Verkefni nóvember mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur
EM, 04.11.2016
Nú er uppskerutíð jólatrjáaframleiðenda að nálgast og því mikilvægt að þeir séu í stakk búnir fyrir hana. Framleiðendur verða nú þegar að vera búnir að merkja trén og hver og einn þarf að vita hvað eru mörg tré, hvaða tegundir og í hvaða flokk trén eru. Nokkrir framleiðendur eru líka búnir að tilkynna söluaðilum hvað sé til sölu. Mismunandi aðferðir er hægt að nota til að ná í viðskiptavini. Sem dæmi má nota að hjá Önnu Guðmundsdóttur og Páli Ingvarssyni í Reykhúsum í Eyjafirði var auglýst í sveitarpóstinum um miðjan október að fólk væri boðið velkomin að koma og leita sér að jólatré og fá sér ketilkaffi og kleinu í leiðinni. Jólatrén, allt rauðgreni, sem voru til sölu voru merkt skv. flokk og stærð. Kaupendur settu númer á það tré sem var valið og nafn og heimilisfang þeirra var skráð Kaupendur á fullu að velja og merkja jólatré í skógarreit í Reykhúsum (Mynd: Anna Guðmundsdóttir). Anna og Páll ætla að fara með trén viku fyrir jól og skila þeim heim til fólks. Í tölvupósti fær fólk skilaboð um hvenær tréð kemur og hægt verður að greiða með reiðufé eða að leggja inn á reikning. Þetta er skemmtilegt og jákvætt framtak sem mun auðvelda lífið fyrir margar fjölskyldur á Akureyri sem óska að halda jól með lifandi, íslensku jólatré en hafa margt annað á dagskránni rétt fyrir jólin. Upplagt er að senda stutta og auðlesna uppskrift með trénu um hvernig best er að halda því grænu og fallegu og koma í veg fyrir ótímabært barrfall (Sjá dæmi frá Blómaval, viðhengi 1). En líka hvernig best og auðveldast sé að losa sig við tréð eftir notkun. Verð á jólatrjám 2016 skv. upplýsingar frá Christmas Trees Grovers Council of Europe verður svipað og í fyrra. Kannski smá hækkun á bestu trjánum og lækkun á trjám sem eru af slakari gæðum. Nokkrar algengar spurningar hjá jólatrjáaframleiðendum hérlendis: Hvað á jólatréð að kosta? Hvernig verðleggjum við jólatrén hérlendis? Hvað er framleiðslukostnaður á íslensk ræktuðum jólatrjám? Eigum við að keppa við Danir í verðið? Er hægt að hagnast á jólatrjáaframleiðslu á Íslandi? Þetta eru viðfangsefni sem við verðum að skoða og ræða betur í framtíðinni en hér er dæmi um verð á jólatrjám hjá mismunandi framleiðendum fyrir 2016: 2 Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson í Reykhúsum ætla að selja trén á:
5000 kr. á tré 1,25-1,50 m á hæð miðað við efsta greinakrans 6000 kr. á tré 1,50-1,75 m á hæð 7000 kr. á tré 1,75-2,00 m og yfir
Jóhann Þórhallsson og Sigrún Ólafsdóttir í Brekkugerði á Héraði ætla að selja trén í heildsölu á: Rauðgreni:
3.200 kr. á tré 1,00-1,50 m á hæð með vsk. 6.100 kr. á tré 1,51-2,20 m á hæð
Stafafura:
4.400 kr. á tré 1,00-1,50 m á hæð 8.600 kr. á tré 1,51-2,00 m á hæð 10.600 kr. á tré 2,01-2,50 m á hæð
Skógræktin er búin að gefa út verðskrá á jólatrjám og greinum fyrir smásölu og heildsölu. Sjá viðhengi 2 og 3. 2013 gerði Stöð 2 verðkönnun á jólatrjám sem er mjög áhugaverð. Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar hér að neðan: „Það er órjúfanlegur hluti af jólunum hjá mörgum að kaupa lifandi jólatré. Þó það geti verið ódýra til lengri tíma að kaupa sígrænt jólatré þá vilja margir ekkert sjá nema lifandi tré. Fréttastofa leitaði af ódýrasta jólatrénu. Vinsælasta jólatréð undanfarin ár hefur verið innfluttur normansþinur. Iceland kom þar sá og sigraði í óformlegri verðkönnun Stöðvar 2 en tré í um 180 sentímetrahæð kostar 4.980 kr. Það er talsvert lægra en hjá helstu keppinautum eins og sjá má. Stafafura hefur einnig verið vinsæl hér á landi og hana selja mörg skógræktarfélög. Verð hjá Garðheimum, Blómaval og Byko var á svipuðu róli eða í kringum 7.990 krónur. Verð er hærra hjá skógræktarfélögum og björgunarsveitum en þar eru tré meðal annars seld til að fjármagna starfsemi félaganna. 3 Sé keyptur tréfótur með þá getur verð á lifandi jólatré hlaupið 10 til 18 þúsund krónur. Iceland kemur með látum inn á markaðinn með jólatré. „Við náðum hagstæðum samningum og vildum leyfa fólki að njóta þess. Það er rosalega góð sala,“ segir Jón Ingi Gunnarsson, verslunarstjóri Iceland í Engihjalla, Kópavogi. „Ég kaupi alltaf lifandi jólatré. Þau fara betur og eru skemmtilegri. Það fer betur heima hjá mér, er líflegra og svo kemur lykt af þeim sem ekki eru af gervitrjám,“ sagði einn viðskiptavinur Iceland í dag“.
(Heimild: http://www.visir.is/hvar-er-odyrasta-jolatred-/article/2013131219086 Sótt 02.11.2016)