Aðalfundir FSA

March 30, 2019

Aðalfundur 2019


​​Aðalfundargerð

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi,

haldinn í Barnaskólanum Eiðum 20. mars 2019 og hefst kl. 20:05.

 

Maríanna formaður setur fund og býður menn velkomna. Síðan afhendir hún Bjarna Björgvinssyni fundarstjórn og Halldór Sigurðsson ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

1 Fundur settur, lögmæti fundar kannað.

2 Skýrsla stjórnar – formaður, Maríanna.

3 Endurskoðaðir reikningar lagðirr fram – gjaldkeri, Jói Þórhlls.

4 Umræður um skýrslu og reikninga.

5 Inntaka nýrra félaga.

6 Félagsgjöld ársins ákveðin.

7 Tillögur um lagabreytingar

8 Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

9 Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.

10 Önnur mál

11 Fundi slitið

 

1

Fundarstjóri úrskurðar lögmæti fundar en mættir eru 23 samkv. lista sem gengur á fundinum. Síðan er gengið til dagskrár.

 

 

2

Skýrsla stjórnar FSA fyrir árið 2018 sem Maríanna formaður flytur.

Stjórn félagsins var á síðasta starfsári skipuð Maríönnu Jóhannsdóttur, Halldóri Sigurðssyni, Borgþóri Jónssyni, Jóhanni Þórhallssyni og Jónínu Zophoníasdóttur. Varamenn eru Karl Jóhannsson og Lárus Heiðarsson.

Stjórnin hélt 8 formlega fundi og fundargerðirnar má finna á vef LSE.

Það var eitt og annað gert í nafni félagsins og má þar nefna að:

 

- Í janúar kom Haraldur Geir frá Brunavörnum á félagsfund til okkar og hélt erindi um brunavarnir í skógi.

 

- 19. apríl var haldið upp á 30 ára afmæli félagsins með vel heppnaðri veislu og skemmtidagskrá hér í Barnaskólanum á Eiðum. Þar komu margir að undirbúningi og farið var yfir ræktunarsögu svæðisins í máli og myndum. Félagið fékk að gjöf grillstand frá LSE sem nýtist til meðal annars til gera ketilkaffi á samkomum okkar. Færum við þeim kærar þakkir fyrir.

 

- 11. maí fór stjórnin í dagsferð með Njáli Trausta þingmanni kjördæmisins um Fljótsdal og Velli þar sem áherslur okkar í skógræktarmálum voru settar fram.

 

-11. júní var á Höfða á Völlum afhjúpaður minningarskjöldur um Sherry Curl í nafni skógarbænda á Austurlandi. Sköldurinn var unninn í lerkiplötu frá Víðivöllum og unninn af Krossdal framleiðendum. Halldór Sigurðsson sá ásamt fleirum um hönnun og uppsetningu. Þröstur gekk svo með okkur um trjáræktina á Höfða og sýndi ýmislegt markvert sem þar er að finna.

 

- 23. júní var skógardagurinn haldinn en félagið kemur mikið að undirbúningi þess dags. Þar hafa Helgi á Setbergi og Jói Þóhalls, gjaldkeri stjórnar séð að miklu leyti um skipulagningu og stórnunarvinnu fyrir hönd okkar skógarbænda.

 

- Farin var hópferð á aðalfund LSE sem haldinn var á Hellu 6.-7. Október. Þar létu félagsmenn okkar til sín taka í girðingatillögumálum og fleiru sem snertir hag okkar skógarbænda.

 

- 1. desember var haldið fræðslukvöld með matarveislu fyrir skógarbændur. Þar hélt Lárus Heiðarsson erindi þar sem hann kynnti áætlanaforrit til nota í skógrækt.

 

- 15. desember var Jólakötturinn, sem er langstærsti jólamarkaður á Austurlandi haldinn í samstarfi við Skógræktina. Að þessu sinni var húsnæðið ekki eins og við þekkjum í gróðurhúsi Barra heldur í frystinum, aðstöðuhúsinu og á milli þessara húsa á Valgerðarstöðum. Þetta fór fram í góðu samstarfi við Wasabi ræktendur þar.

 

- Á félagsfundi í desember 2017 var ákveðið að koma á samræðu milli bæjarmálayfirvalda og félagsins með mögulega aðstöðu fyrir bændur í því húsi. Því var hafnað eins og við settum það fram, það er upphaf að vinnslu skógarafurða þar sem bændur gætu komið með sínar afurðir og greitt leigu fyrir. Hins vegar var líka uppi sú hugmynd að vera með eins konar bændamarkað þar sem seldar yrðu vörur af svæðinu í samstarfi við Búnaðarsambandið – og fyrir ekki mjög löngu síðan kom erindi frá bænum um að þar er áhugi fyrir slíku. Við viljum heyra í ykkur hér í kvöld með það – er áhugi fyrir hendi? Sá markaður yrði hugsanlega jólatrjáasala í desember en annars markaður þar sem leigð yrðu út sölupláss og einnig möguleiki á námskeiðahaldi.

 

-Girðingareglur er eitt af því sem stjórn og félagar hafa unnið vel að og það má segja að okkar tillaga að gerð og vinnulagi hafi á endanum verið viðurkennd því Skógræktin gerði hana að sinni. Það voru reyndir bændur sem eiga heiðurinn að þeirri vinnu.

 

- Taxtar fyrir næsta ár hafa nýverið verið kynntir og stjórn FSA gerði samskonar athugasemd við þá nú og á sl. ári en þá náðum við okkar áherslu í gegn. Skógræktin hefur kosið að miða taxtahækkanir við vísitölu framfærslukostnaðar og neysluverðs en okkur finnst eðlilegra að miða hækkun við launavísitölu. Ef það yrði gert næðum við 6% hækkun sem annars er 3,7%. Þetta snýst jú fyrst og fremst um að fá greidd laun fyrir vinnuna við skóginn og þá auðlind sem þar verður til.

