top of page

Landssamtök skógareigenda auglýsa eftir framkvæmdastjóra.


Landssamtök skógareigenda (LSE) auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Um er að ræða 80 % starf og er miðað við að ráðið verði í það frá 1. nóvember 2017, eða eftir samkomulagi.

Landssamtök skógareigenda eru heildarsamtök skógareigenda um land allt, þau gæta hagsmuna skógarbænda gagnvart stjórnvöldum og hvetja til nýtingar lands á grundvelli sjálfbærrar þróunar.

Helstu verkefni:

  • Sinna daglegum rekstri samtakanna.

  • Gæta hagsmuna skógareigenda gagnvart stjórnvöldum.

  • Vinna að fjáröflun vegna verkefna.

  • Undirbúa stjórnar og aðalfundi.

  • Yfirumsjón með heimasíðu, kynna starfsemi LSE, sinna fræðslu og útgáfu.

  • Vinna með og aðstoða aðildarfélögin við verkefni eftir því sem óskað er.

  • Vinna með og aðstoða nefndir og starfshópa, sem skipaðir eru af samtökunum.

  • Samskipti við erlend systrasamtök.

  • Vinna með stofnunum sem standa að nytjaskógrækt.

  • Önnur verkefni sem stjórn felur framkvæmdastjóra.

Hæfniskröfur og eiginleikar:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, einnig væri reynsla af rekstri æskileg.

  • Víðtæk tölvukunnátta og upplýsingatækni.

  • Hafa gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

  • Hafa reynslu af félagsstörfum og hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.

Landssamtök skógareigenda gera þá kröfu til starfsfólks að það:

  • vinni samkvæmt stefnu og markmiðum Landssamtaka skógareigenda, sem er að efla skógræktarstarf í landinu, auka umfang skóga, bæta árangur og vinna að uppbyggingu atvinnugreinarinnar skógrækt.

  • sé í góðum tengslum við aðildarfélögin.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Félags náttúrufræðinga.

Nánari upplýsingar veitir:

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður Landssamtaka skógareigenda, sími 893-9375, netfang joibreidi@gmail.com

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2017.

Vinsamlegast sendið umsóknir, ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun á Austurveg 1-3, 800 Selfoss, merkt:

Landssamtök skógareigenda Austurvegur 1-3. 800 Selfoss

Einnig má senda umsóknir í tölvupósti á netfangið joibreidi@gmail.com

Öllum umsækjendum verður svarað.

bottom of page