top of page

Stjórnarfundir FSA 2016 (8)

Fundur 1

Fundargerð

Fundur í stjórn FSA haldinn þriðjudaginn 19. Jan. Á Hótel Héraði og hefst kl 16:10 Allir stjórnarmenn mættir utan Björn Ármann.

 1. Húsnæði fyrir aðalfund LSE sem halda á 7.-9. okt. næstkomandi.Ákveðið að taka tilboði frá Valaskjálf. Rætt um kostnað og fjármögnun og hvort hægt sé að leita styrkja. Fram kom uppástunga um að skipað verði í skemmtinefnd og reynt að fá fólk sem víðast af svæðinu. Stjórnarmenn aðstoði síðan eftir föngum. Ákveðið að leita til fólks um að starfa í nenfndinni og koma vinnunni vel af stað fyrir vorið og fasthnýta þá enda sem hægt er, síðan verði þráðurinn tekinn upp aftur í september.

 2. Boriðst hefur bréf frá Hrönn starfsmanni LSE þar sem fram kemur að búið er að senda umsókn í Framleiðnisjóð í samvinnu við Þór Þorfinnsson f.h. Skógræktarinnar út á úrvinnsluverkefni. Verkefnið gengur út á að þróa og vinna girðingarstaura. Spurt er hvort félögin séu tilbúin að vera samstarfsaðilar að þessari umsókn. Svipað erindi hafði áður borist frá Þór og kom það á lokastigum, í raun eftir að algjörlaga var búið að ákveða hverjir skyldu vinna verkefnið og hvernig. Þetta finnst okkur ekki góð vinnubrögð og er ákveðið að ræða málið betur við Jóa Gísla og Hrönn á morgun.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:00

Halldór Sig fr.

Fundur 2

Fundargerð

Fundur í stjórn FSA 20. Jan. 2016 haldinn í Bókakaffi Hlöðum og hefst kl. 12:00 Mættir Maríanna, Helgi, Halldór og auk þeirra frá LSE þau Jói Gísli og Hrönn.

Til fundarins var boðað til að fylgja eftir ýmsum samskiptum þessara aðila og rýna betur það sem fram kom í gær á ráðstefnum um úrvinnslu skógarafurða.

 1. Rætt um næsta aðalfund LSE sem verður í Valaskjálf Egilsstöðum dagana 7.-9. okt. n.k. Það sem einkum var rætt hvort eitthvað sérstakt þema verði á fundinum, fjármögnun, skipulag og fundarstjórn, skemmtiferð (skógarganga) og árshátíð o.fl.

 2. Hvað á að gera í framhaldi af ráðstefnunni í gær. Hvernig verður þetta kynnt í félögunum og var í því efni stefnt á fund í okkar félagi seint í febrúar en vinnan var unnin á vegum FSA og niðurstöðurnar því eign þess. Reiknaði Jói með því að fá gögnin og fara með þau til kynningar í öðrum félögum. Margt rætt í framhaldinu en allir sammála um að ráðgjöf og utanumhald um það sem er jarðfast á svæðinu bæði til eigenda og væntanlegra hönnuða og kaupenda sé upphafið. Í framhaldinu yrði farið í að stíga fyrstu skrefin í einhverskonar úrvinnslu.

 3. Rædd umsókn í Framleiðnisjóð út á girðingarstauraverkefnið. Fram kom hjá Hrönn og Jóa að það eigi ekki að hafa áhrif á frekari framlög úr sjóðnum þó styrkur fáist í þetta verkefni. Hrönn ætlar að senda okkur þau gögn sem hún hefur varðandi umsóknina og setja okkur betur inn í slík mál framvegis áður en umsókn er send.

 4. Að lokum var minnst lítillega á taxtamál og verður það væntanlega tekið fyrir á næsta stjórnarfundi en þær tillögur fara síðan ásamt tillögum annara félaga inn til landssamtakanna sem endanlega tekur ákvörðun.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 13:40

Fundarritari Halldór Sig

Fundur 3

Fundargerð:

Stjórnarfundur 10.02.2016 hefst kl 20 í húsnæði Héraðsskóga. Allir stjórnarmenn mættir.