 

- Ný lög um skóga og skógrækt bíða fyrstu umræðu í þinginu og þau lög eru ekkert sérstakt gleðiefni fyrir skógarbændur. Þar er lýðræðisleg aðkoma skógarbænda ekki virt. Það er að segja að fyrir sameiningu skógræktarverkefnanna við Skógræktina höfðu fimm skógarbændur beina aðkomu að málefnum landshlutabundinna skógræktarverkefna með setu í stjórn þeirra. Við teljum að þátttaka skógarbænda í ákvarðanatöku hafi reynst vel og að það sé óeðlilegt og ósanngjarnt að taka ekki jafnmikið tillit til ákvarðanatöku bænda og áður var gert. Það hafa engin rök komið fram sem útskýra þetta. Það hvílir engin skylda á Skógræktinni að taka tillit til skoðunar skógarbænda.

 

- Á sl. ári gekk illa fyrir marga sem unnu í skógunum að fá laun sín greidd innan eðlilegs tíma og greiðslur drógust úr hömlu. Skýringar hafa borist frá Skógræktinni um ástæðu þessa og þeirra leið til að forðast það að slíkt hendi aftur er að reikningar verða framvegis greiddir gegnum annað kerfi.

 

 

3

Jóhann gjaldkeri fór yfir reikninga. Þar kom fram að rekstrartekjur voru kr. 3.888.580 og rekstrargjöld kr. 4.134.166 og því var tap á árinu kr. 245.586 fyrir fjármagnsliði.Fastafjármunir eru kr. 1.871.580 og veltufjármunir kr. 2.491.166 eða kr. 4.362.746 alls og lækkar um kr. 357.325 milli ára.

 

 

4

Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar og reikninga en enginn kvað sér hljóðs og voru reikningar samþykktir samhljóða.

 

 

5

Inntaka nýrra félaga. Einar Sveinn Friðriksson á Valþjófsstað gengur í félagið.

 

 

6

Fyrir liggur tillaga frá stjórn um óbreytt félagsgjöld. Þ.e. 10.000 kr/per býli og 1.500 kr pr. félagsmann. Samþykkt með þorra atkvæða.

 

 

7

Engar tillögur liggja fyrir um lagabreytingar.

 

 

8

Kosning stjórnar og varastjórnar:

Stjórnin endurkjörin með lófaklappi, þ.e. Maríanna Jóhannsdóttir, Halldór Sigurðsson, Borgþór Jónsson, Jóhann Þórhallsson og Jónína Zophoníasdóttir. Varamenn eru Karl Jóhannsson og Lárus Heiðarsson.

Það sama á við um um skoðunarmenn en Edda Björnsdóttir og Elvar Brynjólfsson eru bæði endurkjörin.

 

 

9

Jóhann Gísli Jóhannsson er tilnefndur sem aðalmaður til setu í stjórn Lse og Maríanna Jóhannsdóttir til vara.

 

 

10

Þröstur skógræktarstjóri fór yfir nokkur atriði.

 

a) Skógræktarlög í 2. Umr. á Alþingi, lögin um skógrækt á lögbýlum eru nánast óbreytt samkvæmt frumvarpinu

 

b) samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar lítur út fyrir að helsta hlutverk Skógræktarinnar verði kolefnisbinding. Peningar í verkefnið eru ekki miklir á þessu ári en eykst.

 

c) Áætlað er að framlög til plöntunar verði greidd út á hektara en ekki plöntufjölda eins og verið hefur. Þetta er m.a. vegna þrýstings frá ráðuneytinu þar sem menn standa á bremsunni hvað varðar peninga í snemmgrisjun sem verður ódýrari ef plantað er færri plöntum á flatareiningu.d) Ný hugmynd er að allar plöntur verði fluttar í pappakössum frá gróðrastöð alla leið heim til bænda með vöruflutningafyrirtæki. Hafnar eru viðræður við Samskip um þessa flutninga en af þessu verður þó ekki á yfirstandandi ári. Skógræktin greiddi 17 milljónir fyrir rekstur dreifingarstöðva s.l. ár og er von um að nýtt fyrirkomulag lækki þennan kostnað. Ekki verður plantað meira en 2.500 plöntum á hektara. Lifun upp á 2.000 tré/ha er nóg. Mikilvægt að skipuleggja sig vel við plöntun s.s. – hve mörg skref eru á milli þess sem plöntustafurinn er rekinn niður, beinar gróðursetningalínur og dreifa plöntubökkum um svæðið þannig að sem minnst þurfi að ganga til að sækja plöntur. Allar breytingar á plöntun, trjáfjölda o.fl. verður að líta á sem leiðréttingu á vinnubrögðum. Með þessu á fyrst og fremst að fara betur með fjármagn.

 

Jói Þórhalls spyr um peningamál. Hvernig geta bændur og Skógræktin náð til pólitíkusa um meira fjármagn til bændaskógræktar. Það þýðir ekki segir Þröstur. En peningar úr kolefnisverkefni verða vonandi til allra þátta bændaskógræktar. Tugir milljóna strax á þessu ári til skógræktar á lögbýlum og mun aukast.

 

Lárus upplýsti að síðasta ár voru gróðursettar 460 þúsund plöntur á um 50 jörðum. Millibilsjafnað var á 45 ha á 17 jörðum en mikið liggur fyrir. Slóðagerð var 5 km og kostaði 10 milljónir.

 

Hlynur Gauti skýrði frá afdrifum tillagna frá aðalfundi Lse. og hvatti fundarmenn til að huga að tillögum fyrir næsta aðalfund Lse sem verður í Kjarnalundi Akureyri 11.-13. okt.

 

„Við skógareigendur“ fáum pláss í Bændablaðinu til birtingar efnis um skógrækt, en frá áramótum hefur verið hörgull á efni til birtingar í blaðinu og því minni umfjöllum en til stóð. Hlynur auglýsti eftir efni í blaðið.

 

Landbúnaðarklasinn, sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni arðsemi í gegnum nýsköpun og fagmennsku í landbúnaði er að kanna möguleika á að nota lerkisag til íblöndunar í fiskafóður.

 

Þá kynnti hann verkefnin ,,Gæðafjalir“ sem er verkefni sem unnið er að í þeim tilgangi að finna staðla fyrir ísl. timbur, hönnun vörulínu í húsgögnum, bók um tré sem er kynnt á fundinum og er fjáröflun fyrir félagið.

 

Alþjóðadagur skógarins er á morgun.

 

Ferð skógarbænda til Danmerkur 23. – 27. ágúst í sumar.

 

Að lokum kynnti hann nokkra bæklinga.

