LiDAR tækni mun auðvelda líf okkar skógarbænda til muna innan fárra ára. Reyndar er tæknin komin og bara spurning hvernig hún mun þróast og verðið færist niður. Í þessu stutta myndbandi (frá árinu 2014) er LiDAR tæknin útskýrð nokkuð vel (á ensku). Með þessu má mæla skóga, viðarmagn og landsvæði á örskotsstundu. Fljótleg, áreiðanleg og væntanlega ódýr leið fyrir skógarbændur um víða veröld.