Dagskrá:

 1. Taxtamál

 2. Afurðaverkefnið

 3. Búnaðarþing

 4. Heimasíða LSE

 5. Landsfundurinn í haust

 6. Önnur mál

 1. Fyrir liggur afrit af bréfi dags. 18. 01. 2016 til LSE undirritað af Sigríði hjá Vesturlandsskógum er varðar breytingar á töxtum landshlutaverkefnanna. Lagt er til að þeir taki hækkun til samræmis við breytingar á launavísitölu og óskað eftir áliti LSE varðandi tillöguna. Okkur þykja taxtar of lágir og viljum leita leiða til hækkunar. Maríanna ætlar að kynna sér hækkanir á útseldri vinnu.

 2. Form. er með öll grunngögn varðandi vinnslu skýrslunnar ,,Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi“ og lauslegt fjárhagsuppgjör sem virðist skila afgangi. Rætt um hvað gera eigi í framhaldinu. Ath. með gerð heimasíðu þar sem er æskilegt að fram komi m.a. upplýsingar um umfang skógræktar á svæðinu og hvers er að vænta með framboð af viði til mismunandi nota. Einn aðili (Skógarafurðir ehf) hefur hafið vinnslu og framleiðlu á afurðum úr Austfirskum skógum og ekki er gott að fara í samkeppni við hann.

 3. Formanni er falið að kynna sér hvað tekið verður fyrir á komandi Búnaðarþingi er varðar málefni skógarbænda.

 4. Stjórnamenn skulu kynna sér síðuna.

 5. Settar voru fram hugmyndir um að kynna eitthvað úr nýútkominni skýrslu um afurðamiðstöð s.s. erindi Lárusar eða Láru. Þá var rætt um gönguferð í sambandi við fundinn, kynningar o.fl. Hugmynd kom fram um að hafa lifandi skreytingar á fundinum og e.t.v. húsgögn úr skógarafurðum. Leita þarf eftir styrkjum

 6. a) Skógardagurinn verður haldinn í 11. sinn þann 25. Júní n.k. Þór Þorfinns ætlar að kanna hvort hægt verður að fá norska aðila sem saga út með keðjusög. Ath. Þarf með styrki m.a. frá LSE

b) Maríanna ætlar að kanna með verðmæti skógræktar á bújörðum á fundi formanna félaga skógarbænda sem framundan er.

c) Borgþór vakti máls á hugbúnaði til að halda utan um gagnagrunn skógræktar sem sýni hvaða verk hafa verið unnin og hvað er framundan. Margt geti komið inn í þetta t.a.m. myndun með dróna.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 10:00

Halldór Sigurðsson fr.

Fundur 4

Fundargerð.

Þann 16. 03. 2016 Kl. 20 hófst kynning Láru Vilbergsdóttur á ,,Afurðum úr skógi“ sbr. Viðarafurðaskýrsluna í húsnæði Barra ehf. Lára rakti þá sýn sem hún hefur á þróun þessara mála en að öðru leyti er vísað til kaflans ,,afurðir úr skógi“ í skýrslunni.

Stjórnarfundur í framhaldi af kynningunni hefst kl. 22. Mættir Maríanna, Björn, Borgþór og Halldór

 1. Erindi frá Þresti Eysteinssyni varðandi möguleika á því að skógarbændur selji viðarkurl til kyndistöðvarinnar á Hallormsstað. Skipa á samráðsnefnd ásamat fulltrúa fulltrúa Skógræktarinnar til að fjalla um þau mál. Borgþór skipaður í nefndina.

 2. Aðalfundur LSE í haust. Ákveðið að leita eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra LSE til að setja niður dagskrá fundarins.

 3. Ákveðið að greiða Jóhanni Þórhallssyni við vinnu skýrslunnar ,,Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi“. Greitt verði fyrir ekna km samkv. taxta ríkisstarfsmanna.

 4. Maríanna skýrði frá vinnukorti sem Sherry gerði fyrir Snjóholt. Tilgangurinn er að sýna hver framvinda hefur verið í skógrækt á jörðinni og hvað er framundan. Kortið gæti hugsanlega verið hliðarafurð af því sem Borgþór kom inn á á síðasta fundi er hann ræddi um gagnagrunn.

 5. Stefnt að því að halda aðalfund FsA um miðjan apríl. Ath. Með að fá inni í Barrahúsinu fyrir fundinn.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 22:30

Fundargerð ritaði Halldór Sig.

Fundur 5

Fundargerð

Fundur í stjórn FSA haldinn í Snjóholti miðvikudaginn 10.08.2016, allir aðalmenn mættir.

