top of page

Stjórnarfundir FSS 2017


Fundur 22.6.2017

Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi haldinn 20.6. 2017

Að Víðihvammi 10 Kópavogi kl. 14:30

Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Sigríður Hjartar, Sigríður Heiðmundsdóttir símleiðis, Ingvar Pétur Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Verkefnisins.

 1. Stjórnin skipti með sér verkum. Hannes, sem verið hefur gjaldkeri undanfarin ár, baðst undan því, en Bjarnheiður Guðmundsdóttir, sem tók sæti Arnar Karlssonar í aðalstjórn, tók við gjaldkerastarfinu. Sigríður Hjartar verður áfram ritari en Hannes Lentz og Sigríður Heiðmundsdóttir meðstjórnendur

 2. 2. Farið var yfir skipulag Jónsmessuferðarinnar. Rúta fer frá Rauðavatni laugardaginn 24.6. kl. 12:00 og ekið sem leið liggur að Giljalandi í Skaftártungum, en farþegar teknir upp á leiðinni eftir því sem óskað er. Stutt viðkoma verður í Múlakoti svo ferðalangar geti rétt úr sér. Á Giljalandi verða skoðaðar framkvæmdir og snætt sameiginlegt nesti. Áætluð koma til Reykjavíkur er kl. 22:00.

 3. Landssamband skógareigenda hefu fengið uthlutað góðum styrk til afurðamála. Samþykkt var að sækja um sérstakan styrk frá LSE vegna þeirrar vinnu við verkefni afurðamála sem er í gangi hjá FsS.

 4. Mikið var rætt um fjármögnun úrvinnslu og ýmsum steinum velt við. Upp komu nöfn ýmissa aðila, sem ætti að vera annt um kolefnis-spor og kolefnisbindingu og verður leitað til þeirra og reynt að kynna verkefni okkar og vonir um úrvinnslu bæði grisjunarviðs og borðviðar, eftir því sem hráefni fellur til og mikilvægt er að kynna sér vandlega hvernig unnt er að nota efni unnið úr timbri í stað plasts og annarra mengandi efna.

 5. Skógarbændur vantar leiðsögn um hvernig best er að nota tölvutæknina til að halda utan um framkvæmdir á skógarsvæðunum. Hnitsetja þarf skógarsvæðin og færa inn upplýsingar um gróðursetningu í hverjum reit, magn, tegundir og ártöl. Til er séstakt app. sem auðveldar þessa vinnu. Á heimasíðu Skógræktarinnar er fjallað vel um þessi mál. Nauðsynlegt er að halda kynningafund um þessi mál hjá félaginu og halda námskeið fyrir félagsmenn.

 6. Ingvar Pétur skýrði frá framvindu starfs síns við könnun á möguleikum fyrir úrvinnslufyrirtæki. Hann hefur talað við öll sveitafélög á Suðurlandi sem lýsa miklum áhuga á samvinnu. Losun úrgangstimburs og grisjunarviðar úr görðum og sumarbústaðarlöndum er vaxandi verkefni, sem hvert sveitarfélag hefur verið að leita að lausn á. Eins hefur Ingvar Pétur rætt við ELKEM, sem segist geta tekið við öllutimbri sem unnt sé að fá hérlendis en eins og gengismálum er háttað er innflutningur þeim hagstæðari og greiðslur fyrir íslenskan við hafa lækkað eða eru á bilinu 12-13 þús/tonn. Kolefnisspor innflutnings telja þeir litlu meira en væri notað innlent timbur. Haft hefur verið samband við íslensk úrvinnslufyrirtæki eins og Furu í Hafnarfirði, sem framleiði undirburð fyrir hross og kannað verð á þeim tækjum, sem unnt er að kaupa innanlands. Hrossa- og kúabændur fá aðeins um 30% af sinni þörf fyrir undirburð fullnægt af framleiðslu innanlands.

Í ljós hefur komið að staðsetning væntanlegs fyrirtækis er ekki jafn háð aðgengi að heitu vatni og áður var talið, unnt er að brenna bæði berki og sagi sem fellur til við timburvinnsluna og fá þannig orku. Vinnu við áætlunargerð miðar áfram, þar sem Ingvar Pétur mun leggja fram textann en uppbyggingarsjóður ætlar að sjá um tölulega úrvinnslu.

Fundi slitið kl. 16:30 Fundaritari Sigríður Hjartar

Fundur 7.2.2017

Stjórnarfundur hjá FsS þriðjudaginn 7. 2. 2017

Haldinn að Víðihvammi 10 í Kópavogi k. 10.20

Mættir: María E. Ingvadóttir, Hannes Lentz, Sigríður Heiðmundsdóttir. Sigríður Hjartar, Örn Karlsson.

 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 2. Samningur um styrk vegna skógarvinnslu á Suðurlandi milli Uppbyggingarsjóðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga annars vegar og Félags skógareigenda á Suðurlandi er tilbúinn til undirritunar og stjórn FsS hefur samþykkt hann fyrir sitt leyti. Horft er til félagsfundar til kynningar og formlegrar undirritunar 17. febrúar. Mikið hefur verið rætt um vinnslu skógarafurða á fundum félagsins undanfarin ár og síðast í fréttabréfinu 7. des. 2016. Eins og þar kemur fram er styrkurinn veittur til áhersluverkefna hjá félagasamtökum en ekki fyrirtækjum.Markmiðið er að byggja upp nýja atvinnugrein á Suðurlandi við úrvinnslu og marrkaðssetningu á islenskum skógarafurðum og verkefnið felst í örsuttu máli í undirbúningi og stofnun rekstrarfélags sem mótar stefnu, greinir tækifæri í úrvinnslu og makaðssetningu skógarafurða. Styrkurinn nemur 6.000.000.-

 3. Þrátt fyrir þennan góða stuðning er björninn alls ekki unninn. Sækja þarf um styrk til LSE til afurðamála.

 4. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur með ákvörðun á síðasta ári gefið gott fordæmi með styrk til bújarða í skógrækt, sem beint er til bænda í Húnavatnssýslu. Þannig stuðningur kæmi bændum á félagssvæði FsS að góðum notum og myndi hvetja enn fleiri bændur til að huga að skógrækt í atvinnuskyni jafnhliða hefðbundnum búskap.

 5. Á starfssvæði FsS, svo sem í Skaftafellssýslu og Reykjanesi, eru ýmis svæði sem eru erfið viðureignar en þó að mörgu leiti álitleg til skógræktar. Spurning er hvort Skógræktin geti komið þar inn með sérstakan stuðning.

 6. Innheimta félagsgjalda hefur gengið vel, þótt enn sé dálítið útistandandi. Fjárhagur félagsins er því þokkalegur sem ekki veitir af þegar svo mikið er á döfinni eins og sést í lið 2.

 7. Fagráðstefna skógræktarinnar verður haldin í Hörpu dagana 23.-24. mars. Dagskráin er mjög fjölbreytt enda jafnframt minnst 50 ára afmælis starfsins að Mógilsá. Félagar eru minntir á mikilvægi þess að skrá sig.

 8. Aðalfundur FsS verður haldinn í maí en fundarstaður og fundartími er í mótun.

 9. Jónsmessugangan ómissandi verður farin á hefðbundnum tíma í kringum Jónsmessuna 24.6.. Allar vísbendingar um athygliverð skógarsvæði í eigu félagsmanna vel þegnar.

Fundi slitið kl 12.20. Fundarritari Sigríður Hjartar

bottom of page