Vika 03 Fyrsti stj.f. Hlyns

January 19, 2018

Vistarverur

Engin viðvera á Selfossi þessa viku. Reykjavík framan af viku og Egilsstaðir seinni hlutann. Sjálfsagt verða vistarverur mína eitthvað á huldu næstu daga en vonandi er enn von á skrifstofuhúsnæði í Bændahöllinni. 

 

Stjórnarfundur

Fyrsti stjórnarfundurinn minn var númer 117 í röðinni. Hvann var í bændahöllinni. Mér fannst hann bara fram með besta móti og hlakka bara til þess næsta.

 

Egilsstaðir

Ég var komin í Egilsstaði á föstudaginn. Þar fékk ég skrifstofuaðstöðu. Fyrir hádegi áttum við Ólöf gott spjall, m.a. um framlög og úthlutanir á þeim. Svo áttum við Þröstur gott spjall um allt milli himins og jarðar. 

Eftir hádegi mætti JóiGísli og við fórum yfir það helsta. 

Mikið spjallað og það vel. 

 

Heimasíðan

Heimasíðan er alltaf að taka á sig nýja og vonandi betri mynd. Flestar ef ekki allar athugasemdir hingað til hafa verið jákvæðar og uppbyggilegar. Sigríður Hjarðar á Suðurlandi hafði góðar ábendingar, takk fyrir þær. Ég vil endilega fá meiri gagnrýni á breytingar/bætur frá félagsmönnum sem eiga efni sem á erindi á síðuna. 

 

Sherry Curl

Útför Shrryar var á mánudeginum, haldin af Siðmennt í Fossvogskapellu, Steinar var útfararstjóri. Erfidrykkja var á Loftleiðum. Þetta var falleg athöfn.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089