 1. Uppgjör Skógardagsins mikla

 2. Ormsteiti

 3. Aðalfundur Lse í haust

 4. Önnur mál

 5. Björn Ármann lagði fram bráðabirgðauppgjör fyrir Skógardaginn en þar kom fram að lítilsháttar hagnaður verður af samkomunni, en enn er eftir að ganga frá nokkrum atriðum.

 6. Skógarbændur ætla að vera með í Ormsteitinu og verður það n.k. laugardag milli kl. 13 og 16. Helgi ætlar að stjórna ketilkaffinu, Borgþór verður með sögina og saxar niður nokkra boli, Maríanna ætlar að hengja upp plakat sem unnið var upp úr skýrslunni ,,afurðamiðstöð viðarafurða“, og jafnframt að fá sýnishorn af skógarplöntum frá Skúla. Björn og Halldór ætla að létta undir ef hægt er.

 7. Komið er fundarboð fyrir aðlafund Lse sem haldinn verður í Valaskjálf 7. og 8. Október n.k. en ganga þarf frá allmörgum atriðum fyrir fundinn.

 • Ath. með Bjarna Björgvins og Gulla Sæbjörns sem fundarstjóra og Freyju Gunnars og Helga Þorsteinsson í fundarritun. Hverjir verða gestir fundarins – Maríanna

 • Skógarganga verður í Miðhús, kanna með veitingar.

 • Setja þarf upp aðstöðu (bása) fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri. T.d. Skógarafurðir ehf, Magnús Þorsteinsson með stauravél, Holt og Heiðar, Eik listiðja o.fl.

 • Ath. með Lárus Heiðarsson og Láru Vilbergs með uppl. úr afurðamiðstöðvarskýrslunni og Garðar Eyjólfsson v. verkefnis hans við listaháskólann sem fræðsluerindi fundarins.

 • Kostunaraðilar fundarins (eitthvað búið að kanna hjá Arion banka) – Maríanna

 • Þema fundarains verður staða Lse í nýju umhverfi Skógræktarinnar. Þetta málefni þurfa einhverjir að reifa, hugsanlega Þröstur skógræktarstjóri og Jóhann Gísli frá Lse.

 • Ath. hljóðkerfi. Jóa Gísla falið að tala við Jón Arngrímsson

 • Útvega þarf veislustjóra og síðan einhver skemmtiatriði og e.t.v. dansleik. Halldór tók að sér að tala við Andrés Björnsson hagyrðing.

4. Borgþór ræddi um vandræði við að fá fólk til að planta og einnig það sem hann hefur áður minnst á að verðmeta skóga á bújörðum. Stefnt að því að legjja fram tillögu á aðalfundinum varðandi það. Halldór ræddi um nausyn þess að koma upplýsingum um bændaskógræktina til almennings og líka að hrista upp í bændunum sjálfum í því skyni að þeir verði betur meðvitaðir um sína hagsmuni og þá verðmætasköpun sem verður með skógræktinni.

Fundur 6

Stjórnarfundur sem er símafundur 26.9. 2016 mættir Maríaan, Borgþór, Helgi, Halldór og Bj. Ármann og hefst hann kl 20.03.

Dagskrá:

 1. Skipulag v. Landsfunar

 2. Fræðslumál fyrir skógarbændur

 3. Önnur mál

 4. Fundurinn: Maríanna setur fund og fer yfir nokur atriði varðandi aðalfundinn. Frekar dræm skráning er á fundinn og árshátína á okkar svæði og ákveðið að hnykkja betur á því með öðrum tölvupósti þegar nær dregur en slík hvatning fór út fyrir tveimur dögum. Fúsi á Brekku hefur tekið að sér að vera veislustjóri. Bjarni Björgvins og Elín Rán verða fundarstjórar og Arnar Sigbjörns ritar fundargerð ásamt Freyju Gunnars. Móttaka verður í Safnahúsinu á laugardaginn fyrir árshátíð en þar sem aðalfundur SSA verður á sama tíma verða veitingar ekki í boði sveitarstjórnar eins og áætlað var heldur hefur verið leitað til Hitaveitunnar og ætlar hún að leggja fram 50 þús. í veitingar jafnframt því sem Jói Gísli ætlar að leita til Bústólpa eftir frekara fjármagni. Jón Arngrímsson ætlar að spila fyrir dansi eftir árshátíðina jafnframt því sem hann er tilbúinn að koma í Miðhús og lífga upp á stemminguna með því að stjórna fjöldasöng á föstudaginn Búið er að ráða söngflokkinn Seljan til að koma fram á árshátíðinni og kostar það 50 þús. og Halldór upplýsir að Andrés Björnsson ætlar að flytja gamanmál. Greiðslur til Andrésar, Fúsa og Jóns ekki full frágengnar. Ákveðið að leita til Þrastar skógræktarstjóra með að flytja hátíðarræðu á árshátíðinni. Maríanna hefur sent út boðskort á fundinn til 7 aðila: Sveitarstjóra, forseta bæjarstjórna, form bæjarráðs frá Fljótsdalshéraði ásamt oddvita Fljótsdalshrepps, hitaveitustjóra og Hafliða í Arion banka v/ fjástuðnings og Þórs Þorfinnssonar v/ skógræktarfél Austurlands. Kynningar/sölubásar verða í Valaskjálf á föstudeginum meðan fundurinn stendur yfir. Þeir sem ákveðið var að leita til eru Eik Miðhúsum, Holt og heiðar Hallormsstað og ætlar Maríanna að hafa samband við þau. Skógarafurðir Viðvöllum og Baldur og Bragi á Hallormsstað og ætlar Helgi að hafa samband við þessa aðila. Jafnframt hefur Hraundís Guðmundsdóttir á Rauðsgili í Borgafirði beðið um að fá að koma sínum nudd og ilmolíum á framfæri og ætlum við að verða við því. Hér er stjórn mögulega að gleyma einhverjum sem eiga fullt erindi með sína framleiðslu en það verður að koma í ljós og ekki er búið að loka neinu. Skógargangan: Kolla frá Grund og Birna á Hákonarstöðum bjóðast til að baka og var ákveðið að þiggja það og bjóða gestum upp á bakkelsi með ketilkaffinu sem verður á Miðhúsum. Á Miðhúsum verður sýning á skógarvinnsluvélum og var ákveðið að athuga með að fá ,,stóra kurlarann“, staura og uppl. um stauravél Magga í Mihúsaseli – Helgi ætlar að sjá um það. Fellingahaus Einars á Teigabóli og ætlar Borgþór eða Helgi að athuga það ásamt því hvort þeir geta tínt saman eitthvað fleira sem skemmtilegt er að skoða. Halldór ætlar að tala við Finn Þorsteins um að koma með ,,litla kurlarann“. Tillögur: Síðasta mál undir þessum dagskrárlið voru tillögur fyrir aðalfund. Björn Ármann ætlar að setja saman tillögu er varðar umhirðu á skógi frá plöntun til lokahöggs og þá ekki síst greiðslur fyrir þá vinnu. Þessi tími er ríflega heil starfsævi og mikilvægt að fólk hafi eitthvað að starfa sem greitt er fyrir jafnframt því að tengja það ræktuninni. Borgþór ætlar að taka saman það sem hann finnur um verðmat bændaskóganna og setja saman í tillögu ásamt Birni Árm. en ljóst er að þegar kemur að lokahöggi falla til afuriðr sem verða milljarða virði og því eðlilegt að menn fari að leita skynsamlegra leiða til að verðmeta ræktunina.

 5. Skógræktin er með deild innan síns skipurits sem á að hafa á hendi fræðslumál, bæði fyrir starfsmenn og bændur sem viðhöfum áhuga fyrir að nýta okkur. Ýmislegt rætt án þess að ákveðin niðurstað fengist en nefnd voru fréttabréf, skoðunarferðir námskeið o.fl.

 6. Maríanna talaði við Sherry og Þröst varðandi styrkumsókn til umhverfisráðuneytisins til að greiða fyrir vinnu við safna saman grisjunarvið og koma til kurlunar fyrir kyndistöð Skógarorku. Þau voru jákvæð í því og verður sótt um 3,3 millj. á ári í þrjú ár í þetta verkefni. Upphæðin gæti þó orðið eitthvað hærri ef hún á annað borð fæst. Umsóknin verður alfarið á vegum FSA.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 20:50

Halldór Sigurðsson ritaði fundargerð

Fundur 7

Fundargerð.

Fundur í stjórn 3. nóv. 2016 haldinn í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl 20. Allir stjórnarmenn mættir.

