top of page

Hlynur Gauti nýr framkvæmdastjóri LSE

Nýr framkvæmdastjóri LSE

Landssamtök skógareigenda auglýsti til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra LSE. Mikill áhugi var fyrir starfinu, en sautján umsóknir bárust. Farið var yfir allar umsóknir og þær metnar eftir þeim kröfum sem komu fram í auglýsingunni. Af þessum sautján umsóknum voru sjö valdar út og þeim einstaklingum boðið í viðtal. Niðurstaða valnefndar var að ráða Hlyn Gauta Sigursson skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni til starfa. Hann hefur víðtæka reynslu af skógrækt, umhirðu skóga, úrvinnslu og samstarfi við skógarbændur, kynningarmál og fl. Reiknað er með að Hlynur Gauti taki til starfa 1. janúar næstkomandi. Um leið og við bjóðum Hlyn Gauta velkomin til starfa þökkum við öllum öðrum umsækjendum fyrir umsóknina og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

bottom of page