 

Jóhann Gísli kynnti einhverskonar afslætti til félagsmanna Lse. Þakkaði stjórn fyrir vel unnin störf og fyrir gott samstaf við Fsa.

 

Maríanna spurði hvort áhugi væri fyrir bændamarkaði í Blómabæjarhúsinu í samstarfi við Búnaðarsambandið. Stjórn falið að vinna í málinu.

 

Sagt frá fyrirhuguðu námskeiði með Óla Odds sem féll niður um daginn vegna veikinda og fyrirhugaðri heimsókn skógarbænda í Hjartarstaði.

 

Fundi slitið kl 22:22.

 

Fundarritari. Halldór Sigurðsson

Fundarstjóri.  Bj. Björgvin

 

 

 

 

​​Aðalfundur 2018

 

 

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi
Haldinn í Barra á Valgerðarstöðum 12. mars 2018 kl. 20:00

 

Mættir: - listi var látinn ganga og allir skrifuðu sig á hann. 38 mættu á fundinn.
Maríanna formaður setur fund og afhendir Bjarna Björgvinssyni fundarstjórn og Elín Rán Björnsdóttir
ritar fundargerð.


Bjarni tekur við stjórn fundarins og gengið er til dagskrár samkvæmt samþykktum félagsins.
1. Fundur settur. Lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar frá síðasta aðalfundi
3. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir.
4. Inntaka nýrra félaga
5. Félagsgjöld ársins ákveðin
6. Lagabreytingar, hafi komð fram formlegar tillögur þar um og kynntar með fundarboði
7. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Tilnefnda aða- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið.

 


1. Boðað var til fundarins samkvæmt lögum félagsins og því er fundur lögmætur.
Fundarboð var sent út í tölvupósti og ýtrekað. Fundur var löglega boðaður. Engar athugasemdir við
fundarboðið.


2. Formaður flytur skýrslu stjórnar Félags skógarbænda á Austurlandi.
Maríanna formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar.
Síðasta starfsár sátu í stjórn Maríanna sem formaður, Halldór Sigurðsson, Jóhann Þórhallsson, Borgþór
Jónsson og Guðný Drífa Snæland. Varamenn voru Lárus Heiðarsson og Karl Jóhannsson. Frá síðasta
aðalfundi hefur stjórn fundað 14 sinnum formlega, það liggja 14 fundargerðir stjórnar inni á
skogarbondi.is.
Maríanna sagði frá fráfalli Sherry Curl sem var áfall fyrir alla skógarbændur. Mikill missir af góðum
samstarfsfélaga og vini. Stefnt er að því að heiðra minningu hennar með minningarskildi. Hann verður
afhentur uppi í Höfða hjá Þresti.
Maríanna fór yfir þau hagsmunamál sem stjórnin hefur verið að vinna að, nefndi þar til dæmis
girðingamál og taxtar skógræktarinnar.
Félagið stóð fyrir ferð á landsfund LSE til Reykjaness við Ísafjarðardjúp. Farin var ferð í Fljótsdalinn 18.
nóvember að skoða skógræktina á Droplaugarstöðum og Brekkugerði. Félagsfundur var haldinn 18.
desember þar sem Sigríður Júlía ræddi með þeim ýmis mál. Haldinn var fundur um girðingamál,
brunavarnir í skógi og fleira þann 31. janúar. Framundan er er t.d. fræðslufundur fyrirhugaður um
hvernig rækta á gæðaskóg þann 4.apríl. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að bændur hafi
aðgengilegan gagnagrunn með upplýsingum um skóginn sinn.
Nokkrir samráðfundir með LSE hafa verið haldnir og gengur sú samvinna vel.
Komið var inn á breytingar á lögum um skógræktina eftir sameiningu, minnst á kurlarann, og komið inn
á að fé vantar í geirann.
Samráðsfundir með skógræktinni eru haldnir tvisvar á ári með formönnum félaganna og stjórn LSE.
Þetta er góður vettvangur fyrir skógarbændur til að koma sínum málefnum á framfæri. Skógarbændur
hafa mikið til málanna að leggja og mikilvægt að þeir fái að koma að ákvarðanatöku í þeim málum er
snúa að þeirra málum innan skógræktarinnar en það er eitt af baráttu málum okkar að fá sterkari rödd
í ákvarðanatökunni. Það er umhugsunarefni að þeir peningar sem fara í Skógræktina gegnum
landshlutaverkefnin í fjárlögum fyrir árið 2017 fá landshlutaverkefnin 461,1 milljón kr. skógræktin fær
345,3 milljónir og Hekluskógar 27,5 milljónir kr. Það er því þannig að meira en helmingur fjárveitinga
ríkisins til Skógræktarinnar koma gegnum landshlutaverkefnin gömlu og innan við helmingur þess fjár
fer í vinnu á skógræktarjörðum bænda sem stöðugt eiga að taka á sig kjaraskerðingar. Kannski þarf að
endurskoða eitthvað einhversstaðar.
Stærstu verkefni félagsins eru Skógardagurinn mikli og Barra markaðurinn. Óljóst er með Barra
markaðinn á næsta ári þar sem búið verður að loka Barra á þeim tímapunkti. Huga þarf að framtíðar
möguleikum þar.
Hugað hefur verið að þeim möguleika að fá Blómabæjarhúsið fyrir afurðastöð bænda og ef vilji er fyrir
því hér á fundinum verður þeirri vinnu haldið áfram. Möguleikarnir sem þar skapast gætu t.d. verið að
bændur geta flett timbur og sagað ef við verðum okkur úti um vélar til þess, þar væri hægt að halda
námskeið, vera með markaðsdaga – hugsanlega í samstarfi við önnur búgreinafélög í sveitarfélaginu,
hægt væri að kynna bændaskógrækt, vera með jólamarkað og fleira. Ef af yrði myndum við leita til
Austurbrúar um gerð viðskiptaáætlunar.
Stjórnin hefur kynnt sér aðeins tækni til að afurðameta skóginn.
Afmælishátið félagsins verður haldin í vor – Allir hvattir til að taka 20. apríl frá. Edda á Miðhúsum ætlar
að fara fyrir afmælisnefndinni og með henni verða Jói Gísli og Jói Þórhalls auk þess sem gamall og
góður félagi Magnhildur Björnsdóttir ætlar að starfa með hópnum. Þau kalla svo til sín fólk eftir
þörfum.
Athugasemd kom frá Þresti, starfsmanni Skógræktarinnar um að reglugerð væri í undirbúningi, ekki
alveg í smíðum, og til stæði að skógarbændur kæmu að því verkefni
Klappað var fyrir Maríönnu í lok flutnings.


3. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram og afgreiddirJóhann gjaldkeri kynnti ársreikninga, þeim var dreift til fundarmanna.
Vakin var athygli á því að ekki voru rukkuð félagsgjöld fyrir árið 2015 en þau voru bókfærð. Til stendur
að rukka félagsgjöldin fyrir 2015 annaðhvort með 2018 gjöldunum eða sér.
Mjög stór hluti félaggjalda fara til LSE.
Rúnar Hjartarson kveður sér hljóðs – segir ferðakostnaður og uppihald lág tala. Afurðastöðin, spurt
hvað er að gera þar? Maríanna svaraði að það sem snýr að afurðamálum sé samstarfsverkefni við LÍ.
Edda Björnsdóttir spyr hvort dreifa eigi rukkun félagsgjaldanna, þeirra frá 2015. Jói svarar því að rukka
þurfi þessi gjöld, og séu um 20 þús krónur á lögbýli þá og 3000 á einstakling ef þetta er tekið saman í
einni greiðslu.
Helgi Braga spurði hversu hátt hlutfall af félagsgjaldinu fari til LSE. Jói segir um 80%
Reikningarnir voru bornir undir atkvæði og voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

 

4. Inntaka nýrra félaga
Gísli Örn Guðmundsson og Þórarinn Þórhallsson Þorgerðarstöðum, Guðmundur Óli Guðmundsson og
Haukur Guðmundsson Hrólfsstöðum óskuðu eftir inngöngu í félagið og var það samþykkt með lófataki.


5. Félagsgjöld ársins ákveðin.
Stjórn leggur til að félagsgjöld verði óbreytt 10.000 á býli og 1500 kr. á einstakling. Samþykkt
samhljóða.


6. Engar lagabreytingatillögur voru sendar út með fundarboði.


7. Kosningar
Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna. Stjórn er ekki með formlega tillögu. Núverandi stjórn
gefur kost á sér áfram, nema Guðný Drífa sem gefur ekki kost á sér áfram.
Aðalmenn
Eftirfarandi aðilar voru kosnir með lófataki:
Maríanna Jóhannsdóttir, Halldór Sigurðsson, Jóhann F. Þórhalsson, Borgþór Jónsson
Stungið var upp á og skorað á Jónínu Zophoníasdóttur – samþykkt með lófataki (og með samþykki
hennar)
Varamenn
Lárus Heiðarsson
Karl Jóhannsson
Samþykkt með lófataki.
Skoðunarmenn reikninga
Vignir Elvar Vignisson
Edda Björnsdóttir


8. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.
Jóhann Gísli Jóhannsson verður áfram aðalmaður
Maríanna Jóhannsdóttir varamaður
Samþykkt með lófataki


9. Önnur mál
a) Maríanna segir frá verkefni varðandi skógarafurðir og hönnunarvörur sem tengdust Listaháskóla
Íslands en verkefnið „Umbreyting í skógi“ var unnið í samvinnu við Garðar Eyjólfson lektor í Lí.


b) Sigríður Júlía Brynjarsdóttir sviðstjóri skógarauðlindasviðs skógræktarinnar segir frá starfsemi sl. árs.
Það er því hve mörgum plöntum var plantað og hvernig framkvæmdir gengu fyrir sig. Sagt frá hvernig
hnitsetning í nýskógrækt hefur gengið, sagt frá mikilli aðsókn í nytjaskógrækt og að um 40 nýir
samningar um bændaskógræknt hafa verið afgreiddir.
Kristján spurði hvort það væru engin takmörk á því hvað margir mættu skrá lögbýli til skógræktar.
Skógræktinni er gert að taka við öllum umsóknum. Miðað við núverandi fjármagn sem fer til
skógræktar þá nær skógræktin ekki að anna þessu.
Gildi skógræktarinnar kynnt ma. er þar gildið „samvinna“. Fagsmennska og framsækni eru einnig gildi
Skógræktarinnar.
Óskað eftir að fá kostnaðartölur vegna girðingavinnu í þjóðskógum, viðkomandi (Þorsteinn Pétursson)
mun senda póst á skógræktina. Hugleiðing um hvort það sé í samræmi við það sem skógarbændum er
gert að vinna með.
Rætt um gróðursetningar á síðasta ári voru um 3 milljónir plantna sem voru gróðursettar. Jóhann spyr
hvað það var þegar mest var og svarið var um 6 milljónir.
Sigríður kynnti mögulegar námsleiðir með raunfærnimati og hvatti menn til að skoða þær.
Kynnt var áætlun um lobbí-isma og teymi sem komið var á laggirnar. Þá var sagt frá væntanlegum
fundum þess hóps með yfirvöldum.
Óskað var eftir þvi að fá að koma með tillögu að því hvaðan peningar gætu komið inn í skógræktina.
Lögð fram (munnleg) tillaga úr sal um að lagt yrði niður verkefni um votlendi og sett í staðinn í
skógrækt. Ekki rætt frekar.
Kristján spurði hvort vitað væri hvað ríkið borgaði í sektir vegna loftslagsmála. Tölur sem hafa heyrst
eru allt frá 50 milljónum til 230 milljóna.
Markmið skógræktarinnar 2018 – stefna að stóraukinni gróðursetningu á næstu árum. Útrýma
gömlum lógóum, gera átak í umhverfismálum, grysja meira ofl.


c) Borgþór Jónsson segir vinnu sem hefur verið unnin innan stjórnar til að afurðameta skóg með
drónum og nýjustu tækni sem er notkuð í skógrækt. Mikil þróun er í gagnaöflun í skógrækt, meiri og
betri gögn og því fylgir minni kostnaður til lengri tíma litið. Borgþór hafði samband við 4 fyrirtæki sem
selja búnað og 2 fyrirtæki sem eru verktakar sem skila af sér gögnum tilbúnum. Málið snýst um
stöðumat á skógunum á vissum tíma. Þröstur segir að það skipti okkur máli að hafa stöðumat á þeim
skógum sem á að fara að griskja, en það stöðumat endist okkur í 2-4 ára en eftir það þarf nýtt mat.
Kostnaðurinn sem felst í þessu er um 17 milljónir fyrir alla skóga á Fljótsdalshéraði. Þröstur segir að
verið sé að nota nýja gerð gervihnattamynda og verið sé að bíða eftir gögnum frá Landmælingum
Íslands.
Málið rætt fram og til baka.
Borgþór segir einnig frá plöntunardrónum sem sá fræjum. Borgþór hvetur alla til að fylgjast vel með
þessari tækni, þe. myndgreiningartækni. Skoða hvort það sé vit í þessu og halda áfram þaðan.


