Stjórnarfundir FSN- 2013

 

Fundur 1

 

2013-05-12-fundur 1
Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.
Haldinn á Akureyri þann 12. maí kl. 14:00 í Gömlu gróðrarstöðinni.
Mætt voru: Anna Ragnarsdóttir formaður, Páll Ingvarsson, Davíð Herbertsson og Helga
Sigurrós Bergsdóttir. Sigurlína Jóhannesdóttir og Valgerður Jónsdóttir boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. Skógarganga
2. Aðalfundur LSE 2013
3. Aðalfundur LSE 2014
Formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
1. Fyrirhuguð skógarganga að Harmri og Gunnfríðarstaðarskógi í AusturHúnavatnssýslu, fimmtudaginn 20, júní Haft hefur verið samband við Erling á Hamri,
mæting á hlaðinu hjá honum kl. 20:30 og eftir gönguna hjá honum veður boðið upp á
ketilkaffi og safa í Gunnfríðarstaðarskógi.
2. Aðalfundur LSE verður að þessu sinni í Hveragerði dagana 30.-31. ágúst. Æskilegt er
að sem flestir stjórnarmenn Félags skólgarbænda á Norðurlandi mæti á fundinn.
3. Komið er að okkur að halda aðalfund LSE næsta árs, rætt var um hugsanlega
staðsetningu og kemur Akureyri sterklega til greina. Páli falið að aðhuga með
fundaraðstöðu, gistimöguleika, og kostnað, t.d. á Icelandair hótelinu ( Gamli
Iðnskólinn)
Stefnt er á síðustu helgina í ágúst 2014 eða helgina þar á undan.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:40
Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

 

 

Fundur 2

2013-08-7-fundur 2
Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.
Haldinn á Akureyri þann 7. ágúst kl. 10:30 í Gömlu gróðrarstöðinni.
Mætt voru: Anna Ragnarsdóttir formaður, Davíð Herbertsson, Sigurlína Jóhannesdóttir,
Valgerður Jónsdóttir og Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Aðalfundur LSE 2013
2. Tillögur til aðalfundar LSE 2013
3. Staðsetnig aðalfundar LSE 2014
4. Lög LSE – breytingar á lögum.
Formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
1. Aðalfundur LSE í Hveragerði dagana 30.-31. ágúst. Rætt var um hvaða stjórnarmenn
komist á fundinn, stefnt að því að allir fari. Ákveðið var að taka ekki rútu að þessa
sinn heldur sjái hver um sig en benda félagsmönnum á Strætó.
2. Málið rætt, samkomulag um að Valgerður setji saman tillögu að tillögum og sendi á
alla.
3. Komið hefur í ljós að ekki gengur að hafa aðalfund LSE 2014 á Akureyri helgina 29-
31 ágúst 2014 eins og rætt var um síðasta fundi. Tillaga kom því upp um að halda
fundinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Þar væri einnig hægt að hafa
lokahófið. Húsið er búið öllum tækjum til fundahalda. Leiga fyrir húsið er í kringum
140 þúsund fyrir helgina. Gistimöguleikar eru að Löngumýri, í Lauftúni og á Hótel
Varmahlið sem jafnframt mundi þá sjá um veitingar í Miðgarði, tjaldstæði í
Varmahlíð fyrir fólk á húsbílum. Einnig á Steinsstöðum, Bakkaflöt og Hofsstöðum en
þangað eru tæplega 10 km. Jafnframt er boðið upp á gistingu í sumarhúsum á
svæðinu. Á síðunni Visit Skagafjörður slóðin er www.visitskagafjorduri.is er að finna
fleiri tilboð um gistingu.
Hugsanlega verða “Kraftmeiri Skógar” með lokafund í samvinnu við aðalfundinn, og
þá jafnvel á föstudeginum fyrir aðalfundinn.
4. Tillaga um breytingar á lögum LSE sem fundarmenn höfðu fengið sendar í tölvupósti.
Rætt var um 5 lið, sem fjallar um breytingar á stjórnarkjöri LSE. Nokkrar
athugasemdir komum fram og var Valgerði falið að setja saman tillögu að
breytingatillögu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:40
Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

 

Fundur 3

 

Stjórnarfundur Félagsskógarbænda á Norðurlandi, haldinn á í Gömlu
Gróðrarstöðinni á Akureyri 26.11.2013.
Mætt voru: Anna Ragnarsdóttir, Páll Ingvarsson, Davíð Herbertsson, Sigurlína Jóhannesdótti
og Valgerður Jónsdóttir.
Sigurlína Jóhannesdóttir ritaði fundargerð og Anna stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1) Aðalfundur LSE.
2) Félagatal.
3) Skipun í ritstjórn „ Við skógareigendur“
4) Önnur mál.
1. Fundarstaður: Anna sagði frá að búið væri að fá Menningarhúsið Miðgarð í Skagafirði
til fundarhalda helgina 29 – 31 ágúst 2013.
Gisting: Einnig búið að semja við Hótel Varmahlíð um veitingar og gistingu og
Gistiheimilið Lauftún og Löngumýri um að halda gistirýmum fyrir þessa helgi. Hver og
einn þarf að sjá um að skrá sig í mat og gistingu.
Gönguferð: Verði í Reykarhólskógi.
Gjöf til fundargesta: Áletruð húfa eða svunta. Áletrun verði „ Ég er skógarbóndi“ Helgu
Bergs er falið að athuga með kostnað ( sú eina sem var ekki mætt og gat ekki varist)
„Kraftmeiri skógar“ verða með lokafundinn á föstudag fyrir aðalfundinn þann 29 ágúst..
2. Páli gjaldkera, falið að senda félagatal til stjórnarmanna svo þeir geti brugðist við
breytingum á búsetu hjá félögum, hver á sínu svæði.
3. Búið er að ræða við Önnu Guðmundsdóttur á Reykhúsum, Sigrúnu Grímsdóttur
Vatnsdal og Láru Erlingssen Akureyri, að taka að sér ritstjórn á „ Við skórareigendur „ en
það kemur í hlut Félags skórabænda á norðurlandi, að ritstýra því blaði frá næstu
áramótum og í tvö ár. Guðríður Baldvinsdóttir Lóni, baðst undan, en bauðst til að senda
myndir og skrifa grein í blaðið. Anna tók að sér að vera ritstjóri. Hugmynd frá stjórn til
nefndarinnar er að fá Brynhildi Bjarnadóttir að skrifa um kolefnistbindingu og skrifa um
trjáskífur frá Flúðum.
4.Önnur mál. Stjórnarmenn aðrir en formaður skora á Önnu að halda áfram í stjórn
a.m.k. þar til eftir aðalfund LSE helgina 29 – 31 ágúst nk. Anna skoðar málið.
Fleira ekki tekið fyrir, fundið stlitið kl 14.46.
Sigurlín Jóhanna Jóhannesdóttir ritari í fjarveru Helgu Bergs.

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089