Vika 05 Origo-vikan

February 3, 2018

Emailin

Í upphafi skapaði Google himin og jörð. Jörðin var þá auð og ótengd, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Google sveif yfir vötnunum. 

Google sagði:

"Verði ljósleiðarar!"

Þá urðu til netföng og fékk nýr framkvæmdastjóri LSE sér eitt slíkt með hjálp Googl. Hann hefði líklega betur sleppt því því eitthvað veldur því að akkurat þetta email, hlynur@skogarbondi.is er búið að flækjast og skemma Outlook undirritaðs. Origo fólk hefur aðstoðað hann ALLA daga þessarar viku. Carlos og sérstaklega Sylvía hjálpuðu mér mest en því miður er niðurstaðan sú orðið að undirritaður þolir ekki Outlook. Staðan er sem sagt þannig að Outlook (Microsoft) þolir ekki Google og öfugt. Jeg er því með calanderið í ólagi núna og notast enn við gmail á netinu. Þetta er magnað, sérfræingarnir á Origo geta ekki einu sinni redda þessu, þó hafði ég talað við 5 talsins. Takk samt fyrir að reyna. 

 

 

Dagskrár fyrir fundi. 

Ég lagði nokkra vinnu í dagskrá fyrir fundina tvo í næstu viku og þarnæstu og hafði svolítið lesefni fyrir nefndarmenn klárt. Fundirnir eru eru Skógarfang á fimmtudaginn 8.feb og Fyrirmannafyndur LSE 12.feb.

 

 

iPad og skype

Ég kannaði nýtt fundarfyrirkomulag fyrir stjórn LSE. Eins og mig grunaði reyndar var mér ráðlagt að kaupa iPad skjátölvu. Ég leitaði tilboða í iPad þar og gat fengið hann á 50.ooo kr. Í Elko fríhöfn fæst hann hinsvegar á 43.000 og held ég að það sé best að kaupa hann þar. 

Einnig kannaði ég SKYPE eða SKYPE buisness. Það er tekið fram að SB henti vel í fjölmenna fundi, en ég hef ekki séð haf hverju S geri það ekki. Því kannaði ég aðra möguleika. Þar sem um iPad er að ræða þá má notast við Mac stýrikerfi. Facetime er eitt þeirra. Það er ekki ætlað í fjölmenna fundi, en hægt er að ná í app sem lagar það. Auk þess eru fjöldinn allur af ókeypis öppum fyrir fjarfundi: Skype, Facetime, Hangout (sem ég held að sé hentugast fyrir okkur), Duo...

 

 

Prókúra og Sími

Í vikunni redduðum við Hrönn bankamálum og símamálum. Ég mun nú notast við símann 775 1070

 

 

Símtöl

Fjögur símtöl átti ég í vikunni sem vert er að minnast og þrjú vörðu í klukkustund.

 

Bjarki Jóns: Erindin voru framtíð jólatrjáa og girðingamál. Einnig talaði hann um framtíð og var bæði bjartur og grár við þá framtíðarsýn

 

Björgvin Eggerts: Við getum alltaf talað, ef ekki annar, þá hinn. Nú var aðal umræðan fræðslumál og þá sérstaklega fræðsla í umhirðu ungskóga. 

 

Boggi í Hvammi: Aðal erindið var umsókn fyrir viðarmagnsúttekt og hvort það nýttist LSE svo mjög. Ég fór í saumana og las gaumgæfilega yfir samninginn. Sendi svo útlistað bréf á Lárus og Arnór. í kjölfarði á ég fund með Eddu og Arnóri á mánudaginn 4.feb á Mógilsá

 

Sigga Júlla: Þetta var gott spjall, en verður betra þegar við hittumst á Mógilsá þann 4.feb. Umræður þá eru af tvennum toga. Annarsvegar með Einari Gunn og Arnóri um utanumhald á tölulegum gögnum um nýtingu á skógum: jólatré, ber, sveppir oþh.   Hitt var vegna sveitastjórnamála. 

 

 

VIDEO

Loksins leit ég aðeins í klippiforritið þessa vikuna, á mánudeginum. Vinnan var þó aðallega að skrifa texta fyrir Póllandsfeðrina í október sl. og láta svo Sæma lesa við tækifæri. Jeg kláraði það ekki, textagerðin er ca hálfnuð.

Þessi vinna tengist þó ekki LSE.

 

Á föstudagskvöldið þyddi ég og textaði videoið hennar Hraundísar yfir á ensku. Nú er það bæði til á ísl og ensku. Loksins. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089