efni svo síðan verð lifandi og skemmtileg.

[if !supportLists]d. [endif]Samkomulag um styrk til þróunarverkefnis vegna öflunar efnis í viðarkyndistöðina á Hallormsstað. Kynning á samkomulagi á milli UAR, Skógræktarinnar og Skógarorku um styrk vegna þróunar á sjálfbærri viðarkyndistöð til húshitunar. Ganga þarf frá samningi á milli Skógræktarinnar og LSE en LSE leiðir verkefnið. Framkvæmdastjóra og formanni er falið að fara á fund með Skógræktinni og stjórn FSA um framgang verkefnisins og ganga frá samningi við Skógræktina um verkefnið.

[if !supportLists]5. [endif]Samkomulag milli ANR, BÍ og LSE um verkefni samkvæmt 12.gr. rammasamnings um almenn skilyrði landbúnaðarins (búnaðarlagasamning) lagt fram til kynningar. Stjórn LSE samþykkir samkomulagið en skrifað verður undir mánudaginn 7. nóvember.

[if !supportLists]6. [endif]Stjórnarlaun og dagpeningar. Stjórn LSE er að skoða með hvaða hætti samtökin greiði stjórnarmönnum eða nefndarmönnum sem eru að starfa fyrir samtökin fyrir utan stjórnafundi. Þekkt er að félög greiði dagpeninga en viðkomandi hefur nótur á móti eða greiðir af þessu skatt. Fylla þarf út ákveðið eyðublað sem fylgir skattskýrslu. Einnig er hugmynd um að greiða ákveðið fyrir fundi eða önnur störf fyrir samtökin. Framkvæmdastjóra falið að skoða þessi mál betur fyrir næsta stjórnarfund.

[if !supportLists]7. [endif]Önnur mál.

[if !supportLists]a. [endif]Bréf sem hafa borist.

[if !supportLists] i. [endif]Bréf frá BÍ varðandi búnaðargjald lagt fram til kynningar. Í bréfinu koma fram hugmyndir um þær breytingar sem fylgja því að búnaðargjald verði lagt af um áramótin og í staðinn er hugmyndin að félagsmenn greiði félagsgjald. Formaður og framkvæmdastjóri LSE hafa verið boðuð á formannafund þar sem málin verða rædd. Upplýsa þarf skógarbændur um væntanlegar breytingar.

[if !supportLists] ii. [endif]Agnes þakkar fyrir góðan aðalfund. Hún nefndi að gott væri að samið verði fyrirfram við aðila sem taka að sér formennsku í nefndum svo þeir geti verið búnir að undirbúa sig fyrir fundinn. Hún kom einnig með ábendingu um að aðildarfélagið sem heldur utan um fundinn sé betur upplýst um hvað félagið á að gera og hvað LSE á að gera. Þetta eru fínar ábendingar og verður þetta skoðað betur fyrir næsta fund. Einnig ræddum við að, ef um hópastarf verður að ræða á næsta aðalfundi, þá verði umræðupunktar, sem unnið verður útfrá, sendir á fundargesti fyrir fund svo hópavinna gangi betur fyrir sig.

iii. [endif]Átaksverkefni á sölu íslenskra jólatrjáa. Lagt til að leggja í verkefni fjármagn til að búa til kynningarefni og auglýsingu. Samþykkt að kanna kostnaðinn og finna leiðir til að kynna trén á sem ódýrasta máta.

[if !supportLists]8. [endif]Hlutverk LSE í nýju umhverfi, niðurstöður hópastarfs rætt.

Jóhann Gísli bauð formenn aðildarfélaganna, Bergþóru Jónsdóttur formann FsV og Sigurlínu Jóhannesdóttir, formann FsN, velkomnar á fundinn, auk Maríönnu Jóhannsdóttur, formann FsA, sem var í síma.

Byrjað var á að fara einn hring í umræðu varðandi niðurstöður umræðu varðandi hlutverk LSE í nýju umhverfi. Félag skógarbænda á Austurlandi er að vinna áfram með afurðarskýrsluna sem unnin var fyrir austan. FsA hvetur til aukinnar fræðslu á öllum sviðum skógræktar, ekki síst um grisjun, umhirðu skógarins og úrvinnslu. Einnig ræddi hún um að mikilvægt væri að unnar verið umhirðuáætlanir fyrir skógarbændur. Félagið fyrir austan telur mikilvægt að setja upp þurrkklefa fyrir timbur í nágrenni Egilsstaða þar sem orkan er ódýrari. FsA hefur áhyggjur af jörðum eru ekkert nýttar og vill hvetja til þess að jarðir séu nýttar á skynsamlegan hátt.

Formenn lögðu áherslu á að endurskoða þörf á Grænni skóga námskeiðum. Einnig var rætt um að bjóða upp á stök námskeið á ýmsum sviðum skógræktar. Einnig töldu formenn tímabært að boðið verði upp á grunnnámskeið, því alltaf eru nýir skógarbændur að bætast í hópinn.

Formönnum fannst margt vera í lausu lofti og að margar spurningar hafi vaknað um það, hvert sé hlutverk hvers og eins, LSE, Skógræktarinnar og aðildarfélaganna.

Formaður hvatti til að félögin gerðu könnun sem fyrst meðal sinna félagsmanna varðandi það hvaða námskeið ættu að vera í boði fyrir skógarbændur. Það vantar enn að skilgreina samstarf Skógræktarinnar og skógarbænda. Það þarf að hnykkja á því og koma því á hreint því að margt er að fara í gang hjá skógarbændum.

Hlutverk LSE á að vera að gæta hagsmuna félagsmanna. Samtökin þurfa að sjá fyrir sér hvað hægt er að gera og hverju samtökin geta breytt. Samtökin þurfa að vera traust regnhlífarsamtök og standa vörð um hagsmuni skógareigenda.

Samþykkt var á aðalfundi LSE að skipa starfshóp og stjórn LSE taldi best að hvert aðildarfélag tilnefndi einn fulltrúa í starfshópinn. Framkvæmdastjóra var falið að senda á formenn aðildarfélaganna tillögur nr. 5 og 8 auk punkta sem komu úr umræðuhópum á aðalfundi. Framkvæmdastjóri verður starfsmaður hópsins og er falið að kalla hópinn saman.

Framkvæmdastjóri falið að senda formlegt bréf varðandi skipan í starfshópa, tillögur, umræðupunkta, og könnun og boða til fyrsta fundar. Niðurstaða starfshópsins þarf að liggja fyrir um miðjan janúar 2017, en stefnt er að því að næsti stjórnarfundur verði haldinn 13. janúar og formenn aðildarfélaga verði boðaðir á þann fund.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 16,30.

bottom of page