Vika 02 Bara byrjunin

January 12, 2018

Nýtt starf

Nýráðinn verkefnastjóri Landssamtaka skógareigenda um áramótin, Hann heitir Hlynur og mun vera í 80% starfi. Einnig veðrur hann að vinna við kynningarmál hjá Skógræktinni. Hanns bakgrunnur er að mestu leiti úr skógargeiranum. Hann sér fyrir sér að halda úti vikubók hér á síðunni. Þetta er ekki síður gert fyrir hann því þarna má vonandi sjá hvernig ýmis mál þróast í tímans rás. Líklega mun hann skrifa textann eftirleiðis í fyrstu persónu en ekki þriðju, eins og hér. 

 

Byrjun

Í lok síðasta árs sótti ég ýmsa fundi og má segja að undirbúningur nýs starfs hafi hafst þá. Eftir áramótin var ég mikið hjá Hrönn, forvera mínum, þar sem hún kann ýmis trixin. Sem sagt, ég hef ýmist veirð á Selfossi eða Kópavogi. Skrifstofuaðstaða í Bændahöllinni er ekki í höfn. Óvíst hvort verði. Mógilsá, Heiðmörk og Keldnaholt hefur komið til umræðu en ekkert ákveðið enn.

 

email

Stórmerkilegt vesen, símtal til mr. Google og allt, til að útvega nýtt email, hlynur@skogarbondi.is. Drjúgur tími sem fer í svona vesen.

 

Tello

Ég ætla mér að kynna utanumhald á verkefnum með Trello, svo ef einhver hefur reynslu af því má sá hinn sama alveg heyra í mér. 8917517

 

Aðstoða nýliða og sveitafélög

Ég fékk ábendingu um að LSE gæti beitt sér fyrir málum verðandi LSE meðlima. Þá er átt við að einfalda ferlið við umsókn og benda á ýmsa mögulega árekstra. Hafa þarf gott samráð við sveitafélögin 75 (eða hvað þau eru mörg). Þetta er mjög mikilvægt fyrir framtíðina. 

 

Selfoss

Ég hef verið mikið á Selfossi og er ér mjög þakklátur því. Þar er gott fólk sem ég þekki flest frá fornu fari og nú er ég í þeirra hreiðri og uni ég mér vel þar. Mikil reynsla og þekking sem ég get leitað í þar. 

 

Þingmenn

Tveir áhugsamir og mjög velviljaðir þingmenn komu á skrifstofuna þegar ég var þar einnig. Þeir Ari Trausti Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason. Áður hafði Karl Gauti veirð þarna á ferð, en ég missti af því að hitta hann. 

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Á föstudeginum hitti ég Jón Geir og Björn í létt spjall um stefnur og strauma í málum skógræktar og hvað væri helst hægt að gera til að greiða leið stéttarinnar. Kolefnismál ber þar helst á gauma og mætti horfa til nágrannaþjóða varðandi þau efni.

 

Fundir, undirbúningur

Eins og fyrr segir höfum við Hrönn mikið verið saman að undanförnu. Hún er að koma mér inn í málin. Ég hef gert það sem kunnátta mín leyfir. Undirbúningur Stjórnarfundar sem verður 17.jan í bændahöllinni og Skógarfang-teymisfund þann 8.feb.  Einnig hef ég ætlað mér að hitta stjórnirnar fimm. 

 

Heimasíðan

Ég hef og mun verja meiri tíma við uppsetningu á heimasíðunni. Video-síða er komin á vefinn og ég hafði  samband við Maríu hjá N4 og baðum leyfi og "samstarf" við birtingu frétta sem koma skógarbændum við, hún var öll hin ánægðasta með það. Það verður aðgengilegt á heimasðunni undir myndefni. . Ég er afar þakklátur fyrri vefstjóra, Valgerði Backman, fyrir að hafa sett vefsíðuna eins snyrtilega eins og hún var. Heildarútlit mun þurfa taka miklum breytingum. Það helsta sem ég mun leggja áherslu á er aðgengileiki, einfaldleiki og halda fyrri tignarleika. Lína á Norðurlandi benti mér á ýmis góð ráð varðandi uppsetningu og María á Suðurlandi benti mér á einfaldari uppsetningu við flokkun aðildafélagana (ég náði reyndar ekki að ganga frá því fyrir helgina, geri það síðar).

 

Sherry Curl

Í lokin vil ég minnast góðs vinar og kolleika sem kvaddi þann 30. desember sl. Sherry Curl og ég unnum mikið saman þegar við vorum starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga. Hún var mikill og góður áhrifavaldur í mínu lífi og er ég í óendanlega þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. Óeigingjörn, hjálpsöm, greind og skipulögð eru bara nokkur af þeim orðum sem mér kemur í hugan til að lýsa henni. Hún kvaddi of snemma og ég mun sakna hennar mikið. Hvíldu í friði Sherry. 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089