 1. Uppgjör v/landsfundar. Farið yfirinnkomu og það sem er ógreitt v/aðalfundar Lse og árshátíðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða tekna og gjalda, það mun koma fram í uppgjöri þegar allt liggur fyrir.

 2. Væntanlegur er styrkur úr kolefnissjóði sem kemur frá Umhverfisráðuneytinu til að greiða bændum fyrir útdrátt á kurlunarvið sem síðan fer í brennslu hjá Skógarorku á Hallormsstað. Á verkefni fyrir Skógarorku.

 3. Árgjald. Yfirfara félagaskrá þannig að hægt sé að innheimta árgjöld 2015 samkv. ákv. Aðalfundar 2015.

 4. Formannafundur verður í Reykjavík á morgun. Maríanna verður í Skype sambandi

 5. Önnur mál. a) Rætt um bréf frá Hrönn varðandi að taka jólatré úr reitum reitum. Maríanna ræðir á formannafundi hvernig staðið sé að því og hvort hafa þurfi samráð við Skógræktina eða eðjafnvel fá leyfi. Borist hefur beiðni frá Fljótsdalshérði um kaup á 12 jólatrjám.

b) Borgþór – hvað verður með afurðamiðstöð skógarafurða í framhaldi af skýrslunni ,,Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi“.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 20:30

H. Sig. fundarritari

Fundur 8

Fundargerð

Stjórnarfundur 30. nóv 2016 kl. 20 Mættir: Maríanna, Helgi, Boggi, Björn, Halldór auk Jóa Gísla og Hrannar.

 1. Borist hefur brét frá Bjarka Jónssyni hjá Skógarafurðum ehf. varðandi erfiðleika við að að koma í framleiðslu nýjum afurðum. Það þarf að binda töluvarða peninga í slíkri brautryðjenda framleiðslu og hjá fyrirtæki sem hefur veriðað byggja sig upp liggur slíkt ekki á lausu. Stjórn hefur ekki mörg spil á hendi varðandi þessi mál en er vill gjarnan hitta Bjarka og fara yfir málið með honum. Framleiðnisjóður, Uppbyggingasjóður Austurlands og Nýsköpunarsjóður hafa veitt fé til slíkra verkefna og hugsanlega má auka hlutafé.

 2. Hugmynd er uppi með að afmarka ógrisjuð skógrækgarsvæði á þremur stöðum og gera samanburð á afköstum og hagkvæmni á útdrætti á kurlviði samtals 500 m3 sem síðan verður nýttur til brennsluhjá Skógarorku á Hallormsstað. Verkefnið á að vinna í samráði við Skógræktina og gera skýrslu um verkefnið. Fjármagn fæst hjá Umhverfisráðuneyti, u.þ.b. 3.000.000 kr. Skógarorka greiðir kr. 6.812 á m3 af kurli (kurlvið) og styrkurinn leggst þar ofan á að frádregnum kostnaði við skýrslugerð. Félagið kemur að því að finna álitleg svæði og aðstoða við skýrslugerð.

 3. Verkefnið ,,efnisrannsókn í skógi“ sem félagði aðstoðaði við að fá fjarmagn til úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Styrkurinn var upp á 800 þúsund og Maríanna ætlar að fara í gegn um málið með Láru Vilbergs.

 4. Björn Ármann ætlar að fara yfir félagatal og senda út innheimtur f. árgjöldum. Greiða á áætlað árgjald til Lse á morgun en þá er gjalddagi.

 5. Önnur mál. a)Hrönn sagði frá útgáfu blaðsins ,,Við Skógareigendur“ sem verður dreift í alla póstkassa í dreifbýli alls 6.200 eintök + 1.300 eintök til annarra.

b) Starfshópur um hlutverk og samskipti við Skógræktina, Edda er okkar fulltrúi.

c) Starfshópur um verðmæti skógræktar á bújörðum sbr. samþ. aðalf. Lse. Borgþór kom inn á nýtingaráætlanir sem vantar á skógarjörðum (umhirðuáætlun). Nýtingaráætlun tekur í raun við af umhirðuáætlun. Hún segir til um hvaða verðmæti eru til í skógunum , hvaða viður og hvaða magn. Réttur tími til að vinna þetta er þegar búið er að bila.

d)Barramarkaður verður 17. Des.

e)Rætt um jólatrjásölu.

Fundi slitið kl. 22

H.Sig. fundarritari

bottom of page