d) Lárus Heiðarson segir frá skógargæðum og mælingum sem gerðar voru í haust á fjórum jörðum á
Fljótsdalshéraði sem tóku þátt í tilraunaverkefni. Sturluflöt, Mjóanes, Hartarstaðir og Litla Steinsvað
tóku þátt í þessu.
Rætt um tilvalinn þéttleika í ræktunarreitum. Miðað er við 3000 plöntur á hektara í dag.
Aukinn trjáfjöldi leiðrir til aukinnar viðarframleiðslu og vegna þess þá er mjög mikilvæg að
skógareigendur fylgist með sínum skógi og bætin inn plöntum fyrir þær sem drepast og fækki líka
margstofna trjám sem minnka nýtanlegt rúmmál.


e) Jóhann Gísli formaður stjórnar LSE sagði frá því að búið væri að skipta um framkvæmdastjóra.
Hlynur Sigurðsson er tekinn við. Búið að taka þátt í teymisvinnu og lobbý-isma. LSE er núna statt í
landbúnaðarráðuneytinu en ekki umhverfisráðuneytinu ef menn vilja eitthvað eiga samskipti við
ráðuneytið. Stofnaður var jólatrjáhópur sem er kominn á laggirnar.


g) Tillaga.
Tillaga frá stjórn var send með fundarboði. Hún er svohljóðandi.
Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi haldinn að Valgerðarstöðum 12. mars 2018. Beinir því
til Skógræktarinnar að koma á samráði við skógarbændafélöginn sbr. 6 gr. laga um Skógræktarstofnun
en þar segir í 6.gr. Samráð
,,Skógræktin skal hafa samráð við félag skógarbænda á viðkomandi svæði varðandi áherslur og
framkvæmd skógræktar á lögbýlum og skal funda í þeim tilgangi eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
Skógræktin skal leita umsagnar Landssamtaka skógareigenda við ákvörðun viðmiða fyrir endurgreiðslu
kostnaðar. L.60/2016,6.gr."
Nú er liðið eitt ár frá sameiningu Skógræktar ríkissins og Landshlutaverkefnanna. Það er í gangi
samráðsfundir Skógræktarinnar og LSE tvisvar á ári. Enginn samráðsfundur samkvæmt 6.gr. hefur
verið haldinn með Félagi skógarbænda á Austurlandi. Það er því ósk FSA að Skógræktin komi
lögbundnu samráði á hið fyrsta.
Fundarstjóri las upp tillöguna, spyrt hvort einhverjir vilji tjá sig um tillöguna. Tillagan var borin upp til
atkvæða og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Maríanna spyr hvort áhugi sé fyrir því að vinna að því að fá afnot af húsnæði „Blómabæjar“ sem einu
sinni var. Samþykkt að stjórnin vinni það áfram.


Bjarni sleit fundi kl. 23:04
Fundargerð ritaði Elín Rán Björnsdóttir.
 

 

 

Aðalfundur 2017

 

 

Aðalfundargerð.
Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi haldinn á Eiðum 9. Apríl 2017 og hefst kl. 20:10  Mættir eru 20 bændur.  Maríanna formaður setur fund og afhendir Eddu Björnsdóttur fundarstjórn og Halldór ritar fundargerð. 


    Edda tekur við stjórnartaumum og gengið er til dagskrár samkv. samþykktum félagsins.
1.    Fundur settur. Lögmæti fundar kannað.
2.    Skýrsla stjórnar frá síðasta aðalfundi.
3.    Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir.
4.    Inntaka nýrra félaga.
5.    Félagsgjöld ársins ákveðin.
6.    Lagabreytingar, hafi komið fram formlegar tillögur þar um og kynntar með fundarboði.
7.    Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
8.    Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.
9.    Önnur mál.
10.    Fundi slitið.

 

 

1.    Boðað er til fundarins samkvæmt lögum félagsins og því er fundurinn lögmætur

 

