Verkefni febrúar mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur
Nú eru dagarnir farnir að lengjast með fjölbreyttu veðurfari og lægðagangi með roki og rigningu eða snjókomu í kjölfarið sem á það til að tefja samgöngur milli landshluta. Á svona dögum er ágætt að sitja inni og líta til baka á árið sem leið. Fáir skógarbændur eru komnir svo langt að vera farnir að selja jólatré í einhverju magni en nokkrir hafa þó selt nokkuð af jólatrjám ásamt skógræktarfélögum og Skógræktinni. Frá Austurlandi fór skv. Jóhanni Þórhallssyni 550 jólatré frá fjórum mismunandi bæjum. Trén voru selda hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Hjá Skógræktunni var smá aukning miðað við söluna 2015. Stafafura seldist mest á Suðurlandi en rauðgreni og blágreni seldist líka ágætlega (Hreinn Óskarsson) Hjá skógræktarfélögunum voru seld aðeins færri tré miðað við árið á undan (Einar Gunnarsson). Fyrir norðan gekk salan vel bæði hjá Sólskógum og Skógræktarfélagi Eyfirðinga sem seldu trén beint frá skógi, til fyrirtækja og nokkur torgtré til nágrannasveitafélaga. Það var eins og undanfarin ár mikil eftirspurn eftir stafafuru en minni eftir rauðgreni. Framboð á íslensk ræktuðum jólatrjám var ekki nóg til að anna eftirspurninni og nánast allt sem kom til sölu var selt ásamt dönskum norðmannsþin sem líka seldist vel skv. Kristni Einarssyni, Húsasmiðjunni. Nánara uppgjör verður birt hjá Skógræktarfélagi Íslands í Skógræktarritinu. Þetta eru góðar fréttir sem beinda til að áhugi fyrir íslensk ræktuðum jólatrjám sé á uppleið og að markaðurinn getið tekið við mun fleiri jólatrjám en framleidd eru í dag. Því er mikilvægt að halda áfram að gróðursetja, að sinna þeim trjám sem eru komin í vöxt og fá yfirlit yfir þann fjölda sem verður tilbúin fyrir næstu jól. Tíminn er fljótur að líða! Hjá Skógræktinni hafa orðið ýmsar breytingar undanfarið ár með samlagningu, hagræðingu o.fl. Heimasíða Skógræktarinnar hefur lítið breyst og á henni eru margskonar áhugaverðar upplýsingar og fróðleikur. Meðal annars er flipi sem heitir „Jólatré“. Þar hefur Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar sett saman „Dagatal jólatrjáabóndans“ úr efni sem hefur komin fram í fréttabréfinu undanfarin ár. Í dagatalinu er auðvelt að sjá hvaða verkþáttum er mælt með að sinna í hverjum mánuði. Hægt er að finna fræðsluefni o.fl. tengt jólatrjáaræktun á slóðinni: http://www.skogur.is/utgafa-og-fraedsla/jolatre/umhirda-ogklipping-jolatrjaa/ Evrópsku jólatáaræktunarsamtökin „Christmas trees growers council of Europe“ (CTGCE, http://www.ctgce.com/index.php/en/ ), sem Íslandi er aðila að, voru með fund nú í febrúar í Þýskalandi. Þar var rætt um ýmislegt, meðal annars um sumarfundin sem verður í Bretlandi 2017. Öllum jólatrjáaræktendum frá löndum sem eru í CTGCE er boðið að taka þátt í þessum viðburði – Íslendingum líka! Fundurinn sem er fróðleg og áhugaverð samkoma með jólatré sem viðfangsefni verður í ár haldin frá 30. maí til 2. júní í Birmingham í Bretlandi. Þátttakendur sem skrái sig fyrir 31. mars borga 450 £ (61.100 ísl. Kr). Í þessu verði er allt innifalið nema flugferð frá Íslandi til Bretlands (sjá viðhengi). Ég hvet alla sem langar að kynna sér jólatrjáaræktun í Bretlandi að drífa sig! Þetta verður spennandi, lærdómsríkt og skemmtilegt! Það er kostur að kunna eitthvað í ensku eða þýsku en ekkert skilyrði. Frekari upplýsingar um sumarfundinn má fá með að hafa samband við Else (GSM: 867-0527).
Else Möller, 27.02.2017