Vika 04 EGS > Euro >

January 27, 2018

Egilsstaðir

Framan af viku var ég á Egilsstöðum en flaug aftur til Rvk á Miðvikudagskvöldið.

 

Eginahald kolefnis

Ég átti góðan fund með Hilmari Gunnlaugssyni hjá Sókn lögfræðistofu. Hann gaf mér stutta skýrslu af stöðu mála. Fyrir mér lítur þetta svo út að þetta varði ekki endilega skógareigendur heldur alla jarðeigendur á Íslandi. Eignarétturinn er mjög sterkur á Íslandi og ef hann er virtur til fulls þá á landeigandi (skógarbændur sem aðrir)  bæði að eiga kolefnisbindingu í sínu landi til jafns við kolefnislosunina. Að því sem ég veit best er það afar slæmt fyrir landeigendur eins og staðan er nú því þegar Brussel innleiðir sínar reglur á Ísland munu ekki margir binda meira en þær losa. Að sama skapi ætti þetta að vera mikil hvatning fyrir landeigendur að rækta sínar jaðir til að komast hjá losun. Það myndi ég segja að væri mjög jákvætt fyrir framtíð Íslands, svo fremi sem það gangi eftir; fjármagnað af ríkinu eða bændum sjálfum. Þeir sem svo eiga mýrar í sínu landi eru enn verr búnir en aðrir. Mýri losar hvort sem hún er framræst eða ekki. Eina leiðin fyrir þá held ég sé að gróðursetja ösp þar sem það er unnt. Nú, og kannski aldrei brýnna en nú, þarf íslenska ríkið að fara ákveða hvaða regla eigi við. Eins og alltaf, kostir og gallar við allt. 

 

Stjórnarfundur félags skógarbænda á Austurlandi

Góður fundur var haldinn með stjórn FSA í lok þriðjudags, en þó fundurinn hafi verið góður varð ég einnig niðurlútur vegna andrúmsloftsins. Það er lægð yfir skógarfólki á Héraði. Ég nefni nú nokkur atriði: 

- Barri farinn á hausinn

- Fráfall Sherryar

- Framlög til bænda í lamasessi

- Uppbyggilegt skógariðnaðar á krossgötum.

- Uppbygging verktkastarfsemi í skógrækt, tvísýnt. 

- Fljótsdalshérað hættir með hverfahátiðina "dagar myrkurs" í ágúst/september

- Jóamakaður í BARRA ekki lengur, hvert þá, Ef þá?

- Skógardagurinn mikli, óvíst með framhald. 

Ekkert skrítið að ég sé áhyggjufullur.  Svo ég tali ekki um önnur atriði sem voru til umræðu. 

 

Lobbýistafundur

á Starleef var fundur með Hreini og Aðalsteini á Mógilsá, ásamt Jónatani og Brynjólfi frá skógÍsl. Pétur var á Akureyri og við Björg á Egilsstöðum. 

Niðurstöður

- Leggja harðar að ráðamönnum, hnitmiðaða. Dagkrá er í mótun

- Ná inn í fjármálaráðuneytið

- Ná á sveitastjónum

 

fundað aftur í næstu viku. Jói Gísli hefur uppi góðar hugmyndir sem þarf að koma á framfæri. 

 

Heimasíðan

Megin áherslan hefur verið í að uppfæra ýmislegt fyrir Suðurland. Einnig fékk Jólatrjáasíða Elsu smá handayfirlögn. 

 

Eurostars styrkjafundur

Á fimmtudagsmorgninum fórum við María saman upp í Nýsköpunarmiðstöð. 

EUROSTARS er flott fyrirtæki sem veitir styrki. Fjalar veitti okkur viðtöku og þeir sem héldu tölu voru: Snæbjörn Kristjánsson, Kjartan og Einar Mantyka. Einar kom inn á nokkra punkta sem væri gott að hafa að leiðarljósi við gerð umsóknar. 

 

Umsókn skal vera...

- Öðruvísi/Eftirminnileg

- sexy title

-skýra út (eða hafa) höfundarrétt (IPR)

- Tengslanet, segja frá tengslum

- NÝSKÖÐUN- tækni challange

- ÁHÆTTA (jákvætt að sé áhætta, nýtt> segja líka frá hvenrig áhættan er tækluð) 

- Hvar er markaðurinn? Helst sem víðast, ef bara á Íslandi er það snúið, en ekki ómögulegt.

- HVer les yfir umsókn? Það er ekki íslendingur, Höfða til útlendinga.

- Hvaða áhrif hefur varan? umhvefistenging, heilsutenging, efnahagsleg...

- Markaðurinn, Varan verður að vera komin í notkun á tveimur árum.

- Taka fram hindranir (SWAT)

- kostur ef hópmelur/meðilmir þekkja inn á markaðinn

- Hvernig ætla menn að komast á markað

- Tæknilega lausnir

- Hve vel er hópurinn stefndur fyrir verkefninu.

- Þarfagreining fyrir vörunni

- Velja rétt lykilorð /KEYWORDS. það hjálpar til við matið, að umsókn fari í mat hjá viðeigandi matsmönnum.  

- Umsóknin fer í mat á 3-4 skrefum. Því áhugaverðari, nýstárlegri sem hún er, þeim mun fleiri munu fara yfir. 

 

Kynningarvideo

 

Jólatré

Else átti gott samtal við mig um stöðu mála jólatrjáaræktunar. Staðan er svört. Sendi út bréf á 60 manna hóp sem er í ræktuninni auk Brynjars og Björns B Jóns. 

 

Skrifstofa, tímabundin

Við María töluðum við Þorstein og Sigrúnu hjá Nýsköpunarmiðstöð um skrifstofuaðstöðu og fundaraðstöðu. Tekið var vel í erindi okkar. Formlega var sótt um í kjölfarið. Hringt var daginn eftir og verður erindi ðtekið upp á mánudaginn. Ef við fáum inni verður húsnæðið líklega á Hlemmi. 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089