2.    Formaður flytur eftirfarandi skýrslu stjórnar félags skógarbænda á Austurlandi á aðalfundi 2017  Í stjórn sitja Halldór Sigurðsson, Maríanna Jóhannsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Borgþór Jónsson og  Helgi Bragason. 9 stjórnarfundir hafa verið haldnir á árinu. Talsverð vinna stjórnar fór í undirbúning og skipulag aðalfundar LSE sem var haldinn í Valaskjálf 7.-8. október sl.. Fundurinn gekk vel og honum voru m.a. gerð skil í blaði samtakanna, Við skógareigendur í desember sl. Farið var í gönguferð í Miðhúsaskóg þar sem vel var tekið á móti fundarmönnum og eru Eddu og Hlyni færðar kærar þakkir fyrir móttökuna. Þeir skógarbændur sem aðstoðuðu við fundinn fá líka þakkir fyrir sína aðstoð. Þar voru t.d. ritarar, fundarstjórar, framsaga á fundinum frá Bjarka á Víðvöllum og ýmislegt annað. Árshátíðin þótti takast vel, Sigfús á Brekku var veislustjóri og Andrés Björnsson hagyrðingur skemmti, flutt voru tónlistaratriði og leikið var fyrir dansi eftir borðhald. Félagið hefur haft aðkomu að hefðbundnum verkefnum með samstarfsaðilum og þar má nefna 
•    Skógardaginn mikla í Hallormsstaðaskógi var haldinn í 11. sinn og heppnaðist mjög vel í blíðskapar veðri. Samvinna við bændur í öðrum búgreinum gerir þennan dag mun meira áberandi en ef við stæðum ein að honum og þannig teljum við í stjórninni að hann sé vel heppnaður og undirbúningur að næsta skógardegi stendur yfir. 
•     Jólakötturinn í Barra þar sem Helgi Bragason og fleiri skógarbændur hafa staðið að undirbúningi og framkvæmd markaðarins. Nokkrir skógarbændur seldu jólatré og boðið var upp á ketilkaffi og fleira.
•    Ormsteiti á Egilsstöðum þar sem boðið var upp á ketilkaffi, trjábolir voru sagðir, skógarplöntur úr ræktun Barra voru til sýnis. Afurðaskýrsluniðurstöður frá 2016 voru til kynningar af plagötum og bændur svöruðu fyrirspurnum.
Það er mikil vinna sem felst í undirbúningi þessara daga og ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem komu að honum kærlega fyrir vel unnin störf.
•    Félag skógarbænda fékk á fyrra ári 800,000,- styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands vegna verkefnis sem við sóttum um og heitir „Umbreyting – efnisrannsókn í skógi. Verkefnið var unnið í samstarfi við Listaháskólann. Frumkvæði að þessari umsókn kom frá Garðari Eyjólfssyni lektor LÍ og umsóknin var unnin af Austurbrú. Niðurstöður verkefnisins var kynnt á Hönnunarmars í Reykjavík nýverið og verður síðar á árinu kynnt hér heima. 
•    Viðarkyndistöðin á Hallormsstað – beiðni kom á sínum tíma frá Hitaveitunni um beina aðkomu félagsins að viðaröflun. Borgþór í Hvammi var skipaður í nefnd ásamt öðrum til að kanna möguleika á því að halda kyndistöðinni gangandi áfram og sótt var um styrk úr kolefnasjóði Umhverfisráðuneytisins til að greiða fyrir lausn. Við fengum 3 milljónir sem Skógræktin hefur milligöngu um greiðslu á til bænda. Borgþór fór víða um innanvert Héraðið og hafði milligöngu um sölu á efni sem bændur áttu á sínum jörðum.
•    Erindi hefur borist frá Fljótsdalshéraði um sköpun listaverka úr viði  sem verða sýnileg á opnum svæðum. Stjórn tók vel í hugmyndina og þessu verður fylgt eftir.
•    Óskað var eftir því að við tilnefndum fulltrúa í samráðsnefnd fyrir hönd félagsins. Nefndin hefur það hlutverk að móta samstarf Skógræktarinnar og LSE eftir sameiningu. Edda Björnsdóttir er okkar fulltrúi í þeirri nefnd.
•    Stjórnin setti fram athugasemdir  við frumvarp til laga um skóga og skógrækt, þar sem við leggjum höfuðáherslu á að haft verði samráð um þau mál sem snúa beint að skógarbændum.
•    Stjórn okkar félags óskaði eftir hækkun á töxtum við Skógræktina frá því sem lagt var fyrir LSE  og það fékkst samþykkt. Það þýðir 2% hækkun fyrir Austfirðinga en meira fyrir aðra því nú er verið að samræma taxta á landinu.


3.    Fundarstjóri fer yfir reikninga í fjarveru gjaldkera, Björns Ármanns sem ekki gat verið á fundinum. Rekstartekjur voru kr.  4.967.976 en rekstrargjöd kr.  6.702.630. og því var tap fyrir fjármagnsliði upp á kr. 1.734.654 og skapast það fyrst og fremst af lokauppgjöri afurðamiðstöðvarverkefnis en töluverðir styrkir komu út á það verkefni  2015 sem þýddi verulegan hagnað á því ári. Einnig var kostnaður viðaðalfund Lse sem haldinn var á Egilsstöðum s.l. haust. Í efnahagsreikningiu kemur fram að hlutafé í Barra hefur verið fært niður í kr. 0 en eignir alls eru kr. 5.250.304  Umræður um skýrslu og reikninga: Jói Þórhalls spyr um eignfærslu viðarkurlara en hann er í reikningum eignfærður á 1.350.000  Þorsteinn Pétursson spyr um hvort aths. hafi verið gerðar við frumvarp til nýrra skógræktarlaga og var vitnað í fundargerð stjórnar frá 22. Mars 2017. Unnar Elísson spyr um styrki og skýrslu Afurðamiðstöðvar sem áður er getið. Lárus Heiðarsson spyr hvað hækkun á skógræktartöxtum þýði fyrir framkvæmdir. Hækkunin kostar Skógræktina um 2 millj. sem verður tekið af öðrum liðum s.s. slóðagerð og plöntuframleiðslu. Nú ber fundarstjóri upp reikninga og eru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. 


4.    Vilhjálmur Karl Jóhannsson og  Svanfríður Óladóttir á Þrepi ganga í félagið.

 

5.    Fyrir liggur tillaga frá stjórn um að félagsgjald verði hækkað úr kr. 7.000 á skógræktarjörð í kr. 10.000 en gjald pr. einstakling kr. 1.500 verði óbreytt. Samþykkt samhljóða.

 

6.    Engar tillögur að lagabreytingum liggja fyrir fundinum.

 

7.    Björn Ármann og Helgi Bragason vilja draga sig út úr stjórn og í framhaldi af því var gengið til kosninga.


Aðalmenn:
Maríanna                  18 atkv.
Halldór                      17 atkv.
Borgþór                     17 atkv.
Guðný Drífa              17 atkv.
Jóhann Þórh.            13 atkv.
Til vara:
Lárus                          3 atkv.
Vilhjálmur Karl         1 atkv.
Skoðunarmenn:
Elvar og Edda endurkjörin

 

8.    Borgór leggur fram eftirfarandi tillögu.
•    Ályktun aðalfundar félags skógarbænda á Austurlandi
Aðalfundur félags skógarbænda á Austurlandi haldinn á Eiðum 9. apríl 2017 beinir því til til Umhverfis og auðlindaráðuneytis að það hlutist til um að fjárframlög til skógræktar á bújörðum verði aukið nú þegar.


