top of page

Verkefni, Jólatrén á uppleið


Verkefni apríl mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur

Hér kemur átjánda og síðasta fréttabréf frá mér um verkefni sem tengjast jólatrjáaræktun. Ég er að ljúka fjögurra ára þróunarverkefni tengdu jólatrjáaræktun á Íslandi sem ég hef unnið í samstarfi við Landssamtök skógareigenda (LSE), Landbúnaðarháskóla Íslands og Rannsóknarstöðina Mógílsá. Verkefnið var styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins og fór af stað sumarið 2013 og lýkur í vor 2017. Ekki var sótt um framlengingu verkefnisins sem slíks en LSE ætla að sinna skógarbændum og jólatrjáaræktendum áfram. Skógræktin ætlar að rækta jólatré með meiri áherslu á fjallaþin en ætlar ekki að auka framleiðsluna verulega. Skógræktarfélögin, sem enn er stærstu framleiðsluaðilar á íslenskum jólatrjám, ætla að rækta jólatré áfram sem fjáröflun fyrir starfsemi sína. Undanfarin ár hef ég líka skrífað nokkrar skýrslur og greinar í mismunandi tímarit ásamt fræðslurit um jólatrjáaræktun. Allt efnið er aðgengilegt á netinu. Meðal annars á heimasíðu LSE http://www.skogarbondi.is/copy-of-trjategundir-1 . Hjá Skógræktinni hefur Pétur Halldórsson fréttastjóri, safnað efninu úr fréttabréfinu og hannað „Dagatal jólatrjáabóndans“ á heimasíðu Skógræktarinnar undir http://www.skogur.is/utgafa-og-fraedsla/jolatre Hjá Skógræktarfélagi Íslands er hægt að finna greinar úr Skógræktarritinu um jólatrjáaræktun ásamt flokkunarkerfinu sem var hannað sérstaklega fyrir íslensk jólatré http://www.skog.is. Ég vona að jólatrjáaræktun á Íslandi muni aukast og þróast og til framtíðar verða öflug tekjulind fyrir skógarbændur og aðra ræktendur sem hafa áhuga og skilning á þessari ræktun. Mig langa að þakka ykkuröll fyrir gott samstarf og áhuga fyrir málefninu! Ég er viss um að það verður bjart framundan fyrir íslensk jólatré og að áhugin fari ört vaxandi í takt við aukna umhverfisvitund og sjálfbærnistefnu hjá þjóðinni. Jólatrjáaræktun er langhlaup og það þarf tíma, kunnáttu, reynslu og þolinmæði til að komast áfram! Gangi ykkur vel!

Verkþættir í apríl og maí

Áburðargjöf Í lok apríl getur verið gott að huga að áburðargjöf ef tíðarfarið leyfir. Blákorn eða svipaðar þrígildar áburðartegundir eru oftast besti kosturinn því slíkur áburður inniheldur steinefni og snefilefni sem henta vel við flestar aðstæður. Ef ræktunarsvæðið er á frjósömu túni er þó mælt með að spara áburðarmagnið. Tré yngri en fimm ára þurfa um 12 g af áburð á tré. Ef trén eru gróðursett í rýrari jarðveg er hægt að nota aðeins meira. Erlendis er mælt með að dreifa áburði 2-3 sinni á vaxtartímanum til að tryggja jafnt aðgengi að næringarefnum. Hjá eldri trjám má auka áburðargjöfina ef þörf er á því. Lífrænn áburður eins og húsdýraskítur og mykja hefur (líka) góð áhrif á vöxt jólatrjáa skv. niðurstöðum frá tilraunum hjá norskum jólatrjáabændum. Botnklipping Mælt er með að botnklippa trén sem eru komin í 80-90 cm hæð. Þetta er gert til að losna við neðstu greinar trésins. Fjarlægðar eru allar greinar af neðstu 5-10% stofnsins. Þetta sparar vinnu við lokahögg og auðveldar umhirðu. Tvítoppaklipping Tvítoppaklippingu er best að bíða með þangað til topparnar eru búnir að opna sig. Þá er kominn tími til að fara út og klippa. Mikilvægt er að velja þá toppa sem virka þróttmestir og eru með flest hliðabrum. Gróðursetning Það er mikilvægt að gróðursetja eitthvað á hverju ári til að tryggja jafna eða jafnvel aukna framleiðslu á hverju ári til framtíðar. Hvað mikið hver og einn ræktandi vill grjóðursetja er hans val og fer eftir tíma, áhuga, aðgangi að landi o.fl. Það getur verið gagnlegt fyrir ræktendur að búa til langtímamarkmið og stefnu fyrir jólatrjáaræktun og gróðursetja í takt við það. Til dæmis ákveðið magn á hverju ári. það magn sem hægt er sinna árlega með öllu sem fylgir þessari ræktun eins og botklippingu, áburðurgjöf, tvitoppaklippingu, formklippingu, eftirliti o.fl. Barrsýni Í síðasta fréttabréfi frá Norsk Juletre var fjallað um barrsýni, barrsýnatöku o.fl. Þýðing á íslensku var send út með síðasta fréttabréfi og í því tilefni kom fyrirspurn um hvar hægt er að fá barrsýni efnagreind á Íslandi. Hægt er að fá efnagreind barrsýni (ICP-greining) hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Nánari upplýsingar er hægt að fá á http://efnagreining.is/, á netfangi bata@efnagreining.is eða í síma 661-2629. Þetta eru frekar dýrar mælingar en hægt að fá magnafslátt ef fleiri slá sér saman. Efni sem oftast eru mælda ásamt viðmiðunar-gildi eru sýnd í töflunni hér fyrir neðan.

N P K Mg Ca S Mn Cu Zn Fe

Köfnunare. Fosfór Kali Magnesíum Kalk Brennest. Mangan Kopar Sink Járn

Mælast í: % % % % % % mg/kg mg/kg mg/kg mg/kg

Viðmiðunar Gildi 1,6-2,00,16- 0,220,45- 0,9 0,09-0,130,3- 2,0 0,09-0,12 30-6000 3,0-7,0 30-60 45-200

Heimild: Reliability of Foliar Analyses of Norway spruce Stands in a Nordic gradient. Silva Fennica 36(2). F. H. Bækki og N. Salih (2002). Tolkning af jord- og nåleanalyser i produktion af nordmannsgranjuletræer. Nåledrys 35. C. J. Christensen og L. B. Pedersen (2001). EM, 12.04.2017

bottom of page