Greinargerð.
    Í hruninu 2008 voru fjárveitingar til skógrektarverkefnanna lækkaðar verulega eins og skiljanlegt er. En þrátt fyrir bættan efnahag á síðustu árum hefur raungildi þessara fjárveitinga farið stöðugt lækkandi.
    Á þessum tíma hefur bæst nýr kostnaðarliður við verkefnið á Austurlandi sem er millibilsjöfnun. Sá liður er algerlega nauðsynlegur þáttur í umhirðu skógarins til að hann verði að auðlind, en ekki „illgresi“.  Með nauðsynlegri umhirðu mun ræktunin fá verulegt efnahagslegt gildi í stað þess að vera sóun á landi og til ama fyrir þá sem um það fara.
    Til að reyna að mæta að hluta til þessari þörf fyrir umhirðu, hafa  fjárveitingar til nýgróðursetninga verið skornar niður þannig að sá þáttur er kominn langt niður fyrir það sem nauðsynleg er til að samfella fáist til lengri tíma í skógarnytjarnar. Timburiðnaður sem stendur frammi fyrir áralöngu gati í framboði á hráefni á sér ekki bjarta framtíð.
    Nú hefur í raun verið þrengt svo að verkefninu á Austurlandi að fljótlega verðum við að taka ákvörðun um að hætta frekari plöntun, en reyna þess í stað að bjarga sem mestu af þeim skógi sem þegar hefur verið plantað.
Jói Þórhalls leggur til að kolefnisbindingu verði bætt inn í tillöguna, Lárus kemur mælir með að ,,illgresi” og sóun á landi verði lagfært og síðan er tillögunni vísað til stjórnar.

 

•    Jói Gísli fer yfir verkefni Lse sem nú er tengt B.Í. meira en áður og fjárveiting til Lse kemur í gegn um rammasamning nýrra búvörusamninga og er 14-15 millj næstu 4 ár. Þá fór hann yfir tillögur frá síðasta aðalfundi Lse og sagði frá nýrri heimasíðu og Fésbókarsíðu.
•    Kalli spyr um Skógarorku á Hallormsstað sem nú stefnir í að verði lokað í næsta mánuði.  Það varð kveikja að löngum og líflegum umræðum þar sem Borgþór fór m.a. yfir framboð af kurli, jafnframt því að greiðslugeta kyndistöðvarinnar fyrir kurl dygði aðeins fyrir kurlun og flutningi en þá væri vinna bóndans óbætt og því varla raunhæft að hægt sé að útvega hráefni fyrir stöðina. Þá sagði hann þetta aðeins vera fyrstu erfiðleikana sem bændur standa frammi fyrir því mikið vanti upp á  skráningu skógræktarsvæðanna og úttekt á þeim viði sem þar er til staðar. Þetta verði varla lagfært nema til komi kerfi með rafrænum umhirðuáætlunum. Jói Þórhalls tók í sama streng og sagði nú aðeins millibilsjafnaða um 100 ha á ári en þyrftu að vera 300. Lárus lagði orð í belg og sagði þetta allt af vera vandamál í skógrækt, enda féllu 80-90% verðmæta skógarafurða til við lokahögg.

                                                                                                 Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 22:48


Fundarritari.                                                                                                              Fundarstjóri.

_____________________                                                                                       _____________________                    

Halldór Sigurðsson                                                                                                     Edda Björnsdóttir

 

 

 

 

Aðalfundur 2016​​

Fundargerð Aðalfundur 2016
19. apríl í húsnæði Barra ehf. og hefst kl 20:05 Maríanna formaður býður fólk velkomið og
setur fund. Hún skipar Jóhann Þórhallsson fundarstjóra og Halldór fundarritara.
Fundarstjóri leggur fram eftirfarandi dagskrá og gefur formanni orðið með skýrslu stjórnar
Dagskrá sem byggir á 5. gr. í lögum félagsins.


1. Fundur settur. Lögmæti fundar kannað.
2. Skýrsla stjórnar frá síðasta aðalfundi.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir.
4 Inntaka nýrra félaga.
5. Félagsgjöld ársins ákveðin.
6. Skýrsla Héraðs og Austurlandsskóga um síðasta ár.
7. Lagabreytingar.
8. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
9. Tillaga hvert oddatöluár um aðal- og varamenn til setu í stjórn Héraðs og Austurlandsskóga
10. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.
11. Ólöf Sigurbjartsdóttir úr stýrihópi vegna sameiningar Skógræktar ríkisns og landshlutaverkefnanna segir frá gangi mála
12. Önnur mál
13. Fundi slitið.

 


1. Fundarstjóri kannar mætingu og eru mættir 25 skógarbændur. Boðað er til fundarins samkv.
samþ. félagsins og fundurinn því lögmætur.


2. Skýrsla stjórnar félags skógarbænda á Austurlandi.
Í stjórn sitja Halldór Sigurðsson, Maríanna Jóhannsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Borgþór Jónsson,
Helgi Bragason.


8 stjórnarfundir hafa verið haldnir á árinu.
Félagið hefur haft aðkomu að hefðbundnum verkefnum með samstarfsaðilum og þar má nefna
• Skógardaginn mikla í Hallormsstaðaskógi
• Jólamarkaður í Barra,
Það er mikil vinna sem felst í undirbúningi þessara daga og ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem
komu að honum kærlega fyrir vel unnin störf.
• Skýrslan: Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi var unnin og kynnt eftirminnilega.
• Almennur félagsfundur þar sem Lára Vilbergsdóttir hjá Austurbrú kynnti sinn hluta
skýrslunnar
• Skrifað var undir samning vegna kaupa á kurlara þar sem okkar hlutur er 1,5 milljónir kr.
• Farin var skemmtileg hópferð á aðalfund LSE í Stykkishólmi sl. haust, farið var í rútu héðan
að austan og gist í Skagafirðinum á vesturleiðinni.
• Félag skógarbænda fékk 800,000,- styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands vegna verkefnis
sem við sóttum um og heitir „Umbreyting – efnisrannsókn í skógi. Verkefnið verður unnið í
samstarfi við Listaháskólann og Afurðamiðstöðin í Fljotsdal verður væntanlega í
lykilhlutverki. Frumkvæði að þessari umsókn kom frá Garðari Eyjólfssyni lektor LÍ og
umsóknin var unnin af Austurbrú.
• Sótt var um 3 milljóna kr. styrk til Framleiðnisjóðs Landbúnaðarins „Þróun og framleiðsla á
girðingastaurum úr íslenskum viði“ í samstarfi við LSE. Umsóknin hlaut ekki styrk.
• Viðarkyndistöðin á Hallormsstað – beiðni frá Hitaveitunni um beina aðkomu félagsins.
Félagið hafnar því en benti á að einstakir bændur geta selt við þangað. Ekki hægt vegna þess
að það er ekki starfsmaður og þetta er talsverð vinna. Aftur á móti hefur Þröstur Eysteinsson
óskað eftir fulltrúa félagsins samráðsnefnd ásamt fulltrúa Skógræktarinnar til að fjalla um
þau mál. Borgþór skipaður í nefndina.
• Stjórnin hefur kynnt sér sameiningarmál skógargeirans og komið með athugasemdir þar um
bæði á aðalfundinum í Stykkishólmi í haust og á fundi í Umhverfisráðuneytinu með
ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra þar sem formaður og gjaldkeri fóru fyrir hönd stjórnar
félagsins.
• Landsfundurinn verður haldinn hjá okkur í október næstkomandi og stjórn samþykkti að
þema fundarins verði „afurðamál“ Búið er að semja við Valaskjalf um að hýsa fundinn og
gesti.

 

3. Reikningar. Rekstrartekjur voru kr. 8.152.629 og rekstrarhagnaður var kr. 3.345.993 en inn
kom mikið af styrkjum vegna skýrslu um afurðaverkefni sem eftir er að ljúka uppgjöri á.
Nokkrar spuringar komu fram sem gjaldkeri svaraði . Reikningar samþykktir með þorra
greiddra atkvæða.

 

4. Nýir félagar. Máni Sigfússon (Víðilækur), Bergljót Halla Kristjánsdóttir og Jónas Rúnar
Ingólfsson (Hryggstekkur) sækja um inngöngu, samþykkt samhljóða.

 

5. Félagsgjöld. Samþykkt að félagsgjöld verði óbreytt, 7.000 kr. fyrir lögbýli og 1.500 kr. fyrir
einstakling.

 

6. Skýrsla Hask 2015. Sherry Curl flytur skýrslu Hask. Lítið plantað, aðeins 391.230 plöntur sem
er það minnsta frá 1990. Slóðagerð var 70.2 km nýjar girðingar 4.5 km jarðvinnsla 30.7 ha og
millibilsjöfnun 99.8 ha. All nokkrar umræður urðu um erindi Sherry, einkum hvað orsakir eru
fyrir svo lítilliplöntun.

 

7. Lagabreytingar. Í 5. Gr. a)falli burt ,,skriflega með dagskrá“ en í staðinn komi, rafrænum
hætti. Samþykkt með 15 atkv. aðrir sitja hjá. b) Brott falli 6. liður um skýrslu Héraðs og
Austurlandsskóga sem brátt heyra sögunni til. Samþykkt með 14 atkv. 2 á móti. c) Jafnframt
falli brott 9. liður um tillögu að aðal- og varamanni í stjórn Héraðs og Austurlandsskóga.
Samþykkt með 12 atkv. 1 á móti. Eftir breytingarnar er 5. gr. samþykkta FSA þannig.
Aðalfundur er æðsta vald félagsins. Með viku fyrirvara fyrir lok apríl ár hvert boðar
stjórn aðalfund með rafrænum hætti og telst hann lögmætur sé hann löglega boðaður.


Á dagskrá fundarins eru þessir liðir:
1. Fundur settur. Lögmæti fundar kannað.
2. Skýrsla stjórnar frá síðasta aðalfundi.
3. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir.
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Félagsgjöld ársins ákveðin.
6. Lagabreytingar, hafi komið fram formlegar tillögur þar um og kynntar með fundarboði.
7. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið.


Greinin í heild samþykkt með 16 atkvæðum, enginn á móti.
8. Kosningar. Stjórnin endurkjörin með lófataki. Magnhildur Björnsdóttir sem verið hefur annar
af tveimur skoðunarmönnum reikninga hefur selt sína jörð og er því ekki kjörgeng lengur. Í
hennar stað er kjörinn Elvar vignisson og Edda Björnsdóttir endurkjörin.

 

9. Ekki virk þetta árið.
 

10. Stjórn Lse. Jóhann Gísli Jóhannsson kjörinn aðalmaður og Björn Ármann Ólafsson til vara.
 

11. Gunnlaugur Guðjónsson sviðsstjóri fjármálasviðs skógræktarinnar mætti í forföllum Þrastar
Eysteinssonar skógræktarstjóra og fjallaði um ný lög um skógræktina sem liggja fyrir Alþingi
og stefnumótun nýrrar stofnunar sem nú virðist komin á góðan skrið. Nokkrar og almennar
umræður urðu um erindi Gunnlaugs. M.a. var spurt um markað fyrir kurl á Grundartanga og
Bakka, skipurit og aukið fjármagn til skógræktar. Lagt til við stjórn að koma aths. um
lagafrumvarpið á framfæri . Jói Þórhalls. sagði bændur hafa haft stjórnarmenn í
landshlutaverkefnunum og þannig aðkomu að ákvörðunum. Nú er talað um samráð og
kynningu fyrir skógarbændur. Mikil gagnrýni kom fram á þær hugmyndir sem eru um
útfærslu á stjórnun skógræktar hvað varðar aðkomu bænda og fjármagn til skógræktar á
bújörðum sem allir eru sammála um að sé þungamiðja skógræktar í framtíðinni. Ekki komu
fram skýr svör frá Gulla, vitnaði í stefnumótun sem tekur þó ekki yfir lögin.

 

12. Önnur mál. Helgi Elísson Spyr um kostnað við skýrslu um afurðamiðstöð og hvert verði
framhald þess verkefnis. Þorsteinn Pétursson segir ný samþykkta lagabreytingu um að skipa
ekki í stjórn Hask vanhugsaða. Jói Gísli segir frá samþykkt tillögu um kolefnismál á
Búnaðarþingi og skýrði síðan útreikninga Brynhildar Bjarnadóttur á kolefnislosun og
kolefnisbindingu í landbúnaði sem hún vann fyrir Lse. Jói Þórhalls. óskar eftir því að
fundurinn beini því til fundarins að hann feli stjórn að gefa ákveðnar athugasemdir við
frumvarp til nýrrar skógræktarlaga sem nú eru að fara í umsagnarferli fyrir umhverfisnefnd
alþingis. Fundurinn felur stjórn að gera skriflegar athugasemdir við frumvarpsdrögin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:20
Fundarritari. Fundarstjóri.
_____________________ _____________________
Halldór Sigurðsson Jóhann Þórhallsson

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089